NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 05.11.1984, Qupperneq 4

NT - 05.11.1984, Qupperneq 4
Mánudagur 5. nóvember 1984 „Húsið<( í stað „Torfunnar“ ■ Nýtt viðfangsefni í hús- friðun er tekið upp í fjarlaga- frumvarpi 1985 „Húsið“ á Eyr- arbakka, seni ætíað er 700 þús- unda króna fjárveiting á næsta ári. I stað þess verður nú Bern- höftstorfan látin niður falla, en hún hafði 900 þús. kr. fjárveit- ingu á fjáriögum í ár. „Húsið“ er í einkaeign fjölskyldunnar sem í því býr. í fjárlagafrumvarpi 1985 eru alls rúmar 6,8 milljónir króna áætlaðar til húsfriðunar, þar af 750 þús. kr. til Viðeyjarstofu og Nesstofu, og tæpar 4 millj. til byggða- og minjasafna. ,.„Húsið“ á Eyrarbakka - reist 1765 - er eitt af almerkustu menningarminjum hér á landi af þessu tagi. Það er eins og mörg örinur hús sem talin eru þjóðargersemar, eins og t.d. Grundarkirkja í Eyjafirði, sem verið er að leggja peninga úr landssjóði til að gera við. Þó að einstaklingar eigi húsin eru þau sögulegar þjóðargersemar sem Leiðrétt- öll þjóðin verður að standa að, að gera við“, sagði Þór Magnús- son, formaöur húsafriðunar- nefndar, er NT leitaði upplýs- ingar hjá honum. Þór sagði þarna um meira en „Húsið“ eitt að ræða. Við enda þess sé assistentahúsið sem er um 100 árum yngra, einnig úti- hús og síðan mjög merkilegur grjótgarður í kring, þannig að allt myndi þetta eina heild. Húsið sagði Þór friðað í B- flokki, þ.e. friðað á ytra borði og vissir' hlutir hið innra séu einnig friðaðir. „Húsið“ hefur verið í einka- eign alla tíð, að sögn Þórs. Þau Pétur Sveinbjarnarson og Aðal- heiður Guðmundsdóttir keyptu það fyrir allnokkrum árum og sagði hann síðan hafa verið unnið að viðgerð þess hið innra, þótt töluvert sé þar eftir enn. Assistentahúsið og útihúsin séu alveg eftir. Aðalheiður hefur að undanförnu búið í „Húsinu" með tveim sonum sínum. „Það mun kosta gríðarlega mikla peninga að gera þetta upp. Okkur þykir mikils virði að þarna er fólk að verki sem hefur mikinn áhuga og hefur tekið á sig fyrirhöfn og stórar byrðar til að varðveita þessi menningarverðmæti. En auðvit- að eru takmörk fyrir því hvað einstaklingar geta lagt af mörkum af peningum til slíkra hluta og því mikilvægt að lands- sjóður skuli styðja þetta verk- efni,“ sagði Þór. Hann sagði Húsfriðunar- nefnd hafa veitt eiganda hússins nokkurn styrk í fyrra og væntan- lega verði svo líka í ár jafnframt því sem nefndin hafi skaffað sérhæfðan arkitekt til að vera eiganda innan handar um breyt- ingar. Framlagið frá ríkissjóði kemur svo væntanlega á næsta ári. Kaup og sölur á friðuðum húsum sagði Þór algerlega frjálsar, nema hvað sá sem kaupir taki auðvitað á sig sömu kvöðina - þ.e. að húsið sé friðað. ■ Prjónað í hinu íslenska villta vestri norður á Skagaströnd í sumar. Þetta geta menn séð í Kúrekum norðursins, sem nú er sýnd í Regnboganum. Og margt fleira skemmtilegt. Regnboginn: Hallbjörn í fókus og úr landbúnaðarblaði sem út kom sl. föstudag leyndist villa í samtali við Svein Hallgrímsson, land- búnaðarráðunaut. Þar, sem sagt er frá gerð sauða- osta, er rætt um tilraunirn- ar hafi verið studdar af Mjólkursamsölunni, en svo er ekki. Þarna átti að standa Osta- ogsmjörsal- an, en það fyrirtæki lagði þessari nýbreytni mikið og gott lið, sem ber að þakka. ■ „Húsið“ þótti stórt þegar það var byggt fyrir nær 320 árum enda rúmgóð fjölskylduíbúð á okkar tíma mælikvarða. Þór sagði hins vegar á vissan hátt erfítt að búa í því- það þurfí mikla upphitun og plássið nýtist ekki eins vel og gerist í nútíma húsum. Kúrekar norðursins. ísland 1984. Kvikmyndataka: Einar Bergmundur Arnbjörnsson og Gunnlaugur Þór Pálsson. Hljóð og klipping: Sigurður Snæberg Jónsson. Framkomendur: Hall- bjöm Hjartarson, Johnny King, Siggi Helgi, Gautar, Týról, Skagastrandarpresturinn, Idrkjukórinn oj mótsgestir, fullir ófullir. Stjórnandi: Friðrik Þór Friðriksson. Enn heldur Friðrik Þór Frið- riksson áfram þeirri skrásetningu á hliðarmenningu íslenskri, sem hann hóf með Rokki í Reykja- vík. Rokkið var merkileg sögu- leg heimild um fyrirbæri, sem nú virðist að mestu liðið undir lok. Auk þess, sem það var vel