NT - 23.11.1984, Blaðsíða 8

NT - 23.11.1984, Blaðsíða 8
IU Föstudagur 23. nóvember 1984 8 \ A. v. Viðbrögð Vöru- markaö- arins í kartöflu máflnu: >(( „Frjálsar kartöflur skemmast ekki síður en hinar „einokuðu - og það á ótrúlega skömmum tima í_J t >**\ / , s’iirAi ! <’>' il<t 'laliii'l®1'1 B ,.1’K‘r <ru ur ' |,;irf „mmrU-Ba <Ui ■"> '<>'•" þcjíar han.. »l>"<'ílM".,1'jnn "tl ,,^.r fram'aii ha„» háfrti ahr« luir "r' hiilii <»>l» ■ I rjiilsar Uartiiflur" l>»rli> sklsí <».til<«=' "" !K'.n m'\sl„<i>ri> <» ..|>rirfl»>fl“r • „mliroUuflar". ..ts„Ui»\»r ■> MÍHII hli'i'iill".' .....i >m|iniui U1111 n*ml »,„.11 lr;> <»„„>» k.„'»fl'"",.A liwru hiii' ióhiiiii kunna íu' lilv. u'H" uvlanii „i l;uuHMina«^ann> cins .cnj.i lictui ncu«' I. ... L ;»| nCIU ■••••....... ■ i 1 , u ... i 11,i atuii anuai> in.u ,, m.iika^num <m P^ss 1 Ii jaUar ci • <1 "'r kt'inn.n kiulftlmuai vmi •' uniii \ i'' t"iuni l'c-'ii limnkii liailcxli It.illl kil" n Tilraun til ritskoðunar“ ■ Neytendasíðunni hefur horist stuðningsyflrlýsing frá Neytendasamtökunum, vegna umfjöllunar NT um skemindar kartöflur í Vörumarkaðunum seinni partinn í sumar og þó einkum vegna viðbragða versl- unarinnar. Eins og lesendur NT rekur vafalaust í minni til voru við- brögð verslunarinnar við skrifum NT ærið harkaleg. Tildrög málsins voru þau að Neytendasíðunni barst ábend- ing um að Vörumarkaðurinn við Ármúla seldi stórskemmd- ar „frjálsar" kartöflur. Þessi ábending barst hingað að kvöldlagi, en þegar NT fór á stúfana daginn eftir og athug- aði ntálið voru þessar kartöflur enn til staðar í versluninni og var engin athugasemd gerð við það af hálfu verslunarinnar þegar við keyptum poka af þeim, þótt nýjar og óskemmd- ar kartöflur væru þá komnar í verslunina. Farið var með kartöflupok- ann beint ti yfirmatsmanns garðávaxta sem lýsti kartöfl- urnar ónýtar. Frá þessu var síðan að sjálfsögðu skýrt hér á síðunni og þess vandlega gætt að halla hvergi réttu máli. Viðbrögð Vörumarkaðarins við þessari umfjöllun voru þau að hætta að selja NT í lausa- sölu og hætta að auglýsa í blaðinu. Vorublaðinusímleið- is gefnar skorinorðar yfirlýs- ingar um þetta hvort tveggja af Vörumarkaðarins hálfu. Stuðningsyfirlýsing Neytenda- samtakanna í sambandi við þetta mál hefur NT nú borist yfirlýsing frá stjórn Neytendasamtak- anna, þar sem viðbrögð Vöru- markaðarins eru fordætnd og sér stjórnin meira að segja ástæðu til að nota um þau orð eins og „tilruun til ritskoöunar" og „fjármagnskúgun". Yfirlýsingin er á þessa leið: Fyrir skömmu gerði ný- stofnuð neytendasíða eins dag- blaðanna könnun á vörugæð- um í verslun í Reykjavík. Litlu síðar var fullyrt í sama blaði, að verslunin hefði brugðist við niðurstöðunum með því að neita að selja blaðið í lausasölu og hætta að auglýsa í blaðinu. Neytendasamtökunum er kunnugt um að tilraunir selj- enda til ritskoðunar af þessu tagi hafa átt sér stað hérlendis. Neytendasamtökin fordæma harðlega slíka verslunarhætti og benda á, að þegar frjáls verslun tíðkast er eina von neytenda til þess að hún skili tilætluðum hagsbótum, ört flæði upplýsinga um verð og vörugæði. Par geta fjölmiðlar sinnt veigamiklu hlutverki, enda sé umfjöllun þeirra með faglegum og sanngjörnum hætti. Allar tilraunir til fjármagns- kúgunar gagnvart fjölmiðlum eru jafnframt tilræði við hags- muni neytenda. Fjölgun í Neytendasamtökunum ■ Jóhannes næsti formaður? Gunnarsson; ■ ÞingNeytendasamtakanna verður haldið á Ftótel Hofi í Reykjavík á sunnudaginn. