NT


NT - 05.11.1984, Side 22

NT - 05.11.1984, Side 22
■ Kerry Dixon skoraði þrjú mörk fyrir Chelsea í 6-2 sigrinum gegn Coventry: Dixon er ótrúlega iðinn við að skora mörk, var hetja Chelsea í annarri deild, og virðist ekki muna um það í 1. deild heldur. Dixon er nú markahæstur í 1. deild á Englandi, hefur skorað 11 mörk ■ deildinni það sem af er. Frá Heimi Bergssyni frétta- manni NT í Englandi ■ Everton skaust upp á topp- inn í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu á laugardaginn með sigri á Leicester, 3-0. Gengi liðsins hefur verið með ólíkind- um gott undanlárnar vikur og má nefna tvo sigra á Man. linited, sigur í Evrópukeppn- inni á útivelli og sigur á Liver- pool í deildinni og það á An- field. Leikurinn á laugardaginn var þó ekki nógu góður hjá lcik- mönnum Everton og þeim gekk illa með botnliðið. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem þeir tóku virkilega við sér. Stevens náði forystunni fyrir Everton strax eftir lcikhlé og örstuttu seinna skoraði Sheedy og staðan var orðin 2-0 og úrslitin ráðin. Adrian Heath skoraði síðan þriðja markið 10 mínútum fyrir leikslok og ýtti þar með undir vonir sínar um að verða valinn í landsliðið hjá Englendingum. Eftir leikinn sagði Peter Reed, fyrirliði Everton „Við lékum ekki vel í fyrri hálfleik en við héldum áfram og ég var alltaf viss um að við myndum skora,-spurningin var bara að halda hreinu, Við höfum gífurlegt sjálfstraust þessa stundina“. Everton komst á topp deild- arinnar eftir að Arsenal hafði tapað á Old Trafford, fyrir Man. Utd. á föstudagskvöldið 2-4. Þar voru þeir Olsen og Strachan í aðalhlutverkum. Don Howe, framkvæmdastjóri Arscnal, sagði eftir þann leik að þeir hefðu verið teknir í karphúsið af þessum frábæru leikmönnum. Arsenal hafði reyndar náð forystu í leikhléi, 2-1, eftir að Robson hafði gert fyrsta mark leiksins. Þcir lan Allinson og Tony Woqdcock skoruðu fyrir Arsenal. í síðari hálfleik þá héldu leikmenn Man. Utd. áfram að sækja og uppskáru 3. mörk. Strachan gerði tvö mörk og weiski landsliðsmaðurinn Mark Hughes skoraði einu sinni, hans níunda mark á keppnistímabilinu. Tottenham er í fjórða sæti þrátt fyrir óvænt tap á White Hart Lane á laugardaginn fyrir WBA. Leikurinn þótti mjög skemmtilegur og leikinn var STAÐAN 1. deild: 2. deild ■ 1 Everton 13 8 2 3 27 18 26 Oxford 12 9 2 1 28 10 29 Arsenal 13 8 1 4 28 20 25 Portsmouth . 13 8 3 2 20 11 27 Man.Utd. ... 13 6 5 2 24 16 23 . Birmingh. .. 13 8 2 3 16 8 26 Tottenham .. 13 7 1 5 27 14 22 Blackburn .. 13 7 3 3 26 13 24 West. Ham .. 13 6 4 3 20 19 22 Leeds 13 7 1 5 23 14 22 Sheff.Ved. .. 13 6 3 4 25 17 21 Grimsby ... 13 7 1 5 25 21 22 Sunderland .. 13 5 5 3 21 15 20, Brighton ... 13 6 3 4 15 8 21 Southampt. .. 13 5 5 3 16 14 20 Barnsley ... 12 6 3 3 14 7 21 Chelsea 13 5 4 4 21 13 19 Shrewsb. ... 13 6 3 4 22 16 21 Nott. Forest.. 13 5 3 5 20 18 18 Man. City . 