NT


NT - 06.09.1984, Side 32

NT - 06.09.1984, Side 32
LÚRIR ÞÚ Á FRb II? Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir tíl fréttar i blaðinu og 10.000 krónur fyrír ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fróttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gaett Ekki fyrirboði Suðurlandsskjálfta - enda ekki á sjálfu svæðinu, segir Páll Halldórsson ■ Þetta verður að umræðu- efni því þetta er í byggð, sagði Páll Halldórsson jarðeðlis- fræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við NT seint í gær. Hjá honum kom fram að skjálftinn í gærmorgun var ekki á sjálfu Suðurlandssvæðinu heldur er þessi vestasti hluti Suðurlands flokkaður með svokölluðu Hengilsvæði, sem verið hefur órólegt. Samkvæmt þeirri reynslu að Suðurlandsskjálftar eigi upptök sín á austurhluta Suðurlands er ólíklegt að þessi sé fyrirboði að slíkum. Skjálft- inn var 3,9 stig á richter og varaði í nokkrar sekúndur. „En það getur verið órói í mælinum miklu lengur og eins er með hluti sem eru komnir á hreyfingu að þeir geta haldið áfram að hreyfast miklu lengur en skjálftinn á jarðskorpunni varir,“ sagði Páll. „En það er ekki með góðu móti hægt að finna neitt sem bendir til sam- bands þessa við jarðeldana fyr- ir norðan, ekki á grundvelli þeirra upplýsinga sem við höfum. Og ég held að hér sé bara um tilviljun að ræða“. Um upptökin sagði Páll þau hafa verið nálægt bæjarþyrp- ingunni að Hjalla en þar standa Bjarnarstaðir sem er einn þeirra bæja sem NT heimsótti í gær. Ekki er kunnugt um neitt tjón af völdum skjálftans eða að hlutir hafi hrunið úr hillum neinsstaðar, en skjálftans varð vart í öllu Olfusi og í Flóa. Á þessu svæði eru Selfoss og Hveragerði og varð vart við hann á báðum stöðum. Þá fannst .lítillega fyrir honum í Reykjavík. Hafði blaðið heim- ildir af honum úti á Granda, á Rauðarárstíg og í Öskjuhlíð- inni. Síðast varð sjálfti af þess- ari stærðargráðu áHengilsvæð- inu 1977,4,l á richter og 1968, 4,7 á richter. Það er skrekkur í mönnum - Þráinn Svansson í Essoafgreidslunni í Hveragerði ■ Þetta var ansi myndar- legur kippur. Ég rauk út að dyrum og heyrði þá hávaða innan úr geymslunni þar sem járnrekkar hristust á gólf- inu,“ sagði Þráinn Svansson. í Essó-benslnstöðinni í Hveragerði. Þráinn sagði skjálftann hafa varað nokk- uð lengi þvi' fyrst fór hann út úr skrifstofunni og út í dyr, þaðan svo inn í vörugeymsl- una og allan tímann lék húsið á reiðiskjálfi. „Ég veit ekíci hvort þessi endi hússins stendur á klöpp en það var ansi mikili titring- ■ „Þessir járnrekkar g reiðiskjálfi - ég hcút nú það færi allt af stað í biih um, eu það gerði það ekld," sagði Þráinn Svansson í Essobensinstöðinni í Hvera- gerði. ur hérna. Eg hélt nú að það færi allt á stað í hillunum en það gerði það ekki,“ sagði Þráinn og bætti svo við „Það er skrekkur í mönnum út af þessu hérna.“ Skjálftinn mældist í fimm mínútur - ájarðskjálftamælinumáSelfossi ■ „Já hérna er skjálftinn,“ segir Þorfinnur Tómasson á Selfossi sem sér um skjáiftamæli þar. Hann var búinn að taka blaðið úr mælinum þegar blaða- menn bar að garði á hádegi i gær til þess að geta sent það suður á Raunvísindastofnun. „Hann hefur mælst í alveg fímm mínútur og svo verið einhverjir kippir fram eftir degi alveg til klukkan tólf á hádegi. En nú virðist allt vera búið.“ Þorfinnur finnur fyrir okkur eldri blöð sem sýna að smá kippir hafa komið fram undan- farna daga 26. og 27. ágúst hefur einhver óróleiki verið á jarðskorpunni og eins þann fyrsta þessa mánaðar. En allir þessir skjálftar hafa verið minni en svo að nokkur fyndi til þeirra, nema mælirinn. Þorfinnur kvaðst ekki hafa fundið mikið fyrir skjálftanum en kona hans sem var þá komin á vinnustað í saumastofunni í bænum fann hvernig vélin fyrir framan hana tók kipp á borðinu. ■ Hrinan hófst klukkan níu í morgun og skilur eftir sig þessa ágætu mcrkingu á skjálftaritinu hjá Þorfinni á Selfossi. Enn- fremur sést á þessarri mynd að klukkustundirnar á undan eru afskaplega rólegar en eftir kipp- inn greindi ntælirinn smá skjálfta alveg fram um hádegi í gær. ■ En þetta er alveg búið mina, sagði Þorfinnur og benti okkur á fyrstu línurnar á nýju blaði sem voru sléttar og hreinar eins og vera ber. Ekkert þólós - segir njain bóndi á Bjarn Fylgdi hcmum ekki mikill hávaði, sagði Hjalti Þórðarson á Bjarnarstöðum sem þama stendur við mælinn. Aðspurður kvaðst hann ekki óttast að þetta væri fyrirboði Suöurlandsskjálfta, - enda ekkert nýnæmi. NT-niyndir Sverrir ynæmi ingli órðarson arstöðum ■ „Það skalf allt og titraði, en nei, þetta er ekkert ný- næmi. Við fáum alltaf svona tvo til þrjá svo sterka á ári að Ijósin dingli“, sagði Hjalti Þórðarson bóndi á Bjarnar- stöðum en hjá honum er einn af jarðskjálftamælum Raun- vísindastofnunar. „Það fylgdi þessum skjálfta ekki jafn mikill hávaði og oft áður - það fer nú svolítið eftir því hvaðan hann Á mælinum hjá Hjalta mátti merkja skjálftann en nálinni hafði þó orðið heldur mikið um ósköpin og hálfpartinn hoppað upp af blaðinu svo merkin voru ekki eins greinileg og hjá Þorfinni á Selfossi. En það sáust kippir alveg fram um hádegi og einn virtist hafa komið eftir tólf.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.