NT - 23.11.1984, Blaðsíða 3

NT - 23.11.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. nóvember 1984 3 Erum að skapa fram- tíð þessarar þjóðar ■ í gærkvöld flutti forsætisráð- herra stefnuræðu sína, sem nánar er fjallað um á bls. 5. í umræðunni sem fór á eftir sagði Jón Baldvin, Alþýðufl., meðal annars að ógern- ingur væri að lifa af venjulegum launum. „Hvarflar það aldrei að þeim að líta í eigin barm." spurði Jón. Jón sagði að Alþýðuflokkurinn vildi mæta efnahagserfiðleikum m.a. með stóreignaskatti og flytja fjármagnið til baka frá milliliðun- •um til launafólks. Jóhanna Sigurð- ardóttir, Alþfl., tók í sama streng og sagði harðnandi stéttaátök eiga rót sína að rekja til misskipt- ingar í þjóðfélaginu, og sagði ríkis- stjórnina loka augum og eyrum fyrir gífurlegum skattsvikum. Kolbrún Jónsdóttir, Bandal. Jafnaðarm., sagði ríkisstjórnina hvorki hafa ráð né dug til að ráðast að rótum verðbólguvandans. Sam- flokksmaður Kolbrúnar, Kristófer Már Kristinsson, sagði ríkisstjórn- ina vera mesta vandamál þjóðar- innar og sagði íslenska stjórnmála- menn hafa komið þjóðinni á von- arvöl. Á eftir Kristófer tók Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins til máls. Hánn sagði með- al annars að nú væri verið að skapa framtíð þjóðarinnar og að leita þyrfti þjóðarsáttar með þríhliða viðræðum. Þá sagði Þorsteinn að aðlaga þyrfti menntakerfið nýjum aðstæðum og þörfum atvinnulífs- ins. Hann sagði vaxtabyrði, sem fimmfaldast hefur frá 1972, vera vegna stefnu sem Alþýðubanda- lagið hefði mótað. Eyjólfur Konráð Jónsson, Sjálfstfl., rakti í stuttu máli stjórnarmyndunarviðræður. og sagði nýgerða kjarasamninga ekki hafa leitt til kjarabóta. Hann boð- aði einnig nýja stefnu í atvinnu- málum og minntist á hafréttarmál. Guðrún Agnarsdóttir, Samtök um kvennalista, sagði siðferði þjóðar ekki síst metið eftir því hvern hug hún sýndi lítilmagnan- um, og sagði meðbyr ríkisstjórnar hafa snúist í mótbyr og að í hugum margra væri biturleiki. Ragnar Arnalds talaði af hálfu Alþýðubandalags og sagði ríkis- stjórnina hafa fleytt sér á blekking- um. Hann sagði Framsóknarflokk- inn bera fulla ábyrgð á ógöngum í vaxtamálum. Guðrún Helgadótt- ir, Alþýðub., sagði stefnu ríkis- stjórnar hafa beðið skipbrot og að eina úrræði hennar hafi verið 12% gengisfelling. Halldór Ásgrímsson, Fram- sóknarfl., sagði að þegar ríkis- stjórnin tók við þá hafi blasað við verulcgur vandi, ekki síst í sjávar- útvegi og við stjórnun fiskveiða. Hann sagöi sárt að takmarka afla. en enu sárara að cyðilcggja auð- 1 i nd okkar. Hann sagði verðmæta- sköpun mikilvægasta. og að þá fyrst, er hún hefði aukisBværi hægt að skipta tekjunum. Þá sagði hann nauðsyn á að endurskoða skatta- kerfið. Magnús Magnússon, Alþýðufl., sagði að lslendingar þekktu gömlu oróatiltækin: „Stefnt verður að, leitast verður við." Guðmundur Einarsson, B.J., sagði flokkakerfið hafa reynst óhæft til stjórnar, og sagði Banda- lag Jafnaðarmanna ekki ætla að gefast upp rneð sameiningu við einhvern kerfislokkanna. Matthías Á Mathiesen, Sjálfstfl., sagðist hafa þá trú að fólk vildi, að fenginni reynslu, staldra við og horfast í augu við vandann. Hann sagði meginmarkmið ríkisstjórnarinnar hafa verið aö ná niður verðbólgu og tryggja fulla atvinnu. Kristín Halldórsdóttir. Samtök um kvennalista, sagði stefnuræðu forsætisráðherra