NT - 28.08.1984, Síða 11
Þriðjudagur 28. ágúst 1984 11
Frábært
popp!!
Industry/Stranger to
Stranger
EMI/Fálkinn
■ Industry er hljómsveit sem
kom mér virkilega á óvart.
Fjórir piltar að westan sem
spila vandað popp með bresk-
um áhrifum, ósviknum bresk-
um áhrifum. Peir eru lausir við
öll vemmilegheitin sem ein-
kenna kanann svo oft. Industry
finnst mér mun betri sveit en
Duran Duran til dæmis og gefa
Private Lives og Spandau Ball-
et lítið eftir þó tónlistin sé
kannski ekki alveg eins.
Styrkleiki Industry liggur í
þrælsterkum lagasmíðum fé-
laganna fjögurra og snyrti-
legum útsetningum. Allt sem
heitir að yfir-útsetja fyrirfinnst
ekki, heldur passar allt eins og
flísf... (þiðvitiðhvaðégávið).
Þetta eru fögur orð sem
Industry fær úr barka mínum
en það er líka allt í lagi. Ég
þrælfíla plötuna þeirra nýju,
Stranger to Stranger, því hvað
er skemmtilegra en gott, vand-
að og áheyrilegt popp.
Shangri-La heitir fyrsta lagið
og finnst mér það besta lagið.
Þar syngur bassistinn Rudy
Perrone og hann hefur rödd
svipaða Leo Sayer og lagið er
yndislegt vægast sagt og dulúð-
ugt. Pá koma fjögur lög. Fyrst
Communicat og þá All I need
is you bæði ágætis poppflugur.
Stranger in a strange land og
Living alone too long eru enn
betri. Pað er áberandi hvað
lögin eru vel byggð upp. Milii-
kaflar snyrtilega gerðir og
hvíla vel eyrun fyrir húkkunum
sem eru hver öðrum betri.
Still of the night er fyrsta
lagið á hlið 2 og það hefur
verið vinsælt í Evrópu held ég
og ekkert skrýtið. Until we're
together og Romantic Dreams
eru hvort tveggja original
smellir og ekki síður síðustu
tvö lögin. What have I got to
lose og State of the nation sem
er þrusulekkert, ha???
Ég vona heitt og innilega að
íslendingar opni augu og eyru
fyrir hljómsveitinni Industry.
Þetta er popp eins og það best
gerist. Gott til að hlusta á.
Gott í partý og frábært á
klósettið.
Allir upp með budduna og
finna rauða seðilinn og svo er
bara að vinda sér í næstu
hljómplötubúð og biðja um
„nýjustu plötuna" með Indu-
stry. Ekkert múður. Petta er
klassi...
Jól.
(8 af 10)
Ljúft
jasspopp
Sade - Diamond Life
Epic/CBS
■ Sú plata sem undanfarið
hefur verið efst á lista á breska
vinsældarlistanum heitir Dia-
mond Life. Það er söngkonan
Sade Adu sem syngur á þessari
plötu ásamt með hljómsveit
sinni, sem í eru þeir Stuart
Mathewman, saxafón- og gít-
arleikari, Andrew Hale
hljómborðsleikari og Paul S.
Denman bassaleikari. Auk
þess eru 1 ýmsir sessionmenn
til aðstoðar með áslátt og blást-
urshljóðfæri.
Líklega hafa ýmsir heyrt lag
Sade, Your Love Is King, og
jafnvel lagið Smooth Operat-
or. Bæði þessi lög voru komin
út á litlum plötum áður en sú
stóra kom út, og um leið og
hún kom’ut kom lagið When
Am I Going To Make A Living
út á lítilli plötu. Peir sem hafa
heyrt þessi lög vita að tónlist
Sade er mjög ljúf jass-popp-
tónlist. Klisjan um reykfyllta
næturklúbba 5. áratugarins
hefur oft verið notuð til að lýsa
andrúmsloftinu í þessum
lögum, og á eins vel við hér.
Rödd söngkonunnar fellur
frábærlega vel að þessari
tónlist, þetta er frekar djúp,
mjög tjáningarrík rödd, sem
er bæði vel öguð og falleg.
