NT - 23.11.1984, Blaðsíða 23

NT - 23.11.1984, Blaðsíða 23
Föstudagur 23. nóvember 1984 23 Norska gullinu forðað I ævintýraheimi Armanns Kr ■ Hörpuútgáfan á Akranesi sendir nú frá sér nýja bók eftir norska rithöfundinn Asbjörn Öksendal. Áður eru komnar út eftir hann bækurnar: „Þegar neyðin er stærst", „Gestapo í Þrándheimi", „Föðurlandsvinir á flótta" og „Fallhlífasveitin". 9. apríl 1940. Bílalest lagði af stað frá Osló með gullforða Norðmanna, samtals 50 smá- lestir. Þetta var upphaf ævin- týralegs flótta og hrikalegra at- burða, sem áttu sér enga hlið- stæðu. 29. apríl 1940. Molde, brenn- andi bær undir stöðugum loftár- ásum Þjóðverja. Beitiskipið Glasgow lá við bryggjuna og beið þess að flytja norsku kon- ungsfjölskylduna og 50 smálest-. ir af gullforða Norðmanna á öruggan stað. Sprengjurnar féllu allt í kring- um skipið og á næsta augnabliki gat allt sprungið í loft upp. En norsku sjálfboðaliðarnir unnu baki brotnu og hugsuðu ekki um eigið líf þegar föðurland þeirra var í veði. Beitiskipið lagði af stað út úr brennandi höfninni í sprengjuregni þýsku flugvélanna. Hver yrðu endalok hins dýrmæta farms? Asbjörn Öksendal skrifar einungis sannar frásagnir af hildarleiknum í Noregi, enda eru bækur lians skráðar eftir viðtölum við fólk sem upplifði atburðina. Kvikmynd hefur verið gerð um þessa atburði. Skúli Jensson þýddi bókina. ■ Bókaforlagið Vaka hefur gefið út barnabókina í ræn- ingjahöndum eftir Ármann Kr. Einarsson. Þetta er þriðja bókin í því vinsæla safni úrvalsbarna- bóka, sem Vaka gefur út undir samheitinu „Ævintýraheimur Ármanns". Spennandi atvik og litrík ævintýri einkenna þessa bók, sem er endurskoðuð útgáfa samnefndrar bókar, er kont út fyrir tveimur áratugum í flokki bóka um þá félaga Óla og Magga. Armann Kr. Einarsson þarf ekki að kynna fyrir lesendum. Hann hefur með penna sínum ieitt tugþúsundir íslenskra barna og unglinga inn í ævin- týraheim, sem þau liafa notið til hins ítrasta. Hann hefur fyrir löngu hlotið viðurkenningu sem einn fremsti barna- og unglinga- bókahöfundur okkar og bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála. I ræningjahöndum ber öll ein- kenni höfundar síns. Hún er ljúf og létt en um leið spenn- andi. Höfundur leiðir lesandann á vit ótrúlegustu atvika þar sem allt getur gerst. í bókinni, sem er á annað hundrað blaðsíður, eru teikn- ingar eftir Halldór Pétursson, kápuhönnun annaðist Gunnar ÁMANtUOtmMSSON Baldursson, en mynd á kápu teiknaði Þorsteinn Eggertsson. Ást hennar á iæknin* um var fölskvalaus ■ Út er komin hjá Hörpuút- gáfunni á Akranesi, 16. bókin eftir Bodil Forsberg. Þessi nýja ástarsaga heitir „Sigur ástarinn- ar". „Kerstin hljóp áfram í myrkr- inu í áttina að sjúkrahúsinu. Aðeins ein hugsun komst að í huga hennar: Að bjarga lífi móður sinnar. Hún varð að ná í lækni. Þessa nótt urðu straumhvörf í lífi hennar. Hún kynntist þremur manneskjum, sem hver á sinn hátt áttu eftir að verða örlagavaldar hennar. Anders Martin læknir sem var ekkju- maður. Jan sonur hans og gamla frú Martinson móðir læknisins. Kerstin réðst sem barnfóstra til læknisins og náði strax