NT


NT - 28.08.1984, Síða 4

NT - 28.08.1984, Síða 4
Þriðjudagur 28. ágúst 1984 4 Umsjón: JónasS. Guömundsson Sjávarafurðir 71,7% af útflutningi í ár Magnaukningin á fyrstu sex mánuðunum 36,3% ■ Hlutur sjávarafurða í út- flutningi landsmanna jókst lítið eitt á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra. Var hlutdeild þeirra í ár 71,7%, en í fyrra 70,4%. Verðmæti útfluttra sjávar- afurða hefur aukist frá því í fyrra um 40,6%. Nær aukningin til allra flokka sjávarafurða nema hertra afurða, en útflutn- ingur þeirra hefur dregist stór- lega sam'an. Verðmætaaukning- in er mest í mjöli og lýsi, um 1,2 milljarðar króna; aukningin í frystum afurðum er um 700 milljónir króna; verðmæta- aukning saltaðra afurða er um 600 milljónir króna; og niður- lagðra og niðursoðinna afurða um 400 milljónir króna. Samsvarandi aukning hefur orðið á útflutningsmagni sjáv- arafurða, nema hvað útflutning- ur frystra afurða hefur dregist saman um 5000 tonn. Heildar- magnaukningin nemur um 36,3%. Mest hefur verið flutt út til Bandaríkjanna, fyrir um 2,4 milljarða, næst mest til Sovétríkj- anna, fyrir um 1 milljarð, og síðan til Bretlands, fyrir um 900 milljónir. Heildarútflutningur þjóðar- innar fyrstu sex mánuði ársins nam um 10,7 milljörðum króna, en þar af nam útflutningur sjáv- arafurða um 7,7 milljörðum. Tölurnar eru frá Fiskifélagi íslands. Eimskip leigir nýtt gámaskip ■ Eimskip hefur nú tek- ið á leigu til eins árs, gámaskip frá breska fyrir- tækinu Ellerman City, og hefur Eimskip kauprétt á skipinu. Skipinu hefur ver- ið gefið nafnið Laxfoss og er það systurskip Bakka- foss og City of Perth, sem Eimskip hefur einnig á leigu frá sama fyrirtæki. A Laxfossi verður ís- lensk áhöfn og er gert ráð fyrir að skipið verði af-, hent Eimskip í byrjun september. Ákvörðun um að taka skipið á leigu var tekin vegna þess að flutn- ingar milli Evrópu og Bandaríkjanna hafa lofað góðu, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu. Með tilkomu Laxfoss mun flutningsgetan milli Evr- ópu og Bandaríkjanna aukast um 50 af hundraði. Framkvæmda- stjóri SÍA ■ Sólveig Ólafsdóttir, lögfræðingur, hefur frá og með 1. september verið ■ Sólveig Ólafsdóttir. ráðin framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýs- ingastofa. Sambandið telur ellefu aðildarfyrirtæki. Sólveig Ólafsdóttir lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1982 og meistaragráðu frá Harvard háskóla ári seinna. í framhaldsnámi sínu lagði Sól- veig megináherslu á höfunda- rétt, samningatækni og sátta- störf. Sólveig starfaði hjá Ríkisút- varpinu frá 1970 til 1975, en hefur að undanförnu starfað hjá menntamálaráðuneytinu. Hún á sæti í höfunéaréttarnefnd og er varaformaður UNESCO nefndarinnar. Sólveig var for- maður Kvenréttindafélags ís- lands 1975 til 1981. Forstöðumaður kynningardeildar ■ Stefán Halldórsson tók þann 1. ágúst við forstöðu nýrr- ar kynningardeildar Arnarflugs. Deildin sér einkum um sam- skipti við fjölmiðla, auglýsinga- mál og ýmis konar útgáfustarf- semi. Stefán Halldórsson er 34 ára og þjóðfélagsfræðingur