NT - 23.11.1984, Blaðsíða 6

NT - 23.11.1984, Blaðsíða 6
Eftir Guðmund G. Þórarinsson ■ Talsverðar umræður hafa orðið um samningana sem tókust við Alusuisse um hækkað orkuverð til ísal. Flestir eru ánægðir með þann góða árang- ur sem náðist, en nokkrir telja að betur hefði mátt gera. Nú er það svo þegar tveir semja, að hvorugur nær fram sínum ýtrustu kröfum. Auðvelt er líka að gagnrýna samningana þegar niðurstöður liggja fyrir og segjast vilja fá meira. En að hverju stefndu menn? Aðeins einn stjórnmálaflokk- ur, Alþýðubandalagið, lagði skýrt fram hverjar niðurstöður hann vildi fá, ef hann réði einn gangi máli og þyrfti ekki við neinn að semja. Alþýðubanda- lagið lagði fram t'rumvarp til laga á Alþingi um einhliða aðgerðir, einhliða hækkun orkuverðs. Auðvitað er fróð- legt að bera þetta frumvarp saman við niðurstöður samn- inganna. Hækkun orkuverðs. Alþýðubandalagið lagði til með frumvarpi sínu að Alþingi veitti ríkisstjórninni heintild til að hækka orkuverðið til ísal einhliða í 15-20 mill. Útskipun á áli í Straumsvíkurhöfn. Þar stendur það svart á hvítu hvað Alþýðubandalagið vildi fá í orkuverð, ef það fengi eitt að ráða og þyrfti ekki að semja við Alusuisse. Samningarnir sem nú eru gerðir eru með grunnverð 15 mill, sem sveiflast milli 12.5 mill og 18.5 mill eftir álverði. ■ Leitað var til sérfræðinga til. að meta þróun álverðs á því 5 ára tímabili sem samningurinn tekur til. Erlend fyrirtæki, sem gefa sig út fyrir að vera sér- fræðingar í áliðnaði og hafa áratugum saman gefið út spár reglulega um þróun álmarkað- arins, segja olckur að samning- urinn þýði að meðaltali 16-17 mill á þessu 5 ára tímabili. Auðvitað geta menn dregið í efa allar spár fram í tímann en segja má þó, að þeir sem gerst ættu að vita telji, að bestu manna yfirsýn, að samn- ingurinn gefi 16-17 rnill pr. kwh. Ekki virðist þá árangurinn slæmur miðað við þá niður- stöðu, sem Alþýðubandalagið vildi fá. Auðvitað hafði það líka áhrif í samningaviðræðunum að Alusuisse vissi að lagt hafði verið fram frumvarp á Alþingi um einhliða aðgerðir, frumvarp, sem gefur í skyn að íslendingar muni sætta sig við 15 mill. Það hljóta menn að skilja. Torfi Jónsson: Æviskrár sani- tíðarmanna, A-Ö (í þrem bindum). Skuggsjá 1982-1984. ■ Mörg rök mætti færa fyrir því að mannfræði, eða öllu heldur sá angi hennar, sem fjallar um vitneskju um náung- ann, sé sú fræðigrein er flestir íslendingar stundi og kunni nokkur skil á. Hver er maður- inn, hverra manna og hvaðan spurðu menn oft hér áður fyrr er þeir þurftu að hefja sam- ræður við ókunnuga, sem þeir hittu á förnum vegi. Þetta var eðlilegt á meðan landið var strjálbyggt, samgöngur milli byggða takmarkaðar og flestir enn búsettir í heimahéruðum. Nú á dögum heyrir maður slíkar spurningar æ sjaldnar. Greiðar samgöngur hafa fært okkur nær hverju öðru og flestir - af yngri kynslóðmni a.m.k. - virðast vera af Faxa- flóasvæðinu. En þrátt fyrir nálægðina-og kannski einmitt vegna hennar - hefur þörfin á því að geta aflað sér nauðsynlegrar vit- neskju um náungann fremur aukist en minnkað. 