vera marklausa; stefnan birtist í verkum stjórnar- innar. Geir Gunnarsson, Alþýðub., sagði launþega hafa trúað þvi að fórnir þeirra yrðu til að kveða niður verðbólgu og að atvinnuíyr- irtækjunum yxi ásmegin, en orðið Ijóst að þcir voru þeir sem fórn- uðu; gróðinn lcnti hjá milliliðun- um. Mannbjörg er smábátur sökk: Ekkert neyðar- kall barst ■ Smábátur frá Greni- vík sökk í Eyjafirði í gærmorgun. Áhöfnin, þrír menn, komst öll í gúntm- björgunarbát og var bjarg- að. Báturinn Þórunn ÞH 225 frá Grenivík var á veiðum með snurvoð í Eyjafirði þegar óhappið varð. Að sögn Hannesar Hafstein hjá SVFÍ barst ekkert kall um talstöð frá bátnum og fyrstu fréttir í landi voru þær að Stefán Rögnvaldsson EA 345 frá Dalvík sigldi fram á gúmmibát með þremur mönnum í Eyjafirði og kom þeim til st'ns heima að Grenivík. Framfærsluvísitala: Hækkunin 3% á 3 mánuðum ■ Hækkun framfærsluvísi- tölunnar síðustu 3 mánuði (ágúst, sept. og október) reynd- ist 3,03%, samkvæmt útreikn- ingum frá Hagstofunni. Frá febrúarbyrjun til byrjunar nóv- ember hækkaði vísitalan úr- 100 í 112 stig tæp. Það vill segja aö það sem við þurftum 10.000 til að greiða fyrir í byrjun febrúar þurfum við nú 11.179 kr. Á þessu 10 mánaða tímabili hafa símgjöld og rafmagn ekk- ert hækkað, sykur, öl og gos- drykkir lækkað og húsahitun aðeins hækkað um 2%. Þá er 6% hækkun á rekstri bíls og sömuleiðis á liðnum ávextir og grænmeti. Mestar hækkanir Vöruskipta- jöfnuðurinn: Óhagstæður um 2.6 milliarða ■ Innflutningur til landsins var í septemberlok kominn í um 19,2 milljarða króna, sem er nær 37% hækkun frá í fyrra, en útflutningurinn á sama tíma var tæpir 16,6 milljarðar, sent var aðeins rúm 24% aukning milli ára, samkvæmt tölum frá Hag- stofunni. Á vöruskiptajöfn- uð vantar því rúma 2,6 mill- jarða króna til að útflutning- ur ársins nægi til að borga innflutninginn, samanborið við 728 millj. á sama tíma í fyrra. Útflutningur í septem- bermánuði nam rúmum 1,8 milljörðum sem er um 200 millj. krónum minna en í september 1984. Innflutn- ingurinn í september var hins vegar um 379 milljónum meiri en í sama mánuði í fyrra. Við samanburð skal hafa í huga að meðalgengi erlends gjaldeyris mánuðina jan,- sept. var nú 19,7% hærra en á sama tímabili 1983. hafa hins vegar orðið á heilsu- vernd 40%, kartöflum 38% og síðan áfengi og tóbaki sem hækkað hefur í kringum 30%. Þá hefur kjötverð hækkað um 29%. Hækkun matvöruliðarins í heild nemur 19% á þessu 10 mánaða tímabili. Þá má til upprifjunar geta þess að vörur og þjónusta sem við fengum fyrir 100 kr. í ársbyrjun 1981 þurfum við nú að borga 444 krónur fyrir. Það sem okkur dugðu 100 kr. (10.000 gamlar) til að kaupa í ársbyrjun 1968 (fyrir tæpum 15 árum) þurfum við nú að borga með 14.391 krónum (rúm 1,4 milljónum krónum gömlum fyr- ir þá sem frekar vilja nota þær). Bandaríkin: íslenskar ullarvörur meðafslætti ■ Þó nokkur brögð hafa verið að því, að íslenskar ullarvörur væru seldar með miklum afslætti í verslunum í Bandaríkjunum. Kom þetta ftant í könnun á verð- lagningu og sölu þessa varn- ings vestra, sem Útflutnings- miðstöð iðnaðarins og Landssamtök sauma- og prjónastofa stóðu að, ásamt erlendu markaðsfyrirtæki. Hér er annars vegar um að ræða sölu í verslunum, sem sérhæfa sig í sölu á vörum, sem þekktar eru sem gæðavara, en tengjast ekki endilega einstökum