13 6 3 4 17 12 21 Newcastle ... 13 4 6 3 26 26 18 Fulham .... 12 6 1 5 20 21 19 Liverpool.... 13 4 5 4 15 14 17 Huddersf. .. 13 5 3 5 14 18 18 Norwich 13 4 5 4 18 19 17 Wolves 13 5 2 6 20 23 17 West Brom. .. 13 4 4 5 20 18 16 Oldham ... 13 5 2 6 15 25 17 Ipswich 13 3 7 3 17 17 16 Wimbledon . 12 5 1 6 20 24 16 Aston Villa .. 13 4 3 6 17 27 15 Charlton ... 13 4 3 6 20 17 15 Q.P.R 12 3 5 4 19 24 14 Sheff. Utd. .. 12 3 4 5 19 22 13 Luton 13 3 4 6 17 26 13 Middlesb. .. 13 4 1 8 17 26 13 Couventry ... 13 3 3 7 11 20 12 Carlisle .... 12 3 2 7 7 20 11 Leicester .... 13 3 3 7 18 30 12 C. Pal 11 2 2 7 11 18 8 Watford 13 1 6 6 26 32 9 Nott. C 13 2 1 10 14 32 7 Stoke 12 1 4 7 11 27 7 Cardiff 13 2 0 11 15 32 6 Mánudagur 5. nóvember 1984 22 jþróttir_________________ Enskir punktar: Frí Heimi Bergssjni fréllarilara NT í NeWCaStle eru Ólm í að Engiandi: kaupa kappann... ■ ...ASTON VILLA gengur ekki sem best þessa dagana og hafa nú tveir leikmenn þeirra verið settir á sölulista. Petta eru varnarmennirnir Steve Foster, sem keyptur var frá Brighton, og Brendan Ormsby, sem leikur stöðu miðvarðar. í stað þessara leikmanna þá er talið líklegt að Villa muni reyna að ná í John McClel- land frá Glasgow Rangers. McCleland þessi er 29 ára íri, sem kom til Rangers fyrri þremur árum frá Mansfield... ...PAÐ ERU FLEIRI liö á eftir McClelland. Bri- an Clough fór ekki til Sout- hampton um helgina held- ur fór hann til að fylgjast með McClelland. Þá er vit- að að bæði Watford og ...TONY MORLEY, sem spilar nú með WBA er sagður vera á leiðinni til Birmingham og fyrrum framkvæmdastjóra síns, Ron Saunders. Taiið er að Birmingham muni borga aðeins 65 þús. pund... ...HOWARD KENDALL, framkvæmda- stjóri Everton var kosinn framkvæmdastjóri október- mánaðar. Everton hefur átt mikilli velgengi að fagna að undanförnu og trónir nú á toppi 1. deildar. En Kendall lætur ekki staðar numið og nú um helgina keypti hann Ian Atkins frá Sunderland fyrir 70 þús. pund. Atkins er 27 ára varnarmaður sem lítið hef- ur leikið með Sunderland að undanförnu vegna meiðsla. Enski boltinn: ■ Kevin Sheedy skoraði fyrir Everton á laugardaginn í 3-0 sigrinum á Leicester. Everton leikur mjög vel þessa dagana og hefur nú tyllt sér á topp fyrstu deildarinnar í Englandi. Everton hefur nú sigrað í fjórum leikjum í röð á tveimur vikum. Fyrst 1-0 sigur á Liverpool, þá 5-0 á Manchester United í Liverpool í deildinni, síðan 2-1 gegn sama liði í deildabikarnum á Old Trafford, og loks 3-0 gegn Leicester. „Við hefðum átt að vinna þá 10-2“ - sagði Hollins eftir 6-2 sigur Chelsea - Everton á toppinn - Tottenham tapaði - Liverpool fikrar sig upp - Sunderland sterkt - Watford skorar en tapar opin sóknarleikur. Þessi leikaðferð kom Spurs frekar illa því hin „fræga“ vörn þeirra opnaðist nokkru sinnum mjög illa. Þetta kunnu leikmenn WB A að notfæra sér og þeir sáu um að gera þrjú mörk. Cross skoraði fyrsta mark