NT


NT - 22.08.1984, Síða 27

NT - 22.08.1984, Síða 27
22. ágúst 1984 27 ■ Síðara mark Blikanna staðreynd. Blikanna grípa vel inní leikinn. Boltinn í netinu eftir aukaspyrnu Jóns Oddssonar. Á innfelldu myndinni sést Friðrik markvörður NT-myndir Ámi Bjama „Við erum allt of góðir til þess að falla" ■ áttu Blikarnir að geta bætt -. —... .. Serginho í tukthúsið ■ Framherjinn frá Brasilíu, Serghino, sem spilaði með brasilíska landsliðinu í Heimsmeist- arakeppninni á Spáni 1982, hefur verið dæmd- ur í þriggja mánaða fang- elsi fyrir að berja á blaða- Ijósmyndara. Atvikið átti sér stað eftir leik Santos, sem Serghino leikur með, og Flamengo á Maracana leikvellinum í Ríó. Flam- engo vann 3-0. Félagi Serghino hjá Santos, Silas, fékk líka dóm en Paulo Isidoro, sem einnig lék á Spáni 82, var náðaður. Höttur vann ■ Höttur frá Egils- stöðum vann Egil rauða frá Norðfirði í gærkvöldi í síðasta leik F-riðils 4. deildar í knattspyrnu. Leiknum sem fram fór á Norðfirði lauk með 2-1 sigri Hattar. Mörk Hattar skoruðu þeir Magnús Steinþórs- son og Þórarinn Jakobs- son. Markvörður Egils, Einar Ásmundsson svar- aði fyrir lið sitt úr víta- spyrnu. Léikur, sem einkennd- ist af baráttu og var nokk- uð góður, en sigur Hattar var alls ekki öruggur. Með sigrinum tryggði Höttur sér þriðja sætið í riðlinum: Lokastaðan í R-riðli varð þessi: Staðan i F-riðli: Leiknir F . 14 12 2 0 55- 9 38 Súlan .... 14 8 2 4 34-25 26 Höttur ... 14 6 4 4 32-24 22 Sindri.... 14 6 4 4 27-22 22 Neisti .... 14 5 4 5 34-27 19 UMFB .... 14 6 1 7 29-35 19 Hrafnkell .14 3 1 10 15-54 10 Egill rauði ..14 0 2 14 13-43 2 ■ Breiðabliksmenn unnu sinn fyrsta sigur á heimavelli í sumar, er þeir lögðu Víkinga að velli í 1. deildinni í knatt- spymu á Kópavogsvelli í gærkvöld. Lokatölurnar 2-0, en í hálfleik var staðan 1-0. Þessi sigur Blikanna kom á besta tíma fyrir þá, því ef þeir hefðu tapað í gærkvöld hefði fallið blasað við liðinu. Leikurinn var mjög harður og baráttan var mikil. Mark- tækifærin voru af mjög skornum skammti en þau helstu verða rakin hér á eftir. Það fyrsta leit dagsins Ijós á 28. rnín. er Magnús Jónsson tók aukaspyrnu og gaf á Heimi sem var greinilega rangstæður. Ekkert var dæmt og Heimir brunaði að Blikamarkinu. Friðrik markvörður Breiða- bliks bjargaði með úthlaupi. Á 38. mín. tóku Blikarnir forystuna. Jóhann Grétarsson tók aukaspyrnu frá hægri kanti og gaf inní vítateig Blika. Þar stökk Jón Oddsson hæst og „nikkaði" boltanum á Sigurjón Kristjánsson, sem skoraði með góðu skoti. 1-0 fyrir Blika. Skömmu fyrir hlé skaut Jón Einarsson rétt framhjá marki V íkings eftir skyndisókn Kópa- vogsbúa. Næsta hættulega marktæki- færi kom ekki fyrr en vel var Iiðið á síðari hálfleikinn. Jó- hann Grétarsson komst þá einn innfyrir vörn Víkinga, en skot hans hafnaði í hliðarnetinu. Blikarnir bættu síðan öðru marki við á 71. mín. Þeirfengu aukaspyrnu við vftateigshornið vinstra megin, Guðmundur Baldursson renndi boltanum á Jón Oddsson, sem negldi í netið. Stórglæsilegt mark og staðan orðin 2-0. Víkingar fengu tækifæri um miðjan hálfleikinn til að skora, en Friðrik í markinu bjargaði með djarflegu úthlaupi, þegar Andri Marteinsson var kominn einn í gegn. Lentu þeir í sam- stuði og lágu báðir óvígir eftir. Þeir náðu sér þó fljótt og gátu haldið leiknum áfram. Á síðustu mínútu leiksins geta þriðja markinu við, er Jón G. Bergs komst einn innfyrir. Jóni tókst að klúðra þessu færi á undraverðan hátt og náði ekki einu sinni að skjóta á markið. „Það var mikill léttir að vinna þennan leik, enda var annað hvort að duga eða drepast fyrir okkur“, sagði Magnús Jóna- tansson þjálfari Breiðabliks