vöru- merkjum í hugum neytenda, og hins vegar svokallaðar kynningarútstölur, þar sem varan er seld með allt að 50% afslætti. Slíkar útsölur hafa miður gott orð á sér í Bandaríkjunum. Þessar undirboðssölur valda mönnum nokkrum áhyggjum, þar sem hætta er talin á því, að sala á íslensk- |„um ullarvörum kunni að dragast saman og jafnframt að útflutningsverð á þeim lækki, þegar til lengri tíma ' litið. ■ Halldór Guðmundsson útgáfustjóri, Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri tímarits M & IVI og Árni Einarsson framkvæmdastjóri. Á borðinu fyrir framan þau má sjá Uglur, auk öndvegisrits Dostjefskís, sem kemur út fyrir þessi jól. NT-mynd: Sverrir Mál og menning: Uglurnarerukomn ar í bókaverslanir Bækur fyrir þá, sem vilja kaupa fyrir sjálfa sig ■ Uglurnar eru komnar og fást í öllum bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Uglurnar eru samheiti yfir pappírskiljur, sem bókaútgáfa Máls og menningar hefur sett á markaðinn. Uglurnar skiptast síðan í ýmsa undirflokka. Á þessu hausti eru væntanlegar sex bækur í þessu nýja formi og eru fimm þeirra þegar komnar út. Þær eru Með kveðju frá Dublin, ný skáldsaga eftir Árna Bergmann, Jólaóratorían, verð- launabók Norðurlandaráðs á þessu ári eftir sænska rithöfund- inn Göran Tungström, Snorra- Edda eftir texta Konungsbókar í útgáfu Heimis Pálssonar, Ógn- arráðuneytið eftir Graham Greene og Bróðir minn Ljóns- hjarta, sígild barnabók eftir Astrid Lindgren. Milli skinns og hörunds, leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, sem nú er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu er væntanlegt á markaðinn í næstu viku. Bækur Árna Bergmann og GÖrans Tungström eru einn- ig gefnar út í hefðbundnu hayð- spjaldabandi. Halldór Guðmundsson út- gáfustjóri Máls og menningar sagði á fundi með frétta- mönnum, þegar Uglurnar voru kynntar, að með þessari útgáfu væri Mál og menning að reyna að ná til þess fólks, sem keypti bækur handa sjálfu sér, einkum erlendar kiljur. Og til þess að gera Uglurnar samkeppnishæf- ar verða þær seldar á svipuðu verði og erlendu kiljurnar. Bækurnar sem nú koma'út, kosta frá tæpum 300 krónum upp í rúrnar 400, sem er um helmingi lægra en verðið kem- ur til með að vera á nýjum íslenskum skáldsögum á vænt- anlegri bókavertíð. Á móti kemur, að selja verður allt að helmingi fleiri eintök til þess að bækurnar standi undir sér. Halldór sagði, að ef vel tækist til, væri stefnt að því að gefa út „Uglupakka" þrisvar sinnum á ári og brjóta þannig upp hinn hefðbundna bókaútgáfutíma á íslandi. Sagði hann, að væntan- lega yrðu 4 bækur í hverjum pakka. Það kom fram í máli Árna Einarssonar framkvæmdastjóra Máls og menningar, að fram- leiðsla á kiljum á íslandi væri kostnaðarsamt fyrirtæki, mun dýrara en erlendis. Þar væru notaðar prentvélar, sem ekki væru til hér á landi. Sem dæmi nefndi hann, að prentun, pappír og band á 250 síðna kilju í Noregi kostaði aðeins fjórðung af því, sem það kostaði hér. Til þess að vekja athygli við- skiptavina bókabúðanna á Ugl- unum, ætlar Mál og menning að fara að erlendum fyrirmyndum. Gerður hefur verið sérstakur standur fyrir bækurnar, þannig að hægt verði að koma þeim fyrir á áberandi stöðum í versl- ununum. Þá hafa verið gerð bókamerki og plastpokar til þess að minna á Uglurnar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.