NT - 23.11.1984, Blaðsíða 28

NT - 23.11.1984, Blaðsíða 28
HRINGDU ÞÁ í SflWIA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sóiarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til f réttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu f réttar mánaðarins. Fullrar naf nleyndar er gætt NT Síðumúli 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímár: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Hæstiréttur: [77. ■% ■ pi ■ ■ ■ ■ Vinni Dæmir Eyjamenn fyrir að j^= sýna þjóhnappana bera! & ■ Ýmis merkileg mál rekur á fjörur Hæstaréttar: Nú í vikunni dæmdi hann t.d. þrjá úr hópi Hildibrandanna í Vestmanna- eyjum í sekt fyrir að sýna á sér beran rassinn á Strandvegi í Vestmannaeyjum um hábjartan dag. Mál þetta hófst kl. 17.25, laugardaginn 12. febrúar í fyrra, þegar kona á Hólagötu í Vest- mannaeyjum hringdi í lögregl- una í Vestmannaeyjum ogsagði að farþegar í bifreiðinni V-1648, sem kölluð er Hildibrandur, væru að reka bera þjóhnappa sína út um glugga bifreiðarinn- ar. Lögreglan fann bílinn og hafði upp á farþegunum. Við yfirheyrslur kom í Ijós að fjórir þeirra höfðu girt niður um sig buxurnar í bílnum þegar hann var staddur á Strandvegi og sett beran rassinn út að lokuðum gluggum bílsins. Einn þeirra taldi við yfirheyrslur að þeir hefðu verið að heilsa vegfarend- um með þessum hætti. Ríkissaksóknari höfðaði síð- an opinbert mál á hcndur fjór- menningunum fyrir ósiðlegt at- hæfi á almannafæri og í saka- dómi Vestmannaeyja voru þeir hver um sig dæmdir í 4000 króna sekt auk málskostnaðar. sem nam 6000 krónum. Þrír þeirra vildu ekki una dómnum og áfrýjuðu snarlega til Hæsta- réttar. Ríkissaksóknari áfrýjaði þá einnig til þyngingar en Hæsti- réttur staðfesti dóminn nú í vikunni og bætti við áfrýjunar- kostnaði, 20.000 krónum. Samkvæmt því ætti það að kosta um 15.000 krónur að sýna á sér beran rassinn á almanna- færi. ■ Ekki er vitað til þess að það hafi haft neinn málarekstur í för með sér þegar Hildibrandarnir úr Vestmannaeyjum kepptu á pungbindinu einu fata í fótbolta við Hrekkjalómafélagið nú í sumar. Hinsvegar þóttu fjórir þessara rassa það ósiðlegir á Strandveginum í Vestmannaeyjum í fyrra að eigendurnir voru dæmdir í Hæstarétti fyrir að sýna þá. NT-mynd Guðmundur Sigfússon Réttinda- laus leigu- bifreiða- stjóri! -tekinná 125 km hraða ■ Leigubílstjóri, sem reyndar hafði ekki leigu- bílstjóraréttindi þegar allt kom til alls, var stöðvaður af lögreglu á 121 km hraða á Miklubraut í fyrradag. Maðurinn ku hafa verið að flýta sér með farþega á áfangastað þegar lögregl- an stöðvaði hann. Þegar farið var að kanna skilríki mannsins kom upp úr kaf- inu að hann hafði einungis almenn ökuréttindi, þ.e. svokölluð B-réttindi, en ekki meirapróf eins og ætl- ast er til við leigubíla- akstur. Málið hefur verið sent ríkissaksóknara. Láglaunafólk kom verst út úr BSRB-verkfallinu - segja aðstoðarmenn á röntgendeild Borgarspítalans sem fá 13.9% kauphækkun á meðan aðrir fá um eða yfir 20% ■ Aðstoðarfólk á röntgen- deild Borgarspítala sendi fyrir- spurn til BSRB þar sem óskað var skýringa á því hvernig þau eins og aðrir fái 20% meðal- kauphækkun