NT


NT - 06.09.1984, Side 27

NT - 06.09.1984, Side 27
Fimmtudagur 6. september 1984 27 Átján deyja úr matar- eitrun VVakcfícld, Englandi-Reuter ■ Heilbrigðisyfirvöld'í Yorks- hire-héraði á Englandi sögðu í gær að átján manns hefðu látist af matareitrun á geðsjúkrahúsi í Wakefield í Yorkshire síðustu dagana. Matareitrunarinnar, sem hef- ur einkenni salmonella-sýking- ar, varð fyrst vart á Stanley Royd-spítalanum fyrir um tíu dögum, en síðan hafa, eins og áður sagði, 18 sjúklingar látist, um 300 sýnt merki sjúkleika sem og fjölmargir úr starfslið- inu. Orsakir matareitrunarinnar dularfullu eru enn ókunnar, en rannsókn stendur yfir. Segjast hafa rænt Reuters- fréttamanni Eondon-Rcutcr ■ Hópur hryðjuverkamanna, sem kallar sig Sósíalísk bylting- arsamtök múhameðstrúar- manna, kvaðst í fyrradag hafa í haldi Jonathan Wright, frétta- mann Reuters, sem hvarf í Líbanon fyrir viku. Maður sem sagðist hringja frá Búkarest hringdi þessi skilaboð inn á skrifstofu arabísks blaðs í London. í orðsendingu samtakanna lýstu þau einnig á hönd sér morðinu á breska menningar- fulltrúanum, Kenneth Whitty, sem skotinn var til bana í Aþenu í mars síðastliðnum. Ennfremur var sagt að samtökin myndu halda áfram að elta uppi alla sem standi' í sambandi við „hina heimsvaldasinnuðu stjórn í Bretlandi". Enn er ekki vitað hvort sam- tökin muni setja fram einhverj- ar kröfur í skiptum fyrir Wright. Sovéskir dagar 1984 Tónleikar-danssýning ■ Konstantín Chern- enko, æðsti maður So- vétríkjanna, kom aftur fram opinberlega í gær eftir sex dularfullar vikur sem hafa gefið vangavelt- um vestrænna frétta- manna um að hann sé farinn að heilsu byr undir vængi. Chernenko kom fram við athöfn sem hald- in var til heiðurs sovésk- um geimförum, þar á meðal Svetlöndu Savit- skayu, kvengeimfara. Fréttir herma að enda þótt Chernenko hafi haldið ræðu, þar sem hann hvatti Bandaríkja- menn til að samþykkja bann við kjarnorkuvopn- um í geimnum, nokkru veginn slysalaust frá sér, þá hafi hann verið óstyrk- ur á fótum og fölari og teknari en þegar hann kom síðast fram í júlí síðastliðnum. Söng- og dansflokkurinn „Könúl“ frá Bakú í Azerbajdsjan heldur tónleika og danssýningu í Þjóðleikhúsinu laugardaginn 8. sept. kl. 20. Fjölbreytt efnisskrá: Hljóðfæraleikur, einsöngur, tvísöngur, þjóðdans- ar. Aðgöngumiðar seldir í miðasölu Þjóðleikhússins áfimmtudag og föstudag kl. 16-19 og laugardag kl. 16-20. MIR. Spánn: Samræmdar skotárásir skæruliða Madrid-Reuter Þrír menn létust í skotárásum á Spáni í gær, og sýnir það berlega að lögreglunni hefur ekki orðið jafn vel ágengt í baráttunni gegn vinstri sinnuð- um borgarskæruliðum og hún hefur viljað halda fram. í Madrid var fasteignasali skotinn til bana og kaupsýslu- maður í Sevilla, en síðar um daginn var verkfræðingur alvar- lega særður í La Coruna. Skömmu síðar réðist lögregla inn í íbúð í La Coruna, þar sem einn maður, sem grunaður var um aðild að tilræðunum, var skotinn til bana og annar særður. Spænska lögreglan segir að það séu meðlimir vinstri öfga- hóps, And-fasísku október- samtakanna (GRAPO), sem beri ábyrgð á skotárásunum én samtökin voru stofnuð árið 1975, skömmu fyrir andlát Francos einræðisherra. Hingað til hafa samtökin einkum staðið að sprengjutilræðum. Nú munu þau hins vegar hafa hótað skot- árásum á framámenn; herfor- ingja, stjórnmálamenn og iðju- hölda, og hefur lögreglan reynt að vernda slíka eftir fremsta megni. Fórnarlömbin í gær nutu engrar verndar, enda ekki um stóra fiska að ræða. Námumanna- verkfallið: Sáttafundur á sunnudag? Bríghton-Reuter ■ Nell Myers, blaðafull- trúi Landssambands námumanna í Bretlandi, sagði í gærkvöldi að námu- menn mundu taka boði breska ríkiskolafyrirtækis- ins um að hefja viðræður í deilu kolanámumanna á nýjan leik á sunnudag. Nú hafa aðilar deilunn- ar ekki hist í sex vikur og í gær var fyrirhugaður sáttafundur í deilunni síð- ar í þessari viku afboðað- ur. Arthur Scargill, leið- togi námumanna, vildi ekkert segja um það