NT - 06.12.1984, Qupperneq 1
Hæstiréttur dæmir fálkaeggjaþjóf í: ;
| Fangelsisvist
fjársektir
- og vítir lögmann fyrir ummæli
■ Fálkaeggjaþjófurinn
Miroslav Peter Baly hefur
verið dæmdur í Hæstarétti í
þriggja mánaða fangelsisvist
og 100 þúsund króna sekt,
fyrir fálkaeggjastuld og kona
hans, Gabriele, í 80 þúsund
króna sekt fyrir ólöglega
vörsluáfálkaeggjum. í Saka-
dómi Reykjavíkur í sumar
voru hjónin dæmd til að
greiða alls 500 þúsund króna
sekt og að auki í skilorðs-
bundið fangelsi.
Þá var lögmaður Gabriele,
Guðmundur Jónsson hdl.
einnig víttur af Hæstarétti
fyrir ummæli sem hann við-
hafði í bréfi til héraðsdómara
þar sem hann kom áfrýjunar-
kröfu Gabriele á framfæri.
Miroslav PeterBalystrauk
sem kunnugt er úr landi í
sumar en hann var settur í
farbann þar til dómur Hæsta-
réttar félli. Gabriele fór
einnig úr landi í sumar eftir
að hafa sett tryggingu fyrir
sektinni sem hún var dæmd í
í héraðsdómi. Sjá bls. 3.
5% vaxta-
hækkun
á næstu
j dögum?
■ Svavar Gestsson hélt því
fram í ræðu á Alþingi í gær að í
undirbúningi væri að hækka
vexti uin 5%, úr 17% í 22%.
Viðskiptaráðherra, Matthías
Á. Mathiesen, sagði enn engar
tillögur liggja fyrir ríkisstjórn
um vaxtahækkanir. Hann mót-
mælti því hins vegar ekki að
vaxtahækkun væri væntanleg og
sagði að þegar stefndi í yfir 30%
verðbólgu væru 22% vextir ekki
háir vextir.
Sjá nánar uin ræðu Svavars
Gestssonar á blaðsíðu 5.
Kókostré og
hvítir mávar
■ Stuðmenn munu ylja íslendingum um verðbólgin
hjörtu á komandi jólum því út er komin breiðskífan
„Kókostré og hvítir mávar“ þar sem landsmönnum
er gefinn forsmekkurinn af væntanlegri kvikmynd,
Hvítum mávum, sem frumsýnd verður um mánaða-
mótin feb.-mars. Platan var kynnt í viðeigandi
umhverfi í Blómavali í gær með trópískum drykkjum
þar sem frumsýnt var myndband með laginu „Come
On Pretty Baby To The Go Go Party“. Gefst
íslenskum sjónvarpsáhorfendum tækifæri til að berja
það augum í Skonrokki á föstudagskvöld ■ og fá smá
nasasjón af efni kvikmyndarinnar. Stuðmenn ætla að
efna til margvíslegra hátíðarhalda á næstunni og er
því allt útlit fyrir að þessi jól verði sannkölluð
stuð-jól í merki „hjarðmanna hins holdlega krafts“,
eins og nafn hljómsveitarinnar var útlagt á blm. fundi
í gær. NT-mynd: Svcrrir
Sérkjarasamningar BSRB-félaganna:
Fá kennarar 4 launa-
f lokka en aðrir tvo?
Almannavarnir:
Flytja alla
Austur-
Skaftfell-
inga suður
■ Stjórnstöðvar Al-
mannavarna hefja í kvöld
æfingu með það að flytja
alla Austur-Skaftfellinga
suður fyrir Mýrdalssand
Engir fólksflutningar
verða vegna þessa heldur
er aðeins um æfingu
stjórnstöðva í Reykjavík
og heima í héruðum að
ræða. Æfð eru upplýsinga-
skipti og áætlanagerð í
sambandi við flutninga á
fólkinu. Váin sem yfir vof-
ir er óskilgreind en stjórn-
stöð í Reykjavík mun á
meðan á æfingunni stend-
ur leggja ýmiskonar vand-
amál fyrir stöðvarnar sem
sjá um sjálfa „flutning-
ana“.
Alls taka um 80 manns
þátt í þessari æfingu sem
tekur fjóra til fimm tíma.
Æfingin hefst kl. 20.00.
Þrjátíu neyðarstarfsmenn
stjórnstöðvar Almanna-
varna í Reykjavík verða
við vinnu auk starfsmanna
í þeim 9 stöðvum sem eru
í Skaftafellssýslunum báð-
um og Rangárvallasýslu,
■ Forystumenn láglaunafé-
laga í BSRB eru nú logandi
hræddir við að semja við ríkið
um eins til tveggja launaflokká
hækkun í sérkjarasamningum
því þeir óttast að kennarar komi
á eftir með tveggja launaflokka
hækkun strax og ákvæði um
endurmat á kennarastarfinu
sem myndi leiða til annarra
tveggja flokka síðar í vetur.
Kennarar settu, eins og kunn-
ugt er, fram kröfu um 10 launa-
flokka hækkun og víst er að þeir
gera sig ekki ánægða með minna
en 4-5. Einn af samningamönn-
um ríkisins vildi ekki kannast
við 4-5 launaflokka hækkun, en
sagði að sá möguleiki væri opinn
að semja um það, að eftir að
endurmat á kennarastarfinu
hefði farið fram hæfust viðræður
að nýju.
Starfsmannafélag ríkisstofn-
ana hefur verið í alvarlegum
viðræðum við ríkið, en ekki er
blaðinu kunnugt um hvað þar er
rætt. Póstmenn hittu viðsemj-
endur sína nú í vikunni og svo
er um fleiri félög.
Einn af forystumönnum
■ Verulega hefur lést á
mönnum brúnin hjá Skreiðar-
samlaginu og sjávarafurðadeild
SÍS vegna frétta sem þeir hafa
fengið um að frá Nígeríu sé á
leiðinni til þeirra 6,5 milljóna
dollara (um 260 millj. króna)
sending upp í gömlu skreiðar-
skuldina. Fyrir þessa greiðsiu
var þar um 26-28 milljóna doll-
ara skuld að ræða, sem lækkar
póstmanna staðfesti, ásamt for-
ystumönnum ýmissa annarra fé-
laga, að félögin væru hrædd við
því um nær fjórðung við þessa
sendingu.
Að sögn Ólafs Björnssonar,
form. Félags skreiðarframleið-
enda hafa þeir fengið staðfest
að fúlga þessi er farin frá Níger-
íu. Slík greiðsla fari hins vegar
ýmis konar krókaleiðir og geti
verið nokkuð lengi á leiðinni.
Sagði Ölafur menn mjög hressa
með pað að Nígeríumenn skuli
að semja á undan kennurum.
Ef samningar takast ekki fyrir
15. desember tekur Kjaranefnd
vera byrjaðir að borga upp í
skuldina.
Skreiðarbirgðir í landinu tel-
ur Ólafur nú að brúttóverðmæti
í kringum 60 milljónir dollara.
Um 60-70 þús. pakkar muni á
þessu ári hafa bæst við þá 176
þús. pakka sem til voru um
síðustu áramót og af hausum
séu auk þess til langt í 200 þús.
pakkar.
við málinu og dæmir í því og
vilja menn yfirleitt heldur
semja cn að lenda í því.
Gaseitrunin
á Indlandi:
Tvöþúsund
eru látin
- sjá nánar
erlendar
fréttir
bls. 25
Nígería grynnkar á
skreiðarskuldinni