NT - 23.11.1984, Blaðsíða 5

NT - 23.11.1984, Blaðsíða 5
Úr stefnuræðu: Kjarasamningarn- ir felldu gengið - segir forsætisráðherra; skynsemi næst ■ í stefnuræðu forsætisráð- herra, Steingríms Hermanns- sonar, sem flutt var á alþingi í gær, sagði hann meðal annars að hann teldi orsök gengisfell- ingarinnar vera nýgerða kjara- samninga. „Þegar að er gáð, féll gengið þegar skrifað var undir kjara- samningana. Framhaldið var formsatriði.“ Steingrímur sagði einnig að ef ekkert hefði verið að gert, hefði rekstrarstöðvun orðið í fjölmörgum fyrirtækjum í sjávarútvegi, vegna hækkaðs launakostnaðar og hækkaðs fiskverðs. Steingrímur rakti einnig hluta þeirra efnahagsráðstafana sem ríkisstjórnin hyggst grípa til. Þar kom meðal annars fram að opinber gjöld af olíu verða að verulegu leyti felld niður og að uppsafnaður söluskattur í sjáv- arútvegi verður endurgreiddur frá og með næstu áramótum. Þá kom fram í ræðu forsætis- ráðherra að útlánareglur Hús- næðisstofnunnar verði endur- skoðaðar þannig að auka megi fyrirgreiðslu við þá sem byggja íbúðir af hæfilegri stærð og byggja eða kaupa íbúðir í fyrsta sinn. Einnig að reynt verði að draga úr áhrifum verðhækkana með auknum greiðslum al- Pyntingar er hægt að stöðva ■ 18. nóvember 1982 dóu Kaduna Katanga og Jona Hamukwaya, nokkr- um stundum eftir að þau voru handtekin af hinum sérstöku lögreglusveitum Suður-Afríkustjórnar, Koevoet (Kúbein) í Nami- bíu. Dómsrannsókn leiddi ekki í Ijós hverjir bera ábyrgð á dauða Hamukw- aya, en fjórir Koevoet menn, sem létu Katanga hlaupa marga kílómetra og börðu hann, voru síðar ákærðir. Suður-Afríka er í hópi 98 ríkja þar sem pyntingar eru stundaðar eða látnar viðgangst af stjórnvöld- um, samkvæmt heimildum Amnesty International. Þeim ríkjum fer fjölgandi. Nú stendur yfir alþjóðlegt átak Amnesty Internati- onal gegn pyntingum. Hver og einn hlýtur að spyrja sig hvort hann geti lagt málefninu lið og hvað ísland geti lagt af mörkum. íslandsdeild Amnesty International hefur skrif- stofu í Hafnarstræti 15. Síminn er 16940. mannatrygginga, lækkun tolla á nauðsynjum og lækkun tekju- skatts. Munu þessar ráðstafanir verða kynntar nánar við af- greiðslu fjárlaga. Nýskópun atvinnuvega Steingrímur sagði í ræðu sinni, að lítið svigrúm væri til aðgerða á næsta ári, vegna mikilla erlendra skulda og lítils hagvaxtar, en þó sagði hann ríkisstjórnina telja nauðsynlegt að stíga byrjunarskref til ný- sköpunar í atvinnulífi. „Einna mikilvægast er að skapa jarðveg fyrir nýjar og háþróaðar atvinnugreinar. Staðreyndin er sú að við íslend- ingar höfum dregist verulega afturúr öðrum þjóðum í allri nýsköpun í atvinnulífi,“ sagði Steingrímur. „Líftækniiðnaður, sem vaxið hefur gífurlega í nágranna- löndum okkar, er talinn álitleg iðngrein hér á landi. Unnið er að rannsóknum á því sviði, sem geta fljótlega leitt til byrjunar- framkvæmda." Þá greindi Steingrímur frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja á stofn, með sveitarfé- lögum og öðrum sem áhuga hafa, sérstakt þróunarfélag til stuðnings nýjum atvinnugrein- um. Steingrímur sagði að náðst hefði samkomulag við samtök bænda um að draga úr kjöt- og mjólkurframleiðslu þannig að útflutningsbóta verði ekki þörf að fimm árum liðnum. Hann kvaðst telja ólíklegt að auka mætti sjávarafla að marki, „hins vegar ber að leggja mikla áherslu á aukna tæknivæðingu, einkum í vinnslunni, þannig að verðmætasköpun fyrir hverja vinnustund aukist verulega." Meginmarkmið Steingrímur sagði ríkisstjórn- ina hafa eftirfarandi markmið að leiðarljósi: 1. Að rekstrargrundvöllur at- vinnuveganna verði tryggður og atvinnuöryggi haldist. 2. Að lífskjör verði ekki lakari á árinu 1985 en í ár, og hagur þeirra sem lægstar tekjur hafa, verði sérstaklega tryggður. 3. Að gæta ýtrasta aðhalds með erlendum lántökum. 