NT - 06.12.1984, Síða 7

NT - 06.12.1984, Síða 7
rafvæðingu landsins er stór. Þar hefur stofnunin gegnt lykil- hlutverki í undirbúningsvinnu fyrir vatnsaflsvirkjanir..." „Stjórn fjármála er í góðu lagi og kostnaðarliðir fara eftir áætlun..." „Áætlunarkerfi og fjárhags- legt eftirlit er í lagi á Orku- stofnun, og stjórnsýsludeild er skipuð hæfum starfsmönnum, sem skila störfum sínum vel..." „Starfsandi á Vatnsorku- deild er góður... verkáætlanir eru í góðu lagi og eftirfylgja öflug... öll vinna þessarar deildar um innra skipulag og starfshætti er til fyrirmyndar. „Efla þarf starfsemi Orku- búskapardeildar þannig að hún hafi yfirlit urn sem flest svið orkubúskapar..." 4t>ar sem íslendingar eru meðal fremstu þjóða í flestu er lýtur að virkjun jarðvarma, hefur tækniþróun vegna leitar og virkjunar jarðhita að veru- legu leyti farið fram innan Orkustofnunar..." „Orkustofnun býr yfir þeirri vísindalegu þekkingu, sem nauðsynleg er til að annast rekstur jarðhitasvæða, enda leita hitaveitur aðstoðar hjá stofnuninni, þegar rekstrar- vandamál sem rekja má til breytinga á jarðhitasvæðinu, gera vart við sig..." „Jarðhitadeild Orkustofn- unar er faglega vel í stakk búin til að sinna háhitarannsóknum en telur sig ekki hafa mannafla til að framkvæma „háhitaáætl- un" frá 1982... Það er sam- dóma álit þeirra, sem til þekkja að deildin hafi á að skipa mjög færum vísindamönnum og að helsti styrkleiki hennar felist í öflugu vísindastarfsliði..." Hnífurinn brýndur Eftir lestur þessarar já- kvæðu skýrslu varð reiðar- slagið þeini mun meira, er það spurðist að áætlaður væri 30% samdráttur á starfsliði Orku- stofnunar og stjórnarformað- urinn, sem nú virtist orðinn elsku sáttur á „grasköggla- vinnubrögð" Hagvangs. lét boð út ganga til deildarfor- stjóra, að gerðir skyldu listar yfir 40 stöður sem sjá mætti af. Nú hófust núklar umræður milli ráðuneytisins, Hagvangs og Orkustofnunar sem enduðu með e.k. santkomulagi um að tekið skyldi mið af niðurstöð- um Hagvangs, sern þá hljóð- uðu upp á „15-20% umfangs- minnkun". Það felur í sér fækkun starfsmanna um 25-30 ef miðað er við starfsmanna- skrá frá okt. 1983. Hér var auðvitað um nauðungarsamn- ing að ræða af hálfu Orkustofn- unar, líkt og þegar ærin semur við refinn um að éta ekki undan sér nema annað lambið. Menn velta því að vonum mjög fyrir sér. hvernig standi á þeirri æpandi mótsögn sem er á milli hinna jákvæðu niður- staðna skýrslunnar og tillagn- anna um miskunnarlausan niðurskurð starfsmanna og fullyrðinga um að hægt sé með hagræðingu einni saman að spara 15-20 milljónir króna á ári á Orkustot'nun. Menn velta því einnig fyrir sér, hvort eitthvert samband sé á milli yfirlýsinga ríkis- stjórnarinnar og flokksráðs- samþykkta Sjálfstæðisflokks- ins um að stefnt skuli að 15- 20% sparnaði í rekstri stofn- ana sem undir ráðuneytin heyra og þeirra 15-20% sem Hagvangur lagði til. Menn velta því líka fyrir sér. hvort Hagvangi hafi verið borgaðar þær 1.8 núlljónir króna sem hattn fékk fyrirsinn snúð. til að komast að þessari niðurstöðu. Það væri raunar ekki ósanngjarnt verð fyrir verkið. Ekki myndi ég standa í slíku ókeypis. Dýrt er drottins orðið 1,8 milljónir er greiðslan til Hagvangs en heildarkostnað- urinn við verkið er nrun hærri því ótaldar eru langar stundir sem starfsmenn Orkustofnun- ar eyddu í næsta þarflitlar viðræður við Hagvang, starfs- mannafundi á stofnuninni um