NT - 06.12.1984, Blaðsíða 6
Arni
Hjartarson:
■ Málefni OS hafa komið
nokkuð til umræðu upp á síð-
kastið vegna þess að Iðnaðar-
ráðuneytið ákvað að skera
starfsemina þar niður í sparn-
aðarskyni. Hér er þó í raun
ekkert nema hreinn loddara-
skapur og sýndarmennska á
ferð. í iðnvæddum tækniþjóðfé-
litgum nútímans eru það við
tekin sannindi, að fé sem variö
er til rannsókna og þróunar-
starfsemi er vel varið og það
ávaxtar sig í framtíðinni.
Niðurskurður á þessu sviði
hefnir sín fyrr eða síðar og
veldur fjárhagslegu tjóni. Síst
af öllu mega íslendingar við
því að hnífur sparnaðar og
nirfilsháttar sc látinn skerða
þær smánarfjárhæðir sem varið
er til rannsóknarstarfsemi hér
á landi.
„Hér ríkir stöðnun"
í nýjasta fréttabréfi Rann-
sóknarráðs ríkisins er gerður
santanburður á rannsóknar- og
þróunarstarfsemi hér og í ná-
grannalöndunum. I>ar var al-
veg sama hvernig dæminu var
snúið, íslendingar sátu á
hotninum langt undir öllum
Fimmtudagur 6. desember 1984
Hnífur á lofti
yfir Orkustofnun
öðrunt jafnvel höfðatölureglan
brást því þótt miðað væri við
fólksfjölda þá voru fjárframlög
(slcndinga til rannsókna og
þróunar t.d. helmingi lægri en
í Noregi og þrisvar sinnum
lægri en í Svíþjóð, (tölur frá
1981).
Ályktunarorð Rannsóknar-
ráðs voru: Framlög til rann-
sókna- og þróunarstarfsemi
eru í miklu ósamræmi við lang-
tímaáætlun Rannsóknarráðs
ríkisins... fyrirmæli fjárlaga-
stofnunar - engar nýjar stöður
- engin ný verkefni - setja svip
sinn á stööuna. - Hér ríkir
stöðnun.
Sá hrjóstrugi Hagvangur
Fyrir einu og hálfu ári eða
svo barst sú fregn frá Iðnaðar-
ráðuneytinu, að ákveðið hefði
verið að láta Hagvang gera
úttekt á rekstri Orkustofnun-
ar. Á Orkustofnun þóttu þetta
ekki góðar fréttir, bæði var að
aðeins voru tæp þrjú ár liðin
frá gagngerri endurskoðun á
rekstri stofnunarinnar og
breytinga sem byrjaðar voru
að skila árangri. Slík rekstrar-
endurskoðun er réttlætanleg
einu sinni á áratug eða svo en
séu þær tíðari eru þær bara til
bölvunar. Hitt leist mönnum
svo enn verr á að Hagvangur
skyldi eiga að annast endur-
skoðunina. Hagvangur var
ekki sérlega virt fyrirtæki, ný-
komið á ríkisstjórnarspenann
og hafði í fyrra nýlokið ákaf-
lega untdeildri endurskoðun á
RARIK, sem mönnum mun
enn í fersku minni. Hópur
starfsmanna missti þá vinnuna
og forstjórarnir æruna. Af
sparnaði ganga hins vegar ekki
ntiklar sögur, en það er önnur
sagja. Svo illa sem að endur-
skoðuninni á RARIK hafði
verið staðið, gátu menn ekki
séð að Hagvangur hefði for-
sendur til að taka út rannsókn-
arstarfsemi eins og stunduð er
á Orkustofnun. Rannsóknar-
starfsemi verður ekki mæld á
söntu mælistiku og venjulegur
fyrirtækjarekstur. Stjórnarfor-
maður Orkustofnunar lýsti
starfsaðferðum Hagvangs-
rnanna svo á starfsmanna-
fundi: „Það er sjálfsagt rangt að
segja það, að þeir taki Orku-
stofnun til meðferðar eins og
hverja aðra graskögglaverk-
smiðju, en þeir reyna að kom-
ast eins nálægt því og þeir
geta, áreiðanlega."
Þetta var spámannlega mælt
eins og síðar kont á daginn.
Gullhamrarnir slegnir
Þeirri ákvörðun varð þó ekki
breytt að rekstrarkönnun
skyldi gerð og Hagvangsmenn
tóku að sveima unt ganga
stofnunarinnar og ræða við
ntenn. Þetta voru geðugir pilt-
ar og þeim var ekki illa tekið.
Starfsmenn eyddu drjúgunt
tíma í að uppfræða þá um
grundvallaratriði rannsóknar-
starfseminnar, orkuspár og há-
hitaáætlanir og drukku með
þeim kaffi út á Tommaborgur-
um meðan farið var í gegn um
hið flókna samspil vísinda-
þekkingar og verktækni.
