NT


NT - 28.08.1984, Side 23

NT - 28.08.1984, Side 23
Þriðjudagur 28. ágúst 1984 23 Utlönd Hollenskt og belgískt fyrirtæki freista björgunar ágreiningur um mengunarhættu frumbyggjum meira landi ■ Formaður Verkamannaflokks ísraels, Shimon Peres (t.h.), og Yitzhak Shamir, forsætisráðherra, heilsuðust með vingjarnlegu handabandi þegar þeir hófu tveggja tíma fund sinn í gær. Símamynd-POLFOTO Sydney-Reuter ■ Land til handa frumbyggj- um er mikið hitamál í Ástralíu og má búast við því að það hafi nokkur áhrif á úrslit í kosning- unum sem þar verða líklega í lok þessa árs. í Ástralíu eru nú um 160.000 frumbyggjar samkvæmt opin- berum tölum en ýmsir telja þá mun fleiri. Þeir voru einu íbúar landsins þegar Evrópumenn komu þangað fyrir 200 árum en þá er talið að frumbyggjarnir hafi verið um 200.000 talsins. Margir Ástralíubúar hafa slæma samvisku yfir því hvernig forfeður þeirra komu fram við frumbyggjana. Þeir voru reknir af heimaslóðum sínum og sjúk- dómar, átök við hvíta innflytj- endur, áfengisneysla og almenn vesæld varð til þess að á hundr- að árum fækkaði þeim niður í um 60.000 manns. Síðan hefur þeim fjölgað aftur en kjör margra þeirra eru samt ennþá mjög bág. Verkamannaflokkurinn, sem nú fer með stjórn í Ástralíu, hefur lofað að bæta fyrir það óréttlæti sem frumbyggjarnir hafa orðið að þola. Þetta ætlar flokkurinn m.a. að gera með sérstökum lögum um landrétt frumbyggja á svæðum þar sem þeir hafa hefðbundin heim- kynni. Sem stendur eru um 6% af áströlsku landi í eigu frum- byggjanna sem eru aðeins um 1% af íbúum Ástralíu. En meiri- hluti lands þeirra er hrjóstrugt og illbyggilegt. í norðanverðri Ástralíu hafa nú þegar verið sett landréttarlög svipuð þeim sem stjórnin vill að verði sett fyrir allt landið. Norðursvæðin eru ntjög strjálbýl og um 24% íbúanna þar eru frumbyggjar. Á undan- förnum átta árum hafa frum- byggjar notfært sér landréttar- lögin til að kasta eign sinni á um 30% alls lands í umræddu fylki. Gagnrýnendur landréttarlag- anna halda því fram að þau gefi frumbyggjum allt of mikil rétt- indi þótt lögin gefi þeim aðeins rétt á því að setja fram eignar- kröfu. til lands í eigu ríkisins. Námafyrirtæki hafa verið rnjög hörð í gagnrýni sinni á landréttarlögunum. Þau segja að lögin hindri þróun námaiðn- aðarins og komi í veg fyrir rannsóknir á ýmsum svæðum sem séu rík af jarðefnum. Þrátt fyrir þessa gagnrýni endurtók forsætisráðherra Ástralíu, Bob Hawk, nýlega loforð flokks síns um að land- réttarlögin yrðu sett, Leiðtogi stjórnarandstæðinga, Andrew Peacock, hefur hins vegar sagt að ríkisstjórn undir forsæti hans muni afnema slík lög ef þau verða sett. við farþegaferju. Talsmaður hollenska fyrir- tækisins sagði að byrjað yrði að kanna aðstæður til björgunar í dag, þriðjugdag, en takmarkið væri að ná á þurrt bæði farmi skipsins og eldsneytisbirgðum þess. Hins vegar er talið líklegt að skipinu sjálfu verði ekki hægt að bjarga. Það voru eig- ■ Á fjöru á mánudaginn sást flakið af franska flutninga- skipinu Mont Louis, sem flutti 240 tonn af citruðu úraníum- hexaflúrídi, greinilega. Inn- fellda mvndin var tekin i frönsku hafnarborginni Le Havre í fyrra og sýnir geyma svipaðrar tegundar og þá sem sukku með Mont Louis. Símamynd-POLFOTO endur Mont Louis sem leituðu eftir því við hollenska fyrirtækið að það tæki að sér að bjarga farminum að tilmælum franskra stjórnvalda. Víða velta menn því nú fyrir sér hver hætta stafi af farmi franska skipsins, um 240 tonn- um af úraníum-hexaflúrídi, sem eru í þrjátíu geymum á þilfari skipsins. Enn hafa ekki fundist nein merki um óeðlilega geisla- virkni á svæðinu og franski um- hverfismálaráðherrann, Hug- uette Bouchardeau, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að meiri hætta væri á „hefðbundinni efnamengun'" en geislavirkni. Hins vegar lýsti talsmaður unt- hverfisverndarsamtakanna Greenpeace í París því yfir, að hætta væri á mikilli sprengingu ef vatn kæmist að úraníum-hexa- flún'dinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir lífríkið á svæð- inu, jafnt ofan sjávar sem neðan. Hann andmælti einnig þeirri kenningu franskra sér- fræðinga að geymarnir geti legið óskaddaðir á hafsbotni í heilt ár. Franska skipið var á leið með farm sinn til