NT - 23.11.1984, Blaðsíða 2

NT - 23.11.1984, Blaðsíða 2
Föstudagur 23. nóvember 1984 2 Gallup-kðnnunin: „Bændamafían“ elskuð og virt ■ Þrátt f'yrir mikil skrif og um- ræöur um ofurveldi „bændamafí- unnar" hér á landi kemur fram í nýrri Gallup-könnun að 2 af hverj- um 3 Íslendingum (66%) þykja áhrif bænda og bændasamtakanna í landinu rétt hæfileg (38%) eöa jafnvel of lítil (28%). Aðeins rúm- lega einn af hverjum fjórum lands- mönnunt (27%) teluráhrifþessara aðila of mikil og þar af aðeins 7% sem telja þau allt of mikil. Spurt um áhrif annarsvegar vinnuveitenda og hins vegar laun- þegasamtakanna svaraði rösklega þriðjungur fólks (36%) því til að vinnuveitendur hefðu of mikil áhrif, um, hclmingur fólks taldi áhrif þeirra hæfileg og aðeins 9% fólks að þau væru of lítil. Um helmingur launþega taldi hins vegar áhrif stéttarfélaganna of lítil eða allt of lítil, rúmur þriðjungur var sáttur við þau og einungis 11% töldu að launþega- samtökin hefðu of mikil áhrif. Við skýringar á niðurstöðúm var bent á að mikill meirihluti svarenda er launþegar, sem geti haft þarna áhrif á afstöðu manna. Varðandi æskilega stjórn og eignaraðild fyrirtækja kom í Ijós að aðeins 1 af hverjum 100 íslend- ingum vill hafa þau undirseld „stóra bróður" (ríkinu). Ríkiseign nýtur sömuleiðis ákaflega lítils fylgis meðal V-Evrópuþjóða. Röskur helmingur svarenda er því fylgjandi að starfsfólk hafi nokkur eða mikil áhrif um ráðn- ingu framkvæmdastjóra en rúm 40% telja eðlilegast að eigendur ráði sjálfir um stjórn sinna fyrir- tækja. Lyfja- og lækniskostnaður hækkar ekki á næsta ári 14% hækkun trygginga frá almanna- 1. nóv. ■ Greiðslur almannatrygg- inga hafa verið hækkaðar um 14% frá og með 1. nóvember. Á sama tíma hækkar barnalíf- eyrir og mæðralaun um 17%. Síðast hækkuðu þessar greiðslur 1. september, þá um 3%. Þessi hækkun gildir til árá- móta, en þá er reiknað með að greiðslur hækki í samræmi við hækkanir samkvæmt nýgerðum kjarasamningum. Við hækkanir bóta nú var miðað við hækkun launataxta og einnig miðað við launaskrið og þær sérstöku launauppbætur sem samið var um. Matthías Bjarnason, heil- brigðisráðherra, sagði á fundi með blaðamönnum í gær, að þessar hækkanir á lífeyri ættu að færa kaupmátt lífeyris nú á síðasta ársfjórðungi 1984 í sama horf og verið hefði á fyrsta fjórðungi 1982. Þá kynnti heilbrigðisráðu- neytið í gær nýja reglugerð um greiðslur fyrir lyf og læknis- hjálp. Ekki er gert ráð fyrir neinurn hækkunum á næsta ári fyrir lyf eða læknishjálp, en í nýju reglugerðinni eru tekin af öll tvímæli unt að aðeins einu sinni skuli greitt fyrir hverja kontu til læknis eða til rann- sóknar, og skipti þá ekki máli hversu margar rannsóknir séu framkvæmdar í einu. Þá lækka greiðslur elli- og örorkulífeyrisþega fyrir lyf í 50 krónur fyrir innlend lyf, í stað 60 króna og í 100 krónur fyrir erlend lyf, ístað 120 króna. Að sögn Matthíasar kosta þær hækkanir almannatrygg- inga 62 milljónir til áramóta, en 371 milljón á næsta ári. Hin nýja reglugerð um lyfja- og lækniskostnað er liður í mildandi aðgerðum ríkisstjórn- arinnar og eins og áður segir er ekki gert ráð fyrir hækkunum á þessari þjónustu á næsta ári. Ekki er búið að reikna út hversu ntikið tekjutap ríkissjóðs sé vegna þessara aðgerða. Góð loðnu- veiði - 70% kvótans búin ■ Góð veiði hefur verið á loðnumiðunum fyrir austan land alla þessa viku og eru nú allar mjöl- geymslur orðnar fullar í verstöðvum næst miðun- um. Heildarloðnuaflinner nú kominn í um 275 þús- und tonn en sá kvóti sem nú hefur verið gefinn er 390 þúsund tonn. Eins og frarn