NT - 23.11.1984, Blaðsíða 4

NT - 23.11.1984, Blaðsíða 4
Ólympíu- mótið í skák: Góður sigur á Argentínu ■ Þó úrslit 1. umferðar- innar á Ólympíumótinu í skák hafi ekki verið eins og best var á kosið fyrir íslerrsku karlasveitina, jafntefli við Túnis, hafa úrslit tveggja næstu um- ferðanna bætt það upp og gott betur. ísland vann Honduras í annarri um- ferð með fjórum vinning- um gegn engum og lék svo sama leik í þriðju umferð- inni gegn Argentínu. Argentína var hér áður fyrr stórveldi í skák meðan Najdorf og Pilnik voru upp á sitt besta. En Arg- entínumennirnir eru farn- ir að dala og að auki eru þeir ekki með sitt besta lið á Ólympíumótinu, en þrátt fyrir það var árangur Islendinganna góður gegn þeim. Jóhann Hjartarson var greinilega í vígahug en hann er sá eini í íslensku sveitinni senr hefur tapað skák á mótinu til þessa. Gegn Argentínu tefldi Jóhann á öðru borði við Gomez-Baillo og vann liann mjög skemmtilega. Skák þeirra fer hér á eftir. Hvítt: Jóhann Svart: Gomez-Baillo Slavnesk vörn. 1. c4-c6 2. d4-d5 3. RI3-RÍ6 4. Rc3-dxc4 5. a4-Bf5 6. e3-e6 7. Bxc4-Bb4 8. O-ö-ö-ö 9. Rh4-Bg4 10. Í3-Rd5 11. fxg4-Dxh4 12. e4-Rb6 13. Bb3-c5 14. Ra2-Ba5 15. d5-exd5 16. exd5-R8-d7 17. Rc3-Re5 18. h3-Rb-d7 19. Re4-h6 20. Bc2-De7 21. g5-hxg5 22. d6-De8 23. Rxg5-g6 24. Ha3-Bd8 25. h4-f6 26. Rh3-Kg7 27. Rf4-f5 28. Dd5-Df7 29. Re6+-Kg8 30. Hg3-Bxh4 abcdefgh (Það má segja að liðsflutn- ingum sé lokið og nú er aðeins eftir að reka enda- hnútinn á sóknina. Það gerir Jóhann skemnrtilega í næsta leik: 31. Hxf5-Bf6 32. Hxf6-Dxf6 33. Rxf8+-Kxf8 34. Bh6+-Ke8 35. Dg8+-Rf8 36. Bxf8 Og svartur gafst upp enda er nú orðið fátt til Föstudagur 23. nóvember 1984 4 ■ Erlingur Gíslason og Ketill Larsen í hlutverkum Skugga-Sveins og Ketils skræks, ■ Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverki heimasætunnar í Dal. útilegumannanna ógurlegu. Þjóðleik- húsið frumsýnir Skugga-Svein: ■ „Þjóðin hefur fagnað Skugga-Sveini sem andófí við hvers konar kúgun. Þessi þjóð okkar, sem hélt dauðahaldi í hetjuímynd fornaldarinnar og nærðist á sögum, ævintýrum og Ijóðabálkum. Þjóðsögur, hetju- sögur, rímur og rómantík héldu lífínu í fólkinu.“ Með þessum orðum lýsir Brynja Benediktsdóttir leik- stjóri því, sem m.a. hefur höfð- að svo sterkt til íslendinga í leikriti Matthíasar Jochumsson- ar, Skugga-Sveini, sem Þjóð- leikhúsið frumsýnir í kvöld. En Brynja talar um fleira: „Skemmtileg þjóðlífsmynd „Andóf við hvers konar kúgun“ leiksins verður umgerð um vel heppnaðan alþýðuleik," segir hún. Skugga-Sveinn hefur verið sýndur oftar en önnur leikrit íslensk og er það vitnisburður urn erindi það, sem verkið á við þjóðina. Skugga-Sveinn kom fyrst á fjalirnar í Reykjavík árið 1862 og leikmyndin í þeirrj sýningu var máluð af Sigurði Guðmundssyni málara. Hlaut sýningin afar góðar undirtektir og naut vinsælda. í frétt frá Þjóðleikhúsinu segir, að Skugga-Sveinn sé hinn dæmigerði alþýðugamanleikur, persónusafnið skýrt mótað og þar séu hið góða og illa. Ástin gengur þó eins og rauður þráður í gegnum allt verkið og samein- ar og miðlar sátt í lokin. Upphaflega gerð leikritsins var kölluð Utilegumennirnir og þykir hún mergjaðri en seinna