að mennt. Hann hefur starfað m.a. sem blaðamaður og kennari. Hann hóf störf hjá Arnarflugi fyrir sjö árum og hefur unnið að flugrekstrar- og starfsmanna- málum og nú síðast í markaðs- deild. Hann er kvæntur Lilju Jónasdóttur og eiga þau tvær dætur. ■ Stefán Halldórsson. Áhaldaleiga Suðurnesja: Nýpng í vinnslu sti isteypugólfa ■ Um þessar mundir stendur yfir kynning á nýjung í slípingu og niðurlögn á steinsteypugólf- um. Pað er Áhaldaleiga Suður- nesja í samvinnu við Nýborg hf. sem að kynningunni stendur. Nýjung þessi felur það m.a. í sér að þornunartími á steypunni er mun styttri og vinnst við það mikill tími. Múrarar geta því lokið við 400 m‘ á átta klukkustundum í stað þrjátíu klukkustunda áður. Mun þetta jafnframt fela það í sér að yfirborð steypunnar nær auknum styrkleika og í það er unnt að blanda efnum sem koma í stað yfirborðsmálunar. ■ Sýnishorn af notuðum pappír sem tekinn verður til endurvinnslu í hinu nýja fyrirtæki, Hirngrás h.f. NT-mynd: Róbcrt. Ný starfsemi hérlendis: Endurvinnsla á pappír ■ Stofnaö hefur verið nýtt fyrirtæki, Hringrás h.f., sem annast mun endur- vinnslu á pappír og er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar hérlendis. Hringrás h.f., sem stofnað var í marz síöastliönum, er dótturfyr- irtæki Sindra-Stáls og hefur fyrirtækið þegar komist inn á markað í Hollandi með vinnslu sína. Á blaðamannafundi sem haldinn var í gær til að kynna starfsemi fyrirtækisins, kom fram að hingað til lands eru árlega flutt um 30-40 þús. tonn af pappír og er þá frátalinn umbúðapappír ýmisskonar. Er- lendis mun unnt að ná um 40% nýtingu pappírsins í endur- vinnslu en Hringrás h.f. mun stefna að því að ná um 10-15% nýtingu með þeim tækjakosti sem fyrir hendi er. Engu að síður telur fyrirtækið sig geta sparað verðmæti að upphæð 13-14 milljónir króna.árlega. Þegar hefur verið lagður grunnur að söfnunarkerfi, sem vonir standa tilað komist fljót- lega í gagnið, og fyrsta salan á endurunnum pappír hefur þeg- ar átt sér stað. Var þar um að ræða úrgangspappír frá Morg- unblaðinu, sem notaður var sem blöndunarefni við fræ og áburð, og landgræðslan hefur þegar dreift yfir ógróin landsvæði. Ný verslun í miðbænum ■ Ný verslun hefur nú verið opnuð að Hafnarstræti 9, þar sem áður var bókaverslun Snæ- bjarnar. Það er JK-verslunin INGRID sem sérhæfir sig í prjónagarni og fataefni ásamt tilheyrandi smávörum, sem nú er flutt í húsnæðið. Mosfellssveit: B.Í. opnar nýja umboðsskrifstofu ■ Brunabótafélag Island hefur opnað nýja umboðs- skrifstofu í Búnaðarbanka- húsinu að Þverholti í Mos- fellssveit við hátíðlega athöfn. Voru þar saman komnir forystumenn sveitar- félagsins ásamt fleiri gestum, og Ingi R. Helgason ávarpaði samkomuna. Rakti hann hlutverk Brunabótafélagsins að fornu og nýju og gat þess að á síðustu árum hefði um- boði félagsins verið sinnt á sjálfri hreppsskrifstofunni þó nú hefðu allir orðið ásáttir um að koma á persónulegri umboðsmennsku aftur. Umboðsskrifstofan er opin frá kl. 12.00 til 16.00 hvern virkan dag.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.