NT - 05.11.1984, Blaðsíða 16

NT - 05.11.1984, Blaðsíða 16
Utvarp kl. 13.30: ■ Franski söngvarinn Maur- ice Chevallier er enn ógleymd- ur, þó að talsvert sé liðið frá dauða hans. Gamlir og góðir söngvarar taka lagið ■ Ekki er óiíklegt að mörg- um eigi eftir að hlýna um hjartaræturnar, ef þeir hafa opiö útvarpið kl. hálftvö og heyra gamalkunnar raddir syngja hin og þessi lög, sem minna marga á árin, þegar þeir voru ungir. Meðal söngvaranna, sem við eigum von á aö heyra í, er t.d. Vera Lynn, en hún átti stóran þátt í því að halda uppi siðferð- isstyrk breskra hermanna á heimsstyrjaldarárunum sfðari. Þó að nú séu senn 40 ár liðin frá stríðslokum fer því víðs fjarri að Vera sé sest í helgan stein. Enn ferðast hún um Bretland ásamt eiginmanni sínum og syogur fyrir fólk lögin, sem það vill heyra, og því finnst enn jafn gaman að hlusta á og fyrir 40 árum. Þá lætur franski söngvarinn Maurice Chevalier heyra í sér, en hann átti langan og góðan feril í söngleika húsum í heimalandi sínu, áður en hann brá sér til Hollywood og stækk- aði aðdáendahóp sinn heldur betur með því að syngja í kvikmyndum, sem náðu geysi- legum vinsældum. Má þar á meðal nefna t.d. Gigi. Hann lést fyrir allmörgum árum há- aldraður. Sjónvarp kl. 21.10: Mánudagur 5. nóvember 1984 16 Sjónvarp INGMAR BERGMAN höfundur og leikstjóri mánudagsleikritsins ■ Eftir leikæfinguna nefnist mánudagsleikrit sjónvarpsins í kvöld. Höfundurog leikstjóri þessa nýja sjónvarpsleikrits er Ingmar Bergman og er það örugg trygging fyrir því, að það er þess virði að horfa á það, nema þeir kunni að vera til, sem ekki geta hugsað sér að koma nærri neinu því, sem Ingmar Bergman hefur lagt hönd að. f kynningu á leikritinu segir m.a.: Ytri rammi atburðarás- arinnar - ef hægt er að tala um atburðarás í venjulegri merk- inu - er sá fábrotnasti sem hugsast getur, leiksvið að lok- inni æfingu. Þar er aðeins að finna örfá húsgögn og nokkra skerma. Húsgögnin minna leikstjórann, Henrik Vogler, á aðrar sýningar, sem hann hefur stýrt. Inn á sviðið ganga tvær konur, hvor í sínu lagi, þær Anna Egerman, sem Lena Olin leikur, og Rakel, en hana leikur Ingrid Thulin. Sú fyrr- nefnda fer með stórt hlutverk í leikritinu, en sú síðarnefnda fær ekki að tala nema tvisvar, enda er hún drykkjusjúk, taugaveikluð og á allan máta óáreiðanleg. Anna er metnað- arfull; hún er reiðubúin að æfa sólarhringinn á enda, ef þurfa þykir, og er komin aftur í leikhúsið, að aflokinni æfing- unni, til að leita að armbandi, sem finnst ekki. Týnda armbandið er bara fyrirsláttur. Henrik var um skeið ástfanginn af móður Önnu. Anna gæti verið dóttir hans. Rakel er aftur á móti gift en undir lækniseftirliti. Maður hennar og læknir ræða ástand hennar í viðurvist hennar og eru ekkert að skafa utan af hlutunum. Læknirinn á kyn- lífssambandi við hana, en mað- ur hennar veitir henni bar- smíðar. Dóttir Rakelar gæti verið dóttir Henriks. Á aðeins 70 mínútum tekst Ingmar Bergman að afhjúpa persónur leiksins, svo að ekki stendur steinn yfir steini af þeim varnarvegg, sem þær hafa komið sér upp. Leikendur eru Erland Jos- ephson, Ingrid Thulin og Lena Olin. Þau tvö fyrrnefndu hafa verið samstarfsmenn Berg- mans allt frá því á 6. áratugn- um, en Lena Olin leikur nú sitt fyrsta hlutverk undir stjórn hans. ■ Ingmar Bergman á að baki langan feril við kvikmyndavélarn- ar og oft hefur hann átt samvinnu við Sven Nykvist mynda- tökumann, sem er með honum hér á myndinni, en hann þykir einn sá