NT - 28.08.1984, Side 8
Vettvangur
Þriðjudagur 28. ágúst 1984 8
- eftir Friðjón Guðröðarson,
sýslumann Austur-Skaftafellssýslu
Það þarf
hugarfarsbreytingu
■ Á undanförnum árum hafa
borist til landsins og eru seld í
vaxandi mæli hér, svonefnd
torfærumótorhjól. Um er að
ræða gríðarlega öflug tæki,
sem fara nánast yfir allt á
landi, jafnt fjallshlíðar, sem
annað torleiði, að undan-
skildum vötnum.
Tæki þessi valda ótrúlega
miklum gróðurskemmdum, en
þar sem afli þeirra er beitt
sneiða þau í sundur gróður-
svörðinn líkt og hárbeittur
hnífur.
Eftir skamman tíma mynd-
ast svo vatnsrás og í kjölfarið
uppblástur, eyðilegging jarð-
vegs og gróðurlendis.
Þessi tæki eru snöggtum að-
gangsharðari við móður jörð,
en venjulegur tveggja drifa
bíll. Stjórnendur tækja þessara
eru gjarnan unglingar sem
skynja einungis ánægjuna,
spennuna, sigurtilfinninguna,
þegar hægt er að komast á
fjallsins brún á örfáum mínút-
um. Þau sjá ekki sárin, vita
ekki hverjar verða afleiðing-
arnar.
Hversvegna, jú, þau hafa1
ekki fengið fræðslu eða hand-
leiðslu í æsku. Við sem eldri
erum höfum brugðist. Það hef-
ur gleymst að innræta þessu
fólki virðingu fyrir umhverfi
sínu og þau kunna ekki að
umgangast og njóta náttúru
landsins. Heimili og skólar
þurfa að gera betur. Fræðslan,
handleiðslan og fordæmin er
það sem hér mun best duga,
eins og á fleiri sviðum.
Það þarf að glæða skilning
og efla áhuga landsmanna allra
á náttúru Islands og skynsam-
legri, ekki einstrengingslegri,
náttúruvernd. Ríkisfjölmiðl-
arnir þurfa að sinna þessu
t'ræðslu- og uppeldishlutverki,
einkum sjónvarpið.
Máttur þessa tækniundurs
er gífurlegur, nýtum hann.
Auðvelt er að gera hér á landi
skemmtilegar og jafnframt
fræðandi umhverfismyndir,
þar sem komið væri inn með
hagnýta fræðslu í eðlilegum og
jákvæðum tengslum viþ mynd-
efnið. Nýta ber þá möguleika
■ Eftir skamman tíma mvndast svo vatnsrás og í kjölfarið uppblástur, eyðilegging jarðvegs og
gróðurlendis.
■ Friðjón Guðröðarson
til umhverfisfræðslu erskapast
í útivinnu barna- og unglinga,
t.d. hjá sveitarfélögunum að
sumarlagi. Hæfir flokksstjórar
geta gert vinnuna jákvæða og
skemmtilega. Kennarar þurfa
að fara með nemendur sína í
vettvangsskoðun í fjöruna, um
dalinn, uppá fjallið. Enginn
skynjar dýra- plöntu- og stein-
aríkið, nema að hluta, í grá-
myglu skólastofunnar.
Reglur um umgengni
eru nauðsynlegar
Boð og bönn, viðurlög og
refsingar eru sjaldnast jákvæð-
ar lausnir.
Til þeirra verður þó að
grípa ef um þverbak keyrir.
Mun líklegra til jákvæðs árang-
urs, er sú leið, þegar t.d. eru
framin náttúruspjöll, að láta
hinn brotlega bæta úr
spjöllum.
Þetta hefur aðeins verið.
reynt og Náttúruverndarráð
hefur mælt með þessari til-
högun.
Ekki verður hjá því komist
að banna akstur vélknúinna
ökutækja í óbyggðum utan
vega eða merktra ökuslóða.
Til þess að svo megi verða og
líklegt að eftir verði farið, þarf
tvennt til að koma.