1 nútíma samfélagi verðum við, hvort sem okkur líkar betur eða Þarft uppsláttarrit verr, að hafa daglegt samband við fjölda fólks. Fæstir segja lengur nokkur deili á sér, nema þá helst til nafns, og ef gengið er á þá er eins víst að menn taki að þylja tölurunu; nafn- númer. Það segir mér harla lítið, en ég á miklu auðveldara með að tala við ókunnugt fólk ef ég get aflað mér einhverra upplýsinga um það fyrst. Til þess að það sé hægt verða ailtaf að vera fyrir hendi aðgengileg uppsláttarrit. Slík rit hafa oftsinnis verið gefin út hérlendis, en það er eðli þeirra að úreldast fljótt og koma ekki að fullum notum nema skamma hríð. Af þeim sökum verður sífellt að gefa út ný rit, eða viðbætur við þau sem fyrir eru. Þetta rit Torfa Jónssonar, Æviskrár samtíðarmanna, bætir úr brýnni þörf. Það er í þrem bindum, tæpar tvö þús- und blaðsíður og í því eru æviágrip hátt á fimmta þúsund samtíðarmanna. Allt hlýtur þetta að virðast allmikið að vöxtum, en er þó varla nóg. Ég hef til að mynda leitað nafna ýmissa samtíðarmanna, sem hiklaust ættu heima í riti sem þessu, en án árangurs. Þarna er þó ekki við höfundinn einan að sakast. Þeir hafa vafalaust verið margir, sem ekki svöruðu útsendum spurningalistum og síðan vinna við verkið hófst hafa margir haslað sér völl í þjóðlífinu, sem ekki þótti á- stæða til að senda listana, voru jafnvel ólögráða unglingar í skóla fyrir fjóruni til fimm árum. Vitaskuld getur rit sem þetta aldrei náð yfir alla þjóðina en hins vegar hlýtur sú spurning að vakna; hvernig voru menn valdir. Var valið eftir stéttum, af handahófi, eða eftir ein- hverjum öðrum reglum? Voru menn valdir af því þeir voru þekktir, eða af því þeir töldust nýtir borgarar? Þarna er um að ræða grundvallaratriði í vinnu- brögðum og fyrir því hefði þurft að gera grein í inngangi. Eins og áður sagði eru í ritinu æviskrár hátt á fimmta þúsund samtíðarmanna. Þær eru nijög mislangar. Flestir þeirra, sem beðnir voru um upplýsingar virðast hafa svarað nákvæmlega því sem um var spurt, en aðrir veita ítarlegri og nákvæmari upplýsingar og það svo, að einstaka menn taka yfir tvær síður, án þess þó að séð verði að þeir hafi verið athafnasamari en aðrir. Þarna finnst mér ritstjórn verksins hafa brugðist. Sjálfsagt er að geta allra helstu starfa, sem menn hafa unnið og þeir, sem fengist höfðu við ritstörf voru að sönnu beðnir um að geta rita sinna. Með því hefur þó tæplega verið átt við að menn ættu að telja upp nær því hvert handarvik, sem þeir hafa unnið um ævina og mikilvirkir rithöf- undar eiga vitaskuld ekki að nota rit sem þetta sem ritaskrá. Það er ekki í samræmi við tilgang þess. í ritum af þessu tagi eiga aðeins að vera nauð- synlegustu upplýsingar og rit- stjórinn á að gæta þess, að menn haldi sig við það form, sem þeim er sett. Ekki er því að neita, að stöku villur er að finna í þessu verki. Þær eru misjafnlega al- varlegar, og fleiri en óhjá- kvæmilegt mætti virðast í svo stóru riti. Annað er, að þess virðist ekki hafa verið gætt sem skyldi, að upplýsingar um einstaka menn væru að fullu í samræmi við tímann. Flestir þeir, sem getið er í ritinu, eru menn á besta aldri. Á þeim er oft mikil hreyfing, t.d. í starfi og margir gegndu allt öðru starfi þegar ritið kom út en þegar spurningalistar voru sendir út. Slíkar breytingar hafa sýnilega ekki alltaf komist til skila og upplýsingarnar því ekki tæmandi. Vitaskuld er aldrei hægt að fylgjast með hverjum einasta manni og ef til vill sýnir þetta betur en flest annað, hve rík þörf er á því að ■ Torfi Jónsson. rit sem þetta sé gefið út sem oftast. Þrátt fyrir þá ágalla, sem hér hafa verið nefndir er þetta 'rit mjög þarft. Það bætir úr brýnni þörf og verður að teljast