NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 05.11.1984, Qupperneq 20

NT - 05.11.1984, Qupperneq 20
 i ; Mánudagur 5. nóvember 1984 20 Iþróttir vann Fram 3-1 - Blikadömur unnu Þrótt HK byrjar vel ■ HK byrjaði vel í 1. deild karla í blaki um helgina, er liðið sigraði Fram örugglega 3-1 í fyrsta leik íslandsmótsins. Aldrei var nein spurning um úrslitin. f fyrstu deild kvenna lagði Breiðablik Þrótt að velli 3-1 íjöfnumogspennandi leik. HK byrjaði vel gegn Fram, sigraði í fyrstu hrinu 15-5 og í annarri hrinu 15-4. f þriðju hrinu fengu varamenn að spreyta sig, og náði Fram þá upp sannfærandi leik. Þrátt fyr- ir að lykilmönnum væri skipt inn á á ný náði HK ekki að snúa hrinunni og unnu Framarar 15- 7. í fjórðu hrinu lék svo HK með sitt sterkasta lið og sigraði 15-4. Allt HK-liðið lék vel í leiknum, enginn þó betur en Kjartan Busk, sem sendi alla bolta sem á hann voru gefnir rakleiðis í gólf Framara. Kristján Már Unnarsson lék vel með Fram; er langsterkasti maður liðsins. Æfingaleysi virt- ist annars hrjá liðið, enda hefur Fram fengið lítið af æfingatím- um undanfarið eins og fleiri sökum.verkfallsins. Leikur Breiðabliks og Þrótt- ar í kvennablakinu var spenm andi og skemmtilegur. Breiða- blik var sterkara, en í hverri hrinu munaði fáum stigum. Þróttur verður greinilega með í baráttunni um titilinn í vetur. Úrslit í hrinum urðu 12-15, 17-15, 15-11 og 15-12; 3-1 Breiðabliki í hag. Alfreð og Co töpuðu fyrsta Frá Guðmundi Kurlssyni fréttu- munni NT í V-Þýskulundi: ■ Alfreð Gíslason og félagar í TUSEM Essen töpuöu sínum fyrsta leik í þýsku Búndeslíg- unni í handbolta um helgina. Það var Grosswallstadt sem stöðvaði Essen, náði að merja sitiur í feikihörðum leik, og að sama skapi illa dæmdum. Úr- slitin urðu 16-18. Jochen Fraatz var bestu í liði Essen, þrátt fyrir að hafa brennt af tveimur vítum, skor- aði 9 mörk. Alfreð átti einnig 2. deildin í handbolta: HKvannÁrmann ■ HK sigraði Ármann í 2. deild karla í handknattleik fyrir helgina í Digranesi 24-20. Stórsigur Reynis ■ í 1. deild karla í körfu- knattleik sigraði Rcynir Sand- gerði Laugdæli með nokkrum yfirburðum, 97-53 í gær. Leikið var í Sandgerði og staðan í hálfleik var 46-25 fyrir heimaliðið. Sigurður Guð- mundsson 27 og Jón Sveinsson 18, skoruðu mest fyrir Reyni en Þorkell Ingi Þorkelsson 26 og Ingólfur Kjartansson 15, mest fyrirLaugdæli. í 2. deild karla léku um helgina Í.A. og Snæfell og sigruðu Rikki og félagar í Snæfelli með 87 stigum gegn 70 stigum Gísla og co. í ÍA. Leikurinn var jafn framan af, og ekki fyrr en að áliðnum leik að HK tók af skarið. Staðan í hálfleik var 11-11. Mikil barátta einkenndi leik- inn, svo og taugaspenna. Hver leikur í deildinni skiptir miklu máli, þar eð aðeins verða leikn- ar tvær úrslitaumferðir eftir deildakeppnina. Armann hafði heldur frumkvæðið í fyrri hálf- leik, og var yfir 11-10 þegar tlautað var aukakast á Ármann og leiktíma fyrri hálfleiks lokið. Björn Björnsson skoraði beint úr aukakastinu. Hann var markahæstur HK manna með 7 mörk, Stefán Halldórsson skor- aði 4, öll úr vítum, og Ársæll Snorrason 3. Besti maður HK í leiknum var Magnús Ingi Stefánsson markvörður sem lokaði markinu algerlega um tíma í síðari hálfleik. Bragi Sigurðsson var besti maður Ar- manns í leiknum, skoraði 3 mörk í fyrri hálfleik en var tekinn úr umferð í þeim síðari. Akureyrarslagur í handbolta: KA sterkara Frá Gylfa Kristjánssyni frétta- manni NT á Akureyri: ■ „Við vorum mjög slakir í þessum leik, taupaspennan var allsráðandi og menn gerðu þarna barnaleg mistök“ sagði Helgi Ragnarsson þjálfari KA eftir leik Akureyrarliðanna KA og Þórs í 2. deild í handknatt- leik um helgina. „Ég þekki þetta vekþetta er eins og þegar FH og Haukar spila þá kemur margt inn eins og t.d. tauga- spennan“ bætti Helgi við. KA sigraði í þessari viður- eign erfðafjendanna með 22 mörkum gegn 20 eftir geysilega baráttu en ekki að sama skapi vel leikinn leik. Þórsarar, sem af flestum voru álitnir minni- máttar fyrir leikinn, lögðu greinilega allt í sölurnar og þeim tókst svo sannarlega að velgja KA-mönnum undir uggum. „Ég er ánægður með mína menn og áhorfendur fengu eitthvað fyrir aurana sína“ sagði Guðjón Magnússon þjálfari Þórs. Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 4-4 eftir 10 mínútur en þá komust KA-menn yfir og höfðu yfir í hléi 12-9.1 síðari hálfleik komst KA í 14-10 en Þór tókst að vinna það forskot upp og jafna 17-17. Jafnt varð 19-19 en KA var sterkara á lokasprettinum og tryggði sér sigurinn. Marka- hæstu menn liðanna voru: Friðjón Jónsson hjá KA með 9 mörk og Oddur Sigurðsson 5. góðan leik, og þá sérstaklega í vörn, Alfreð skoraði 3 mörk, þar af 1 víti. Bestur í liði Gerrosswallstadt var mark- vörðurinn Sigi Roch, sem varði oft á tíðum á heimsmælikvarða. Diisseldorf-Handewitt...23-21 Hofewier-Marsenheim .... 22-21 Á miðvikudag leika svo Ess- en og Kiel. Létt hjá KR ■ Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í körfu- knattleik á laugardaginn. KR sigraði U.M.F.N. með 52 stigum gegn 24. Greinilegt er að KR- stúlkurnar verða illvið- ráðanlegar í vetur og hef- ur leikur liðsins gjör- breyst frá þvi í fyrravetur. Mikill fengur erað endur- komu Lindu Jónsdóttur liðsins. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: ■ Valur Ingimundarson býr sig undir körfuskot með nokkra unga KR-inga til varnar. Hæst þeirra stekkur Birgir Mikelsson sem skoraði mest fyrir KR. Valur gerði flest stig UMFN. NT-mynd: Sverrir Naumt hjá Njarðvík gegn baráttuglöðum KR-ingum ■ Einn leikur var í úrvals- deildinni í körfuknattleik á laugardaginn í Hagaskóla. Þar áttust við KR-ingar og Njarð- víkingar og lauk leiknum með sigri þeirra síðarnefdu 68-62. Leikurinn átti að hefjast kl. 14 en nokkur töf varð á því þar sem annað körfuspjaldið brotn- aði er liðin voru að hita upp. Valur Ingimundarson tróð aftur fyrir sig en hékk um leið í körfuhringnum og brotnaði spjaldið í átökum þessum. Það þurfti því að skipta um spjald og tók það þó nokkurn tíma. En leikurinn hófst þó og varð þrælspennandi. Réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu mínútum. Njarðvíkingar byrj- uðu heldur betur en náðu þó aldrei neinni yfirburðastöðu, heldur voru þetta 2-6 stig yfir, og slepptu ungu strákarnir hjá KR aldrei augunum af þeim. Þeir börðust vel og var stjórnað af bekknum, þar sem Jón Sig- urðsson hvatti sína menn óspart. Njarðvíkingar treystu mest á Val Ingimundarson enda skoraði hann jafnt og þétt. Staðan í hléi var 34-31 Njarðvíkingum í vil. í síðari hálfleik héldu Njarð- víkingar forystunni framan af en fóru svo að slaka á og spila hálf kæruleysislega. KR-ingar sáu um að refsa þeim fyrir það og um miðjan seinni hálfleik náðu KR-ingar forystu og héldu henni allt þar til um 3 og hálf mínúta var til leiksloka. Þá jafnaði Valur leikinn 59-59 og síðan náðu Njarðvíkingar forystu sem þeir héldu allt til loka. Þeir sigruðu síðan 68-62 eins og áður er greint frá. KR-liðið lék nokkuð vel í þessum leik og þrátt fyrir ungan aldur gáfu þeir íslandsmeistur- um Njarðvíkur ekkert eftir. Birgir Mikhaelsson var stiga- hæstur KR;gerði 21 stig og lék mjög vel. Þorsteinn Gunnars- son komst einnig vel frá leiknum svo og Guðni Guðna- son. Hjá Njarðvíkingum bar mest á þeim Val og Árna Lárussyni og voru þeir jafn- framt stigahæstlr. Valur gerði 22 stig og Árni 18. Jónas Jó- hannesson átti sínar góðu blokkeringar í ein tvö eða þrjú skiptþannarsbarlítiðáhonum. Dómarar voru Hörður Túlin- íus og Sigurður Valsson og stóðu sig þokkalega. ■ Leikur Njarðvíkur og KR í Hagaskóla gat ekki hafíst á réttum tíma þar sem annað körfuboltaspjaldið brotnaði í upphitun leikmanna. Hér er verið að taka það brotna niður. NT-mynd: Sverrfr NBA-boltinn: ■ Nokkrir leikir voru í NBA-körfunni (bandaríska atvinnumannakörfuboltanum) á laugardaginn. Úrslit leikja urðu þessi: Milwaukee Bucks-Cleveland Cauvaiiers Houston Rockets-New York Knicks Atlanta Hawks-Washington Bullets New Jersey Nets-Indiana Pacers Phoenix Suns-Dallas Mavericks Denver Nuggets-Kansas City Kings Portl. Trail Blazers-Los Angeles Clippers Golden State Warriors-Utah Jazz 117-88 105-93 127- 107 118-117 105-93 128- 114 131-112 112-107

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.