Þetta er ein af þeim plötum
sem manni finnst að hafi alltaf
verið til. Hún byggir á langri
skila, þetta er í senn klassískt
og nútímalegt útlit, og jafn-
framt mjög persónulegt. Það
sama má segja um tónlistina,
hún er klassísk, nútímaleg og
persónuleg. Bestu meðmæli.
ÁDJ
(8 af 10)
Fyrsta lagið heitir Get it out
of your head og ku vera eftir-
fari Súsönnu á vinsældarlist-
um. Það er gott lag og grípandi
í sing a long stíl og með léttum
reggí fíling en hann er áber-
andi í þessari grænu plötu.
Þá kemur lagið I don’t
wanna be without you ekki
jafn gott en gaman að notkum
harmónikkunnar, rétt eins og
í næsta lagi sem er einmitt
Súsanna. Á eftir Súsönnu kem-
ur Maríanna, lagið Marianne.
Nokkuð grípandi en ekkert
rosalega katsjí. A life like
yours er síðasta lagið á hliðinni
og það er hundleiðinlegt. Enn
er reggíið skammt undan. I
can see a future startar hlið tvö
og er í þessum You can’t hurry
love Motown bíti sem ég hef
alltaf fílað vel.
Maybe Tomorrow er mjög
líkt Súsönnu og reyndar í
alveg sama bíti framan af en
ekki jafn grípandi. Restin á
plötunni er svo sem ekki neitt,
svipað og allt hitt og litlar
breytingar í útsetningum sern
eru frekar einhæfar plötuna í
gegn. Söngvarinn Nol Havens
hefur ágæta rödd en full ein-
hæfa. Hann er eini maðurinn
sem syngur á plötunni og gefur
það henni einhæft yfirbragð.
Sem fyrr segir er þetta fyrst og
fremst partý plata og þá er nú
ekki mikið pælt í útsetningum.
Sem slík er hún fín, en frum-
legheitin eru auðvitað víðs
fjarri.
Jól.
(5 af 10)
um angistarfull sálarstríð.
Tónlistin nálgast oft á tíðum
popp, en heldur sig þó fyrst og
fremst að vera rokk.
Samanborið við Crocodiles
er þó þessi plata síðri. Á
Crocodiles var mikil spenna
innan um allan léttleikann.
Ocean Rain sýnir hljómsveit
sem er orðin mjög örugg með
sig, kann sitthvað fyrir sér og
notar það vel, en hér er frekar
um að ræða verklagni iðnaðar-
mannsins en sköpunarkraft
listamannsins.
í heild má þó tvímælalaust
segja að hér sé um mjög þægi-
lega og áheyrilega plötu að
ræða. Strengir og órafmagnað-
ir gítarar eru mikið notaðir, og
bæði verið gefin út á litlum
plötum, sem og Silver. Silver
er líka mjög gott lag, og mörg
önnur lög eru góð og skemmti-
leg.
Miðað við Porcupine þá er
þetta skemmtilegri plata, af-
slappaðri og betri. Það er
kannski of mikið að segja eins
og ég sagði áðan að þetta sé
fyrst og fremst iðnaðartónlist,
þetta er engin klisjutónlist
hcldur vel gerð og frumleg
popptónlist. En miðað við tvær
fyrstu plötur hljómsveitarinnar
er þetta nærri því slappt, það
vantar þann neista sem þar
var. Echo & The Bunnymen
sýna þó með þessari plötu að
þeir standa nokkrum skrefum
• ’
i Skemmtilegt ogafslappað Echo & The Bunny- men - Ocean Rain
jasshefð. Ef nefna ætti áhrifa-
valda mætti nefna Billie Holly-
day, Ellu Fitzgerald og Cleo
Laine, og jafnvel má oft heyra
svipaða hluti og Joni Mitchell
var að gera um miðbik síðasta
áratugar.