alfærasti í sinni grein. Oft og iðulega hefur Bergman lýst því yfir, að nú hafi hann sent frá sér sína síðustu mynd, en jafnoft hefur hann hætt við að hætta. þekktum kvikmyndum. Síðan hélt Moroder áfram á þessari sömu braut og samdi t.d. tónlist við myndirnar Am- erican Gigolo, Cat People og Flashdance. Og nú á næstunni á að fara að sýna í Bíóhöllinni eitt stór- virki kvikmyndanna, Metro- polis, sem þýskur kvikmynda- leikstjóri, Fritz Lang, gerði 1926. Hún var klippt niður og stytt heilmikið fyrir Banda- ríkjamarkað á sínum tíma, en Moroder náði saman öllum þessum afklipptu filmubútum, safnaði allri upphaflegu mynd- inni saman og límdi upp, blandaði í myndina lit og hóaði svo saman mörgum poppurum og rokkurum, sem flytja tón- listina við myndina. Um þessa mynd og aðra, sem Moroder er líka viðriðinn og einnig verður sýnd í Bíó- höllinni, Electric Dreams, ætl- ar Þorsteinn sem sagt að fjalla í þætti sínum í dag. Gamlir kunningj- ar í nýjum þáttum ■ í kvöld hefst í sjónvarpinu sýning á nýjum breskum gam- anmyndaflokki, framhald þátt- anna í fullu fjöri, sem sýndir voru í sumar. Þar fengum við að fylgjast með miðaldra hjónum, sem voru orðin ein eftir í kotinu, þó að dóttirin væri síhringjandi til að þylja vandamál sín yfir móður sinni. Verkefni hús- móðurinnar heima fyrir eru þess vegna ekki lengur full- nægjandi fyrir svo atorkumikla konu, sem hér á í hlut, svo að hún þarf sífellt að finna sér ný og ný áhugamál til ástundunar. Nágrannakonan kom mikið við sögu í þáttunum og var ekki laust við húsbóndanum þætti hún gera síg full heima- komna á stundum. Nú getum við rifjað upp fyrri kynni af þessu fólki, en á laugardagskvöld kvöddum við ensku fjölskylduna í „Heima er best“, sem að ýmsu leyti minnti á þessa. ■ Hester og William eru samhent hjón og oftast ánægð með lífið. Að vísu kemur það fyrir að William er ekki alveg sáttur við uppátæki konu sinn- ar til að byrja með, en sú óánægja stendur aldrei lengi. Þúsund- þjalasmið- urinn Giorgio Moroder - í þættinum Taka tvö ■ Þorsteinn G. Gunnarsson heldur áfram að kynna tónlist úr þekktum kvikmyndum í þætti sínum Taka tvö á Rás 2 í dag kl. 16-17. I þessum þætti segist Þor- steinn aðallega ætla að stikla á stóru í ferli Giorgios Moroder, ítalsks þúsundþjalasmiðs, sem starfar í Bandaríkjunum. Moroder vakti fyrst athygli, þegar hann starfaði með Donnu Summer fyrir u.þ.b. 10 árum, en þekktasta lagið, sem út úr því samstarfi kom, var Love to love you baby. En hann gerði fyrst stóra hluti í heimi kvikmyndanna, þegar hann samdi tónlistina við Mid- night Express. „Það var áhrifa- mikil tónlist við áhrifamikla mynd, og Moroder uppskar fjölda verðlauna fyrir vikið,“ upplýsir Þorsteinn okkur. ■ Þorsteinn G. Gunnarsson, umsjónarmaður þáttarins taka tvö, er lesendum NT að góðu kunnur, en hann starfaði sem blaðamaður hjá okkur í sumar. I vetur heldur hann áfram námi sínu í íslensku við Há- skóla Islands, en sinnir auk þess því áhugamáli að kynna hlustendum Rásar 2 tónlist úr Rás 2 kl. 16. Sjónvarp kl. 20.40: Mánudagur 5. nóvember 11.30 Austfjar&arútan meö viökomu á Seyðisfiröi og í Vopnafirði. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tiikynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Gunn- vör Braga. 13.30 Vera Lynn, Maurice Chevali- er, Dinah Washington og fi. syngja. 14.00 „Á l'slandsmiöum" eftir Pi- erre Loti Séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli les þýöingu Páls Sveinssonar (8). 