NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 06.09.1984, Qupperneq 18

NT - 06.09.1984, Qupperneq 18
1u Fimmtudagur 6. september 1984 18 Arnað heill Ásgeir Bjarnason í Ásgarði sjötugur Það var á drungalegu kveldi í desember árið 1942 í Edin- borg í Skotlandi að ég fékk upphringingu þar sem ég sat yfir bókum mínurrr hálfsof- andi. Pað var íslenski konsúll- inn, Sigursteinn Magnússon, sem hringdi. Erindi hans var að spyrja, hvort ég hefði tæki- færi til að skreppa niður á ákveðið hótel í miðborginni og hitta ungan íslending, sem óvænt væri kominn til landsins frá Svíþjóð. Þetta þóttu mér merkilegar fréttir, því ég vissi ekki til að það gætu verið neinar sam- göngur milli Svíþjóðar og Skotlands um þessar mundir, jjegar styrjöldin var í algleym- ingi og ekkert farartæki á sjó eða í lofti gat verið óhult í námunda við Bretlandseyjar. Eg hraðaði mér því í myrkrinu niður í Prinsessustræti, fann hótelið og spurði hvort þar væri gestur frá íslandi. Jú, mikið rétt, afgreiðslukonan kannaðist við það og hringdi upp á herbergi mannsins. Að vörmu spori kom gesturinn niður, ungur maður, fríður sýnum og áberandi dökkur á brún og brá af íslcndingi að vera. Við heilsuðumst og kynntum okkur. Ásgeir Bjarnason kvaðst hann heita, og ég þurfti ekki lengur að vera í vafa um að maðurinn væri íslenskurþráttfyrirdökka yfirbragðið. Þessi urðu fyrstu kynni mín af tilvonandi bónda í Ásgarði í Dölum og alþingismanni Vest- urlands og alþingisforseta og formanni Búnaðarfélags ís- lands með meiru. Við fundum okkur notalegan „pöbb“ í ná- grenninu og bárum saman bækur okkar lengi kvölds. Það kom þá í ljós að Svíar voru farnir að laumast í næturflug með farþega heiman að frá sér til Aberdeen í Skotlandi, ann- aðhvort með eða án samþykkis Þjóðverja, sem réðu auðvitað lögum og lofum á flugleiðinni a.m.k. að deginum til. Þannig hafði Ásgeir komist til Skot- lands á leið sinni heim eftir fjögurra og hálfs árs útivist .í Noregi og Svíþjóð. Daginn eftir hélt hann í lest til Fleet- wood, þar sem hann fékk far með íslensku fiskiskipti heim til fósturjarðarinnar. Hann sagði mér seinna, að hann hefði stigið á land í Vest- mannaeyjum á aðfangadag jóla og dvalið í Eyjum yfir jólin. Það er gaman að rifja þetta upp núna, þegar senn eru liðin 42 ár frá hinum eftirminnilega styrjaldarvetri 1942-3. Mikið vatn er síðan til sævar runnið og ungu mennirnir, sem þá voru, hafa runnið lífsskeið sitt, sumir á enda, en aðrir langt áleiðis eftir hlaupabrautinni miklu. Lífshlaup Ásgeirs Bjarna- sonar hefur orðið töluvert frá- brugðið því, sem venjulegast er, drengsins, sem fæddist að Ásgarði í Hvammssveit í Dölum 6. sept. 1914. Skóla- ganga hans hér innanlands eftir barnaskóla fór fram í Reyk- holti og á Hólum í Hjaltadal, en þaðan varð hann búfræð- ingur vorið 1937. Síðan tók við dvölin á Norðurlöndum við nám og störf, sem áður var nefnd. Brátt kallaði föðurleifðin, Ásgarður í Hvammssveit, á liinn unga mann og liann hóf búskap þar árið 1943, fyrst lengi vel í félagi við Jens bróður hans, en síðan einn eftir að Jens andaðist, og að lokum í félagi við soninn Bjarna. En af því að þetta átti nú að verða afmæliskveðja en ekki eftirmæli, þá sleppi ég því að telja störf og embætti afmælis- barnsins, sem honum hafa hlotnast á lífsleiðinni bæði í heimahéraði og utan. Nema hvað ég hlýt að geta þess að hann leiddist út í. stjórnmálin undir merki Framsóknar- flokksins og var