hylli Jans. Öðru máli gegndi um gömlu frú Martinson. Hún lagði strax hatur á ungu stúlkuna. Af einhverri dularfullri ástæðu reyndi hún að flæma hana burt af heimilinu. Lævísi og undir- ferli görnlu frúarinnar áttu sér engin takmörk. Til þess að Sígur ástarinnar koma glæpsamlegum áformum sínum í framkvæmd naut hún aðstoðar einkahjúkrunarkonu sinnar, sem einnig elskaði lækninn. Þær áttu sér sameigin- legt takmark: að koma Kerstin í fangelsi og ryðja henni þannig úr vegi. Kerstin virðist enga leið eiga úr þeim svikavef sem hún er flækt í. Ást hennar á læknin- um er fölskvalaus. Engin fórn er of mikil fyrir slíka ást.“ Skúli Jensson þýddi bókina. Handbók fjallagarpa ■ Bókin Fjallaferðir, hand- bók íslenskra ferðalanga, er komin út. Geymir hún upplýs- ingar, sem hverjum og einum er nauðsynlegt að kunna skil á, sé á annað borð áhugi fyrir hendi á útiveru og gönguferðum hér á landi. Bókin er upplýsingarit, þar sem fjallað er á aðgengileg- an hátt um útbúnað í ferðir, nesti, ferðatækni, öryggismál varúðarráðstafanir og fleira. Höfundur bókarinnar er Sig- urður Sigurðarson, fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Áfangar, mjög reyndur og víðförull ferðamaður hér á landi. Útgef- andi er útgáfufyrirtækið Um allt land hf. Fjallaferðir skiptist í 15 kafla. í byrjun er farið yfir þann útbúnað sem hafa þarf í allar gönguferðir; skófatnað, sokka, legghlífar, fótpoka, almennan fatnað, áttavita, landakort, úr og flautu, bakpoka, svefnpoka, hlífðarpoka, einangrunar- mottu, tjald, eldunartæki, hita- brúsa og að lokum sjúkrakassa. Nesti í gönguferðir verður að velja af mikilli kostgæfni. Hafa verður í huga, að það má ekki vera of þungt í burði en þó orkuríkt svo unnt verði að af- kasta þeirri vinnu sem göngu- ferð í sjálfu sér er. Um þetta fjallar næsti kafli bókarinnar. Mjög náið er fjallað um ferða- tækni. Þá eru kaflar um gönguskíði, vélsleðaferðir, sólbruna og sólvernd, snjóflóð og ofkæl- ingu. Vetrarferðir verða æ tíð- ari, t.d. gönguferðir yfir landið um miðjan vetur eða vélsleða- ferðir. Allir göngumenn eiga að kunna skil á áttavita, kunna að nota hann og lesa úr landakort- um. ítarlegur kafli er um þessi mál og eru leiðbeiningarnar ein- faldar og auðskiljanlegar. Öryggismál ferðamanna hér á landi eru mjög ofarlega á baugi. í bókinni Fjallaferðir er mjög ítarlega farið út í þá sálma, fyrirbyggjandi aðgerðir tíundaðar, hjálp á slysstað, hvernig eigi að bera sig eftir hjálp, verði slys í óbyggðum fjarri alfaraleið o.s.frv. Að öllum líkindum er þetta einn mikilvægasti kaflinn í bókinni. Rætt er nokkuð um umhverf- ismál og þann vanda sem við er að etja í þeim málum. Góð umgengni segir meira um ferða- menn en margt annað. Einn athyglisverðasti kaflinn er sá fjórtándi. Þar eru birtir fjölmargir minnislistar, sem göngumenn geta haft til hlið- sjónar þegar ferð er undirbúin. Gefnir eru minnislistar um sum- ar- og vetrarferðir og þeim skipt í langar ferðir og stuttar ferðir. Þá er einnig birtur minnislisti fyrir vélsleðamenn. Síðasti kafli bókarinnar er um ferðamöguleika og þær heim mildir sem áhugamenn um ferðalög