þeirra eftir góða sendingu frá Flunt. Spurs jafnaði með marki Mike Hazard og þannig var staðan í hléi. I síðari hálfleik héldu leikmenn Tottenham áfram að sækja en WBA náði aftur forystu með frábæru marki Steve McKenzie. Hann komst á auðan sjó eftir hraða- upphlaup, og vippaði knettin- um snyrtilega yfir Clemence. Framkvæmdastjóri WBA, Jonny Giles, sagði eftir leikinn að þetta hefði verið frábært mark hjá McKenzie og leikur- inn sá besti hjá WBA á þessu keppnistímabili. Statham skoraði 3-1 úr víti en sá níger- íski hjá Tottenham, John Chi- dozie, sá um að minnka muninn, 3-2. Glen Hoddle var varamaður í leiknum og kom inná í síðari hálfleik en hann breytti engu um gang mála. Livcrpool-vélin er að byrja að fikra sig upp töfluna. Liðið vann nauman sigur á botnlið- inu Stoke á laugardaginn og kom markið rétt undir lok leiksins. Joe Corrigan, mark- vörður, sem áður lék með Man. City.lék nú með Stoke og hann stóð sig mjög vel þar til hann lét skot Whelans sigla fram hjá sér. Það var Daninn Mölby sem átti fallega send- ingu á Whelan sem skoraði. Liverpool er nú um miðja deild og er á uppleið. Sunderland er mjög sterkt þessa dagana og þá sérlega á heimavelli þar sem liðið hefur ekki tapað leik í deildinni til þessa. Wylde skoraði tvívegis .gegn OPR og Hodgson bætti við þriðja markinu. Alan Mullery, framkvæmdastjóri QPR var óhress eftir leikinn. „Við spilum ekki eins og at- vinnumenn eiga að gera, og við erum að gefa forskot með allt of ódýrum mörkum.“ Brian Clough, fram- kvæmdastjóri Nott.Forest, kom nokkuð á óvart er hann setti tvo nýliða í liðið fyrir leikinn gegn Southampton. Hann lét 18 ára táning, Paul Taynor, spila og sá stóð sig frábærlega. Þessi strákur er uppalinn hjá Forest og er fram- herji. Hans var gætt af Mark Wright hjá „The Saints“ en lék mjög vel þrátt fyrir stranga gæslu. Segja fróðir menn og aðrir vitringar að þessi leik- maður eigi eftir að mala gull fyrir Clough og Forest. Annar nýliði í liði Forest var David Riley sem er 24 ára og kemur frá áhugamannaliði í Notting- ham. Hann stóð einnig fyrir sínu. Þrátt fyrir þessar breyt- ingar hjá Clough tókst ekki að vinna leikinn. Það var Pluckett sem gerði sigurmark „The Saints“ á „The Dell“. Leikur Chelsea og Coventry SKOTLAND Úrslit: Ðumbarton-Hearts ............... 0-1 Dundee Utd.-St. Mirren......... 3-2 Morton-Celtic................... 2-1 Rangers-Dundee.................. 0-0 Staðan: Aberdeen .. 11 9 1 1 27 6 19 Celtic...... 12 7 4 1 22 9 18 Rangers .... 12 6 5 1 11 2 17 St. Mirren .. 13 6 1 6 18 17 13 Hearts ......13 6 1 6 12 16 13 Dund. Utd... 12 5 1 6 16 17 11 Dundee .... 13 3 3 7 16 20 9 Durabarton . 13 3 3 7 12 16 9 Hibernian .. 12 3 2 7 11 19 8 Morton...... 13 3 1 9 12 32 7 var all-markalegur. Coventry náði forystu 2-0 með mörkum Latchford og Gynn en eftir það þá opnuðust allar flóðgátt- ir við mark þeirra og leikurinn hefði hæglega getaðfarið 10-2. John Hollins, framkvæmda- stjóri Chelesa var samt ekki ánægður með sína menn. „Við áttum að vinna 10-2. Það boðar ekki gott að klikka í jafnmörg- um færum og við gerðum í þessum leik.