NT - 06.09.1984, Blaðsíða 2

NT - 06.09.1984, Blaðsíða 2
 Fimmtudagur 6. september 1984 Utanríkisráðherrafundurinn: Loðnan rædd utan dagskrár Samningaviðræður á næstunni ■ Viðræður milli íslands, Danmerkur og Noregs um skiptingu loðnuaflans á um- deilda svæðinu við Jan Mayen munu hefjast í náinni framtíð, að því er Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra sagði á blaða- mannafundi í gær. Geir sagði ennfremur, að hann væri bjart- sýnn á, að samkomulag næðist í þessari deilu þjóðanna. Jan Mayen deilan var aðeins rædd óformlega á hefðbundnum haustfundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem lauk í Reykjavík í gær. Aðalverkefni fundarins var undirbúningur fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í haust. í yfirlýsingu Ekiðábarn ■ Ekið var á barn á gatna- mótum Bústaðavegar og Tunguvegar um miðjan dag í gær. Ekki er full Ijóst með hvaða hætti slysið bar að, en barnið var samstundis flutt á slysadeild. Ekki var vitað um líðan barnsins, síðast þegar fréttist. fundarins eru heimsmálin reifuð vítt og breitt og settar fram skoðanir Norðurlandanna. Ráðherrarnir lýsa t.d. yfir stuðningi sínum við tilraunir til að hindra frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna. Aftur á móti náðist ekki samstaða um að lýsa Norðurlöndin kjarnorkuvopna- laust svæði, heldur var ákveðið að halda áfram viðræðum um það. Á blaðamannafundinum sagði Geir Hallgrímsson, að Norðurlöndin væru kjarnorku- vopnalaus og því ætti að beina kröftunum að því að Iosa önnur svæði við bombuna. í>á lýsa norrænu ráðherrarnir áhyggjum sínum yfir framhaldi stríðs {rana og íraka og að venju fordæma þeir kynþátta- stefnu Suður-Afríku, svo eitt- hvað sé nefnt. 1 upphafi fundarins sló Geir Hallgrímsson á létta strengi og vék talinu að eldgosinu, sem við íslendingar hefðum „skipulagt“ fyrir gesti okkar. Engar hrær- ingar virðast hins vegar hafa veriö á tundi ráöherranna, og engin óvænt gos. ■ Utanríkisráðherrar Norðurlandanna sitja fyrír svörum. Frá vinstrí: Uffe Ellemann-Jensen frá Danmörku, Paavo Váyrynen frá Finnlandi, Geir Hallgrímsson, Svenn Stray frá Noregi og Lennart Bodström frá Svíþjóð. NT-mjnd Árni Bjama Tveir ökumenn á slysadeild Tilgangslaus fíkni efnainnflutningur ■ Harður árekstur varð á gatnamótum Laugavegs og Kringlumýrarbrautar í gær- morgun. Bifreið sem ekið var norður Kringlumýrarbraut og hugðist sveigja austur á Lauga- veg, skall af miklu afli á bifreið sem í þeim svifum kom aðvíf- andi suður Kringlumýrarbraut. Ökumaður annarrar bifreiðar- innar var fluttur á slysadeild og farþegi í aftursæti skrámaðist á höfði. Bílarnir eru báðir taldir ónýtir. Þá varð annar árekstur á gatna mótum Bústaðavegar og Háa- leitisbrautar er tveir bílar skullu saman. Var ökumaður annars bílsins fluttur á slysadeild og bílarnir báðir illa útleiknir. ■ í gær rann út gæslu- varðhaldsúrskurður yfir stúlkunni sem reyndi að smygla 100 grömmum af amfetamíni inn til landsins í síðustu viku. Við yfir- heyrslur kvaðst stúlkan ekki hafa vitað sjálf hvað hún ætlaði að gera við efnið, en upplýsingar hennar gáfu ekki til kynna að fleiri tengdust málinu. Efnið sem stúlkan flutti með sér, var sent í styrk- leikagreiningu til rann- sóknarstofnunar Háskól- ans en niðurstöður liggja ekki fyrir enn. Fíknaefna- lögreglan hefur sent málið til Sakadóms þar sem það verður væntanlega tekið fyrir, innan tíðar. OS ormur Hvað er það sem er kolsvart, með klemmu á öðrum endanum, ljósaperu á