fyrr í gær hvort námumenn myndu sækja sáttafund- inn. Margareth Thatcher forsætisráðherra hafnaði í gær kröfu Verkamanna- flokksins um að breska þingið yrði kallað úr sumarfrfi til að ræða hið langvinna verkfall námu- manna. Hún sagði í svari til Neil Kinnocks, for- manns Verkamanna- flokksins, að hægt yrði að binda enda á deiluna fljót- lega ef aðeins samtök námumanna gætu fallist á það langtímamarkmið stjórnarinnar að loka óarðbærum námum. f síðustu viku hætti Thatcher við fyrirhugaða ferð til Suðaustur-Asíu vegna válegra horfa í breskum iðnaði. Kinnock hefur einnig hætt við áætl- aða ferð til Mið-Ameríku. Lögregla hefur álitið að sam- tökin, sem í gær minntust þriggja ára dánarafmælishelsta leiðtoga síns Enrique Calixto, sem lést í skotbardaga við lög- reglu 1981, væru að mestu fyrir bí, en árásirnar í gær vekja áhyggjur um að þau séu að eflast aftur með nýjum baráttu- aðferðum og lítilli róttækni spænsku sósíalistastjórnarinn- ar. Leiðtogafundurinn í Tanzaníu: Stefna Bandaríkjanna í Suður-Afríku fordæmd Arusha-Tansanía-Reuter ■ Leiðtogar fimm ríkja í suðurhluta Afríku; Botswana, Mósambík, Tanzaníu, Zambíu og Zimbabwe, hafa nýlokið tveggja daga fundi ásamt tveim- ur leiðtogum evrópskra sósía- lista, forsætisráðherrunum Olof Palme frá Svíþjóð og Mario Soares frá Portúgal. í lok fund- arins, sem fram fór í Arusha litlum bæ í hlíðum Kilimanjaro- fjalls íTanzaníu, fordæmdu þeir Bandaríkjastjórn harðlega fyrir að standa í vegi fyrir sjálfstæði Namibíu, sem lýtur forsjá Suður-Afríkustjórnar. í lokaniðurstöðu fundarins eru Bandaríkin fordæmd fyrir að standa fast á því að Namibía geti ekki orðið sjálfstæð fyrr en kúbanskir hermenn séu á brott frá Angóla. Þar segir ennfremur að vandamál suðurhluta Afríku „eigi ekki að skoða í ljósi stór- veldahagsmuna eða deilunnar milli austurs og vesturs.“ Fundurinn lýsti einnig van- þóknun sinni á stefnu Banda- ríkjanna í málefnum Pretóríu, „verndarsvæðis“ Suður-Afríku- stjórnar, og aðstoð þeirra við uppbyggingu þar, sem þeir sögðu að styrkti aðeins kynþáttaaðskilnaðarstefnu Suður-Afríkustjórnar. Júlíus Nyerere, forseti Tanz- aníu, hvatti til þess í viðtali við blaðamenn að loknum fundin- um að komið yrði á fót loftbrú til Lesotho, sem hann sagði að Suður-Afríka héldi í óeiginlegu hafnbanni. Lesotho á hvarvetna landamæri að Suður-Afríku. Lesothmenn halda því fram að Suður-Afríkustjórn hafi komið í veg fyrir að vopn og nauðsynlegar vistir næðu að berast tilLesotho,meðal annars með því að neita þyrlum á leið til Lesotho um leyfi til millilend- ingar. Alþjóðadómstóllinn í Haag franir ráðast á sænskandómara Haag-Reuter ■ Fulitrúar Bandaríkjanna við Al- þjóðadómstólinn í Haag fordæmdu í gær árás tveggja íranskra dómara á sænskan meðdómara fyrr í þessari viku. írönsku dómararnir réðust á Nilks Mangard, sænska dómarinn, þegar hann gekk inn í byggingu Alþjóðadóm- stólsins á mánudaginn. Hermt er að honum hafi verið mjög brugðið, en ekki orðið fyrir neinu umtalsverðu hnjaski, þótt íranirnir hafi snúið upp á hendina á honum og látið höggin dynja á honum. Lögreglan fylgdi honum síðan út úr byggingunni. Mangard situr ásamt níu öðrum dóm- urum í dómstól sem á að fjalla um gagnkvæmar fjárkröfur írana og Banda- ríkjamanna. Dómstólinn skipa þrír ír- anir, þrír Bandaríkjamenn og þrír aðil- ar frá hlutlausum löndum, og er búist við að hann starfi allt fram til ársins 1990. Hann var settur á laggirnir eftir að íranir slepptu úr haldi gíslunum 52 í bandaríska sendiráðinu í Teheran. íranir hafa margoft sakað Mangard um að halda fram hlut Bandaríkja- manna í þeim viðkvæmu skaðabótamál- um sem koma fyrir dómstólinn en eftir rannsókn, sem fór fram á störfum Mangards árið 1982 var úrskurðað að ekki væri ástæða til að leysa hann af. Ekki er vitað hvort eitthvert frekara málavafstur mun hljótast af árásinni í Mangard, en yfirdómarinn, Christop- her Pinto frá Sri Lanka, hefur ekki viljað tjá sig um málið.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.