14.30 Miðdegistónleikar: Leikhús- tónlist Þrlr þættir úr Pétri Gaut eftir Edvard Grieg. Hallé hljóm- sveitin leikur. Sir John Barbirolli stj. 14.45 Popphólfiö - Siguröur Krist- insson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar: a. Faust- forleikur eftir Richard Wagner. Sin- fóníuhljómsveitin í San Francisco leikur, Edo de W^art stj. b. Duett og aría úr óperunni „La Traviata" eftir Giuseppe Verdi. Luciano Pavarotti og Mirella Freni syngja meö hljómsveit undir stjórn Leones Magiera. c. Atriði úr óperunni „Tannhauser" eftir Richard Wagner. Wolfgang Windgassen syngur meö kór og hljómsveit þýsku óperunnar i Berlin, Otto Gerdes stj. d. „Dybbuk", ballet- svíta nr. 2 eftir Leonard Bernstein. Fílharmóníusveitin i New York leikur, höfundur stjórnar. 17.10 Sfðdegisútvarp - Sigrún Björnsdóttir, Sverrir Gauti Diego og Einar Kristjánsson. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöl’dfréttir. Tilkynningar. 19.40 Um daginn og veginn Bóas Emilsson framkv.stj. talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka Árflóðin í Flóanum a. Þorbjörn Sigurðsson les erindi eftir Jón Gislason. b. Kórsöngur Liljukórinn syngur undir stjórn Jóns Ásgeirssonar. c. Stökur Jóns í Skollagróf Auöunn Bragi Sveinsson flytur vísnaþátt. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.10 Nútímatónlist Þorkell Sigur- bjömsson kynnir. 21.40 Útvarpssagan: „Hjón i Koti“ eftir Eric Cross Knútur R. Magn- ússon lýkur lestri þýöingar Stein- ars Sigurjónssonar (16). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Skyggnst um á skólahlaði. Þáttur um skólamál. Umsjón: Krist- ín H. Tryggvadóttir. 23.00 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskóla- bíói 1. þ.m.; siðari hluti. Stjórn- andi: Jean Pierre Jaquillat. „Ró- meó og Júlía", svíta nr. 1 eftir Sergei Prokofiev. Kynnir: Jón Múli Árnason. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 5. nóvember 10:00-12.00 Morgunþáttur Mánu- dagsdrunginn kveöinn burl meö hressilegri músik. Stjórnandi- Jón Ólafsson. 14:00-15:00 Dægurflugur. Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leopold Sveinsson. 15:00-16:00 í gegnum tíðina. Stjórn- andi: Þorgeir Astvaldsson. 16.00-17:00 Taka tvö. Lög úr þekkt- um kvikmyndum. Stjórnandi: Þor- steinn G. Gunnnarsson. 17:00-18:00 Asatími. Stjórnandi: Július Einarsson. Mánudagur 5. nóvember 19.25 Aftanstund. Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni sem verö- ur á þessa, leiö: Tommi og Jenni, Sögurnar hennar Siggu: nýr þýskur brúöumyndaflokkur. Þýö- andi Eiríkur Haraldsson. Bósi: þýskur teiknimyndaflokkur, Sigga og skessan: framhaldsleikrit eftir Herdisi Egilsdóttur. Leikendur Helga Thorberg og Helga Steff- ensen. Áöur sýnd i Stundinni okkar. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 í fullu fjöri. (Fresh Fields) Fyrsti þáttur. Breskur gaman- myndaflokkur í sex þáttum, fram- hald þátta sem sýndir voru i sumar. Aöalhlutverk Julia McKenzie og Anton Rodgers. Þýð- andi Ragna Ragnars. 21.10 Eftir leikæfinguna. (Eftir rep- etitionen) Nýtt sænskt sjónvarps- leikrit eftir Ingmar Bergman sem einnig er leikstjóri. Leikendur: Er- land Josephson, Ingrid Thulin og Lena Olin. Gamalreyndur leikstjóri staldrar við eftir æfingu. I viö- ræöum hans við tvær leikkonur i verkinu fær áhorfandinn innsýn í starf, persónuleika og drauma leikstjórans. Þýðandi Þorsteinn Helgason. 22.20 Iþróttir. Umsjónarmaður Ing- ólfur Hannesson. 22.50 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.