NT - 23.11.1984, Blaðsíða 17

NT - 23.11.1984, Blaðsíða 17
■ Nýlega kom á markað í Tokýó ný tegund af sjalfsölum. Það var ekki vél til að selja gosdrykki, sígarettur né brauðsamlokur. - Nei, þessi nýi sjálfsali selur eingöngu biblíur. Margt er skrýtið í kýrhausnum! ■ Ótrúlegt en satt, þær sí- ungu og síglæsilegu Sophia Loren og Brigitte Bardot, sem lifa enn þann dag í dag sem kyntákn áranna upp úr 1950, afrekuðu það í septembermán- uði að fylla til samans heila öld. Sophia fæddist 20. sept- ember 1934, en Brigitte 28. september 1934. Samtals eiga þær yfir 100 kvikmyndir að baki og hafa með þeim kveikt áhuga þúsunda karlmanna um allan heim og vakið hrifn- ingu bíógesta - og þær eru enn í hópi glæsilegustu kvenna heimsins. Sophia Loren: Fædd 20. september 1934. Útlit: Dökkhærð, kyn- þokkafull og unaðsleg með eftirtektarverð og fögur brún augu. Hún er mikið máluð og litar hár sitt, en segist ekki hafa áhyggjur af því að eldast: „Pað er hægt að yngja upp á manni .andlitið - en ekki sál- ina“, segir Sophia. Ástalífið: Hún gæti hafa hlotið Gary Grant, en kaus sér heldur Carlo Ponti kvik- myndaframleiðanda, sem er 23 árum eldri en hún sjálf. Börn: Carlo yngri, 15 ára og Eduardo 11 ára. Ástríða eða þrá: Hefur á- kafa ást á börnum sínum og þráir þau þegar hún er ekki samvistum við þau. Hatur: Hatar að fljúga, slúð- ursagnir um hjónaband sitt og spurningar um fangavist sína þegar hún var 17 daga í fangelsi AFKíNÞOm á Italíu vegna skattakæru. Leikframi: Byrjaði sem stat- isti í myndinni „Que Vadis" en hefur nú komið fram í meira en 60 kvikmyndum. Sú nýjasta heitir Aurora, og þar leikur Eduardo, sonur hennar, með henni. Nýlega hefur hún gefið út bók um kvenlega fegurð og hvernig fagrar konur geta hald- ið yndisþokka sínum. Það er beðið eftir henni sem „gesta- leikkonu" bæði í Dallas og Dynasty. Hús og heimili: Á höll í frönskum stíl í Genf, jarðeign utan við Róm, búgarð í Kalif- orníu og hefur hug á að kaupa sér hús á Florida. Brigitte Bardot: Hún er fædd 28. september 1934. Útlit: „Sex-kisan“ litla sem varð hin dæmigerða kyn- bomba. Nú fer hún aldrei á snyrtistofu, fer til hárgreiðslu- meistara í mesta lagi tvisvar á ári, og kallar ásjónu sína „krumpað, gamalt landakort af Frakklandi“! Ástalífið: Óheppin í ásta- rnálurn. Prígift - fyrst Roger Vadim kvikmyndaframleið- anda og stjórnanda, þá leikar- anum Jacques Charrier og síð- an auðkýfingnum Gúnter Sachs. (Ekkert hjónaband- anna stóð lengur en 5 ár). Inn á milli átti Brigitte í mörgum ástarævintýrum, en sagðist aldrei hafa fundið hina einu sönnu ást. Börn: Nicolas Charrier, 24 ára. „Ég þarfnaðist móður, en ekki barns“, sagði hún. Ástríða: Dýravernd. Hún á 7 hunda, 60 ketti og óteljandi kanínur. Hatur: Að fljúga, leika og smjaður. Leikframi: Byrjaði sem „forsíðustúlka" á tímaritinu Elle þegar hún var 15 ára. Hefur leikið í yfir 40 myndum. Dró sig í hlé 1973. - „Ég hef fengið nóg, - nú vil ég fá að lifa,“ sagði hún þá. Vinnur að dýraverndun. Hús og heimili: Á búgarð fyrir utan París og hús við ströndina í St. Tropez í Suður- Frakklandi. ■ í Nigeríu fær fólk, sem leyfir sér að aka um í byggð á óhreinum bílum, allt að 1000 króna sekt - og verður að greiða hana á staðnum! ■ Fangar í Kaliforníu-fangelsum geta fengið ókeypis fegrunar-skurðaðgerðir, sem greiddar eru úr ríkissjóði. ■ Heilbrigðisyfirvöld í Kína komu upp um svindlara í lyfjasölu þar í landi. 1 staðinn fyrir að aflienda hið vinsæla Ginseng, sem almenningur hefur mikla trú á, kjúklingakrafts-duft og duft úr hreindýrahornum, - þá seldu lyfsalarnir gerviefni búin til úr bjór, sykurvatni og mjólkurdufti. ■ í Vojvodina í Júgóslavíu féll byggingaverkamaður af 20 metra háum palli, þar sem hann hafði verið að vinna. I fallinu rak hann nefið illilega í - en annað meiddist hann ekki. Hann stökk strax á fætur, en þá sá hann að blæddi úr neflnu, - en blóð þoldi hann ekki að sjá, svo það leið yfir hann. Eftir 10 tíma vist á slysavarðstofu var hann kominn til vinnu á ný- ■ í Vestur-Þýskalandi varð kona fyrir því að köttur hennar beit hana er hún var á ferð í bfl sínum. Konan fékk um 600.000 króna sekt, því að hún missti stjórn á bflnum, rakst á annan bfl, skemmdi pylsuvagn, sem rakst á annan söluvagn, þar sem heitur feitipottur steyptist um og brenndi afgreiðslumanninn. Bíll konunnar var algjört hræ eftir þetta allt saman.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.