hlnum, eins og stífur gormur þar á milli, gefur frá sér ljós jpegar því er stungið í samband við rafmagn og kostar minna en 500 kall út úr búð? % £ Það er ljósormurinn frá Philips. <8> Helmilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 ■ Þvert ofan í spár hefur Karli Þorsteins gengið erfiðlega það sem af er skákþinginu. Eftir 3 umferðir er hann í 12. sæti með aðeins 1/2 vinning. ■ Halldór G. Einarsson var einn í efsta sæti eftir 2. umferð. í gærkvöldi tefldi hann við Sævar Bjarnason og fór skákin í bið. Sævar hefur betri stöðu. Landsliðsflokkur á Skákþingi íslands: Jóhann kominn í efsta sætið _ Enn á ný setti geypilegt tímahrak' svip á keppnina í landsliðsflokki á Skákþingi íslands. í 3. umferð sem fram fór í gærkvöldi réðust úrslit í nokkrum skákum á síðustu mínútum 5 klst. setunnar. Jóhann Hjartarson vann Karl Þorsteins eftir miklar svipt- ingar. Eftir rólega byrjun.þar sem Karl virtist hafa yfirhönd- ina.tókst Jóhanni smátt og smátt að virkja liðsafla sinn og ná góðum sóknarfærum. En Karl varðist vel, hirti skiptamun sem Jóhann var svo djarfur að fórna, virtist hafa öll ráð í hendi sér. Til viðbótar lék svo Jóhann heil- um manni „beint í dauðann" en það undarlega gerðist, báð- ir virtust slegnir skákblindu og í stað þess að hirða mann- inn lék Karl afleitum leik, biskup slapp undan á afar ógnandi reit og með tilstilli hans náði Jóhann að knýja fram sigur. Úrslit í 3. umferð urðu annars þannig: Guðmundur - Helgi Vi'.Vi Dan - Lárus 1:0 Karl - Jóhann 0:1 Margeir - Haukur biðskák Halldór - Sævar biðskák Ágúst - Hilmar 0:1 Skák Jóns L. Árnasonar og Björgvins Jónssonar var frestað. Biðskák Karls og Björgvins var svq til lykta leidd sl. þriðjudag og lauk með sigri Björgvins. Þá vann Halldór G. Einarsson frestaða skák úr 1. umferð við Hauk Angantýsson. Dan Hansson vann eftir mikinn darraðadans gegn Lár- usi Jóhannessyni sem enn einu sinni byggði upp góða stöðu en kastaði henni á glæ í miklu tímahraki. Dan fórnaði skiptamun, sem var í hæsta máta vafasamt og Lárus nýtti ekki færi sín og varð að lokum að lúta í lægra haldi. Þá tefldu Ágúst og Hilmar undarlega skák þar sem frumkvæðið gekk á milli keppenda, en Ágúst gerði þó síðustu vit- leysuna og tapaði. Eina jafnteflisskák kvölds- ins var á milli Guðmundar Sigurjónssonar og undirrit- aðs. Mikil uppskipti og mislit- ar biskupar gerðu áframhald- andi taflmennsku tilgangs- lausa. Skákin stóð þó aðeins í 18 leiki. Tvær skákir fóru í bið, skák Margeirs og Hauks en þar er staðan þessi: Margeir - Haukur Margeir lék biðleik. Stað- an er mjög tvísýn. Þá fór skák Halldórs G. Einarsson sem komst einn í efsta sætið eftir sigurinn yfir Hauki í bið og stendur Halldór höllum fæti: Halldór - Sævar Hvítur lék biðleik. Að þrem skákum óloknum er staðan í mótinu þesssi: 1. Jóhann Hjartarson 2 Vi v. 2. Halldór G. Einarsson 2 v. + 1 biðskák. 3.-5. Helgi Olafsson, Guðmundur Sigur- jónsson og Dan Hansson 2 v. hver. 6. Jón L. Árnason 1 1/2 v. + 1 frestuð skák. 7. Hilmar Karlsson 1 Vi v. 8.-11. Mar- geir Pétursson, Haukur Ang- antýsson, Sævar Bjarnason og Björgvin Jónsson 1 v. + l biðskák (Björgvin á frestaða skák). 12. Karl Þorsteins V2 v. 13.-14. Lárus Jóhannesson og Agúst Karlsson 0 v. Idag verður 4. umferð tefld og þá eigast við Helgi og Dan, Jón og Guðmundur, Lárus og Halldór. Sævar og Ágúst" Hilmar og Margeir, Haukur og Karl og Björgvin og Jóhann. Helgi Ólafsson skrifar um skák

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.