tíma leikgerðir, en góðir og grandvarir menn fengu höfund- inn til að slæva broddinn í stykkinu. „Helstu einkenni þessarar leikgerðar okkar Sigurjóns (Jó- hannssonar leikmyndateiknara. Innsk. blnt.) eru annars vegar að inn er skotið köllum úr Uti- legumönnunum til að skerpa andstæður, og hins vegar eru lengri atburðalýsingar teknar úr' textanum. en sviðsettar í staðinn. í leikgerðinnierauðvit- að engan texta að finna nema frá hendi Matthíasar," segir Brynja Benediktsdóttir. Álls koma hátt í 30 leikarar fram í sýningunni. Með helstu hlutverk fara Erlingur Gíslason, sem leikur Skugga-Svein, Ketill Larsen, sem leikur Ketil skræk, Borgar Garðarsson, sem leikur Sigurð í Dal, Sigrún Edda Björnsdóttir, sem leikur Ástu, Örn Árnason sem leikur Harald útilegupilt, Árni Tryggvason, sem leikur Grasa-Guddu qg Randver Þorláksson, sem leikur Gvend smala. Leikstjóri Skugga-Sveins er sem fyrr segir Brynja Bene- diktsdóttir. Sigurjón Jóhanns- son gerir leikmynd og búninga og Asmundur Karlsson sér um lýsingu. Jón Ásgeirsson hefur samið tónlistina fyrir þessa upp- færslu. Hávaðareglur flugvéla í Ameríku: Formlega gengið frá undanþágu Flugleiða ■ Flugleiðir hafa fengið form- lega undanþágu bandarískra stjórnvalda til áframhaldandi rekstrar DC-8-63 flugvéla til Bandaríkjaflugs, þrátt fyrir ákvæði sérstakra hávaðareglna, sem taka gildi þar um næstu áramót, og er fyrst fíugfélaga til að fá slíka undanþágu. Bandarísk yfirvöld settu sex skilyrði, sem umsækjendur þyrftu að fullnægja til þess að eiga kost á undanþágu frá háv- aðatakmörkunum. Meðal þeirra er að umsækjandi hafi framvísað bindandi kaupsamn- ingi um hljóðdeyfibúnað á flug- vélarnar og að hann verði af- greiddur fyrir árslok 1985. Flug- leiðir hafa samið um kaup á slíkum búnaði fyrir tvær af DC-8 vélum sínum við fyrirtækið Aei - onautical Acoustic Technology International og verður hann afhentur í nóvember á næsta ári. Jafnframt fengu Flugleiðir kauprétt á búnaði fyrir tvær slíkar flugvélar til viðbótar, Verð hvers búnaðar er 2.5 mill- jónir dollara. Af öðrum skilyrðum banda- rískra yfirvalda má nefna, að umtalsvert fjárhagslegt tjón komi til, fáist ekki undanþága frá reglunum, og að um sé að ræða þýðingarmikið áætlunar- flug sem falli niður eða skerðist verulega, komi undanþágan ekki til. Alls hafa 105 flugrekendur sótt um undanþágu frá hávaða- reglunum og um síðustu helgi hafði umfjöllun verið lokið um 52, auk Flugleiðaumsóknarinn- ar, og var þeim öllum hafnað. Flugleiðir hafa réttindi til áætlunarflugs til fimm borga í Bandaríkjunum og fyrstu 10 mánuði ársins höfðu verið fluttir 221.506 farþegar á Norður-At- lantshafsleiðinni, sem er 18.8% meira en á sama tíma í fyrra. Menntaskólinn við Hamrahlíð: Fridarpípu- faktorían í Norður- kjallaranum - söngleikur um ástir o.fl. ■ Söngleikurinn Friðar- pípufaktorían eftir hljóm- sveitina Jóa á hakanum verður frumsýndur í Norðurkjallara Mennta- skólans við Hamrahlíð næstkomandi mánudags- kvöld, 26. nóvember, kl. 21.33. Þetta verður jafn- framt eina sýning leiksins. Friðarpípufaktorían fjallar um ástir og örlög, baráttu góðs og ills, og mannkynið.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.