NT - 23.11.1984, Blaðsíða 10

NT - 23.11.1984, Blaðsíða 10
Föstudagur 23. nóvember 1984 10 Robinson melódískur - Tom Robinson Backinthe old country ■ „Sing if you’re glad to be gay“ söngTom Robinson forð- um og réttiætiskenndin var að drepa kappann í hverju einasta lagi. Lögin voru kraftmikil og full af sannfæringu og hvers kyns misrétti var tekið fyrir í lögum hans. Þá var nú gaman að hlusta á Tom Robinson. Nú hefur Robbi breyst. Hann er orðinn mun melódísk- ari eins og allir menn í dag en ekki gengur honum jafnvel að selja plötur sínar og á árum áður. Nýjasta breiðskífa hans skartar á A hlið laginu Back in the old country sem er skemmtilegt og sérlega vel út- sett með á tíðum suðrænum blæ. Á hlið B er eitthvað lag sem heitir Begging og er slappt. En lagið á hlið A er nett og létt og fær sex (en soldið saknar maður gamla Robba) (6 af 10) í ræktinni: Áheyrileg plata sem lofar góðu Jól. GfORGIO M0R0DER as*6**-! Track Theme From ne Ofítcial Muslc Of The ISB4 Gamcs Ææogóó... Giorgio Moroder/ Reach Out ■ Nei nú er Moroder karlinn orðinn þreytulegur. I’etta er hörmulegt lag að öllu leyti. Einhæf útsetning og það virð- ist sem Moroder kunni bara eina aðferð til að útsetja þessa dagana. Reach Out nýjasta lag kappans er alveg eins og Flash- dance hvað útsetningu og blæ- brigði varðaren laglínan mörg- um sinnum daprari. Ætli Goggi ieiki ekki á allt sjálfur? Hann er með þreytt synthasánd sem allir eru búnir að fá leið á nema hann sjálfur kannski. Annars er þetta citthvað fyr- ir Ólympíuleikana í LA í sumar og þetta er e.t.v. fínt í kanann. Lummóogleiðinjegt. Það má dansa við þetta. Það er kosturinn við lagið en svo er það búið. (3 af 10) Jól ■ Kan nefnist ung og óreynd hljómsveit sem um þessar mundir er að gefa út sína fyrstu plötu; í ræktinni. Hljómsveitin er skipuð þeim Herbert Guð- mundssyni, söngvara, Magnúsi Hávarðarsyni, gítarleikara, Finnboga Kristjánssyni, bassa- leikara, Alfreð Erlingssyni, hljómborðsleikara og Hilmari Valgarðssyni, trommara. Hljómsveitin Kan hetur haslað sér völl á Vestfjörðum, um nokkurt skeið, einkum í Bolungarvík og á ísafirði. Meðlimir hennar eru þó fæstir af þeim slóðum og sennilega er söngvarinn Herbert Guð- mundsson þeirra þekktastur, en hann var áður meðlimur hljómsveitarinnar Pelican, sælla minninga. í ræktinni er áheyrileg létt- rokk plata, og lögin eru öll frumsamin af meðlimum hljómsveitarinnar. Hljóðfæra- leikur, útsetningar og söngur eru með því skárra sem gerist á íslenskum vettvangi. Lögin eru flest nokkuð grípandi og melódísk, hæfileg blanda af hressu rokki og kliðmjúkum melódíum. Herbertstendu'rsig vel í söngnum. Hann hefur hljómgóða rödd sem hann beitir af nokkurri kunnáttu og leikni, ekki of ágengur en þó blessunarlega laus við alla væmni. Þá má geta saxófón- leiks Einars Braga sem aðstoð- ar þá félaga. Hann puntar skemmtilega upp á plötuna og gefur góða fyllingu. Ekki verður sagt um þessa plötu að hún marki nein þátta- skil enda ekki brotið upp á neinum nýjungum. Engu að síður lofar hún góðu og á líklega eftir að heyrast víða um jólin. Gjörsamlega heillandi... Einkunnaskali plötudóma NT: 10 Meistaraverk 9 Frábært 8 Mjöggott 7 6 5 4 3 2 Gott Ágætt Sæmilegt Ekkert sérstakt Lélegt Afburða lélegt 1 Mannskemmandi ■ Hér höfum við annað 01- ympíulag með þekktu stefi sem eitthvað var notað á Olympíu- leikunum. Höfundur er Phil Picket en sá hefur verið viðrið- inn Culture Club. Lagið er Destiny og er með þrurnu- sándi, skemmtilega útsetningu og einvalalið hljóðfæraleikara. T.d. Terry Britten gítarristi, Jon Moss á trommur og Helen Terry í bakröddum. Phil Pick- ett syngur og leikur á hvítu og svörtu nóturnar. Pó ég hafi nú hrósað þessu dulítið þá hef ég ekki enn sagt að laglínan sé mjög skemmti- leg fyrir minn smekk. Þetta er samt vel danshæft og allt í lagi. Maður hefur heyrt margt verra á þessu ágæta ári, 1984. Ef þig vantar Olympíulag nett og létt þá er það þetta til dæmis. (6 af 10) Súltúrslúbb á 0L í LA ’80 - Phil Pickett/ Destiny - FIXX/Less cities, more moving people ■ Þetta er klassaband þetta FIXX. Hér beita þeir gamal- kunnu bíti. Gamla twistið dunkar undir niðri í laginu Less Cities More Moving People. Hér á Islandi er FIXX þekktust fyrir lagið One Thin Leads To Another sem Hann- es nennti aldrei að spila. Þetta er gæðapopp, fram- sækið að mörgu leyti og snyrti- leg beiting svuntuþeysa hefur mikið að segja. Upp með seðlana og kaupa þetta lag. Einn tveir og þrír. Þetta er heillandi tónlist... (8 af 10) jói

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.