í fyrsta lagi að merktar ve'rði
ökuslóðir í óbyggðum. Hins
vegar að komið verði á hreyf-
anlegri landvörslu einkum á
Trjámaur veldur skaða
í Hallormsstaðarskógi
■ Undanfarna daga liafa
komið fréttir í blöðum og sjón-
varpi um skaða á trjám á
Hallormsstað af völdum trjá-
maurs.
Af þessu tilefni óskar Skóg-
rækt ríkisins að koma á fram-
færi eftirfarandi upplýsingum
um þetta mál:
I. Um er að ræða maurteg-
und (stundum nefnd köngur-
lingur), sem sækir á allar greni-
tegundir, sem hér eru í ræktun
og auk þess þin, en erlendis á
fleiri barrtrjátegundir eins og
lerki, furu, sýprusvið o.fl.
Þetta dýr er til vandræða um
allt norðurhvel jarðar.
Kvikindið getur drepið tré,
þegar verst lætur og eru dæmi
um það, t.d. frá Bandaríkjum
Norður-Anteríku og héðan
frá íslandi. Það nærist á inni-
haldi grænna frumna í barrnál-
um, svo að þær missa lit. Tré,
sem verða fyrir þessu áfalli,
eru ekki nýtanleg sem jólatré
næstu 3-5 árin, en ef þau
haldast heilbrigð næstu árin,
koma nýir sprotar með græn-
um nálum og þau geta orðið
jafngóð öðrum trjám sem jóla-
tré.
Erlendis veldur maurinn
einkum tjóni á jólatrjám og
plöntum í gróðrarstöðvum.
2. Fyrst varð vart við maur
þennan á Hallormsstað um
1960 í greniteig, sem vaxinn
var upp af plöntum innfluttum
frá Noregi 1948. Hér var um
að ræða stóra grenisendingu,
sem var dreift víða um land,
enda hefir maurinn fundist á
ýmsum stöðum, en hann hefir
ekki valdið verulegu tjóni fyrr
en árið 1976, og svo sérstak-
lega í ár. Hann er mest áber-
andi á Hallormsstað og í Eyja-
firði, þar sem vorað hefir
snemma, sumarhiti hefir verið
hæstur og úrkoma minnst, en
þessir þættir virka saman fyrir
viðgang hans.
Eins og tíðarfari hefir verið
háttað undanfarna tvo áratugi
á Suður-, Suðvestur- og Vest-
urlandi er ekki hætta á að
maurinn valdi skemmdum á
greni í þessum landshlutum,
eftir því sem nú er best vitað.
3. Allur lifandi gróður er
með meira og minna af lifandi
sníkjudýrum, m.a. innflutt
jólatré.
4. Tjón það, sem maurinn
veldur nú á Hallormsstað er að
umfangi sem hér segir:
Hann sækir - eins og fyrr var
frá greint - á allar grenitegund-
ir og fjallaþin, en mjög mis-
jafnlega milli tegunda og
svæða í skóginum.
Yfirleitt er 1-20% af trjám
orðið: brúnt, en af grænum
trjám er 0-50% sýkt og
skemmdir á minna en 1% af
blaðgrænu.
5. Á Hallormsstað, þar sem
skemmdir eru 'einna mestar af
völdum maursins í ár, verður
minna höggvið en ella hefði
orðið af jólatrjám (þaðan hafa
komið um 15% af íslenskum
jólatrjám síðustu árin). Sá
munur verður þó væntanlega
meira en bættur upp annars
staðar vegna þess, hve árferði
hefir að þessu leyti verið trján-
um hagstætt í öðrum landshlut-
um.
6. Unnið er nú að rannsókn
á lifnaðarháttum og skaðsemi
maursins hérlendis og vörnum
gegn honum. Markmiðið er að
hindra frekari skemmdir, og
að geta í tíma gengið úr skugga
um, hvenær plága er í aðsigi,
svo að vörnum verði við
komið.
Sigurður Blöndal
skógræktarstjóri.
Dr. Jón Gunnar Ottósson,
lílíræðingur.
■ Úr Hallormsstaðarskógi