NT - 05.11.1984, Side 2
Mánudagur 5. nóvember 1984 2
faÚAFjöt-ni
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu:
Ófremdarástand
í umferðarmálum
■ Línurit yfír fólksfjölgun á
höfuöborgarsvæðinu fram til
ársins 2030. Þær forsendur eru
gefnar að flóttinn frá lands-
byggðinni haldi áfram. Efri lín-
an gerir ráð fyrir óbreyttri fæð-
ingartíðni en sú lægri gerir ráð
fyrir lækkandi fæðingartíðni.
Ibúatalan í dag er um 128 þús-
und en gæti farið yfír 200 þús-
und árið 2030 miðað við
óbreyjta fæðingartíðni.
NT-myndir: Sverrir
■ Frá aðalfundi Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu um helgina. Gestur
Ólafsson forstöðumaður Skipu-
lagsstofu höfuðborgarsvæðisins
Stöðva þarf fólksflóttann frá landsbyggðinni
■ „Það var mikið rætt um
umferðarmál hér á svæðinu.
Þegar menn sjá þessar tölur á
pappír þá hrökkva þeir við.
Hins vegar hefur það legið lengi
Ijóst fyrir að það þyrfti að gera
verulegt átak í umferðarkerfi
höfuðborgarsvæðisins og þarf
ekki annað en benda á það
ófremdarástand sem skapast
daglega á Hafnarfjarðarveg-
inum,“ sagði Júlíus Sólnes for-
maður Sambands sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu í samtali
við NT er hann var spurður um
helstu málefni á nýafstöðnum
aðalfundi sambandsins á Kjar-
valsstöðum um helgina.
Júlíus sagði að það væri Ijóst
að fara þyrfti út í verulegar
framkvæmdir á næstunni ef ekki
ætti að skapast ófremdarástand
í umferðarmálum höfuðborgar-
svæðisins. Mikil vinna hefur
verið lögð í svæðisskipulag á
þessu ári og er sú vinna að byrja
að skila sér. Sagði hann að
reiknilíkön um umferðarþunga
bentu til þess að mjög víða
þyrfti að bæta stöðuna. Það
væri enn deilt um Fossvogs-
brautina og ef hún kæmi ekki
þyrfti að gera stórátak á öðrum
stöðum. Þá kvað hann hafa
komið fram mikla óánægju með
hversu seint framkvæmdir
gengju við Reykjanesbrautina
og væri það fyrst og fremst
vegna fjárskorts. Enda væri það
svo að þegar fjármagni væri
úthlutað til vegaframkvæmda
þá kæmi alltaf of lítið í þeirra
hlut og þingmenn Reykjavíkur
og Reykjaness væru þeir einu
sem ekki væru kallaðir til þegar
gengið væri frá þessum þætti í
fjárlögum.
Af öðrum málefnum sem til
umfjöllunar voru, nefndi Júlíus
framtíðarskipulag almennings-
samgangna, samvinnu í vatns-
veitumálum og eins yrði að
takast á við þá óheppilegu þró-
un í fólksfjölgun sem væri að
skapast á ný, með flótta frá
landsbyggðinni til höfuðborgar-
svæðisins. Lægi ljóst fyri rað það
yrði að hamla á móti þessari
þróun, sem kæmi illa við byggðar-
lögin á Reykjavíkursvæðinu,
það kostaði óhemju uppbygg-
ingu ef öll þjóðin ætlaði að
flytja suður!
Það kom fram hjá Júlíusi að í
sumum byggðarlögum á höfuð-
borgarsvæðinu væri farið að tala
um að byggð mætti ekki fara
yfir ákveðin stærðarmörk, m.a.
svo að opnum svæðum yrði ekki
útrýmt. Hann sagði það ljóst að
ef þróunin héldi áfram eins og
verið hefði þá yrði íbúatala
höfuðborgarsvæðisins komin yfir
200 þúsund árið 2030. Eins og
staðan er í dag búa um 128
þúsund manns á þessu svæði og
er það um 54% þjóðarinnar.
Carmen
vel fagnað
■ Óperan Carmen eftir Bizet |
var frumsýnd í Gamla biói á !
föstudagskvöld og var þar I
þröngt setinn bekkurinn.
Ahorfendur fögnuðu söngvur-
um, hljómsveitarstjóra, leik-
stjóra og öðrum aðstandendum
innilega í sýningarlok.
Carmen er fyrsta verkefni
nýbyrjaðs starfsárs íslensku óp-
erunnar og jafnframt hið síðasta
sem Marc Tardue stjórnar sem
fastur hljómsveitarstjóri óper-
unnar.
Söngvarar í sýningunni stóðu
sig margir hverjir með miklum
ágætum, en að margra dómi
voru það börnin, sem voru hetj-
ur kvöldsins, að öðrum ólöst-
uðum. Þau stóðu sig frábærlega
vel í hlutverkum hrekkjalóm-
anna og sungu eins og englar.