á Islandi eiga völ á. Getið er um bækur og tímarit. Fjölmargar myndir eru í bók- inni og teikningar sem ætlað er að skýra nánar út fyrir lesendum viðfangsefni hvers kafla. Ekki er að efa að þessi bók er kær- komin fyrir þann mikla fjölda sem áhuga hefur á gönguferðum um landið. Tilgangurinn með útgáfunni er fyrst og fremst sá, að með þeirn upplýsingum sem í henni er að finna, komist hver sá heill frá viðureign sinni við hina, oft og tíðum, óblíðu nátt- úru landsins. Bþkin Fjallaferðirfæst í flest- um bókaverslunum landsins og kostar 795 krónur. Einnig er hægt að panta hana hjá útgáf- unni og þar er hún 110 krónum ódýrari. Gagnleg kennslubók - sem allir ættu að lesa ■ Kennslubók um ávana- og fíkniefni fyrir skóla og almenn- ing er heiti bókar sem Hafnar- fjarðarbær gaf út í haust. Höf- undur er dr. Vilhjálmur G. Skúlason auk fjögurra rnanna starfshóps sern var honum til aðstoðar við gerð bókarinnar. Hér er um tilraunaútgáfu að ræða en ástæðan til þess að bæjarfélagið tók að sér að gefa ritið út er að oft hafa orðið umræður um ávana- og fíkniefni á bæjarstjórnarfundum og hvernig bregðast skuli við þeim háska sem aukin notkun þeirra veldur. Ákveðið var að efla fræðslu um þessi efni og nefnd skipuð til að vinna að því verkefni. í formála segir m.a.: Fyrsta verkefni nefndarinnar var undirbúningur almenns námskeiðs um ávana- og ffkni- efni, sem haldið var á vegum Námsflokka Hafnarfjarðar á vorönn 1984. Þessi kennsla fór fram bæði í formi fyrirlestra og með umræðusniði og var þátt- takendum að kostnaðarlausu. Annað verkefni nefndarinnar var að semja kennsluefni. er hentaði til kennslu í skólum bæjarins. Var formanni nefnd- arinnar falið það verkefni. Til liðs við hann voru fengnir auk Ellerts Borgars Þorvaldssonar tveir kennarar og einn leikmað- ur. Var það gert til þess að freista þess að semja námsefni, er hentaði bæði nemendum og almenningi. Fyrir valinu urðu kennararnir Erna Björndóttir og Einar Guðmundsson og Hólmfríður Finnbogadóttir. húsmóðir. Hefur þessi hópur reynst ein- staklega samhentur og áhuga- samur og þess vegna hefur tekist að vinna námsefnið og gefa það út til notkunar, þegar skólar bæjarins hefja starfsemi sína haustið 1984. Jón ÞórGíslason, myndlistar- maður, hefur myndskreytt bók- ina af mikilli'smekkvísi. ■ Lífsgleðin er best tryggð án ávana- og fíkniefna, er textinn með þessari mynd, en hún er ein af mörgum, sem leggja áherslu á efni bókarinnar. Fjölbreytt tímarit: Svavar, Styrmir og Jesse Jackson ■ Tímaritið Manniíf, 2. tölu- blað 1984, er nýkomið út, afar fjölbreytt að efni. Ritið er 96 blaðsíður í stóru broti. ríku- lega myndskreytt. Mannlíf var að þessu sinni sett að mestu Ieyti í Prentsmiðjunni Odda h.f., en filmuunnið, prentað og bundið í Rotterdam í Hol- landi. Meðal efnis í Mannlífi að þessu sinni er einkaviðtal rit- stjóra við blökkumanna- leiðtogann Jesse Jackson, sern margir telja mesta leiðtoga bandarískra blökkumanna síð- an dr. Martin Lúther King lést. Viðtalið við Jesse Jackson fór fram í Chicago fyrir skömmu. Þá er í ritinu grcin um bókmenntir, listir, tækni og vísindi eftir