NT - 03.11.1984, Síða 29
ffT? Laugardagur 3. nóvember 1984 29
ll Útlönd
Pólland:
Glemp jarðsyngur
Popieluszko í dag
Varsjá-Reuter
■ Kirkjuklukkur hringdu í Varsjá í gær og þúsundir
manna veittu sorg sinni útrás þegar lík Jerzy Popieluszko
andófsprestsins sem meðlimir úr pólsku lögreglunni myrtu
á dögunum, var flutt til Varsjár. Þar verður hann
jarðsettur í dag.
Sex menn báru kistu Popiel- láusar í úthverfi Varsjár, en
uszkos til kirkju heilags Stanis- þar predíkaði hann oftsinnis
harðlega gegn kommúnískum
stjórnvöldum. Fjöldi manns
gekk síðan fram hjá kistunni
og utan við kirkjuna söfnuðust
þúsundir saman og hengdu
upp borða með tilvitnunum úr
ræðum Popieluszkos og slag-
orðum til stuðnings Samstöðu.
Það verður Jósef Glemp
kardínáli, leiðtogi pólsku
kirkjunnar, sem jarðsyngur
Popieluszko og er búist við
því að hundruðir þúsunda
streymi hvaðanæva að úr Pól-
landi til að vera við útförina.
Búist er við því að mannsöfnuð-
urinn verði síst minni en þegar
Stefan Wyszynski, kardínáli,
ástsæll leiðtogi pólsku kirkj-
unnar, varð jarðaður árið
1981.
Meðal þeirra sem verða við-
staddir úrförina er Lech
Walesa, leiðtogi Samstöðu.
Hann hélt til Varsjár í gær frá
heimili sínu í Gdansk.
“ Búist við
hundruðu m
Þúsunda á
útförina
Hann hefur fordæmt morðið
og ekki síður Woijiech Jarus-
elski Póllandsleiðtogi. Búist
er við því að morðingjar Pop-
ieluszkos verði ákærðir formlega
innan skamms. Þeirra gæti
beðið dauðadómur. Niður-
stöður krufningarinnar á líki
Popieluszkos hafa ekki enn
verið birtar, en talið er að
stjórnvöld vilji hraða þessu
máli og hreinsa sig af áburði
um hlutdeild í morðinu.
Umsjón: Ragnar Baldursson og Egill Helgason
Skjávinna
verði
Genf-Reuter
■ Á alþjóðafundi verkalýðs-
félaga, sem haldinn var í Genf
fyrr í þessrí viku, var samþykkt
ályktun þess efnis að nauðsyn-
legt værí að takmarka skjávinnu
þannig að hún bitni ekki á
líkamlegri og andlegrí heilsu
starfsmanna.
Meira en 200 fulltrúar frá 20
löndum sátu þennan fund sem
var skipulagður af 13 alþjóð-
legum verkalýðsráðum og Al-
þjóðasambandi frjálsra verka-
lýðsfélaga. Fundurinn lagði til
að starfsmenn skyldu ekki
vinna nema hálfan vinnudag
sinn við skjá þar sem slíkt væri
mögulegt. Á vinnustöðum þar
sem mikill meirihluti allrar
vinnu væri skjávinna ætti að
taka upp að minnsta kosti
fimmtán mínútna hlé á hverri
klukkustund ef um mikla og
stöðuga vinnu væri að ræða en
á tveggja stunda fresti ef skjá-
vinnan væri ekki stöðug.
Kosningafundur í Managua
■ í þessum mánuði verða haldnar kosningar í Nicaragua, hinar fyrstu eftir að Sandinistar tóku
völdin fyrir um fímm árum. Um margt er deilt í kosningabaráttunni, þar á meðal salernispappír,
en stjórnarandstæðingar hafa notað skort á slíkrí munaðarvöru óspart í árásum sínum á
Sandinistastjórnina. Þessi mynd er tekin af nokkrum helstu leiðtogum Sandinista á
kosningafundi í höfuðborginni Managua í vikunni. Þeir eru frá vinstri: Sergio Ramirez, Daniel
Ortega, Jaime Wheelock og Bayardo Arce. símamynd-Poiraio
■ Síðan lik Jerzy Popieluszko fannst hafa pólskir skátar staðið
heiðursvörð við kirju hans, Stanislaw Kostka kirkjuna í Varsjá. Þar
verður hann jarðsunginn í dag.
Símamvnd-POLFOTO
Afganistan:
Skera skærulið-
ar nef af sovésk-
um yfirmönnum?
Moskva-Reuter
■ Sovéska dagblaðið Sotsial-
isticheskaya industríya heldur
því fram að uppreisnarmenn í
Afganistan hafí þann sið að
skera nef, eyru, höfuðleður eða
fíngur af sovéskum foringjum
sem þeir hafí fellt.