4. Aðúrverðbólguverðidregið að nýju á seinni hluta ársins 1985. Eins og áður segir telur for- sætisráðherra eina meginorsök gengisfellingarinnar vera ný- gerðir kjarasamningar. „Ríður því á miklu, að betur takist til við næstu kjarasamninga en í þeim síðustu. Þá verður að leggja áherslu á að gera skynsamlega samninga sem sluðla að hjöðnun verðbólgu og batnandi lífskjörum á traustum grunni 1986 og árin næst á eftir. Ríkisstjórnin mun bjóða aðilum vinnumarkaðarins til viðræðna um undirbúning slíkra samn- inga.“ I ræðu Steingríms kom fram að viðskiptahalli þjóðarinnar tr talinn verða um 5% en stefnt var að 1-2%. „Vaxandi viðskipta- halli er nú eitt helsta cfnahags- vandamálið." Hins vegar munu erlendar skuldir haldast nær óbreyttar, sem hlutfall þjóðartekna. Föstudagur 23. nóvember 1984 5 Verkfallssjóður BSRB: Úthlutun er lokið ■ Ráðstöfunarfé verk- fallssjóðs BSRB er nú á þrotum og ekki útlit fyrir frekari greiðslur úr sjóðnum. Uthlutað hefur verið um 13 milljónum króna til tæplega 2600 um- sækjenda. í upphafi verk- falls voru rúmar 5 milljón- ir króna í sjóðnum, en 8 milljónir söfnuðust heima og erlendis. Stjórn verkfallssjóðs BSRB vill koma því á framfæri við þá umsækj- endur, sem ekki hafa feng- ið úrlausn mála sinna að leita upplýsinga í síma verkfallssjóðs 29212 kl. 13-17 fram til 27. nóvem- ber. Gallup-könnunin: Flestir treysta löggunni en sárafá- ir trúa blöðunum ■ Lögreglan er efst á lista hjá íslendingum sem spurðir voru til hverra af níu „stofn- unum" þjóðfélagsins þeir beri mikið traust. Þrír aí hverjum fjórum íslending- um kváðust bera mjög mikið eða nokkuð ntikið traust til lögreglunnar, samkvæmt niðurstöðum Gallup- könnunar. Meðal annarra Evrópuþjóða nýtur lögregl- an jafnvel enn meira trausts að undanskyldum þjóðum S-Evrópu þar sem aðeins 2 af hverjum 3 eru sama sinnis. Kirkjan kemur í öðru sæti af traustverðum stofnunum, að mati 71% þjóðarinnar, þá menntakerfið og dómstól- arnir með 68% traust. Vel helmingur þjóðarinnar kveðst bera traust til Alþing- is, en tæplega helmingur til opinberra stofnana og verka- lýðsfélaganna. Ekki nema þriðjungur íslendinga telur stórfyrirtæki landsins eiga traust skilið. Hörmulegasta útreið fá þó dagblöðin. Þótt íslend- ingar séu með mestu dag- blaðalesendum heims er það aðeins einn af hverjum sex sem segist bera mikið eða nokkuð mikið traust til blað- anna, þannig að fimm af hverjum 6 hljóta að taka því með fyrirvara sem í þeim stendur. Það er um helmingi lægra hlutfall en verst gerist meðal annarra þjóða þar sem 30-49% fólks segist treysta blöðunum, sam- kvæmt Gallup-könnunum. ■ Guðmunda les sögu fyrir börnin meðan þau borða nestið. ■ Nýja húsnæðið í Snælandsskóla. Nýjar kennslustofur í Snælandsskóla í Kópavogi: Allar innréttingar miðaðar við 6-9 ára ■ í nýja Snælandsskóla í kennt í bráðabirgðahúsnæði Kópavogi voru nýlega teknar og þar var allt of þröngt fyrir í notkunfjórarnýjarkennslu- nemendur. í þessum fjórum stofur auk sameiginlegs rýmis kennslustofum eru um 120 í þriðja áfanga skólans. börn, fyrir hádegi eru þar 8 Reynir Guðsteinsson og 9 ára börn og eftir hádegi skólastjóri sagði að aðstaða 6 og 7 ára. Allar innréttingar til kennslu lagaðist að mun, eru miðaðar við þennan þar sem áður hafði verið aldurshóp. í húsnæðinu þar sem þessi börn voru áður, eru nú tónmennta-, mynd- mennta- og raungreinastofur fyrir nemendur skólans. í kjallara þriðja áfanga Snælandsskóla verður einnig íþróttasalur, sem væntanlega verður tekinn í notkun í september nk. Sértilboð beint frá Hong Kong Hundar sem labba og gelta, 6 gerðir. Vélmenni m/sjónvarpi, músik og síma. Bílabrautir rafm. kr. 990.- Rafmagnsbílar-Bensínstöðvar-Smásjár. Vélbyssur - Geimbyssur - Kúluspil. Superman-föt - Spiderman-föt Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 10. S. 14806. LEIKFANGAHÚSIÐ JL Húsinu v/Hringbr. s. 621040

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.