þingmaður Dalamanna í 10 ár (1949-59) og síðan 1. þingmaður Vestur- landskjördæmis í 20 ár til 1979, er hann dró sig í hlé. Á þennan vettvang fór bóndinn úr Döl- unum ekki erindisleysu því hann endaði feril sinn með því að gegna einni þeirri hæstu stöðu, sem menn geta náð í íslenska lýðveldinu þ.e. sem forseti sameinaðs Alþingis síð- asta kjörtímabil sitt í þeirri virðulegu stofnun. Þannigvarð hann sem slíkur handhafi for- setavaldsins í fjarverum þjóð- höfðingjans. Því var um hann kveðið forðum, er hann kom í Búnað- arfélag íslands raulandi lagstúf fyrir munni sér eftir að hafa fylgt forseta íslands á flugvöll- inn á ferð hans til útlanda: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra heldur almennan stjórnmálafund á Hótel Sögu fímmtudaginn 6. sept. kl. 20:30. Að framsöguræðunni lokinni verða almennar umræður og forsætisráðherra svarar fyrirspurnum. Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Reykjavík. Asgeir kátur er að syngja, eitthvað hressir lundina. Þriðjungur úr þjóðhöfðingja þessa er hann stundina. Þetta spaug kunni Ásgeir vel að meta og hélt á lofti. Og þá má heldur ekki láta þess ógetið að hann hefur komið þó nokkuð við sögu búnaðar- samtakanna í landinu fyrst í heimahéraði og síðan sem full- trúi Dalamanna á Stéttarsam- bandsfundum og á Búnaðar- þingi frá 1950 til þessa dags. Ekki fór hann heldur erindis- leysu þar, því 1967 var hann kosinn í stjórn Búnaðarfélags- ins og 1971 varð hann formað- ur hennar og er það enn. Sem slíkur hefur hann því jafnframt veriðforseti Búnaðarþingssíð- ustu 13 árin. Þetta segir nokk- uð um hvaða álits Ásgarðs- bóndinn nýtur meðal stéttar- bræðra sinna og samstarfs- manna á sviði búnaðarsamtak- anna. Það er stundum sagt af nöpru raunsæi að það sé þægi- legt og þakklátt að taka við embætti af þeim, sem slælega hafi staðið í stöðu sinni. Að þessu leyti hafði Ásgeir ekki heppnina með sér þegar hann tók við síðastnefndu embætt- unum af Þorsteini Sigurðssyni bónda á Vatnsleysu, slíkum skörungi, sem fáa átti sína líka. En ekki hefur borið á því, að þetta væri honum fjötur um fót í Búnaðarfélagi íslands eða í samskiptum sínum við Bún- aðarþing. Og þá er komið að því, sem auðvitað átti að vera megininn- tak þessa greinarkorns, en það er að reyna að tjá afmælisbarn- inu einhvern vott af þeim vin- arhug, sem við bændur og aðrir búnaðarmenn berum til hans. Ég þykist mega fullyrða að bændur landsins meti hann að verðleikum bæði vegna starfa hans á Alþingi og í Búnaðarfélaginu. Þeir finna það og vita, að hann er einn af þeim, vinnandi bóndi í venju- legri íslenskri sveit, sem með raunsæi og heiðarleika hefur hafist til hæstu embætta fyrir stétt sína og þjóð. Stjórn pg starfsfólk Búnað- arfélags íslands og fulltrúar bænda á Búnaðarþingi hafa að sínu leyti fundið þessa kosti Ásgeirs Bjarnasonar og sýnt það með svo skýru móti, að ekki verður betur gert, og þarf ekki fleiri orð um það að hafa. Það var ánægjulegt og ó- gleymanlegt að heimsækja Ás- garðshjónin og ferðast með þeim í nokkra daga í sólskininu nú um mánaðamótin. Og vissulega skildi ég betur en áður stolt þeirra Dalamanna og ást á héraði sínu éftir að hafa rennt augum yfir allar byggðir þeirra í töfrandi birtu síðsumarsins. Heima í Ásgarði stendur allt með blóma þar sem þrjár kyn- slóðir byggja staðinn. Þess skal hér getið að ungur að árum kvæntist Ásgeir Emmu Bene- diktsdóttur síðasta bónda í Skálholtsvík í