NT


NT - 06.09.1984, Side 13

NT - 06.09.1984, Side 13
13 DeLorean ■ Nú þegar John Zacharias DeLorian hefur verið sýkn- aður af ákærum um eitur- lyfjasölu er ekki úr vegi að rifja upp nokkra punkta frá stórkostlegum ferli þessa hreinræktaða ameríkana sem lauk þátttöku sinni í bílaheiminum með því að lenda í fangelsi. DeLorian verðskuldar al- gerlega sér kapítula í sögu bílsins og hann á aldrei eftir að endurtaka sig. Við byrjum þar sem DeLorean gekk út af fjórtándu hæðinni í aðal- stöðvum General Motors Detroit þar sem hann var orðinn einn af æðstu mönnum. skismannslandi" milli hverfa mótmælenda og kaþólikka við Belfast á Norður-Irlandi. Á þessu svæði var eitt mesta atvinnuleysi á öllum Bretlandseyjum og var stjórnin reiðubúin til að fórna miklu til að bæta úr því. Verksmiðjan reis, fram- leiðsla skreið í gang en ekki gekk það vel. Verkamennirnir sem ráðn- ir voru voru ekki bara óvanir smíði glæsibifreiða, heldur óvanirvinnu almennt. Vand- ræði urðu vegna byggingar bílsins, til dæmis tafðist markaðssetning DMC 1 eins og hann var kallaður, um mánuði vegna þess hve illa ■ Hér sést hvemig DeLore- an DMC 1 er uppbyggður og er þar greinilega að verki breska sportbílasmiðjan Lotus. Glertreljastyrkt plast boddýið var steyp í tvennu lagi og helmingarnir svo límdir saman. Á það komu ryðfríar stálplötur og öllu saman tyllt á grind sem var fest við á 10 stöðum. John var það ekki nóg að hafa að baki feril sem eins konar Superman í heimi stór- bokka bandaríska bílaiðnað- arins, hann átti draum sem eins og allt sem DeLorean datt í hug skyldi komið í framkvæmd með öllum til- tækum ráðum. John Z. DeLorean ætlaði að koma nafni sínu á bíl sem skyldi bera hróður hans til næstu kynslóða, fallegasti, glæsilegasti og besti „sport“ bíll í heimi, hvorki meira né minna. Eitt ákvað DeLorean strax og það var að ysta húðin átti að vera úr ryðfríu stáli og hurðirnar opnist upp, önnur tækniatriði lét hann Lotus sjá um. Innan skamms var fyrsta eintakið teiknað af Giuglaro komið á hjólin og var það hannað hjá Lotus í Bretlandi og með Renault V6 vél afturí. Yfirbyggingin sjálf var úr plasti en á plastið var fest þunn húð af burstuðu ryðfríu stáli svo bíllinn stæð- ist kröfur skapara síns um útlit. Ekki var þó sopið kálið þótt í ausuna væri komið, nú tók við áralangt þref og þreif- ingar um staðfestingu verk- smiðjunnar og var fyrst ákveðið Puerto Rico, heima- land Johns, Bandaríkin komu ekki til greina. Ástæðan var sú að De- Lorean ætlaði ekki að borga sjálfur kostnaðinn við upp- setningu verksmiðjunnar né vildi hann borga laun þau sem verkamenn í Bandaríkj- unum þurfa. Á endanum beit breska ríkisstjórnin á agnið sem DeLorean hefur beitt snilldarlega því honum voru afhentar gífurlegar fj árfúlgur til þess að koma upp verk- smiðju á nokkurskonar „ein- gekk að fá hurðirnar til að passa og lokast, en þær urðu auðvitað að opnast upp eins og fuglsvængir svo DeLorean yrði ánægður. Þegar þessi vandamál höfðu nokkurn veginn verið leyst var byrjað að flytja fyrstu eintökin vestur til Bandaríkjanna þar sem komið hafði verið upp keðju til að selja bílana. En þá brá svo við að enginn vildi kaupa þennan bíl sem svo nákvæm- lega hafði verið gerður eftir smekk Ameríkana og var búinn flestum þeim gagns- lausu fiffum sem ameríkanar