NT - 06.09.1984, Blaðsíða 28

NT - 06.09.1984, Blaðsíða 28
Fornir fjandmenn sættast ■ Chun Doo Hwn forseti Suður-Kóreu er væntanlegur í opinbera heimsókn til Japans í dag. Hann mun m.a. hitta Jap- anskeisara að máli og ræða tvisvar sinnum við Nakasone, forsætisráðherra Japans. Þótt Chun Doo Hwan sé aðeins lcið- togi suðurhluta Kóreu er heim- sókn hans talin sögulegur at- burður þar sem þetta er í fyrsta skipið er kóreanskur þjóðhöfð- ingi heimsækir Japan. ■ Dagblað alþýðunnar skammar kínverska fótbolta- aðdáendur fyrir slæma siði. Samkvæmt blaðinu eru fótboltaaðdáendurnir teknir upp á þeim ósið að henda tóm- um flöskum og öðru lauslegu í erlend fótboltalið ef þau vinna leiki við kínversk lið. Vestur-þýska liðið SW Wald- hof Mannheim vann nýlega kín- verska A-landsliðið í úrslitaleik Japanir hafa á liðnum öldum margoft ráðist á Kóreu og Kórea var nýienda þeirra fyrri hluta þessarar aldar. Kóreu- mönnum hefur reynst erfitt að gleyma kúgun Japana á nýlendutímabilinu enda beittu Japanir mjög harkalegum að- ferðum til að brjóta kóreanska þjóðernisandstöðu niður. Þeir fluttu t.d. fjölda manns nauð- ungarflutningum til Japans og neyddu Kóreumenn til að læra í fótboltakeppni sem haldin var í Peking. í fögnuði sínum hlupu þýsku leikmennirnir að áhorf- endastæðunum þar sem þeir bjuggust við því að sigri þeirra yrði fagnað. En í staðinn var fleygt í þá tómum flöskum. Þegar bestu leikmennirnir voru lesnir upp í hátalarakerfi vallarins var kínverskum leik- mönnum fagnað með langvar- andi fagnaðarlátum en erlendir japönsku. En tíminn læknar öll sár og nú er stjórnvöldum í Suður- Kóreu mikið í mun að efla samskiptin við Japan til að styrkja enn frekar efnahagsupp- byggingu landsins. Þau hafa m.a. farið þess á leit við Japani að þeir aðstoði við stofnun verk- fræði- og tæknistofnunar í Seoul þar sem Kóreumenn tileinki sér erlenda tækniþekkingu. Sumir Japanir hafa áhyggjur leikmenn fengu aðeins lágvært klapp. Það er því greinilegt að í Kína er að myndast þjóðernis- sinnuð múgæsing í tengslum við íþróttir líkt og þekkist á Vestur- löndum og þótt fjölmiðlar reyni að sporna við eru þeir ekki alveg lausir við þjóðernisstefn- una þegar þeir lýsa með fjálgleik afrekum kínverskra íþrótta- manna. af því að Kóreumenn muni nota japanska tækniþekkingu til að herða samkeppni sína við jap- önsk fyrirtæki. En utanríkisráð- herra Japana, Shintaro Abe sagði nýlega að hann væri ekki sammála slíkum svartsýnisspám og lofaði stuðningi japönsku stjórnarinnar við tilraunir Kóreumanna við að tileinka sér japanska tækni. Japanir hafa lagt mikla áherslu á að undirbúa heimsókn Chun Doo Hwan með yfirlýs- ingum um mikilvægi góðra tengsla Japans og Suður-Kóreu. Nakasone, forsætisráðherra Japana, sagði kóreönskum blaða- mönnum t.d. fyrir skömmu að sér þætti leitt hvernig tengsl japönsku og kóreönsku þjóðanna hefði verið háttað á nýlendu- tímanum frá 1910 til stríðsloka. Hann sagði ennfremur að Jap- anir ættu að íhuga vel þessi tengsl og leiðrétta þau eftir því sem nauðsynlegt væri. Lengra getur Nakasone varla gengið í opinberum yfirlýsingum án þess að særa stolt stórs hluta eigin þjóðar. Kínverskir fótboltaaðdáendur henda flöskum í erlend lið Fimmtudagur 6. september 1984 28 Guatemala: Skæruliðar í sókn á ný Mexíkó-Reuter ■ Vinstri sinnaðir skæruliðar í Guatemala eru nú