NT


NT - 06.09.1984, Síða 9

NT - 06.09.1984, Síða 9
Vísitölufjölskyldan á að borða fyrir HOkr.ádag Ef hin margumtalaða vísi- tölufjölskylda er tekin sem dænri og athugað hvaða lífs- kjör Félagsmálastofnun Reykjavíkur ætlar henni, kem- ur eftirfarandi tafla í ljós. Vi'si- tölufjölskyldan mun nú vera 3,66 einstaklingar, þ.e. hjón með rúmlega eitt og hálft barn. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni mun láta nærri að ■ Dæmi um matseðO Félagsmálastofnunar: Morgunverðurinn samanstendur af brauðsneið með sméri og einum tebolla. Við höfum ekki efni á áleggi og það er hvort sem er ómenningarbragur yfir því að nota sykur eða mjólk í te. Til hádegisverðar höfum við tvær kjötbollur og eina kartöflu (ekkert sósusull). framar, þá kostar það hana engu að síður nærri 8.000 kr. að halda áfram að vera til. Auk þess sem nú hefur verið talið, fær Rakel 2.015 kr. á mánuði í meðlag og 1.263 kr. í ntæðralaun. Tekjuhliðin verður því samtals upp á u.þ.b. .19.400 krónur. Þegar rafmagn, hiti og húsgjöld hafa verið talin er húsnæðiskostnaðurinn kominn upp í rúmlega 8.000 kr. og við þetta bætist svo dagheimilisgjald Hauks sem nú eru sléttar 2.000 krónur. Á móti tekjuhliðinni koma því rúmlega 22.000 krónur gjalda- megin, enda segist Rakel vera skuldug upþ fyrir haus. Því má bæta við að Rakel ætti engan „sjens“ hjá Félags- málastofnun Reykjavíkur, þótt henni dytti í hug að leita þangað. Akureyri: Hvert tilfelli metið ■ Á Akureyri hefur aðstoðar Félagsmála- stofnunar verið leitað í síauknum mæli að undanförnu. Þessi þróun hefur reyndar staðið yfir frá því um mitt ár 1982 og er því ekki unnt að kenna kaupmáttarrýrnun síð- asta árs einvörðungu um, heldur kemur einnig til sögunnar hið slæma atvinnuástand sem þar hefur ríkt á þessu tímabili. Hjá Jóni Björnssyni, félagsmálastjóra Akur- eyrarbæjar, fengum við þær upplýsingar að þar í bæ sé ekki notaður neinn „kvarði“ við út- reikninga á þörfum fólks fyrir fjárhagsað- stoð heldur sérhvert einstakt tilvik metið fyrir sig og ákvörðun síðan byggð á niður- stöðum þess mats. Við matið er gerður samanburður á tekjum og fyrirsjáanlegum út- gjöldum og ef nauðsyn- leg útgjöld reynast hærri en tekjumögu- leikarnir er reynt að gera áætlun fram í tím- ann um það hvernig og hvenær hægt sé að koma þessum mismun upp fyrir núllið. Það fer síðan eftir þessum niðurstöðum hvort fjár- hagsaðstoð er veitt, svo og hvort hún er höfð í formiláns eða styrkjar. Jón kvað höfuðkost þessarar aðferðar vera fólginn í meiri sveigjan- leika, þannig að meira ■ Jón Björnsson. tillit væri hægt að taka til sérþarfa einstakl- ingsins, en viðurkenndi á hinn bóginn að nokk- urn veginn útilokað væri fyrir fólk að gera sér grein fyrir rétti sín- um fyrirfram þegar þessari aðferð væri beitt. Fimmtudagur 6. september 1984 Texti: Jón Daníelsson blaðamaður útgjöld vísitölufjölskyldunnar fyrir þá liöi sem kvarði Félags- málastofnunar nær yfir, séu 27.700 kr. Hjá Félagsmálast- ofnun fær vísitölufjölskyldan 8.284 kr. Félagsmálastofnun gefur ekki upp hlutföll milli útgjaldaliða og er hér notast við hlutföllin frá Hagstofunni. Tölurnar frá Hagstofunni eru frá því í febrúar og hefur ekki verið tekið tillit til hækkana síðan. Tölur Félagsmálastofn- unar eru hins vegar alveg nýjar, þannig að munurinn er eitthvað mciri cn hér er sýnt. Símagjaldið er líka mun hærra en þær 169 kr. sem hér er gert ráð fyrir. Símanum yrði því trúlega lokað tljótlega. Ef gert er róð fyrir að annað hjónanna taki strætó til vinnu verður nákvæmlega ekki neitt eftir fyrir tóbaki. En það er náltúrlega fátt hollara en að hætta að reykja. Er brotið gegn anda laganna? Að loknum lestri þessarar Utgjciidvísi- Kvarfti Féiags- tölufjulskyldu malastofnunar Matur og drykkur 11.077 3.314 Fatnaður 4.189 1.243 Heimilisútbúnaður 3.821 1.142 Hreinlæti og snyrting 946 283 Lyf og læknishjálp 830 249 Póstur og sími 566 169 Útvarp, sjónvarp og lesefni 1.326 396 Skemmtanir og menntun 2.509 750 Fargjöld og tóbak 1.832 548 Annað 611 190 Samtals: 27.707 8.284 Þegar búið er að finna áætl- aðan matarkostnað vísitölu- fjölskyldu sem nýtur fjárhags- aðstoðar Félagsmálastofnun- ar, með þessum hætti, kemur í Ijós að fjölskyldan hefur eitt hundrað og tíu krónur og heila fjörutíu og sjö aura á dag til matarkaupa. Út frá neysluein- ingakerfi Félagsmálastofnunar má síðan finna að fullorðinn einstaklingur ætti samkvæmt þessu að komast af með fimrn- tíu og eina krónu og þrjátíu aura á dag til matarkaupa. Lesendur eru hér með hvattir til að prófa þetta á sjálfunr sér -gætið þess bara að láta tilraun- ina ekki standa of, lengi! Það má líka taka fram til glöggvunar að afnotagjald af litasjónvarpi er nú ríflega 300 krónur á mánuði og fyrir svart/ hvítt sjónvarp er gjaldið rúm- lega 240 kr. Áskriftargjald að einu dagblaði er um þessar mundir 275 kr. Vísitölufjöl- skyldan verður því að velja á milli þess að segja blaðinu upp eða láta innsigla sjónvarpið. úttektar ættu flestir að vcra sammála um að það er ekkert sældarlíf sem bíður þeirra sem „segja sig á bæinn" í Reykja- vík. Þegar tölurnar hér í opn- unnicru skoðaðar, vaknar þvert á mótisúspurning, hvort opin- berir aðilar séu ekki að brjóta a.m.k. gegn anda framfærslu- laganna með mati sínu á því hvaða krónutala sé „svo mikil sem nauðsyn krefur", svo vitn- að sé til laganna. Nú ber að vísu að taka fram' að í reglum þeim sem fylgt er við úthiutun í Reykjavík, erað finna heimildir til hærri fjár- framlaga og það mun raunar ekki algengt að fólki sem lang- tímum saman verður að treysta á Félagsmálastofnun sér til fram- færis, sé ætlað að treina líftóruna á þessum krónum. Þetta eru þó aðeins heimildir, þannig að það virðist komið undir geð- þótta yfirvalda, hvaða fólki er heimiluð viðbót og meðlimum samfélagsins eru ekki tryggð meiri réttindi en hér hefur verið frá greint.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.