góður grundvöllur frekari útgáfu á þessu sviði. Frá forlagsins hálfu er allur frágangur verksins með ágæt- um. Það er skýrt, prentað á góðan pappír, bundið í smekklegt band og umfram allt í handhægu broti. Jón Þ. Þór. Álsamningarnir: Hvaða árangri vildu menn ná? Nixonkenningin og sambúð stórveldanna ■ Nixon forseti og Kissinger utanríkisráðhcrra, sem hafði mikil áhríf í mótun utanríkisstefnunnar. Robert S. Litwak: Détente and the Nixon Doctrine, Am- erican Foreign Policy and the Pursuit of Stability, 1969-1976. Cambridge University Press 1984. 232 bls. ■ Þegar Richard Nixon var kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 1969 voru Bandaríkja- menn djúpt sokknir í styrjald- arfenið í Víetnam. Nixon átti útnefningu sína og kjör ekki síst að þakka óvinsældum styrjaldarinnar og þeirri stað- reynd að hann sagðist sjálfur í kosningabaráttunni búa yfir leyniáætlun um það, hvernig —friði yrði komið á í Víetnam. Nixon tókst að flytja heri Bandaríkjamanna frá Víet- nam og þegar á heildina er litið hafa engir bandarískir forsetar á seinni árum markað jafn- mikla stefnubreytingu í utan- ríkismálum og hann. Hann hætti þátttöku í Víet- namstríðinu, hann tók upp stjórnmálasamband við kín- verska Alþýðulýðveldið og stórbætti samskipti þjóðanria, og hann stuðlaði að þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna nteð þeim hætti að sambúð risaveldanna tveggja hefur líkast aldrei ver- ið betri frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar en hún var síð- ustu forsetaár Nixons. Allt átti þetta rætur í Nix- onkenningunni svonefndu, en samkvæmt henni hétu Banda- ríkjamenn því að bregðast ekki bandamönnum sínum á hættustund, en lýstu því þó jafnframt yfir, að þeir myndu ekki láta draga sig út í beinar hernaðaraðgerðir í öðrum löndum á sama hátt og gerst hafði í Víetnam. Með þessu hugðist Nixon endurvekja_ traust annarra þjóða, einkum þjóða þriðja heimsins, á Bandaríkja- mönnum.-og stuðla jafnframt að stöðugleika í alþjóðamál- um, sem gæti orðið grund- völlur gagnkvæms traust og bættrar sambúðar stórveld- anna. Þeir eru margir, sem hafa viljað draga úr frumleika Nix- ons sjálfs f þessu efni og þakka Henry Kissinger, öryggismála- ráðgjafa og síðar utanríkisráð- herra hans. Segja hann hafa verið heilann á bak við utan- ríkisstefnu Nixons. Höfundur þessarar bókar hefur kannað utanríkisstefnu Bandaríkjanna í forsetatíð Nixons til nokkurrar hlítar. Hann skýrir í ritinu hvernig Nixonkenningin varð smám saman til og hvernig báðir, Nixon og Kissingaer, lögðu þar nokkuð af mörkum. Þetta gerir hann m.a. með því að kanna afskipti Nixons af utan- ríkismálum áður en hann varð forseti og sýna hvernig skoðan- ir hans breyttust smám saman. Jafnframt kannar höfundur feril Kissingers og þó einkum rit hans, en Kissinger var pró- fessor við Harvardháskóla og skrifaði mikið um utanríkis- og alþjóðamál áður en liann varð öryggismálaráðgjafi. Sýn- ir höfundur m.a. fram á, að hann hefur dregið mikinn lær- dóm af bæði stjórnmála- mönnum og stjórnmálaheim- spekingum 19. aldar. Þetta er afar athyglisverð bók og fróðieg. Hún sýnir hvernig stjórnarstefna Nixons í utanríkismálum þróaðist smám saman úr því að vera lauslegar hugmyndir til lausnar brýnu úrlausnarefni í heilstæða stefnu, sem óneitanlega hafði rnikil áhrif á gang heimsmála. Jón Þ. Þór.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.