aftur í sókn eftir nokkurra mánaða hlé. Stjórnvöld hafa viður- kennt að 17 hermenn hafi fallið í bardögum við skæruliða rétt fýrir sein- ustu helgi. Stríðið í Guatemala hefur staðið í meira en tvo áratugi eða lengur en í nokkru öðru landi í Mið- Ameríku. Stjórnvöld hafa margoft lýst því yfir að þau hafi útrýmt seinustu leyfum skæruliðanna en þeir hafa alltaf risið upp aftur af engu minni þrótti en áður. Skæruliðar tilheyra fjór- um skæruliðasamtökum sem samtals eru talin hafa 2000 til 4000 manns undir vopnum. Fasta hermenn í stjórnarhernum eru um 24.000 en auk þess hefur stjórnin stofnsett sérstakt þjóðvarðlið sem telur um hálfa milljón manna. Þjóðvarðlið þetta tekur samt frekar lítinn þátt í bardögum við skæruliða sem einnig forðast orustur við það þannig að baráttan við skæruliðana mæðir einna mest á stjórnarhern- um. Bardagarnir núna virð- ast óvenju harðir þar sem herinn hefur bæði notað stórskotalið og flugvélar. Þessar miklu hernaðarað- gerðir stangast á við fyrri fullyrðingar stjórnarinnar um að skæruliðar hafi tvístrast og eftir séu aðeins litlir bófahópar. r mniri Þcrarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Indverskur Reagan getur átt eftir að reynast Indiru ofjarl Rama Rao líklegastur til að sameina andstæðinga hennar ■ INDIRA Gandhi á nú á hættu, að andstæðingar hennar sameinist flestir eða allir í eina kosningafylkingu og sigri þannig flokk hennar í þing- kosningunum, sem eiga að fara fram í síðasta lagi á fyrri helm- ingi janúar á næsta ári. Flokkur sá, sem Indira Gandhi hefur stuðst við hverju sinni, hefur unnið í öllum þing- kosningum í Indlandi, nema í þingkosningunum 1977, þegar nær allir andstæðingar hennar sameinuðust í eina fylkingu gegn henni. Ástæðan var sú, að tveimur árum áður hafði Indira gripið til eins konar herlaga og stjórnað eins og einvaldsherra. Þettasameinaði andstæðinga hennar í kosning- unum 1977. Flokkur Indiru hefur aldrei haft meirihluta kjósenda að baki sér', og hefur því átt kosningasigra sína því að þakka, að andstæðingar henn: ar hafa verið sundraðir. Í Indlandi er kosið f einmenn- ingskjördæmum og veitir það stærsta flokknum sterka að- stöðu, ef keppinautar hans eru sundraðir. Andstæðingum Indiru nýtt- ist illa sigurinn 1977, því að þeir höfðu ekki haft nema eitt markmið, sem var að fella Indiru. Um flest annað voru þeir ósammála. Mikill ágrein- ingur kom upp í ríkisstjórn þeirra, og lauk honum með því að stjórnin sprakk og var efnt til kosninga 1980. Þá vann flokkur Indiru mikinn sigur, þótt ekki fengi hann meirihluta atkvæða, og komst Indira þá aftur til valda. Engar líkur hafa verið taldar á því, að andstæðingar Indiru myndu sameinast gegn henni að nýju fyrir kosningarnar nú og Óokkur hennar var því talinn vænlegur til sigurs, þótt vaxandi óánægju hafi gætt með stjórn hennar. Þetta hefur nú skyndilega breyst. Höfuðástæðan er sú, ■ Rama Rao. að Indira og flokkur hennar hafa gengið feti framar í valda- brölti sínu en almenningur virðist geta sætt sig við. Jafnframt hefur komið til sögu sá maður, sem farið er að kalla hinn indverska Reagan, og ekki þykir ólíklegt, að hann geti orðið sameiningartákn andstöðunnar gegn Indiru. SÁ MAÐUR, sem hér um ræðir, er Rama Rao, vinsælasti kvikmyndaleikari, sem Ind- verjar hafa átt. Hann hefur leikið í einum tvö hundruð kvikmyndum og