vilja. Samt var undirbúin ný útgáfa sem átti að laða fleiri kaupendur að, fjögurra dyra og með sæti fyrir fjóra en ekki bara tvo. Stöðugt þrengdi að DeLorean úr öllum áttum, allar Thatcher- milljónirnar kláruðust og stöðugt erfiðara varð að út- vega nýjar í staðinn til þess að halda áfram með þróun og endurbætur sem sárlega vantaði eins og hina fyrir- huguðú Turbo-útgáfu til þess að bíllinn kæmist áfram eitthvað í líkingu við útlitið. Og áfram héldu birgðirnar að hrannast upp í Bandaríkj- unum sem var eini markað- urinn þar sem DeLoreaninn var seldur og flótti tók að bresta í sölukeðjuna. Bílarn- ir voru boðnir á hlægilegu verði, jafnvel langt undir framleiðslukostnaði í ör- væntingar fullri tilraun til þess að losna við eitthvað af umframbirgðunum. en allt kom fyrir ekki, fólk hafði ekki áhuga. Þá kom allt í einu það sem fékk hvern einasta bíl til að seljast á svipstundu. De- Lorean var handtekinn og gefið að sök að vera flæktur í eiturlyfjasölu og verksmiðj- unni sem raunar var löngu gjaldþrota, samstundið lokað. Peningar bresku skattborg- aranna, Lotus, og annarra sem borgað höfðu brúsann fyrir þennan kvenholla amer- íska ævintýramann, sem framkvæmt hafði hið ófram- kvæmanlega.hurfu þar með sporlaust og endanlega. Það eina sem breska ríkið hafði eftir var voru nokkrar vélar og tæki úr verksmiðjunni svo sem gæðaeftirlitskerfi sem keypt hafði verið frá Volvo og nú var sett upp í Jagur- verksmiðjunum og kom þar að góðu gagni eins og kom fram í NT á dögunum. Eftir standa tóm verk- smiðjuhúsin í Belfast og verkafólkið alveg jafn mikið upp á atvinnuleysisbæturnar komið og áður. Af John Zacharias De- Lorean er það að segja að hann stóð í málaferlum í ein þrjú ár með bestu lögfræð- inga sem dollarar gátu keypt og sennilega fá þeir aukabón- us núna þegar tekist hefur að sannfæra dómstóla landsins að hann sé saklaus með öllu. En framtíð hans í alþjóða- viðskiptum er lokið, enginn treystir lengur fagurgalahans og loforðum og vita að bak við fagra framhliðina eru dimmir salir. Bílana eiga menn sem gera sér grein fyrir söfnunargild- inu og sárafáir þeirra eru í notkun. Þeir fara niður í bílasöguna ekki vegna eigin ágætis heldur misheppnaða ævintýrsins sem skóp þá. PESSIR AUGLVSÁ; © Globusn Lágmúla 5, Reykjavik, síini 81555. © \HEESL? SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 © BILA- OG BATASALAN SIMI 53233 Læk|argotu 46. Halnarlirði BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 (X) Bílasala Garðars Borgartúni 1 sími: 19615 © Mercedes-Benz RÆSIR HR Skúlagötu 59. Sími 19550 _ © ^bilasala GUÐMUNDAR Berqþorugotu 3— 101 Reykjavik © 19032 & 20070 ® Bílasalan SKEIFAN Skeifunni 1 1 Smiar 84848 oy 35035. © © Bilasala Vesturlands Borgarbraut-56 Borgarnesi 7577 & 7677 Bílasala Hornafjarðar Álaugareyjavegi Höfn Sími: 97-8782 PEUGEOT © TALBOT @ © BÍLA-OG VÉLASALAN á( HÖFÐATÚNI 2 SÍMI 2-48-60 MJ ’Bl r BlLASALA FITJUM - NJARÐVlK • SlMI 377« loilcS l>jóúhraut 1 Akranesi Simi: 93-2622 © æ BILASALAN BUK s/f SKEIFUNNI 8-108 REYKJAVIK SÍMI: 686477 Alla rúts Hyrjarhöfða 2 - Sími 81666 EGILL EZEZD © VILHJÁLMSSON HF Smiðjuvegi 4c - Kópavogi — Simi 79944-73775 © Eina tölvuvædda bílasalan „ , Grensasvegi 11- á landinu |T08Reykjavik-simi83150 BÚASAIAN

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.