Hrútafirði, en missti hana eftir fárra ára sam- búð frá tveim ungum sonum. Skömmu síðar kvæntist hann í annað sinn, Ingibjörgu Sigurð- ardóttur bónda að Hvoli í Saurbæ, og hefur hún gengið stjúpsonum sínum í móður stað eins og best getur orðið. Báðar eru konurnar af Ennis- ætt (Skriðnesenni) og hefur Ásgeir sagt að sá maður, sem eigi kost á að eignast konu af þeirri ætt, bæti sig ekki á að leita í aðrar áttir eftir kvon- fangi. Nú er aðalbóndinn í Ásgarði Bjarni Ásgeirsson og kona hans, Erla Eyjólfsdóttir frá Sólheimum í Laxárdal. Börnin eru fjögur og bera þrjú þeirra nöfn afans og ammanna tveggja, svo ekki hafa þau Ásgeir og Ingibjörg mátt reyna það, sem þingeyska skáldið kvað: „Sé til lengdar barnlaus bœr breiskast hjartarætur". Ég vil að lokum í tilefni dagsins senda afmælisbarninu persónulegar kveðjur mínar og heillaóskir og þakkir fyrir mjög ánægjuleg og gagnleg kynni frá því er við fyrst hittumst og ■ ræddumst við á pöbbnum í Edinborg í myrkri heimsstyrj- aldarinnar forðum og til þess er við kvöddumst í breiðfirska sólskininu á hlaðinu við nýja húsið þeirra eldri hjónanna í Ásgarði fyrir nokkrum dögum. Megi hjartarætur þeirra halda áfram að vera mjúkar og frjóar lengi enn um ókomin ár. Hjörtur E. Þórarinsson. ■ Ásgeir Bjarnason, form. Búnaðarfélags íslands og for- seti þess, fv. alþm. og forseti Sameinaðs þings er sjötugur í dag. Ásgeir Bjarnason er löngu þjóðkunnur maður sem hefur áunnið sér óskorað taust og virðingu fyrir margvísleg opin- ber störf í þágu lands og þjóðar, hvar sem hann hefur starfað eða komið fram, hefur virðuleg, hógvær og hlýleg framkoma hans skipað honum í fremstu röð, sem ekki hefur verið umdeilt, hvort sem um var að ræða forysta á Alþingi, í málefnum Dalabyggða eða Vesturlandskjördæmis, eða málefnum landbúnaðarins og í forystu bændasamtaka. Alls- staðar hefur Ásgeir Bjarnason markað heillarík spor til fram- fara, slíkir eru mannkostir hans. Með kjördæmabreytingunni 1959 hófst samstarf og kynni mín við Ásgeir. Hann var ein- róma valinn af framsóknar- mönnum á Vesturlandi til að skipa efsta sæti framboðslista flokksins í Vesturlandskjör- dæmi. - Var hann kjörinn 1. þm. Vesturlands, sem hann gegndi síðan óslitið, þar til hann baðst undan að vera í framboði 1978, hafði hann þá setið á Alþingi í 28 ár, fyrst sem þingmaður Dalamanna 1949-1959 og síðan sem 1. þm. Vesturlandskjördæmis. Framsóknarfólk á Vestur- landi bar óskorað traust til Ásgeirs, svo var raunar einnig um aðra íbúa Vesturlands, for- ysta hans í málefnum kjör- dæmisins var farsæl og traust. Virðuleg og hlýleg framkoma hans skapaði honum miklar vinsældir, jafnt meðal sam- herja sem andstæðinga. Ég veit ég mæli fyrir munn fjölda íbúa Vesturlands, sem vilja flytja honum einlægar þakkir og heillaóskir á þessum tímamótum í ævi hans. Ég minnist þess er Ásgeir kallaði mig inn á þing sem 1. varamann Framsóknarflokks- ins 1971, á meðan hann gegndi störfum á Búnaðarþingi. Hvernig hann tók á móti mér og leiðbeindi um allt, er að þingstörfum laut. Sú um- hyggja og hlýhugur hafði mikil áhrif á mig og veitti mér strax vissa öryggiskennd og gerði það að verkum að ég komst strax í snertingu við gang þing- mála. Þetta erdæmi um hvern- ig viðhorf Áseirs Bjarnasonar er, hann gengur hreint til verks - skilar hverju verki er hann tekur að sér, hvort um smátt eða stórt er að ræða. Allir sem við hann eiga viðskipti geta treyst orðum hans og gerðum. Þessi eiginleiki hans, ásamt hlýlegu og glaðlegu viðmóti, hefur gert það að verkurn að allir sem honum kynnast, bera til hans traust og vilja eiga vináttu hans alla. Ég hefi átt því láni að fagna að njóta vináttu Ásgeirs Bjarnasonar. Samstarf okkar að málefnum Vesturlands- byggða hefur verið náið. Ég hefi ávallt getað leitað til hans um ráð til lausnar ýmissa mála sem upp hafa komið. Ráð hans og úrræði hafa reynst happa- drjúg. Ég og fjölskylda mín höfum heimsótt Ásgeir og fjölskyld- una í Ásgarði.