■ Frumsyningargestir í óperunni
á föstudagskvöld skáluðu í kampa-
víni í hléinu og á myndunum, sem
fylgja hér með, má sjá hljómsvcit-
arstjórann Marc Tardue skegg-
ræða við Þorstein Gylfason stjórn-
armann íslensku óperunnar, og
Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra
ræða við eiginmann sinn Arnar
Jónsson leikara. NT-myndir Ámi Bjama
Ráðstefna um réttindamál heimavinnandi húsmæðra:
Húsmóðurstörf verði metin
en ekki hegnt fyrir þau
■ Súlnasalur Hótel Sögu var þéttsetinn á ráðstefnu Bandalags
kvenna um hagsmuni og réttindamál heimavinnandi húsmæðra og
ekki heyranlegur ágreiningur með þeim og útivinnandi konum í
fullu Starfí. NT-mynd: Sverrir
■ Utivinnandi konur, ekki
síður en þær heimavinnandi,
virðast sammála um að leiðrétta
þurfí ýmis konar misrétti sem
bitnar á þeim konum sem ein-
ungis starfa á heimilum sínum
miðað við þær sem úti vinna og
fram kemur m.a.í trygginga- og
skattalöggjöf, að því er fram
kom á ráðstefnu um hagsmuni i
og réttiiidanm heimavinnandi
húsmæðra. Ráðstefnan var
haldin á < ;um Bandalags
kvenna í Reyi <; vík,
Þaðþyk’fi.1 ■, mikiðmisrétti
að heimavmmindi konur skuli
fá þrisvar sin.nnö lægra fæðingar-
orlof og i adagpeninga en
þær konur scm eru í fullu starfi
utan heimils. Margar heima-
vinnandi konur, t.d. þær.sem
bundnar eru yfir gamalmennum
eða velja það að annast sjálfar
ung börn sín spara ríki eða
bæjarfélagi með því stórar fjár-
hæðir. Þykir konum það hið
mesta réttindamál og þessi
mikilverðu störf þeirra heima á
heimilum séu að einhverju met-
in í stað þess að þeim sé nánast
hegnt með hærri sköttum og
lægri bótagreiðslum frá al-
mannatryggingum.
Meðal framsögumanna á ráð-
stefnunni voru: Guðrún Erl-
endsdóttir, lögfr. sem talaði um
eigna- og erfðarétt, Sigurbjörn
Þorbjörnsson, ríkisskattstj. um
skattamálin, Margrét Thor-
oddsen um réttindi heimavinn-
andi til bótagreiðslna og Mar-
grét Matthíasdóttir um starf
heimavinnandi húsmæðra.
Reykjavík:
„Villta vestr-
ið var hér“
■ Ungir aðdáendur sækja að kúrekum norðursins á kántríhátíð-
inni við Tommaborgara. Hallbjörn á hestinum, Siggi Helgi fyrir
miðju og Johnny King sem horfír friðlausu augnaráði á Ijósmyndar-
ann um leið og hann smellir af.
■ „Eg er mjög svo ánægður
með kvikmyndina og suðurreið-
ina, þetta hefur verið skemmti-
legt í alla staði og fólk verið
elskulegt og tekið vel á móti
okkur“, sagði Hallbjörn
Hjartarson kántrísöngvari í
samtali við NT, en hann hefur
gert garðinn frægan í höfuð-
borginni um helgina í tilefni
frumsýningar kvikmyndarinnar
„Kúrekar norðursins“ og í gær
var haldin kántríhátíð á Grens-
ásveginum fyrir utan Tomma-
hamborgara.
Á annað hundrað manns voru
imættir á Grensásveginn í kalsa-
veðri til að sjá kántrísöngvarann
frá Skagaströnd og félaga hans
að norðan flytja söngva sína og
komast í snertingu við sveitalíf-
ið. Hestar voru teymdir undir
börnum og ungtuddar bauluðu
í stíu en eitthvað fór úrskeiðis
með músíkkina, því sveitasælu-
hljómsveitin Týról og frá Sauðár-
króki lét ekki sjá sig og varð að
flytja lögin af spólum. En Hall-
björn lét ekki deigan síga og
söng fullum hálsi og lék við
hvern sinn fingur og var ekki
annað að sjá á þeim er voru
mættir en þeir hefðu gaman af
tiltækinu.
Hallbjörn sagði að þetta hefði
verið hin ánægjulegasta helgi og
lægi leiðin norður á nýjan leik á
þriðjudag. Það stæði til að frum-
sýna „Kúreka norðursins" á
Skagaströnd um næstu helgi, en
kópía nr. 2 af myndinni er
væntanleg til landsins á
■ Mjór er mikils vísir.
Hver veit nema hér séu á
ferðinni flaggberar aldamóta-
kúrekakynslóðarinnar!
NT-myndir: Sverrir.
miðvikudaginn kemur. Hann
sagðist ekki vita hvort farið yrði
út í einhver hátíðarhöld í tilefni
af frumsýningu fyrir norðan,
það yrði ákveðið næstu daga.
Hallbjörn var að lokum spurður
hvort ný plata væri á leiðinni og
sagðist hann ætla að gefa út
Kántrí 4 með vorinu og væri
hann að safna nýjum anda fyrir
hana þessa dagana.