Að ári liðnu kom svo Hag-
vangsskýrslan út með niður-
stöðum athugananna og þótt
hún væri ekkert snilldarverk,
líkaði mönnum hún vel. Gagn-
rýnispunktar voru á stöku stað
en gullhamrar þó sýnu fleiri:
„Þátttaka stofnunarinnar í
■ Hagvangur var ekki sérlega virt fyrir-
tæki, nýkomið á ríkisstjórnarspenann.
■ Hér var auðvitað um að ræða nauð*
ungarsamning af hálfu Orkustofnunar,
líkt og þegar ærin semur við refinn um
að éta ekki undan sér nema annað
lambið.
Þorgerður Einarsdóttir námsmaður:
„Misskipt er
mannaláni“
Um námsfólk, lánamál og fleira
■ Stúdentar í læknadeild.
6
■ Þaðerkunnaraenfráþurfi
að segja að málefni náms-
manna hafa tekið stakkaskipt-
um á því ári sem er að líða.
Ríkisstjórnin hefur ekki setið
mcð hendur í skauti sinn stutta
valdatíma, heldur sýnt þjóð
þessa lands að nokkur „penna-
strik" fá miklu áorkað. Lána-
sjóður íslenskra námsmanna
hefur vcriö í brennidepli, -
með þeim afleiðingum að stór-
felldur niðurskurður hefur
dunið á námsfólki. í ársbyrjun
var frestað um l árþeirri 100%
brúun fjárþarfar sem lögin frá
1982 kveða á um. Næst á
afrekaskránni var skýrsla gerð
fyrir menntamálaráðherra um
LÍN, sem átti að heita „fagleg
úttekt." Vart þurfti meira en
meðalskussa til að sjá aö hér
var einungis um að ræða nýja
skilgreiningu á eðli og lilut-
verki lánasjóðsins, með póli-
tískum formerkjum íhaldsins.
- En þetta var aðeins hugljúfur
forleikur í samanburði við
framhaldið. í maíbyrjun-þeg-
ar námsmenn voru uppteknir
við próflestur og ritgerðarsmíð
- leit svo bandormurinn dags-
ins ljós eftir óhemju snöggar
fæðingarhríðir. í þeim
óskapnaði fólst að fjárfram-
lög til LIN voru stórlega tak-
mörkuð, Prósentutala fjár-
þarfar skyldi miðuð við það fé
sem LÍN hefði til umráða og
ekki 100%. Eins og flestum er
kunnugt var þessu ekki hrund-
ið í framkvæmd með 60% láni
til allra lánþega, -því mennta-
málaráðherra er klókari en
svo. Skorið var niður í einstök-
urn hópum og ber þar að
sjálfsögðu hæst afnám víxil-
lána til fyrsta-árs-nema, sent
núna þurfa að leita á náðir
bankakerfisins. Fyrir náms-
menn erlendis er þetta með
eindæmum slæmt. Til að kór-
óna sköpunarverkið var
skylduaðildin að SÍNE afnum-
in, og þarf nú að liggja fyrir
skrifleg beiðni til að LÍN sé
hcimilt að innheimta félags-
gjöld af námsfólki.
„Fagleg úttekt“
Af eðlilegum ástæðum var
skýrslu urn LÍN lítt haldið á
lofti. Ekki einungis var frjáls-
lega farið með staðreyndir og
tölur í skýrslunni, heldur komu
■ Vart þurfti meira
en meðalskussa til
að sjá að hér var
einungis um að
ræða nýja skilgrein-
ingu á eðli og hlut-
verki lánasjóðsins,
með pólitískum
formerkjum íhalds-
ins.
þar einnig frant gantlir fordóm-
ar og ranghugmyndir um
námsfólk. Eins og öll viðbrögð
við skýrslunni hafa sýnt gerir
skýrsluhöfundur sig sekan unt
tvíræðan hugtakarugling -
sennilega vísvitandi en eigi að
síður óþarflega klaufalegt
bragð. Þannig er vandi LÍN
skv. skýrslunni aðallega sá að
verksvið sjóðsins hefur aukist
og fjárþörf aukist þar af leið-
andi. Með öðrum orðum,
vandi LÍN er að þessir désk.
sérskólanemar hafa notað rétt
sinn til að taka námslán. Það
var svipuð röksemdarfærsla sem
leiddi til þess að rcttur barns-
hafandi kvenna til ókeypis
tannviðgerða var afnuminn.
Grunur lék nefnilega á að
konur væru svo ósvífnar að
nota þessi réttindi sín. Varla
þarf að útlista nánar að það er
hlutverk LÍN að úthluta náms-
lánum, vandinn er sá að LÍN
er fjármagnaður að stórum
hluta með lánurn, þannig að
mikill hluti ráðstöfunartekna
hans á ári hverju fer til greiðslna
á afborgununt og vöxtuni. Það
verður að teljast óheiðarlegt
og vægast sagt ósmekklegt að
láta að því liggja aó námsfólk
sé ábyrgt fyrir vanda LÍN eins
og gert er í skýrslunni.
