NT


NT - 06.09.1984, Síða 29

NT - 06.09.1984, Síða 29
Fimmtudagur 6. september 1984 29 íhaldsmenn fengu 211 þingsæti af 282 - Turner vill halda áfram formennsku Frá Sveini Agnarssyni, fréttarítara NT í Kanada: ■ „Stefna okkar er að skapa atvinnu og koma Kanada á réttan kjöl á ný,“ sagði Brian Mulroney, formaður Ihaldsflokks- ins og verðandi forsætisráðherra kjósend- um í kjördæmi sínu Baiecomeau í Que- bec-fylki eftir stórsigur íhaldsflokksins í þingkosningunum á þriðjudag varð Ijós. Flokkurinn hlaut 211 af 282 þing- sætum, mesti sigur sem um getur í sögu kanadískra stjórnmála. John Turner, formaður frjálslyndra, sem hlutu aðeins 40 þingmenn kjörna vann nokkuð óvænt sigur í kjördæmi sínu í úthverfi Vancouver-borgar, en hann er eini þingmaður frjálslyndra í fylkinu Bresku-Kólumbíu. Hann tók ósigrinum karlmannlega og hét því að hefja endur- byggingu þegar í stað. „Kjósendur vildu breytingu og fólkið hefur ætíð rétt fyrir sér,“ sagði hann. „En það kemur dagur eftir þennan dag. Ég hlakka til að taka við starfi leiðtoga stjórnarandstöðunnar ogmun sinna því embætti af heilum hug.“ Formannstign Turners kvað þó vera í hættu, því margir telja rétt að skipta um leiðtoga frjálslyndra. Turner hefur sagt að hann hyggist leiða flokkinn svo lengi sem flokkurinn vilji, en stundum hefur örlað á því hjá Turner að hann hafi litla löngun til að dansa eftir stjórnmálapíp- unni. „Það koma stundir þegar ég efast um eigin geðheilsu," lét Turner eitt sinn hafa eftir sér, og hafa ber í huga að Turner sagðist í mars síðastliðnum fyrir leiðtogakjör frjálslyndra engan áhuga hafa á að taka aftur þátt í stjórnmálum. Sumir telja afdrifaríkustu mistök Turn- es hafa verið þau að boða til kosninga of snemma nú í haust. Kosningastjóri Turn- es taldi óráðlegt að boða til kosninga svo snemma, þar sem öll sár væru ekki gróin eftir formannskjörið fyrr í sumar. Þá taldi hann að venja þyrfti kjósendur við Turner sem forsætisráðherra, jafnframt því sem flokkurinn þyrfti tíma til að móta stefnu sína í kosningunum og fá góða frambjóðendur fyrir flokkinn í vestur- hluta Kanada. Búist er við að stjórnarskiptin hér verði innan fárra vikna og þegar er farið að benda á líkleg ráðherraefni. Joe Clark, fyrrum forsætisráðherra og leið- togi íhaldsmanna, þykir líklegastur í embætti utanríkisráðherra og annar ráð- herra úr stjórn Clarks, Michael Wilson, er talinn líklegur sem næsti fjármálaráð- herra. ■ Brían Mulroney og kona hans, Mila, fagna eftir yfirburðasigurinn í kanadísku þingkosningunum. Síraamynd-POLFOTO Búlgarir sleppa ftala Róm-Reuter ■ ítala, sem dæmdur var í tíu ára fangelsi í Búlgaríu í fyrra, verður sleppt úr haldi einhvern næstu daga, líklega á 40 ára afmæli búlgörsku byltingarínn- ar 9. september. ítalinn, Paolo Farsetti, var handtekinn ásamt vinkonu sinni árið 1982 og dæmur fyrir að hafa tekið ljósmyndir af mikil- vægum hernaðarmannvirkjum. Vinkonan var dæmd í þriggja ára fangelsi, en sleppt fyrirnokkr- um mánuðum. Italir hafa haldið því fram að dómurinn yfir Farsetti hafi verið í hefndarskyni fyrir handtöku Sergei Antonovs, starfsmanns búlgarska flugfélagsins í Róm, sem setið hefur í fangelsi á Ítalíu grunaður um aðild að banatilræði við Jóhann Pál páfa árið 1981. Umsjón: Ragnar Baldursson og Egill Helgason i Sovétmenn: Þurfa ekki báxít til ál- framleiðslu ■ Sovéskt vikutímarit hefur skýrt frá því að tiiraunir með námuefnið synneryte, sem fundist hefur í miklu magni í Síberíu, hafl leitt í Ijós að úr því sé hægt að framleiða ál á mun ódýrari hátt en úr báxíti. ^ Synneryte hefur einnig þann kost að við vinnslu á því er hverfandi úrgangur. Auk álsins er hægt að framleiða úr því fyrsta flokks sement og pottösku sem notuð er í áburð. Það dregur nafn sitt af ánni Synnyr sem virðist vera eini staður- inn þar sem það er að finna. Uppgötvun þessa efnis er mjög mikil- væg fyrir Sovétmenn. Þeir hafa nú þegar ákveðið að allar nýjar álverksmiðjur, sem reistar verða í Síberíu, skuli nota synneryte sem hráefni í stað báxíts. Þeir segja að þetta muni tryggja Sovétríkjun- um nægjanlegt hráefni til álframleiðslu á komandi öldum. Tilraunir með pottösku sem er fram- leidd úr synneryte hafa einnig leitt í ljós að það er einstaklega gott sem áburður fyrir margar mjög mismunandi nytjajurt- ir. Sovétmenn fullyrða að þessi pottaska auki ekki aðeins uppskeruna heldur bæti einnig næringargildi hennar. |1k 7 Lifandi r Askrifta- r m m blað simi 686300 ÞEIRBERANAFN MEÐRENTU . VAXTAKOSTIR UTVEGSBANKANS Frá ogmeð 1. september 1984 verða vextir Útvegsbanka íslands sem hér segir: INNLÁN Vsxtli aUs Sparisjóðsbœkur Sparireikningar: a) með 3 mán. uppsögn b) með 6 mán. uppsögn c) með 12 mán. uppsögn 20,0% 21,0% 23,0% 24,3% 24,5% 26,0% Vextii aUs Verðtryggðir reiknlngar a) með 3 mán. bindingu b) með 6 mán. bindingu Vaxtii aUs crvoxtuB a) Sparnaður 3-5 mán. b) Sparnaður ó mán. eða lengur 20,0% 21,0% 23,0% 24,3% Vextii aUs Spariskirteinl 6 mán. binding Vextii aUs Tókkareikningar Innlendir gjaldeyrisreikningar: a) innstœður í Bandaríkjadollurum b) innstœður í sterlingspundum c) innstœður í vestur þýskum mörkum d) innstœður í dönskum krónum Vextii aUs Almennir víxlar (íorvextir) Viðskiptavixlar (lorvextir) Yfirdráttarlán Endurseljanleg lán: a) íyrir íraml. á innlendan markað b) lán í SDR Almenn skuldabróf Viðskiptaskuldabróf Verðtryggð útlán: a) allt aö 2>/2 ár b) minnst 2V2 ár 22,0% 23,0% 26,0% EINN BANKI • ÖLL ÞJÓNUSTA

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.