NT - 05.11.1984, Blaðsíða 5
Mánudagur 5. nóvember 1984 5
Þjóðleikhúsið:
Breytingar á verkefnum
- vegna verkfallsins
■ Fyrir helgi kom til landsins John
Burgess, leikstjóri frá breska þjóðleikhús-
inu, til að leikstýra jólaverkefni Þjóðleik-
hússins, Ríkharði III.
Á blaðamannafundi í Þjóöleikhúsinu kom
fram, að þrátt fyrir að æfingar á leikritinu
hafi tafist um mánuð vegna verkfails opin-
berra starfsmanna, stefndi leikhúsið að því
að frumsýna leikritið á jólum samkvæmt
áætlun.
Breytingar á starfsemi leikhússins vegna
verkfallsins verða þær að söngleikurinn
Chicago fellur niður en í stað hans verða
Gæjar og Píur á dagskrá.
Aðrar breytingar eru þær að Gæjar og
Píur, Kardimommubærinn og balletsýning
flytjast aftur fyrir áramót.
Á föstudag verður sýnt leikrit Ólafs
Hauks Símonarsonar, Milli skinns og
hörunds. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson.
Með helstu hlutverk fara Sigurður Skúlason
og Edda Backman.
Laugardaginn 17. verður Skugga-Sveinn
frumsýndur. Leikstjóri er Brynja Bene-
diktsdóttir, en með hlutverk Skugga-Sveins
fer Erlingur Gíslason, Árni Tryggvason
leikur Grasa-Guddu og Ketill Larsen Ketil
skræk.
Önnur verkefni leikhússins á starfsárinu
verða Rashomon, bandarískt verk eftir
japanskri sögu, Haukur Gunnarsson leik-
stýrir. Þetta verk verður frumsýnt í janúar.
Daphnes og Cloe, danssýning, verður í maí,
íslandsklukkan verður sýnd 20. apríl í
tilefni 35 ára afmælis leikhússins. Góða nótt
mamma, sem Lárus Ýmir Óskarsson leik-
stýrir, verður frumsýnt á litla sviðinu innan
skamms og þá verða miðnætursýningar á
bresku gamanleikriti „Run for your wife.“
Gísli Alfreðsson, Þjóðleikhússtjóri, sagði
blaðamönnum í gær að ekki væri útlit fyrir
að fleiri en 8-10.000 gestir kæmu á leiksýn-
ingar fram að áramótum í stað ríflega
30.000 sem búist hefði verið við.
■ Sigurður Skúlason og Edda Backman í hlutverkum sínum í
leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Milli skinns og hörunds.
Indónesía:
íslensk fyrir-
tæki í norrænu
sjávarút-
vegsverkefni
■ Tvö íslensk fyrirtæki, Marel hf. og
ráðgjafafyrirtækishópurinn Ice-Fish-Co,
verða þátttakendur í norrænu sjávarútvegs-
verkefni í Indónesíu. Er talið, að í hlut
íslenska ráðgjafafyrirtækisins komi skipu-
lagning á veiðitækni og vinnslutækni, auk
athugana á markaðsmálum. Aðalsvæðið,
sem haft er í huga í verkefni þessu er eyjan
Bali og nágrannaeyjan Lombok. Verkefnið
mun taka til byggingar á fiskibátum, fiski-
hafnar, frystihúsa og niðursuðuverksmiðja.
Alls eru það fimm norræn fyrirtæki, sem
standa að því.
Frumkvæðið að verkefninu átti Norræni
verkefnissjóðurinn, sem í samvinnu við
Norræna fjárfestingabankann ákvað fyrr á
þessu ári að bjóða nokkrum ráðamönnum
Indónesíu til Norðurlandanna. Útflutnings-
miðstöð iðnaðarins, sem hefur starfað að
sjávarútvegsverkefnum í 3. heiminum með
Norræna verkefnissjóðnum, og Samband-
ið, áttu fulltrúa á fundi með aðalfiskimála-
stjóra Indónesíu, þar sem þessi mál voru
rædd. Að loknum skoðunarferðum til Indó-
nesíu var svo áðurnefnt verkefni ákveðið.
Yfirstjórn þess verður í höndum finnska
fyrirtækisins Finn-Stroi OY.
ÞÚ HEFUR ÞRIÁR GULLVÆGAR ÁSLÆÐUR TILAÐ VEUA
INNLANSREIKNING MEÐ ABOT
TILÁVÖXTUNAR SPARMÁR ÞÍNS:
Þér bjóðast fyllstu vextir, 26,2%, 5trax í fyrsta mánuði eftir stofnun reiHningsins.
:. Þér býðst fast að 28% ávöxtun á 12 mánuðum.
w
Þú mátt taha út hvenær sem er án þess að áunnir vextir skerðist.
flotaleg tilhugsun, eHHi satt?
Fjolmorg sjo-
slys verða
vegna mistaka
við stjórnun
■ „Það er samnorræn reynsla,
einkanlega að því er varðar fískiskip
og minni flutningaskip, að ein helsta
orsök fjölmargra sjóslysa er. mistök
við stjórnun og notkun skipanna.
Þess vegna er talið brýnt að auka
þekkingu og skilning skipstjórnar-
manna, og raunar allra sjómanna á
minni skipum, á öllum þeim atriðum
sem snerta stöðugleika og sjóhæfni
skipanna og siglingu þeirra við breyti-
legar aðstæður.“
Þetta er ein af þeim niðurstöðum
sem siglingamálastjórar Norðurlanda
komust að, en þeir héldu nýverið
fund sinn hér á landi, til að ræða ýms
atriði varðandi öryggismál sjófarenda
og framkvæmd alþjóðlegra sam-
þykkta um þau málefni.
EKKISTIGHÆKKANDI
InnlánsreiHnigur með Ábót þýðir eHHi stighæHHandi ávöxtun
og þar með margra mánaða bið eftir hámarHinu, heldur fyllstu vexti strax
í fyrsta mánuði eftir innlegg.
SKÍNANDIÁVÖXTUN, STRAX.
ABOT
Á VEXTI
GULLS ÍGILDI
Út
EINN BANKI • ÖLL MÓNUSTA