Þetta kom fram í grein í
blaðinu um hugrekki sovésks
foringja sem hefði lent í árás
skæruliða. Skæruliðar hefðu
haldið hann látinn og hirt skil-
ríki hans um leið og þeir leituðu
á líkum annarra fallinna her-
manna. Samkvæmt greininni
óttaðist sovéski foringinn, Sasha,
það þá mest að hann yrði lim-
lestur þar sem skæruliðar skæru
gjarnan nefn, eyru, höfuðleður
eða fingur af Sovétmönnum til
að sanna að þeir hafi fellt þá.
Sasha slapp þó í þetta skipti en
féll síðan aðeins nokkrum
klukkustundum síðar í annarri
árás skæruliða.
Umrædd grein er ein af mörg-
um sem hafa birst að undan-
förnu um stríðið í Afganistan í
sovéskum blöðum. I greinum
þessum hefur gætt stöðugt meiri
hreinskilni um gang stríðsins
sem vestrænir stjórnarerindrek-
ar í Moskvu segja að sé merki
um að Sovétmenn telji stríðið
eiga eftir að standa lengi enn.
Þeir verði því að gefa þjóðinni
meiri upplýsingar um það hvað
sé að gerast í Afganistan og
hvert hlutverk sovéskra her-
manna þar sé.
CIA-stjóri heldur uppi
vömum fvrir handbókina
Washington-Reutcr
■ Stórblaðið New YorkTim-
es skýrði frá því í gær að
William Casey, hinn umdeildi
yfírmaður bandarísku leyni-
þjónustunnar CIA, hefði hald-
ið uppi vörnum fyrír handbók
OPEC:
Nígería fær sérmeðferð
Lagos-Reuter
■ Nígeríumenn þurfa ekki að
draga úr olíuframleiðslu sinni
þótt önnur aðildarríki OPEC
þurfí að skera niður framleiðslu
sína um 8,5%. Nígeríumönnum
virðist því hafa tekist að sann-
færa önnur olíuframleiðsluríki
um að efnahagsvandi þeirra sé
það alvarlegur að þeir geti á
engan hátt minnkað oh'ufram-
leiðslu sína.
Nígeríumenn sýndu að þeir
voru ekki hræddir við að brjóta
einingu olíuframleiðsluríkj-
anna, er þeir töldu efnahagsmuni
sína í veði, þegar þeir lækkuðu
olíuverð sitt í síðasta mánuði í
blóra við ákvarðanir OPEC.
Nígeríumenn skulda háar fjár-
hæðir erlendis, þar af skulda
þeir um fimm til sex milljarða
dollara í skammtímalánum sem
þeir hafa ekki enn samið um
greiðslufrest á þótt hluti þeirra
sé gjaldfallinn. Um 95% af
öllum gjaldeyristekjum þeirra
koma af olíuútflutningi.
OPEC féllst á að Nígeríu-
menn gætu framleitt um 1,4
milljónir tunna af olíu á dag
sém er örlítið meira en þeir hafa
framleitt að meðaltali á undan-
förnum níu mánuðum. Al-
mennt er litið á þetta sem mik-
inn sigur fyrir Nígeríumenn þar
sem önnur olíuframleiðsluríki
virðast hafa raunverulegan
skilning á því hvað vandi þeirra
sé mikill.
fyrir uppreisnarmenn í Nicar-
agua í bréfí sem hann sendi
meðlimum upplýsinga og leyni-
þjónustunefnda bandarísku
öldunga- og fulltrúadeilda
þingsins.
Handbók þessi vakti mikla
hneykslun fyrir skömmu, en í
henni eru auðskildar hvatning-
ar til stjórnarandstæðinga í
Nicaragua um að ræna eða
fyrirkoma embættismönnum
Sandinistastjórnarinnar.
Walter Mondale, forsetafram-
bjóðandi demókrata, er einn
þeirra sem hefur gagnrýnt
handbókina harðlega og þing-
nefndir hafa verið að rannsaka
dreifingu hennar og hlutdeild
CIA í útkomu hennar.
New York TimeS hafði náð
sér í eintak af bréfi Caseys og
skýrir frá því að þar ásaki
hann fjölmiðla fyrir að hafa
blásið málið upp og að hann
segi að í handbókinni sé eink-
um miðað við að efla „pólit-
íska vitund" skæruliða í Nicar-
agua.
BUNAÐARDEILD
SAMBANDSINS
AUGLÝSIR
Varahlutaverslun okkar (Dráttarvélar h.f.)
sem veriö hefur ad Suðurlandsbraut 32, er
flutt að Armúla 3 (Hallarmúlamegin). Símar
38900 - 39811 - 686500 - 686320.
éS BUNAÐARDEILD