“ Dixon skoraði þrennu fyrir Chelsea og hefur nú gert 11 mörk í deildinni. Jones skoraði tvisvar og Speedy bætti við marki og þar með urðu þau sex. Pat Nevin lék mjög vel hjá Chelsea og mataði Dixon á góðum boltum. Aston Villa og West Ham gerðu markalaust jafntefli í heldur slökum leik þar sem Alvin Martin þótti bera af öðrum á vellinum. Watford heldur áfram að skora mörk en tapa leikjum. Að vísu urðu mörkin 3 þessa helgi og eitt stig í höfn. Þetta er fimmti leikurinn sem liðið skorar 3 mörk eða fleiri í leik en tekst ekki að sigra. í síðustu fimm leikjum hefur liðið gert 26 mörk,Watford keypti fyrir stuttu síðan markvörðinn Tony Cotton frá Birmingham fyrir 300 þús. pund og hann hefur fengið á sig 18 mörk í 8 leikjum síðan þá. Davery, Butcher og Brennan skoruðu fyrir Ipswich en Blissett gerði tvö og Barnes eitt fyrir Watford. Luton og Newcastle gerðu jafntefli í markaleik í „Hatta- borginni". Beardsley og Heard skoruðu fyrir Newcastle en Parken og Stein fyrir Luton. Shefflcld Wed. tapaði óvænt á heimavelli sínum fyrir Norwich. John Deehan og Donovan skoruðu fyrir Nor- wich en Mel Sterland, sem Liverpool hefur í sigtinu, skor- aði fyrir Sheffield. í 2. deild heldur Oxford áfram að vinna en nokkur meistaraheppni var á sigrinum á Bllackburn. Hamilton skor- aði bæði mörk Oxford en Garnergerði mark Blackburn. Úlfarnir unnu stóran sigur á Cardiff og þeim fer nú fram með hverjum leik. Jim Melrose, sem Úlfarnir eru með í láni, var borinn af leikvelli, meidd- ur. Úlfarnir vilja endilega kaupa Melrose en það er held- ur lítið um peninga á þeim bæ. Er nú reynt af kappi að ná í seðla því ef það tekst ekki þá er líklegt að Man. City kaupi kappann. Leeds sigraði loks og nú voru þeir allgóðir. Sher- idan, McCIusky og Garvin skoruðu fyrir Leeds en Aizle- wood og Lee gerðu mörk Charlton. Skotland: í Skotlandi bar það helst til tíðinda að Celtic tapaði fyrir Morton og Rangers gerði bara jafntefli á heimavelli gegn Dundee. Aberdeen er í efsta sæti en þeir léku ekki um helgina þar sem fresta þurfti leik þeirra gegn Hibernian. ÚRSLIT 1. deild: Aston Villa-Wcst Ham ... #-0 Chelesa-Coventry .......6-2 Everton-Leicester.......3-0 Ipswich-Watford...........3-3 Luton-Newcastle...........2-2 Sheff. Wed.-Norwich .... 1-2 Southampt.-Nott. For. . . . 1-0 Stoke-Liverpool ..........0-1 Sunderland-Q.P.R..........3-0 Tottenham-Wcst Brom. . . 2-3 Man. Utd.-Arsenal .....4-2 2. deild: Birmingham-Shrewsbury . . 0-0 Brighton-Man. City......0-0 Charlton-Leeds............2-3 Huddersf.-Middlesb......3-1 Notts County-Grimsby ... 1-1 Oldham-Portsmouth .... 0-2 Oxford-Blackburn........2-1 Wolves-Cardiff............3-0

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.