oftast verið í eins konar guðahlutverki eða Buddha. Rama Rao háfði haft lítil eða engin afskipti af stjórnmál- um þangað til fyrir 3-4 árum, þegar hann hóf að skipuleggja nýjan flokk í einu fjölmenn- asta fylki Indlands, Andra Pradesh. Þetta fylki hefur ver- ið eitt sterkasta vígi flokks Indiru og hafði hann farið með fylkisstjórnina þar frá því, að Indland varð sjálfstætt ríki. Fylkisstjórnin hafði fengið það orð á sig að vera orðin mjög spillt og hóf Rao því baráttu gegn henni. Hann sagðist hins vegar ekki ætla að slyipta sér af landsmál,um, held- ur aðeins málum fylkisins. Indira barðist með oddi og egg gegn flokki Raos, en samt fóru leikar svo í fylkiskosning- um á síðasta ári, að flokkur hans vann yfirburðasigur í Andra Pradesh og Rao varð forsætisráðherra fylkisins. Vinsældir hans minnkuðu ekki sem nú hefur sagt af sér em- bætti. Indiru ber að skipa nýja fylkisstjóra og er nú eftir að sjá hver viðbrögð hans verða. Það er ekki talið líklegt, að hann tilnefni Rao sem forsætis- ráðherra að nýju. Sennilega verður það svar Raos að skipuleggja kosninga- bandalag gegn Indiru. ■ Rama Rao var ákaft hylltur ekið í hjólastól um göturnar. við það, að hann þótti fara vel af stað sem stjórnandi. Þótt Rao væri ekki farinn að hafa bein afskipti af landsmál- um, mun Indira hafa haft illan bifur á honum. Þó kom það öllum á óvart, þegar fylkis- stjórinn í Andra Pradesh vék Rao frá völdum og byggði það á því, að meirihluti fylkisþings- ins hefði snúist gegn honum á þann hátt, að margir þingmenn úr flokki hans hefðu gengið til liðs við flokk Indiru og þannig myndast nýr meirihluti. Sam- kvæmt þvf hefði hann falið manni, sem var náinn samherji Raos, að mynda nýja fylkis- stjórn. Rao snérist hart gegn þessu tiltæki, þótt hann hefði nýlega gengið undir hjartaskurð og styddist enn við hækjur. Hann í Nýju Delhi, þegar honum var mótmælti því, að meirihluti fylkisþingsins hefði snúist gegn sér og því til sönnunar fór hann til Nýju Delhi á fund ríkisforsetans og hafði með sér 162 af 295 þingmönnum á fylkisþinginu. í Nýju Delhi var Rao tekið með kostum og kynjum, en hann krafðist þess af forsetan- um að fá embætti sitt aftur. Boðað var til mikils útifund- ar í Nýju Delhi, og stóðu að honum ekki færri en tuttugu stjórnmálaflokkar, sem ýmsir spá að eigi eftir að sameinast undir merki Raos í kosninga- bandalag. Flokki Indiru gæti þá orðið hætt. Indira hefur lýst yfir því, að hún hafi hvergi nærri komið frávikningu Raos og hún sé alveg á ábyrgð fylkisstjórans, ÞAÐ þykir mörgum gera hlut Indiru eða flokks hennar verri, að svipuðum aðferðum hefur áður verið beitt gegn forsætisráðherrum í tveimur fylkjum, eða Sikkim og Kashmír. Með tilstyrk liðhlaupa hefur vinsælum forsætisráð- herrum verið vikið þar frá völdum af landsstjóra Indiru. Flokkur Indiru fer nú með völd í öllum fylkjum Indlands nema tveimur. Indira er nú búin að vera forsætisráðherra Indlands í ein 16 ár eða fyrst frá 1966-1977 og svo aftur síðan í ársbyrjun 1980. Hún er orðin 67 ára, en virðist samt óbuguð, þótt stjórnarforustan hljóti að hafa reynt mikið á hana. Oft hefur á valdaferli hennar reynt á þrek hennar, en þó sennilega sjaldan meira en nú, þegar hún þarf að glíma við uppreisnarhreyfingu sikha annars vegar og hreyfingu Raos hins vegar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.