á nýja samnings- tímabilinu. Samkvæmt skriflegu svari hagfræðings BSRB nemur launahækkun þessa fólks (í taxta 6.1 byrjunarlaun) aðeins 13,9% aðmeðaltaliá lómánaða samningstímabili, þ.e. úr 12.913 kr. á mánuði í 14.708 að meðal- tali (1.795 kr.). Ásama tímafær t.d. fólk í 16. launaflokki 22,8% taxtahækkun (3.738 'kr.) en 20,6% meðalhækkun. „Okkur finnst þetta mjög lé- legt - ekki síst vegna þess að verkfallið var túlkað þannig að það væri fyrst og fremst til að ná fram kjarabótum til þeirra lægst launuðu. En svo komum við auðvitað verst út úr því,“ sagði Nína Breiðfjörð, ein af um 20 aðstoðarmönnum á röntgen- deild Borgarspítalans. „Eins og hver og einn getur séð er þarna um að ræða laun sem engan veginn er hægt að lifa af,“ sagði Nína. Hún kvað hagfræðing BSRB hafa sagt þeim að reynt hefði verið í samningunum að fá lægstu taxtana fellda niður, en það hefði ekki verið hægt. í bréfi BSRB er tekið fram að í framangreindu svari hafi ekki verið tekið tillit til þess að einstaklingur í 1. þrepi hækki í 2. þrep eftir 1 ár. Sá sem fyrir samninga hafi verið í fl. 6.1 (11,581 kr. eða lögbundin lág- markslaun 12.913 kr.) fari þá a.m.k. upp í fl. 8.2 eða í 15.483 kr. og hafi þá hækkað um 33,7% miðað við taxta og 19,9% miðað við þau lögbundnu lágmarks- laun sem stefnt sé að að afnema. ■ Þessum láglaunaða hópi innan BSRB (aðstoðarfólk á rönt- gendeild Borgarspítalans) þykir skítt að fá nú minnstar kauphækk- anirnar af öllum eftir kjarabaráttu og verkfall sem rekið var undir kjörorðum um bættan hag þeirra lægst launuðu. NT-mynd: Róbcrt stöðinni ■ í gær varð vinnuslys í nýju flugstöðinni í Keflavík, er mað- ur féll úr fjögurra metra háum stiga. Maðurinn.sem er smiður, var fluttur á sjúkrahúsið í Kefla- vík en ekki var vitað um líðan hans, síðast þegar fréttist. Fulltrúar Háskólaráðs sitja við sinn keip gagnvart BSRB: Fella ekki niður skaða- bótakröfuna ■ Háskólaráð samþykkti á fundi sínum í gær, að ekki skyldi horfið frá skaðabótakröf- um á hendur BSRB vegna verk- fallsins. Ráðinu höfðu borist undirskriftir á annað hundrað kennara við Háskólann þar sem þess var óskað, að skaðabætur yrðu felldar niður og lá tillaga þess efnis fyrir fundinum. Á fundinum komu fram skipt- ar skoðanir um mál þetta, og vísuðu fylgismenn tillögunnar m.a. í óformlegt samkomulag milli Háskólans og verkfalls- nefndar BSRB um að Iátið yrði af verkfallsvörslu við skólann. Kvaðst flutningsmaður tillög- unnarekkihefði staðið að þeim samningum, hefði honum verið Ijóst að Háskólinn hygðist höfða skaðabótamál á hendur BSRB. Þá var felld tillaga þess efnis, að leitað yrði álits lagadeildar um hvort aðrar leiðir væru færar en skaðabótamál. Féll sú tillaga á atkvæði rektors. Neskaupstaður: Samningarnir samþykktir ■ Verkalýðsfélag Norð- firðinga samþykkti nýgerða kjarasamninga með 18 at- kvæðum gegn 7 á félagsfundi í fyrrakvöld. 17 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og vildu þannig mótmæla gengisfell- ingu ríkisstjórnarinnar. Fundarmenn samþykktu að segja upp bónussamning- um og verða þeir lausir þann 1. júlí 1985.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.