NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 05.11.1984, Qupperneq 11

NT - 05.11.1984, Qupperneq 11
■ Jodie Foster var fræg sem barnastjarna, en hér sjáum vð hana sem hressilega unga stúlku. Hún segist safna leikföngum, „það er líklega af því að ég hafði aldrei tíma til að leika mér þegar ég var Iítil.“ Mánudagur 5. nóvember 1984 11 -13 ára var hún í 3 myndum á kvikmynda hátíð í Cannes! I' •• : sta** Jfooii wítten... • Mwrapt. m tad % °sar ötew 1» & deSnite posstbliity I itSl ll ■ Úrklippa úr blaði frá því í mars 1981. ■ „Þetta varhræðilegurtími, og ég var hreinlega að verða vitlaus," segir Jodie Foster, er hún minnist á atburðina, sem gerðust fyrir 3 árum, þegar ungur maður reyndi að myrða Reagan Bandaríkjaforseta og sagðist gera það vegna ástar sinnar á hinni bráðungu leik- konu Jodie Foster. Maðurinn héitir John Hinckley jr., og eftir yfirheyrslur, þarsem hann þrástaglaðist á nafni Jodie, sagðist hann hafa gert árásina á forsetann til að vekja athygli á sér og ganga í augun á Jodie! Hinckley sagðist hafa horft mörgum sinnum á myndina Taxi Driver og orðið stórhrif- inn af Jodie þar (hún var 13 ára þegar hún lék í myndinni) að hann hefði skrifað henni ótal ástarbréf, en aldrei fengið svar. Síðasta bréfið til hennar skrifaði hann 2 tímum áður en hann gerði skotárásina. Það bréf fannst á hótelherberginu í Washington þar sem Hinckley dvaldist þá. Hann skrifaði m.a.: „Elsku Jodie, það er mögu- leiki á því að ég lifi ekki af tilraun mína til að skjóta Reag- an. Þess vegna skrifa ég þér nú...“ og svo komu yfirlýsing- ar um ást hans til hennar. Jodie var ekki nema ung- lingur þegar þetta gerðist, og hún var hundelt af Ijósmyndur- um og blaðamönnum, sem vildu fá að vita hvað hún segði um þetta. Hún sagðist hafa hrædd við allt og alla. Nú er Jodie Foster háskóla- nemandi, heilbrigð og glaðleg og mjög ópjöttuð í útliti. Breskur blaðamaður hitti liana á útikaffihúsi í París í sumar og tók smáviðtal við hana. Blaða- maðurinn hafði orð á því í formála að viðtalinu, að hún hefði talað frönskuna reip- rennandi og lýtalaust, verið broshýr við þjóninn jafnt sern viðmælendur sína. Jodie var þá algeriega ómáluð í galla- buxum og bol - en þó alveg hrífandi í útliti. Jodie sagðist ferðast með tannbursta og greiðu, en ekki neinar snyrtivörur og helst aldrei líta í spegil! Jodie Foster hefur lítið sést í kvikmyndum að undanförnu, því hún hefur helgað sig nám- inu, en nú í haust var frumsýnd myndin Hotel New Hampshire eftir bók Johns Irving. Þar segist Jodie hafa fengið algjört óskahlutverk. Hún leikur þar á móti Rob Lowe og þau eru miklir vinir. „Robog Natassia Kinski eru einu leikaravinirnir sem ég á,“ segir Jodie í viðtal- inu. Frá þriggja ára aldri hefur Jodie ýmist verið fyrirsæta eða leikkona, og hún varð viður- kennd barnastjarna. Þegar hún var 13 ára, var hún t.d í þrem kvikmyndunt, sem voru samtímis á kvikmyndahátíð í Cannes: Taxi Driver, Bugsy Malone og Litla stúlkan í |PPí:|§||||§ ÍMimlÍ Natassia Kinski (t.v.) er góð vinkona og Rob (í miðið) er besti vinurinn og okkur tekst vel að leika saman, segir Jodie. verið eins og flóttamaður um tíma og orðið taugaveikluð og næstu götu (The Little Girl Who Lives Down The Lane).

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.