eft- ir leikinn. „Það var meiri bar- átta í kvöld en oft áður. Við vorum mjög ákveðnir í því að leggja allt í sölurnar í leiknum og það skilaði sér. Við breytt- um aðeins um leikaðferð, þ.e.a.s. við tókum enga áhættu og lékum af öryggi. I HHOT- SKURN ■ Harður en slakur leikur og lítlð um tækifæri. Sigur Breiðablika sanngjarn, þar sem þeir voru ákvoðnari en Víkingar. Mark Jóns Odds- sonar sem hann skoraði á 71. mín. var það eina sem gladdi augað. Fyrra markið skoraði Sigurjón Kristjáns- son á 38. mín. Dómari í leiknum var Þorvarður Björnsson slakur. og var hann Skolbikarinn Einkunnagjöf NT UBK Friðrik Friðriksson....3 Sigurjón Kristjánsson ... 3 Jón Einarsson...........3 Loftur Ólafsson.........3 Ólafur Björnsson .......4 Benedikt Guðmundsson . 4 Vignir Baldursson ......5 Ómar Rafnsson...........4 Jóhann Grétarsson ......5 Guðmundur Baldursson . 4 Jón Oddsson ............2 Jón G. Bergs varam. lék of stutt. VIKINGUR Ögmundur Kristlnsson .. 4 Unnsteinn Kárason ......5 Ragnar Gíslason.........4 Gylfi Rútsson ..........4 Magnús Jónsson .........4 Andri Marteinsson ......3 Kristinn Guðmundsson .. 4 Ómar Torfason...........4 Ámundi Sigmundsson ... 5 Örnólfur Oddsson .......4 Heimir Karlsson ........5 Einar Einarsson ........5 Einar kom inná í leikhléinu fyrir Unnstein. ■ Skoska deildarbikarkeppn- in í knattspyrnu hófst í síðustu viku en nokkuð hefur hún breytt um svip frá því í fyrra. Keppni fer nú fram með útslátt- arfyrirkomulagi, en gamla riðlafyrirkomulagið hefur verið lagt niður. Þá heitir bikar- keppnin hér eftir Skolbikarinn, en Skol-bruggunarfyrirtækið hefur styrkt keppnina með 100.000 sterlingspundum, og ætlar að dæla öðrum 200.000 pundum í keppnina á næstu tveimur árum. Úrslit í 1. umferð urðu sem hér segir: Albion Rovcrs-Montrosc 2-0 Dunfermline-Arbroath 4-0 East Stirling-Bcrwick 1-1 East Stirling sigraöi í vítaspyrnu- keppni. OuecnoftheSouth-Ouccn’sPark 2-1 Stirling Albion-Stcinhouscmuir 2-0 Stranraer-Cowdenbeath 0-3 Önnur umferð verður leikin síðar í mánuðinum og þá mæta liðin í skosku úrvalsdeildinni til leiks. ■ Andri Marteinsson átti góðan leik með Víkingi í gær. Hér sést hann glíma við Jóhann Grétarsson. NT-mynd Árni Bjama „Dómarinn lélegur“ ■ „Dómgæsla Þorvarðar Björnssonar í kvöld, er einhver sú lélegasta sem ég hef séð í sumar,“ sagði Omar Torfason, Víkingur, eftir leikinn gegn Breiðabliki í gær. „Þegar einhver vafaatriði komu upp þá dæmdi hann Blik- unum boltann. Þegar Andri komst innfyrir áttum við hik- laust að fá víti. Friðrik kom vaðandi með sólann í Andra, enda sést það á honum, hann er með takkaförin á lærinu." „Nú erum við komnir í fall- baráttuna og verðum að leika betur á næstunni, en við gerð- um í þessum leik. Við vorum slakir í kvöld,“ sagði Ómar Torfason. Kraftlyftingar: Torfi með íslandsmet ■ Torfi Ólafsson kraft lyftingamaður úr KR setti nýtt Islandsmet unglinga á kraftlyftingamóti sem hald ið var í Æfingastöðinni Engihjalla fyrir skömmu Torfi lyfti 187,5 kg í bekk pressu, og 350 kg í rétt stöðulyftu, en þetta eru hvoru tveggja íslandsmet. í samanlögðu setti hann einnig íslandsmet, 855 kg, sem er næst mesta þyngd sem Islendingur hefur lyft. Torfi stefnir að því að taka þátt í heimsmeistara- móti unglinga sem haldið verður í Ástralíu í næsta mánuði. Þar ætlar hann sér ekkert annað en gullverð- launin. Torfi keppir í 125 kg flokki. Á mótinu í Æfingastöð- inni kepptu þeir Hjalti Árnason og Jón Páll Sig- marsson. Þeir voru nokkuð frá sínu besta, en Jón Páll reyndi við nýtt Evrópumet í réttstöðulyftu, en tókst ekki að koma þyngdinni upp.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.