Sovétríkjanna þar sern úraníum-hexaflúrídið er blandað til að auka kjarnkleifni þess. Þessi viðskipti fara fram í krafti samnings sem undirritað- ur var milli Frakka og Sovét- manna árið 1973 og síðan endurnýjaður fram til ársins 2010fyrirtveimurárum. Ástæð- urnar fyrir þessum samskiptum ríkjanna á sviði kjarnorku munu fyrst og fremst vera tvær - hagstætt verð í Sovétríkjunum, auk þess sem Frakkar vilja forð- ast það að verða of háðir einu ríki í kjarnorkumálum. Frakkar hafa einnig gert svipaða samn- inga um vinslu úraníums við Bandaríkin. Talið er að hinn geislavirki farrnur sé enn tryggilega fastur á þilfari skipsins, sem liggur á fimmtán metra dýpi um tíu mílur frá hafnarborginni Ost- ende. Kólombía: Kanada: Hundar rifu hönd París, Rotterdam - Reuter ■ Hollenska björgunarfyrir- tækið Smit Tank lýsti því yfir í gær að það hefði í félagi við belgíska fyrirtækið Union de Remorquagé et de Sauvetage tekið að sér það verkefni að bjarga farmi franska flutninga- skipsins sem sökk undan strönd Belgíu um helgina eftir árekstur af tíu ára dreng Fær 160 milljónir I skaðabætur ■ Hæstiréttur í Bresku Kól- umbíu í Kanada hefur fallist á skaðabætur, sem samtals geta orðið allt að 7 milljónir kanad- ískra dollara (um 168 milljónir ísl. kr.), séu hæfilegar bætur til tíu ára drengs sem missti hægri hönd sína eftir að tveir Rott- weilerhundar ráðust á hann árið 1982. Rétturinn staðfesti þannig dómsátt sem eigendur hund- anna gerðu við foreldra drengsins. Drengurinn, sem heitir Shawn Fraser, mun fá bætur sínar greiddar í föstum greiðslum. Á 19 ára afmælisdegi sínum Israel: Gefast ekki upp Jerusalem-Reuter ■ Formaður Verkamanna- flokks ísraels, Shimon Peres og Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra, hafa enn ekki gefist upp við stjórnarmyndunarviðræður sínar, þótt þær gangi brösug- lega. Eftir tveggja tíma fund í gærkvöldi, þar sem þeir ræddu um stofnun þjóðstjórnar, sögðu þeir fréttamönnum að það væri hugsanlegt að stofna slíka sam- steypustjórn þótt eining næðist ekki að öllu leyti um stefnu hennar. Peres sagði að þeir hefðu meðal annars rætt um leiðir til að setja upp ríkisstjórn sem væri starfhæf þótt mismun- andi skoðanir væru uppi innan hennar. Hann sagði samt að enn væri nauðsynlegt að halda marga fundi leiðtoga Verka- mannaflokksins og Lik- udbandalagsins áður en stofnun slíkrar stjórnar væri möguleg. Bæði Peres og Shamir sögðu að nú þegar hefði náðst sam- komulag í nokkrum mikilvæg- um málum. fær hann 30.000 kanadíska doll- ara (um 720.000 ísl. kr.) og síðan fær hann mánaðarlega sem svarar um 70.000 ísl. kr. í að minnsta kosti 30 ár.en síðan eins lengi og hann lifir. Fyrsta greiðslan verður 3.671 kanadískur dollari en upphæð- in mun hækka um 3% á ári til að hún rýrni ekki vegna verð- bólgu. Lauslega áætlað gætu skaða- bæturnar numið allt að 7 millj- ónum kanadískra dollara. Kanadískt tryggingarfélag sér um greiðslurnar að mestu leyti en eigendur Rottweilerhund- anna hafa samt orðið að veð- setja heimili sitt fyrir 25.000 kanadíska dollara. ■ Shawn Fraser missti hægri hönd sína vegna árásar tveggja Rottweilerhunda. 60 slasast við nautaat Bogota-Reuter ■ Nautaat er ekki aðeins hættulegt fyrir nautabana held- ur verða áhorfendur stundum einnig fyrir skakkaföllum. Næstum því 60 áhorfendur slösuðust við nautaöt í Kólomb- íu nú um helgina. 52 slösuðust þegar áhorfenda- stæði hrundi í Tocaima-borg sem er 100 km fyrir suðaustan Bogota og sjö mann slösuðust í svipuðu slysi í Firavitoborg sem er fyrir norðan höfuðborgina. Bandaríkjamet í fangelsun Washington-Rcuter ■ í lok júnímánaðar munu hafa verið 454.136 fangar í bandarískum fangelsunt. Að sögn 'talsmanns Bandaríkja- stjórnar er það met og hefur föngum fjölgað um nær fjögur prósent frá árslokum 1983. Flestir eru fangarnir í Kaliforn- íu, Texas, New York og Flór- ída, eða samanlagt þrjátíu og þrjú prósent allra fanga í Bandaríkjunum. Sovétmenn sprengja Washington-Reuter ■ Bandaríkjamenn skýrðu frá því í gær að þeir hefðu orðið varir við jarðhræringar sem virtust koma frá tilraun Sovét- manna með kjarnorku- vopn. Jarðhræringarnar áttu upptök sín norðarlega í miðjum Sovétríkjunum. Ástralíustjórn heitir

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.