Platan er þó á engan hátt
ófrumleg eða upptugga á
gömlum hlutum. 011 lögin og
textarnir eru samin af Sade og
félögum hennar í hljómsveit-
inni. Fyrri hliðin situr enn sem
komið er fastar í vitund minni,
enda eru þar öll þrjú lögin sem
gefin hafa verið út á litlum
plötum. Hin tvö, Hang On To
Your Love og Frankie’s First
Affair eru alveg jafngóð.
Fyrsta lagið, Smooth Oper-
ator, er fremur hresst, borið
uppi af grípandi saxafóni.
Your Love Is King er rólegra
og gott vangalag.
A hinni hliðinni eru fjögur
lög, og fyrsta lagið á þeirri
hlið, Cherry Piem er sísta lag
plötunnar. Hin þrjú eru í sama
klassa og fyrri hliðin, allt sam-
an fljótandi ljúfar jasspopp-
ballöður.
Ekki spillir útlit söngkon-
unnar fyrir, það er sérstætt og
fagurt. Manni finnst eiginlega
að engin önnur söngkona hefði
getað komið þessari tónlist til
Dágóðí
partýin
Art Company/Get it
out of your head
CBS/Steinar
■ „Susanna I’m crazy loving
you“. Þessi fleyga setning hef-
ur heyrst ansi oft á öldum
ljósvakans á undanförnum sól-
ardögum hér fyrir sunnan og
líklega víðast hvar um foldina
fögru. Susanna, Susanna.
Þetta lag er flutt af hollenskum
piltum sem saman skipa hljóm-
sveitina Art Company. Felldur
var dómur yfir þessu lagi á
dögunum ög var hann víst upp
og ofan. Músík sú sem Árt
Company flytur er hreint og
klárt kántrý popp og sem slíkt
er það nokkuð gott. Einhver
sagði mér að Art Company
væri svona Stuðmannaband
þeirra Hollendinga. Það var
upphaflega stofnað sem létt
grín og Súsanna var tekin upp.
Lagið sló í gegn svo strákarnir
þurftu að taka upp fleiri lög og
nú er árangur þeirra upptakna
kominn í Ijós á plötunni Get it
out of your head.
■ Echo & The Bunnymen
hafa nú gefið út sína fjórðu
plötu. Nefnist hún Ocean
Rain. Hún var tekin upp í
París og olli mun minni vand-
ræðum en næsta plata á undan,
Porcupine, sem var tekin upp
tvisvar, hljómplötufyrirtækið
hafnaði henni í fyrra skiptið.
Söngvari Echo & The
Bunnymen, Ian McCulloch,
hefur mjög mikið álit á sjálfum
sér og hljómsveitinni. Hann
hefur m.a. lýst því yfir að þetta
sé besta hljómsveit heims, og
að sjálfur David Bowie skuli
líta upp til þeirra. Bowie var
æskuhetja Macs. Víst er að
fyrsta og önnur plata hljóm-
sveitarinnar, Crocodiles og
Heaven Up Here, voru og eru
meistaraverk innan nútíma
popptónlistar, jafngóðar ef
ekki betri en jafnvel bestu
plötur Bowies. Porcupine var
aftur á móti síðri, erfið að
hlusta á (eins og Heaven Up
Here) en mér tókst aldrei að
finna þann sjarma sem var yfir
fyrri plötunum tveimur á
henni.
Nú er semsagt komin sú
fjórða. Að sumu leyti líktist
hún meira fyrstu plötunni en
hinum tveimur. Þetta er mun
afslappaðri plata, hljómsveitin
virðist léttleikandi og lítið er
gefur það plötunni afslappað
yfirbragð. Bestu lög plötunnar
finnast mér vera Killing
Moon og Seven Seas. Þau hafa
franiar en flestir samtíðar-
menn þeirra í rokkinu, svo að
kannski hefur lan MacCulloch
nokkuð til síns máls.
ÁDJ
(8 af 10)
Einkunnaskali plötudóma NT:
10 Meistaraverk
9 Frábært
8 Mjöggott
7 Gott
6 Ágætt
5 Sæmilegt
4 Ekkert sérstakt
3 Lélegt
2 Afburða lélegt
1 Mannskemmandi