Bandormur-dauðadómur
fyrstaársnema?
Það þarf ekki mikið ímynd-
unarafl til að gera sér í hugar-
Iund þá óvissu sent námsfólk
hefur búið vió síðan band-
ormslögin voru samþykkt í
vor. Hvernig átti t.d. að túlka
lausar og fálmkenndar yfirlýs-
ingar menntamálaráðherra um
að hún ntyndi beita sér fyrir
samkomulagi við viðskipta-
bankana um bankalán til fyrsta-
ársnenta, - eða hin tvfræðu
svör bankastjóra að bankarnir
ntuni að sjálfsögðu liðsinna
námsfólki eins og öðrum lands-
mönnum!! Ber að skilja þetta
svo að allir „landsmenn" sitji
við sama borð gagnvart
bönkunum? Eða þýðir þetta
hreinlega að námsmenn geti
étið það sem úti frýs?
- Það er óhætt að segja að
sú framkvæmd niðurskurðar-
ins að fella niður víxillán til
fyrstaársnema var „klókur"
leikur hjá menntamálaráð-
herra. Sjálfsagt hefur átt að slá
tvær flugur í einu höggi. í
fyrsta lagi gat menntamálaráð-
herra barið hetjulega á brjóst
sér og hrópað að víst fái náms:
menn 95% (bara ekki allir..) í
öðru lagi gæti þetta hugsanlega
skapað sundrung meðal náms-
fólks („Fórna einum fyrir
annan? - Já hvað, allt í lagi
nteðan ég fæ lán“) Ég efast
ekki eitt augnablik að þetta
hefur verið hin fróma ósk vald-
hafans.
Hvernig var þetta svo
framkvæmt? Eftir mánaðar-
langt verkfall á íslandi eru
námsmenn erlendis nú óðum
að fá dónt LÍN hversu verðugir
þeir séu námslána. Allt í einu
er kornin upp sú staða meðal
vor, að fyrstaársnemar eru
ekki einir unt að vera fyrstaárs-
nemar. Reglunni um „fyrsta-
ársnenta" hefurgreinilega ver-
ið frjálslega beitt, og synd að
segja annað en LÍN hafi sýnt
óhóflegt örlæti á þann stimpil.
Eitt lítið dærni. Námsmaður
hér í borg stefndi að listanámi
en fékk inngöngu fyrst í þriðju
atrennu sökum mikillar að-
sóknar í skólann. Þrátt fyrir að
engrar undirbúningsmenntun-
ar sé formlega krafist, er
reyndin sú að enginn fær inn-
göngu fyrr en eftir ca. 2 ára
undirbúningsnám í einhverju
formi. Námsmaðurokkarlagði
■ Það verður að
teljast óheiðarlegt
og vægast sagt ó-
smekklegt að láta
að því liggja að
námsfólk sé ábyrgt
fyrir vanda LÍN eins
og gert er í skýrsl-
unni.
stund á slíkt „undirbúnings-
nám" í 2 ár. Var það lánshæft
nám að mati LÍN, enda þáði
námsmaður lán bæði árin. Nú
bregður svo við að námsmanni
er neitað unt lán er hann hefur
sitt eiginlega listanám. Vegna
þess að „fyrra nám styttir ekki
núverandi nám" fær námsmað-
ur stimpilinn fyrstaársnemi. -
Á þennan hátt mætti einnig
færa rök fyrir því að námsmað-
ur sem byrjar doktorsnám
strax að loknu grunnnámi sé
fyrstaársnemi, því grunnnám
getur aldrei stytt doktorsnám
(- það er hinsvegar nauðsynleg
forsenda þess!) Þess má geta
að fleiri á þessum slóðum hafa
fengið neitun unt lán á ýmsum
forsendum sem hvergi er að
finna í hinunt nýju úthlutunar-
reglum lánasjóðs - og engin
fordæmi eru fyrir áður. Það
sem var lánshæft nám í fyrra er
það ekki núna osfrv. Náms-
maður okkar í dæminu að
framan, sem er fjölskyldumað-
ur, fékk lán hjá viðskiptabanka
á íslandi upp á fjórðung þeirrar
upphæðar sem hann þarf til
framfærslu fram að áramótum.
Pólitík sem þessi lýsir al-
gjöru virðingarleysi gagnvart
námsfólki svo ekki sé meira
sagt. Fólk hefur nú beðið milli
vonar og ótta í hátt á þriðja
mánuð eftir úrskurði LÍN,
flestir orðnir mjög skuldugir
og mörgum orðið ansi heitt í