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður rætt um sam- keppnishömlur, hringamynd- anir og neytendavernd. Núverandi formaður sam- takanna, Jón Magnússon, hef- ur ákveðið að draga sig í hlé, en eftir því sem NT hefur fregnað, mun Jóhannes Gunn- arsson, fyrrverandi formaður Neytendafélags Reykjavíkur, hafa ákveðið að gefa kost á sér til starfans. í fréttatilkynningu frá Neyt- endasamtökunum segir að veru leg sókn hafi verið í neytenda- starfi á þessu ári og félags- mönnum fjölgað um 25% síð- an í apríl. Þrjú ný neytendafélög hafa verið stofnuð að undanförnu á Hellissandi, í Búðardal og Vestmannaeyjum. Sern kunnugt er létu Neyt- endasamtökin allmikið að sér kveða s.l. vor í kartöflumálinu fræga en upphaf þess máls má rekja til könnunar samtak- anna á finnskum kartöflum í Grænmetisverslun landbúnað- arins og reyndist stór hluti þeirra lítt neysluhæfur eins og menn muna. Ekki virðist ósennilegt að aukinn áhugi almennings fyrir Neytendasamtökunum og starfsemi þeirra megi rekja til kartöflumálsins og þeirrar miklu umfjöllunar sem það fékk í fjölmiðlum. Jón Magnússon hættir. Alit Vörumarkaðarins: Yfirlýsing- in réttmæt ■ „Yiirlýsingin er réttmæt sem einangrað plagg - en ekki í samhengi málsins," var áiit Ásgeirs Eiríkssonar, skrifstofustjóra, þegar yfir- lýsing stjórnar Neytenda- samtakanna var borin undir hann. Ebenezer Ásgeirsson, for- stjóri Vörumarkaðarins var erlendis þegar NT hugðist leita álits hans á yfirlýsingu Neytendasanitakanna en í stað hans varð Ásgeir Eiríks- son, skrifstofustjóri, fyrir svörum. Ásgeir sagðist í sjálfu sér persónulega geta fallist á hvert einasta atriði í þessari yfirlýsingu. „En hin hliðin á málinu er sú," sagði Ásgeir, „að við töldum að ekki væri satt og rétt farið með í freftinni. Það var mikið mál gert úr því sem í raun var smá handvömm hér hjá okkur. Það hafði gleymst að færa þessar kartöflur til hliðar. vegna þess að við ætluðum að sjálfsögðu ekki að selja þessa vöru. Það var það sem hleypti hér illu blóði í menn, en ekki það að það væri verið að stjórna frétta- flutningi blaðsins eða fjár- kúga það á einn eða annan hátt." Ásgeir viðurkenndi að frá þessum sjónarmiðum versl- unarinnar hefði verið skýrt í fréttt NT en sagði að engu síður hefði fréttinni verið slegið upp með hinu sem aðalefni. Ásgeir var því næst spurð- ur hversu mikið mark Vöru- markaðurinn tæki á Neyt- endasamtökunum í þessu samhengi og hvort yfirlýsing- in breytti í einhverju afstöðu fyrirtækisins. Ásgeir sagði að sér fyndist það annað mál. „Eins og ég sagði strax í upphafi, þá get ég fallist á hvert einasta orð í þessari yfirlýsingu. En hitt er svo annað mál, sem hvergi kemur fram í henni, og það er meðhöndlun blaðsins á fréttaefninu. Og það mál stendur upp úr ennþá, að okkur finnst. Yfirlýsingin er réttmæt sem einangrað plagg - en ekki í samhengi málsins." sagði Ásgeir Eiríksson að lokum. SRYHPÍMHM SOLUBOÐ ...vöruverö í lágmarki

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.