NT - 05.11.1984, Qupperneq 24
„Við erum
byrja“
■ „Ég er hæstánægður
með þennan árangur. Þetta
er ungt lið og annað sæti í
þessari keppni mjög gott
fyrir það. Þau hafa verið
sérstaklega dugleg krakk-
arnir, bæði við að æfa og
starfa, og það er mikið líf í
þessu og mikill stuðningur
á ísafirði,“ sagði Ólafur
Þór Gunnlaugsson þjálfari
Vestra frá ísafirði eftir að
Bikarkeppni SSÍ, 2. deild
lauk í gær.
Ólafur sagði að krakk-
arnir hefðu æft kerfisbund-
ið í eitt ár, 11 æfingar væru
á viku. Hann hefur verið
við sundþjálfun á ísafirði
um eins árs skeið. „Ég vil
vera þarna í a.m.k. 3-4 ár í
viðbót. Við erum rétt að
byrja á uppbyggingunni.
Og ég kvíði engu í því efni,
áhuginn er svo mikill og
lífið og fjörið í þessu.
Krakkarnir eru sérlega
duglegir.“
Stuttgart á uppleið
- bls 23 -
Everton á toppinn
- bls 22 -
Essen tapaði fyrsta
- bls. 20 -
Kári var sterkastur
-bls 19-
íþróttir bls. 19*24
■ Lið UMFB, sigurvegarar í 2. deild Bikarkeppni Sundsambandsins 1984.1 þessum hópi eru Elín
Harðardóttir, Eygló Karlsdóttir, Ásta Halldórsdóttir, Hildur Aðalsteinsdóttir, Margrét Halldórsdóttir,
Sigurlín Pétursdóttir, Guðbrandur G. Garðarsson, Hannes Már Sigurðsson,. Hugi S. Harðarson,
Jónas Aðalsteinsson, Magnús Már Jakobsson og Símon Þór Jónsson. NT-mynd: Sverrir
Heimir og Amór
á skotskónum
Fró Reyni Þór Finnbogasyni fréttamanni NT
í Hollandi:
■ Heimir Karlsson sem Ieikur
með Exelsior í hollensku úr-
vahsdeildinni í knattspyrnu
skoraði annaö mark liðsins í
gær, er liðið tapaði 2-4 fyrir
Feyenoord, liði Péturs Péturs-
sonar. Pétur átti mjög góðan
leik.
Arnór Guðjohnsen sem
leikur með Anderlecht í Belgíu,
kom inn á síðustu 15 mínútur
leiksins gegn St. Niklaas í belg-
ísku deildinni. Arnór gerði sér
lítið fyrir og skoraði síðasta
mark Anderlecht í 5-1 sigri,
algerlega upp á eigin spýtur.
- Sjá nánar um hollensku og
belgísku knattspymuna á bls. 19.
Heimir Karlsson - skoraði
ir Excelsior.
Bikarkeppni Sundsambandsins:
Bolungarvík
í i.deild
- baráttan stóð á milli þeirra KR og Vestra
■ Ungmennafélag Bolungar-
víkur hefur unnið sig upp í 1.
deild Bikarkeppninnar í sundi.
Liðið vann sannfærandi sigur í
annarrardeildarkeppninni sem
haldin var í Hafnarfirði um
helgina, hlaut alls 198,5 stig,
Vestri frá Isafirði varð í öðru
sæti með 166 stig, KR í þriðja
sæti með 121,5 stig. ÍBV í
fjórða sæti með 66 stig, Njarð-
vík í fimmta með 33 stig, b-lið
Ægis í sjötta sæti með 22 stig og
UMSB rak lestina með 5 stig.
Ungu krakkarnir frá Bolung-
arvík, undir stjórn Selfyssings-
ins Huga S. Harðarsonar náðu
yfirburðaforystu strax eftir
keppnina á laugardag. Þá for-
ystu lét liðið ekki af hendi og
vann glæsilegan sigur þrátt fyrir
að sterkustu greinar liðsins hafi
verið á keppnisskránni fyrri
daginn.
Vestri frá ísafirði varð í öðru
sæti. Þar fer mjög ung sveit eins
og Bolungarvíkursveitin. Á ísa-
firði hefur verið æft mjög mikið
undanfarið ár, 11 sinnum á viku
undir stjórn þjálfarans Ólafs
Þórs Gunnlaugssonar. KR varð
svo í þriðja sæti, en þar hefur
mikið uppbyggingarstarf verið
unnið að undanförnu.
„Öll þessi þrjú lið hefðu með
þeim mannskap sem þau skarta
verið í 1. deildinni fyrir nokkr-
um árum, svona eru framfarirn-
ar miklar,“ sagði Guðmundur
Árnason í stjórn Sundsambands
íslands í samtali við NT í gær,-
■ Hugi Harðarson kampakátur með bikarinn sem hann og lið
hans hlutu að launum fyrir glæsilegan sigur í 2. deild Bikarkeppni
Sundsambands íslands. Hugi er þjálfari liðsins og syndir með því.
NT-mynd: Sverrir
„Gekk alveg
áfallalaust"
■ „Þetta var mjög ánægju-
legt, og gekk allt saman mjög
vel. Ég er ánægður með sigur-
inn,“ sagði Hugi S. Harðarson,
sundmaðurinn sterki frá Sel-
fossi, sem er þjálfari Ung-
mennafélags Bolungarvíkur í
sundi. Hugi syndir einnig sjálfur
með liðinu. „Ég vissi að við
myndum verða í baráttunni við
KR og Vestra um sigurinn, en
átti ekki endilega von á sigri. En
þetta gekk allt mjög vel, nær
alveg áfallalaust," sagði Hugi.
Hugi sagði að liðið hefði æft
mjög vel undanfarið ár, og þetta
væri uppskeran. „Við höfum
æft stíft, tvisvar á dag, og krakk-
arnir eru orðnir mjög sterkir.
Það er yngra fólkið sem ber
þetta uppi, sama fólkið og vann
sigur á Aldursflokkamótinu í
Vestmannaeyjum í sumar,“
sagði hann.
Sigur Bolvikinga á Aldurs-
flokkameistaramótinu kom
mjög á óvart í sumar, og nú
hefur liðið unnið sig upp í fyrstu
deild. Aðspurður hvernig hon-
um litist á þá keppni sagði Hugi
að hún yrði erfið: „Við töpum
krökkunum þegar þau fara í
framhaldsnám. Þegar þau kom-
ast á menntaskólaaldurinn
Í'urfa þau að sækja nám til
safjarðar eða til Reykjavíkur,
og þá missum við þau“, sagði
hann.
Þjálfun Bolungarvíkurliðsins
er frumraun Huga í þjálfun,
utan að hann þjálfaði yngstu
krakkana á Selfossi, en þaðan
er hann. Hann sagðist mundu
verða á Bolungarvík amk- næsta
árið við sundþjálfun. „Það er
mikill áhugi fyrir sundíþróttinni
í Bolungarvík, og sóknin í
sundið hefur ekkert minnkað
þótt nýtt íþróttahús hafi verið
tekið í notkun í fyrra,“ sagði
Hugi Harðarson.
Blomquist varð
heimsmeistari
Svijnn Stig Blomquist á
Audi Quattro varð í gær
heimsmeistari í rallakstri,
cr hann sigraði í Fílabeins-
strandarrallinu. Blomquist
vann þannig heimsmeist-
aratitilinn með glæsibrag,
en honum dugði nánast að
Ijúka þessu ralli til að verða
hæstur að stigum í heims-
meistarakeppninni.