gerð og vönduð mynd á margan hátt. Kúrekarnorðursinsverður sjálfsagt einnig talin merkileg söguleg heimild, en sem kvik- mynd stendur hún langt að baki hinni fyrri. Kannski ekki undar- legt, þar sem aðdragandinn og vinnslutíminn voru af skornum skammti. Og peningarnir líka. Kúrekar norðursins er að mestu leyti tekin á Kántríhátíð þeirri, sem Hallbjörn Hjartar- son hélt norður á Skagaströnd í sumar. Auk þess er fléttað inn í myndina brotum úr viðtali, sem kvikmyndagerðarmennirnir áttu við Hallbjörn og Jóhann King um tónlistina og fleira. Tónlistin skipaði heiðurssess á kúrekahátíðinni og á hana er lögð megináhersla í myndinni. Einnig var farið í alls konar kúrekaleiki, eins og kálfa- snörun, og gerðist þar margt spaugilegt. 1 þessum atriðum voru það aðstandendur hátíðar- innar, sem voru í aðalhlutverk- unum. Þá komum við að því, sem mér finnst vanta tilfinnan- lega í þessa mynd, en það er að sýna okkur meira af mótsgest- um og tilburðum þeirra til að vera kúrekar í eina helgi. En Friðrik hefur kannski af háttvísi sinni ekki viljað sýna okkur eintómar fyllibyttur, sem við þekkjum svo vel af öðru móts- haldi hér á landi. Nema hvað TRYGGIR ÞÉR ÞÆGINDI FYRSTA SPÖLINN Bíll frá Hreyfli flytur þig þægilega og á réttum tíma á flugvöllinn. Þú pantar fyrirfram Við hjá Hreyfli erum tilbúnir að flytja þig á Keflavíkurflugvöll á réttum tíma í mjúkri límosínu. Málið er einfalt. Þú hringir í síma 68-55-22 og greinir frá dvalarstað og brottfarartima. Við segjum þér hvenær bíllinn kemur. Eitt gjald fyrir hvern farþega Við flytjum þig á notalegan og ódýran hátt á flugvöllinn. Hverfarþegiborgarfast gjald. Jafnvel þótt þú sért einn á ferð borgarðu aðeins fastagjaldið. Viö vekjum þig Ef brottfarartími er að morgni þarttu að hafa samband við ollur milli kl. 20:00 og 23:00 kvöldið áður. Við getum séð um að vekja þig með góðum fyrirvara, ef þú óskar. Þegar brottfarartimi er síðdegis eða að kvöldi nægir að hafa samband við okkur milli kl. 10:00 og 12:00 sama dag. HREYRLL Ó85522 hér voru kannski fleiri en venju- lega búnir að setja upp nýja grímu, kúrekahattinn. Fylliraft- ar eru allir eins, hvort sem þeir eru með slíka múnderingu á hausnum eða ekki. Öll tæknivinna við myndina ber litlum undirbúningi og litlu fé vitni. Kvikmyndatakan er oftast hálf flatneskjuleg og klaufaleg, og ófyrirgefanlegt hve mikilí hluti myndarinnar er út úr fókus. Það verður þó kannski að taka það til greina, að stór hluti er tekinn að kvöld- lagi við lélega lýsingu. En viðtal- ið við Hallbjörn, tekið heima hjá honum, hefði hæglega verið hægt að hafa í fókus. Nema þá að Friðrik sé að benda okkur á það, að Hallbjörn sé bara alls ekki í fókus nema þegar liann stendur uppi á sviði og syngur. Hallbjörn hefur eignast stór- an aðdáendahóp þann tíma, sem hann hefur sungið ameríska sveitasvöngva fyrir íslendinga. Menn eru sjálfsagt ekki á einu máli um ágæti tónlistar hans. Sjálfum finnst mér hún ómerki- leg. En Hallbjörn sjálfur er kannski þeim mun merkilegri maður. Það er ekki oft, sem maður heyrir viðtal við lista- mann, sem er jafn einlægur og tilgerðarlaus. Og þeir eru margir, sem segja, að hann sé hreint og beint vitlaus. Þannig voru að minnsta kosti viðbrögð margra frumsýningargesta. Þeir hlógu mikið niður fyrir sig á laugardag. Enda kannski margir hverjir vanari því, að slá um sig með ýmsum fínum orðum. Ekki má svo gleyma þætti Jesú frænda í myndinni. Hall- björn er maður kirkjunnar og hefur verið í áratugi. Það var því ekki hægt að halda kántrí- hátíð án þess að blanda guðs- orðinu þar inn í. Slúttað var á messu uppi á sviði, þar sem altarið var gert úr plastkassa frá mjólkursamlaginu eða brauð- gerðinni. Presturinn predikaði og kirkjukórinn söng. Og Frið- rik og menn hans náðu bestu skotum myndarinnar. Fulltrúar guðs á sviðinu og yfir þeim málað á spýtu: Hið villta vestur er hér. Kúrekar norðurins er spor aftur á bak fyrir Friðrik Þór sem kvikmyndagerðarmann, en hún á áreiðanlega eftir að skemmta aðdáendum Hallbjarnar og sos- um fleirum. Sumum finnst það sjálfsagt nóg. Guðlaugur Bergmundsson

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.