NT


NT - 06.09.1984, Side 3

NT - 06.09.1984, Side 3
Fimmtudagur 6. september 1984 3 Fjárhagserfidleikar Húsnæðisstofnunar: Þurfa lántakendur að bíða í heilt ár? Lífeyrissjóðunum boðnir 8% vextir af skuldabréfum Húsnæðisstofnunar ■ Fjármálaráðherra hefur ákveðið í samráði við ríkis- stjómina að bjóða lífeyrissjóð- unum upp á að kaupa skulda- bréf af Húsnæðisstofnun og Framkvæmdasjóði sem beri 8% vexti til loka ársins ’85, en fylgi síðan sparisjóðsvöxtum og þeim vöxtum sem lífeyrissjóðirnir taka sjálfir af viðskiptavinum sínum. Hingað til hafa sjóðirnir aðeins átt kost á því að kaupa bréf sem bera 5,08% annuitets- vexti. Fjárhagur Húsnæðisstofnun- ar er nú mjög slæmur og gæti svo farið að stofnunin geti ekki greitt út fyrir áramót lán til kaupa á gömlu húsnæði sem sótt var um fyrir 1. apríl. Veltur það m.a. á skuldabréfakaupum lífeyrissjóðanna, en þau hafa verið mun minni en gert var ráð fyrir í lánsfjáráætlun ríkisstjórn- arinnar. Að sögn Sigurðar E. Guð- mundssonar framkvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar er enn hald- ið í þá von að hægt verði að greiða út í haust þau lán sem sótt var um fyrir 1. apríl, en hann viðurkenndi að allt væri óljóst með þau mál á þessari stundu. Mikið ylti á að eitthvað kæmi út úr þeim viðræðum sem nú stæðu yfir við lífeyrissjóðina. Að sögn Alexanders Stefáns- sonar félagsmálaráðherra hefur ekki komið til áiita að Hús- næðisstofnun setti þrýsting á sjóðina með því að neita að greiða vexti og afborganir af eldri skuldabréfum sem sjóðirn- ir hafa keypt. Forsætisráðherra á opnum fundi ■ Steingrímur Hermannsson verða almennar umræður og forsætisráðherra mun í kvöld, á forsætisráðherra svarar fyrir- opnum stjórnmálafundi í Átt- spurnum fundarmanna. hagasal Hótel Sögu, fjalla um Pað er fulltrúaráð framsókn- viðræður stjórnarflokkanna, út- arfélaganna í Reykjavík sem færslu stjórnarsáttmálans á ár- gengst fyrir fundinum sem hefst inu 1985 og útlit og horfur í kl. 20.30. þjóðarbúskap íslendinga. Þá Krafla í heimspressuna ■ 1 gær greindi fréttastofan greint frá því að fimm kíló- Eins og fram hefur komið Reuter frá eldgosinu í Kröflu metra hár gosmökkur hafi þá er gos þetta hið stærsta sem sem hófst í fyrrinótt. Er þar spýtt eldi og brennisteini yfir Krafla hefur afrekað til þessa, haft eftir sjónarvottum að hin holt og hæðir þannig að á en allt bendir til að það standi langa sprunga hefði opnast tímabili hafi Kröfluvirkjun stutt yfir, enda er gosið þegar eins og risastór rennilás á staðið hætta af hraunstreym- í rénun. u.þ.b. tíu mínútum. Þá er inu. Fjölbreytt námskeiö hefjast mánudaginn 17. september 1984. OKKAR DANSAR ERU SPES! Allt undir sama hatti: Dans- Model- Show Jass-leikskóli fyrir 4—9 ára börn, Guffi — Mikki mús og Jóakim Jass-dans Jass-ballet m.a. dansar úr „Fame“. Step- Tap-dans 6 ára og eldri. Akbrobatik. BREAK. Þetta er dans fyrir stráka og stelpur, ungar stúlkur og herra og Jass fyrir konur á besta aldri. Kennslustaöir: Bolholt 6 Tónabær Geröuberg Þrekmlðstööln, Hafnarfiröi. Henný Böð og sól á staönum Innritun er í Bolholti 6, símar 68- 74-80 og 68-75-80 daglega frá kl. 14—19. Afhending skírteina sunnudaginn 16. sept. í Bolhoiti 6, kl. 14—19. eru flutt nýtt húsnæöi aö Bolholti 6 Fjölbreytt námskeiö hefjast í september fyrir ungar stúlkur, konur á öllum aldri og herra. Hvaða hópur hentar þér??? Sérfræöingar leiöbeina meö snyrtingu, hárgreiöslu, fataval, hreinlæti, framkomu, borösiöi, gestaboö, ræöumennsku, göngu og fl. 12 sinnum í viku. Síðustu innritunardagar. Innritun frá 2 til 7 í alla flokka. Erum flutt í Bolholt 6, nýtt símanúmer 687580 - 687480. Kennsla hefst mánudaginn 10. september. Mcdeifoí+yXiMtvh. m Unnur Arngrímsdottir, sími 36141.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.