NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 06.09.1984, Qupperneq 12

NT - 06.09.1984, Qupperneq 12
Fimmtudagur 6. september 1984 12 Kartöflur: Frjálsar freista en okaðar endast? ■ Eru „frjálsu kartöflurnar“ verri vara en „gömlu góðu einokunarkartöflurnar“, sakir rangrar meðhöndlunar? Fljótt á litið virðist manni reyndar að nýjar íslenskar kartöflur ættu að halda nokkurn veginn sama gæðaflokki, hvort sem þæreru sendar beint til kaupmannsins eða látnar fara í gegnum Græn- metisverslun landbúnaðarins. Engu að síður virðist nú sem ef til vill gæti verið um nokkurn mun að ræða. Hér á neytendasíðunni var á mánudaginn skýrt frá „frjáls- um kartöflum“ sem voru orðn- ar gjörónýtar eftir tæpa viku í verslun Vörumarkaðarins í Ármúla í Reykjavík. Eðvald Malmquist, yfirmatsmaður garðávaxta, sagði urn þessar kartöflur að ástæðan fyrir því hversu illa þær voru farnar, væri sú að þær hefðu orðið fyrir hnjaski í upptöku, verið þurrkaðar of hratt eftir þvott og sennilega verið fluttar á markað í netpokum. Þessi ummæli vöktu óhjá- kvæmilega þá spurningu, hvort mönnunt kynni að liggja svo mikið á að koma „hinum frjálsu kartöflum" á markað að minna væri hirt um með- höndlun þeirra en nauðsyn krefur. Mikligarður og Hagkaup Til að fá a.m.k. vísbendingu um þetta voru á mánudaginn keyptar kartöflur hjá tveimur stórum verslunum í Reykja- vík, Miklagarði og Hagkaup. í báðum verslununum voru keyptar kartöflur af gerðinni gullauga og sömuleiðis „rauðar íslenskar" í báðum verslunum. Auk þessara „frjálsu“ kart- aflna var keyptur einn poki af bintje frá Grænmetisverslun landbúnaðarins til samanburð- ar. Eðvald Malmquist, yfir- matsmaður garðávaxta, var eins og áður fenginn til að líta á kartöflurnar. Eðvald kvað kartöflurnar frá Grænmetisversluninni vera ágætar útlits og réttilega með- höndlaðar, sömu sögu væri að segja um gullauga frá Hag- kaup. Eðvald fann hins vegar nokkra ágalla á öllum hinum sýnishornunum. Minnstir ágallar voru á gullauga hjá Miklagarði. Þær kartöflur voru nokkuð marðar en þokkalega söluhæfar. I rauðum íslenskum kar- töflum frá Hagkaup voru nokkrar kartöflur sýktar af stöngulsýki, sem Eðvald sagði að sérstaklega þyrfti að varast eftir heit og rakasöm sumur. Eðvald sagði einnig að ef slíkar kartöflur lentu í neytendapakkningum smituðu þær út frá sér á svo skömmum tíma að hæpið væri að telja vöruna söluhæfa. Væru stöng- ulsýktu kartöflurnar teknar frá, áleit Eðvald þessar kar- töflur þó söluhæfar. Rauðar íslenskar kartöflur frá Miklagarði, kvað Eðvald, hafa orðið fyrir allt of miklum áföllum. Þær gætu hafa litið ágætlega út þegar verslunin tók við þeim, en þær hefðu greinilega orðið fyrir sköddun í upptöku, bæði mari og hýðis- flögnun. Afþessu kvað Eðvald hafa leitt að kartöflurnar hefðu ekki þolað þvott og þurrkun sem skyldi. Áfleiðingin verður síðan sú að kartöflurnar falla saman og verða linar og gerla- gróður kemst í sárin og auk þess kvað Eðvald gæta vot- rotnunar út frá sárum. Þær kartöflur sem ekki höfðu orðið fyrir skemmdum á liýði, kvað Eðvald þó enn hæfar til sölu, en hinar væru stórskemmdar og þar af leið- andi ekki söluvara. Sumaruppskeran viðkvæm Eðvald sagði sumarupp- skeruna sérstaklega vandmeð- farna og viðkvæma. Hann kvað það líka augljóst að það væru kartöflur, ræktaðar í sandkenndri jörð, sem væru verst farnar enda væru þær vandmeðfarnari en hinar sem ræktaðar væru í mildari jarð- vegi. Eðvald sagði kartöflurn- ar alltaf óhjákvæmilega verða fyrir einhverjum áföllum í upp- töku en áríðandi væri að þær yrðu fyrir sem allra minnstu hnjaski. Þvottinn kvað hann mikið vandaverk, best væri að þvo kartöflurnar strax við upptöku en gæta yrði þess að þær þorn- uðu ekki of hratt, best væri að þurrka þær við hægan súg. Eðvald kvað plast- og netum- búðir varasamar, best værfað flytja kartöflurnar í kössum á markað. Barnasjúkdómar Neytendasíðan hafði sam- band við Hagkaup og Mikla- garð og spurðist fyrir um með- höndlun þeirra kartaflna sem þessar vgrslanir kaupa beint frá framleiðendum. Jón Sigurðsson hjá Mikla- garði kvað kartöflur þar keypt- ar af ýmsum aðilum og sagðist því ekki geta sagi nákvæmlega til um meðhöndlun þeirra þar til þær kæmu í verslunina. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við að þær skemmdust neitt að ráði, þótt erfitt væri að segja nokkuð um geymslu- þol þeirra þar eð þær stæðu yfirleitt mjög stutt við í versl- uninni. Gísli Blöndal hjá verslun- inni Hagkaup, sagði líka að kartöflurnar stæðu yfirleitt stutt við í búðinni. Gísli kvaðst ekki hafa orðið var við kvart- anir, né heldur að kartöflurnar skemmdust meðan þær stæðu við í versluninni. Gísli áleit þó ekki útlokað að einhverju kynni að vera ábótavant í meðhöndlun kart- aflnanna og sagði að því mætti að vissu leyti líkja við barna- sjúkdóma. Viðskipti af þessu tagi hefði ekki farið fram áður og því ekki óeðlilegt að við vissa byrjunarörðugleika væri að glíma. Gísli kvað ennfremur vel koma til greina að setja upp spjöld í versluninni með leið- beiningum um meðferð kart- aflnanna, til að reyna að tryggja geymsluþol þeirra sem best, eftir að þær væru komnar í hendur neytandans. Liggur of mikið á? Sú athugun sem hér hefur verið gerð grein fyrir er náttúr- lega ekki nein tæmandi rannsókn. Svo virðist þó sem það séu einkurn kartöflur sem ræktaðar eru í sandríkri jörð, sem verði fyrir full miklu hnjaski við upptökuna og hafi þar af leiðandi lítið geymslu- þol. Það hefur líka komið fram ■ Rauðar íslenskar hjá Hagkaup í Kjörgarði voru yfirleitt þokkalcgar en allmikið var þó innan um af skemmdum kartöflum. Kartaflan sem skorin er í tvennt á myndinni var haldin stöngulsýki og lytkin af henni var ekki góð. ■ Rauðar íslenskar kartöflur í Miklagarði höfðu orðið fyrir allt of miklum áföllum. ■ Ef þessi mynd prentast ekki þeim mun verr, má glöggt sjá á henni hversu áríðandi það er að mjúklega sé farið með kartöflurnar í upptöku. Hinir sýktu hlutar kartöflunnar hafa orðið fyrir hnjaski í upptöku. í miðjunni hafa engin áhöld komist að kartöflunni og þar er hún heil og óskemmd. ■ Það er af sem áður var, meðan finnsku kartöflurnar voru og hétu. Bintje kartöflurnar frá Grænmetisversluninni líta prýðilega út. Þær eru auk þess mun stærri en aðrar kartöflurá markaðnum. að þessar kartöflur eru enn vandmeðfarnari en þær sem vaxa í mýkri jarðvegi. Þótt þannig sé að nokkru leyti fundin eðlileg skýring á því hve sumar hinna „frjálsu kartaflna“ skemmast fljótt, virðist ýmislegt benda til að þær hljóti ekki jafn góða með- ferð og kartöflur þær sem fara gegnum Grænmetisverslunina. Þannig virðist í mörgum tilvik- um hafa verið lögð rík áhersla á það af hálfu verslana að láta sem allra stystan tíma líða frá því kartöflurnar eru teknar upp þar til þær eru til sölu í búðinni. Á bak við þetta liggur auðvitað sú hugsun að bjóða neytendum upp á sem allra ferskasta vöru en einmitt þetta virðist að minnsta kosti í sumum tilfellum geta haft þver- öfug áhrif, einfaldlega vegna þess að menn gefi sér ekki tóm til þeirrar varkárni í meðferð kartaflnanna sem nauðsynleg er. ■ Kartöflur af tegundinni gullauga í Miklagarði virðast í vel þokkalegu ástandi þótt ein og ein hafi orðið fyrir hnjaski. ■ Gullauga kartöflur hjá Hagkaup í Skeifunni voru vel útlítandi og virtust hafa verið réttilega meðhöndlaðar.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.