- Að koma í Ásgarð í Dölum hefur ávallt verið kærkomið,- Gestrisni og hlýlegt viðmót þeirra hjóna Ásgeirs og Ingibjargar er sérstæð, sem hefur áhrif á þá sem neimsækja þau. Fyrir þetta vil ég fyrir okkar hönd flytja við þetta tækifæri sérstakar þakkir. Ég hefi viljandi sleppt í þessari stuttu grein, að telja upp æviferil Ásgeirs, þar sem ég veit að aðrir munu gera því skil. Ég vil þó geta þess að fáir þingmenn hafa gegnt embætti forseta sameinaðs þings með meiri virðuleik og nákvæmni en Ásgeir Bjarnason - á sama hátt setur hann sinn svip á Búnaðarþing sem forseti þess. Með þessum fáu línum flyt ég og kona mín Ásgeiri Bjarnasyni og Ingibjörgu hug- heilar árnaðaróskir og kveðjur í tilefni sjötugsafmælisins, um leið og við þökkum hlýhug og trausta vináttu og samstarf á liðnum árum. Við óskum honum og konu hans velfarnaðar um ókomin ar. Alexander Stefánsson ■ Ásgeir Bjarnason í Ás- garði formaður Búnaðarfélags Islands og fyrrverandi Alþing- isforseti er sjötugur í dag. Starfsfólk Búnaðarfélags Is- lands sendir honum og konu hans Ingibjörgu Sigurðardótt- ur sínar bestu kveðjur og árn- aðaróskir í tilefni tímamót- anna. Ásgeir Bjarnason hefur gegnt svo mörgum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína, hérað og alþjóð, að of langt yrði upp að telja í stuttri kveðju, og skal hér aðeins minnst á störfin fyrir Búnaðarfélag íslands en því hefur hann nú verið tengd- ur í þrjátíu og fjögur ár. Hann var kosinn á Búnað- arþing árið 1950, í stjórn Bún- aðarfélags íslands 1967 og formaður þess hefur hann ver- ið síðan 1971 og jafn lengi forseti Búnaðarþings. For- mannsstarfinu fylgir jafnframt seta í ýmsum stjórnum og nefndum sem vinna fyrir land- búnaðinn og bændastéttina. Því eru störfin sem Ásgeir hefur unnið á vegum Búnaðar- félags íslands fjölþættari og meiri en flesta mun gruna. Öll þessi störf svo og öll önnur störf á sviði félags- og þjóðmála hefur Ásgeir unnið af stakri prúðmennsku, sam- viskusemi og ósérplægni. Hann kemur hvarvetna fram sem hinn tausti íhuguli bænda- höfðingi og er sómi bænda- stéttarinnar og félagsskapar hennar í öllum sínum háttum og framgöngu. Gagnvart stafsfólki Búnað- arfélags íslands kemur hann fram af umhyggjusemi og vin- gjarnleik. Hannfylgist velmeð störfum hvers og eins og sýnir þeim áhuga sem jafnframt er til hvatningar. Hann lítur oft við á skrifstofum ráðunauta, og annars starfsfólks broshýr :og alúðlegur og spyr hvernig gangi. Öllum sýnir hann sama áhuga og allir finna að störf þeirra eru metin. Með þessu stuðlar hann að góðum starfs- anda, sem er ómetanlegur á hverjum vinnustað. Við minnumst fjölmargra ánægjulegra stunda með Ás- geiri og Ingibjörgu þar sem kímni Ásgeirs og gamansemu hefur lífgað upp hópinn, og vonumst við eftir því að eiga með honum margar fleiri á ókomnum árum bæði við störf og leik. Starfsfólk Búnaðarfélags íslands

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.