dr. Þorvald Gylfason prófessor, viðtal er við Tinnu Gunnlaugsdóttur leikkonu, sagt er frá sjúkdóm- unum bulimia og anorexia ner- vosa, sem ágerast stöðugt, einkum meðal ungra stúlka í velferðarþjóðfélögunum. Enn má nefna að óvenjulegt viðtal er við Svavar Gestson fortnann Alþýðubandalagsins, svip- mynd er af Styrmi Gunnarssyni ritstjóra Morgunblaðsins, einnig svipmynd af Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistara í skák, Olafur Þ. Harðarson ritar um skoðanakannanir, al- menningsálit og stefnumótun í stjórnmálum og grein er um norræn hótel með merka sögu. Enn má nefna að tískuþáttur er í blaðinu, þar sem nokkur þekkt pör hafa verið fengin til að klæða sig uppá, fréttir eru úr ýmsum áttum af þekktu fólki, innlendu sem erlendu, Birgir Árnason ritar um stór- iðju, viðamikil grein er um kynlíf á níunda áratugnum, fjallað er um hið nýja popp- stirni Prince, og Guðmundur Heiðar Frímannsson og Guðmundur Andri Thorsson rita um bókmenntir, svo eitthvað sé nefnt. Þetta annað tölublað Mann- lífs er prentað í 10 þúsund eintökum, og er þar með orðið annað eða þriðja útbreiddasta tímarit á íslandi, en fyrsta tölublað hefur nú selst í uni 11 þúsund eintökum. Mannlíf er aðili að upplagseftirliti Sam- bands íslenskra auglýsinga- stofa og Verslunarráðs Islands. - Útgefandi Mannlífs er út- gáfufélagið FJÖLNIR h.f., rit- stjóri er Herdís Þorgeirsdóttir, auglýsingastjóri Lilja Hrönn Hauksdóttir. Heiðda Þi '°r«c-i«.sdóitir OftSv “d“ Slf»íl<l«.16n,r Kennsluhefti V,ð°nnu fráStdruborg 0,<I.AGID Skólaútgáfa af „Önnu frá Stóru-Borg“ ■ Út er komin hjá Forlaginu ný skólaútgáfa af skáldsögunni Anna frá Stóruborg eftir Jón Trausta. Útgáfa þessi er einkum ætluö nemendum í efstu bekkjum grunnskóla en hentar jafnframt prýðilega framhaldsskólanemendum. Tveir kennarar, þær Heiðdís Þorsteinsdóttir og Svandís Sigvaldadóttir, annast útgáfuna. Fáar íslenskar skáldsögur á þessari öld hafa notið slíkra hylli sem Anna frá Sfóruborg - ástarsaga alþýðustráksins og yfirstéttarkon- unnar. Eflaust á margt þátt í þeim vinsældum. Má þar nefna fjörlega og lifandi lýsingu Jóns Trausta á samfélagi og tíðaranda íslenskra miðalda, svo og aðdáun hans á sterkum einstaklingum sem brjóta af sér félagsleg bönd og fylgja heitum tilfinningum. Þessari útgáfu af sögunni fylgir stuttur og greinargóður formáli, nemendum til fyrstu glöggvunar og jafnframt er þar að finna ítarlegar orðskýringar við söguna. Þá er í bókinni kort af sögusviði, tímatal og skrá yfir rit sem ungir lesendur geta sótt frekari fróðleik í. - Bókina prýða einnig myndir eftir Jóhann Bricm, listmálara, við söguna. Þá er ekki síður fengur í sérstöku kennsluhefti sem umsjónar- menn útgáfunnar hafa tekið saman og ætlað er kennurum. í kennsluheftinu er glögg og greinargóð ritgerð um söguna og höfund hennar. Fjallað er um sögulegar fyrirmyndir verksins, formgerð þess og lýst er íslensku samfélagi á 16. öld. Einnig er í heftinu langur verkefnalisti og ætlast er til að kennarar velji það af honum sem þeir telja henta aldri og þroska nemenda sinna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.