NT


NT - 05.11.1984, Síða 21

NT - 05.11.1984, Síða 21
Mánudagur 5. nóvember 1984 21 Ólympíuleikarnir og deilur stjórþjóðanna: Sovétmenn vilja ekki Seoul ■ Háttsettur sovéskur íþróttaþjálfari , sagði í gær að Alþjóðaólympíunefndin ætti að endurskoða gaumgæfílega þá ákvörðun að halda næstu; sumarleika í Seoul í Suður-Kóreu. Tók hann þar með undir ummæli kollega síns í Sovét- ríkjunum sem lýsti þessu yfir í fyrradag. Yfirþjálfari sovéska handknattleiks- landsliðsins, Anatoly Yevtushenko skrifaði grein í stjórnarblaðið sovéska, Izvestia í gær þess efnis að Alþjóðaólym- píunefndin ætti að taka þá stóru ákvörð- ■ un að færa Ölympíuleikana 1988 til Evrópu. Daginn áður hafði glímuþjálf- arinn Ivan Yarigin sagt í Sovéska í- þróttablaðinu, Sovietsky Sport að sú ákvörðun að halda leikana í Seoul hefði vakið miklar efasemdir og bæri að endurskoða hana. Þetta eru fyrstu opinberu yfirlýsingar sem komið hafa frá sovéskri íþróttafor- ystu vegna leikanna sem halda á í -Suður-Kóreu. Sovésk íþróttaforysta hefur enn ekk- ert sagt um hvort lið frá Sovétríkjunum mæti i eða mæti ekki á Ólympíuleikana í Seoul, en eins og alþjóð er kunnugt mættu Sovétmenn og frændríki þeirra ekki á Óiympíuleikana í Los Angeles „af öryggisástæðum“. Núrnberg rak sex: Og tapaði svo ■ Eins og fram hefur komið í NT voru * nokkrir leikmenn reknir frá 2. deildar félaginu Núrnberg í vikunni sem leið r eftir að hafa mótmælt aðferðum þjálfar- ans Heinz Hoher. Par á meðal var landsliðsmarkvörðurinn Rudi Kargus. Þessi ömurlega vika endaði á því að félagið tapaði leik sínum um helgina gegn Aachen. Núrnberg stillti upp liði með 9 at- vinnumönnum og 2 áhugamönnum og hélt í við andstæðinga sína lengst af Staðan var 1-1 að venjulegum leik- tíma loknum en Gernot Ruof tryggði Aachen sigur 2-1 þegar fimm mínútur voru komnar framyfir tímann. Bettega slasaður ■ Roberto Bettega fyrrum hetja ít- - alska landsliðsins í knattspyrnu liggur nú á spítala eftir að hafa lent í bflslysi. Kappinn var á leið til Mílanó frá ’ heimaborg sinni Tórínó þegar hann missti stjórn á bílnum sínum og hafnaði utan vegar. Bettega sem lék 42 landsleiki fyrir ítali, er nú samningsbundinn kanadíska félaginu Toronto Blizzard. Hann er nú sagður standa í samninga- viðræðum um að láta flytja sig heim til Ítalíu, til liðs við fyrstudeildarfélagið Udinese, hvar hann léki við hlið Zicos hins brazilíska. Bettega sem er einn af vinsælustu leikmönnum ítölskum, hefur verið mjög óheppinn með meiðsli á ferli sínum og gat til dæmis ekki leikið með ítalska landsliðinu á Spáni 1982 vegna þess. Rijvers hættur Frá Reyni Þór Finnbogasyni fréttamanni NT í Hollandi: ■ Þjálfari hollenska landsliðsins, Kees ' Rijvers, er búinn að segja af sér. Ástæðan sem hann gaf fyrir því, var að upp á síðkastið hefði andinn í kringum landsliðið og stjórn þess orðið svo slæmur að hann hafi ekki getað unnið á •eðlilegan hátt, hefði ekki það svigrúm sem hann þyrfti. Mikið hefur verið deilt um starf 'Rijvers, eftir tap Hollendinga í undan- keppni HM nýlega. Var m.a. talað um að hann ætti sóma síns og landsliðsins vegna að segja af sér. Rinus Michels fyrrum þjálfari Ajax og landsliðsins hefur tekið landsliðið að sér. LEYNDARMALIÐ... . . . á bak við velklædda konu er hin fullkomna, alhlíða og einfalda saumavél sem Iaðar fram sköpunargleði þess sem saumar. Þótt hín nýja Singer saumavél sé tæknilega fullkomin, þá er hún einföld í meðförum - og svo sparar hún þér stórfé. SINGER sporiframar. n i qnrn nniuítil ^SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMI 681910

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.