hefur komið í NT fannst loðna fyrst á nýja veiðisvæðinu fyrir austan fyrir réttri viku en síðan hafa verið um og yfir 20 skip á miðunum og veitt allt að 16 þúsund tonn á dag. Sjónvarpsþýðendur stofna fyrirtæki: „Einbeitum okkur að kvik- myndahúsum og myndböndum“ - segir Bogi Arnar Finnbogason þýðandi Síldin: Grinda- vík á toppnum Annað mesta söltunarárið ■ Síldarsöltun á þessu hausti nemur 245.573 tunnum og er árið annað mesta söltunarár Suðurlandssíldar frá upphafi. Mest var saltað í Grindavík, eða 43.067 tunnur en alls voru söltunarstöðvar 24. Þar af var um 55% síldarinnar söltuð á fimm efstu stöðvunum. Þær eru auk Grindavíkur, Eskifjörður með 31.329 tunnur, Reyðar- fjörður með 22.120 tunnur, Þorlákshöfn með 19.806 tunnur og Hornafjörður með 18.152 tunnur. Á öðrum stöðvum var rninna saltað. Af síldarsaltendum sem voru 55 á vertíðinni saltaði Búlands- tindur á Djúpavogi í flestar tunnur, 14.453 en næst í röðinni var Fiskimjölsverksmiðjan á Hornafirði með 14.286 tunnur. Eins og sjá má á súluritinu hér til hliðar var söltun mest síðustu daga október eða um 20 þúsund tunnur á dag. Annars var söltunin mjög sveiflukennd frá degi til dags. ■ „Við xtlum að einbeita ukkur að þýðingum fyrir kvikmyndahús og rétthafa myndbandaefnis. Við hufum ástæðu til að ætla, að það sé þörf fyrir góða þjúnustu á þessu sviði." Þetta sagði Bogi Arnar Finn- bogason í samtali við NT, en Bogi hefur ásamt fimm öðrum þýðend- um sjónvarpsins stofnað fyrirtækið Kvikmyndaþýðingar hf. Þeir, seni rneð honum eru í fyrirtækinu eru Sonja Diego, Kristrún Þórðardótt- ir, Jóhanna Þráinsdóttir, Veturliði Guðnason og Ragna Ragnars. Allt þrautþjálfað" fólk í þýðendastarf- inu. Fyrirtækið var stofnað í byrjun september, en hugmyndin að því hefur verið að gerjast í nokkur ár. Bogi sagði, að mikið hefði verið að gera hjá þeim síðan þau fóru af stað, enda væri myndbandamark- aðurinn stöðugt að stækka. „Og nú er svo kontið, að ef hann stækkar enn, verðum við að bæta við starfsmönnum. Menn virðast Frá Magnúsi Magnússyni fréttaritara NT í Borgarfírði: ■ Verslunin Bitinn var opnuð í Reykholtsdal 9. nóv. sl. og eru verslunarstjórar þær Vilborg Pétursdóttir og Björk Jónas- dóttir. vilja borga fyrir gæðin,” sagði liann. Ein af ástæðunum fyrir stofnun fyrirtækisins er, að sögn Boga, að þýðingar fyrir kvikmyndahús og myndbönd eru oft illa unnar. Það er ekki nóg að þýða rétt, heldur verður að kunna að stytta textann og draga hann saman, án þess að Versla þær með matvörur, öl, sælgæti og tóbak, auk þess sem seldar eru olíuvörur og bensín frá Olíufélaginu hf. Opnunar- tími Bitans er kl. 11-12, 14-18 og 20.30-22.00. Um heígar er opið kl. 14-18. sleppa því, sem máli skiptir. „Við teljum, að það sé hægt að gera betur en gert er nú. Ég held að það skipti verulegu máli fyrir íslensku þjóðina, að allur texti, sem fyrir hana kemur sé eins vandaður og hægt er, fyrst og fremst í blöðum útvarpi og sjónvarpi, en ekki síður í kvikmyndahúsum," sagði Bogi. Allar þýðingar frá þeim eru bornar undir íslenskufræðing, áður en þær eru settar á myndirnar. Kvikmyndaþýðingar hf. verð- leggur þjónustu sína samkvæmt þeirri gjaldskrá, sem er í gildi fyrir þýðingar í sjónvarpi. Hún ereilítið hærri en tíðkast hefur fyrir þýð- ingar fyrir kvikmyndahús. „Okkur þykir ekki stætt á því að gera þetta fyrir lægra verð,“ sagði Bogi Arnar Finnbogason. Taxtinn, sem var í gildi í sjón- varpinu fyrir síðustu kjarasamn- inga var 5.23 kr. fyrir hvern texta á skjánum, en í kvikmvndahúsun- um var hann 4.36 kr.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.