málið og það vinnutap sem óhjákvæmilega verður þegar veist er að vinnustað og starfs- öryggi rnanna með þeim hætti sem raun varð á á Orkustofn- un. Að auki hefur vafalítið orðið einhver tilkostnaöur í ráðuneytinu vegna málsins, senr ekki kenrur fram í sumrn- unni til Hagvangs. Sennilegur tilkostnaður er 3 milljónir króna. Það er ansi mikið fyrir könnunina sérstaklega ef niðurstöðurnar hafa nú verið fyrirfram gefnar. Ég fæ ekki séð að sá 15-20 milljón króna sparnaður sem stefnt er að. náist rneð öðru en samdrætti í starfseminni og enginn innan Orkustofnunar hefur getað útskýrt hvernig það skuli gert. Heildarniður- staða þessa máls verður líklega sú. að iðnaðarráðherra stærir sig að því að hafa náð fram miklum sparnaði fyrir ríkið á Orkustofnun. Hagvangur svallar í gróðanum meðan Orkustofnunarmenn sitja á klakanum og rannsóknarstarf- semi í landinu dregst enn sam- an til tjóns í nútíð og framtíð. Árni Hjartarson ■ Menn velta því líka fyrir sér, hvort Hagvangi hafi verið borgaðar þær 1.8 milljónir króna sem hann fékk fyrir sinn snúð, til að komast að þessari niður- stöðu hamsi. Fyrir utan þá lítilsvirð- ingu á vinnuframlagi náms- fólks sem felst í neitun á náms- láni er þetta þjóðhagslega mjög óklókt í lengdina. Hvað skyldi íslenska ríkisstjórnin taka til bragðs ef námsmenn erlendis færu að flykkjast próf- lausir til ættjarðarinnar, at- vinnulausir, húsnæðislausir, - og heimtufrekir (því sjaldan launar kálfur ofbeldið, eins og Flosi mælti nýlega). Kannski höfðinginn Albert sjái aumur á greyjunum og gauki að þeim smá ölmusu, þetta yrðu aldrei nema nokkur hundruð manns eða svo... Skylduaðild að SÍNE afnumin Til að auka hróður sinn (og til að brjóta niður samstöðu meðal námsmanna erlendis) felldi menntamálaráðherra niður skylduaðildina að SlNE, án minnsta samráðs við sam- tökin sjálf. Allt í þágu félaga- frelsis sem er ráðherra hugleik- ið málefni. Hafi það verið félagafrelsi sem vakti fyrir ráð- herra, er þess væntanlega ekki langt að bíða að fleiri fái sitt félagafrelsi, svo sem stúdentar við HÍ og stéttarfélög yfirleitt. Láti ríkisstjórnin ekki kné fylgja kviði í þessu máli er ekki hægt að skilja þetta öðruvísi en aðför að SÍNE. - Að sjálf- sögðu hefði menntamálaráð- herra átt að bíða frumkvæðis frá SÍNE félögum sjálfum, það hefði verið ólíkt trúverðugra og óneitanlega borið minni keim af valdbeitingu. Hverjir borga brúsann? Gömul og klassísk goðsögn segir að námsfólk sé afætur á þjóðfélaginu. í greinargerð frá menntamálaráðuneytinu frá 21. júní í sumar slær mennta- málaráðherra á nokkra við- kvæma strengi þessara vinsælu hleypidóma í garð náms- manna. Hún gerir að umfjöll- unarefni sínu hin vísitölu- tryggðu námslán sem ekki voru skert í kjölfar afnáms vísitölu- bindingar launa á sl. ári og segir m.a.: „Þetta olli því að námsmenn héldu fullum verð- bótum síðasta ár, meðan allir launþegar í landinu urðu að þola skerðingu á verðbótum vegna efnahagsráðstafana. Þessi staðreynd m.a. hefurhaft nokkur áhrif á viðhorf almenn- ings, sem stendur m.a. undir námslánakerfinu með sköttum sínum". Þetta er athyglisvert að hugleiða nú eftir mánaðar- langt verkfall BSRB. Hver er eiginlega þessi skattgreiðandi almenningur sem heldur náms- fólki uppi? Er menntamálaráð- herra ekki ljóst að námsfólk er verðandi „almenningur"? Og væntanlega er henni fullljóst að lánin eru verðtryggð og munu endurgreidd að fullu. - Ekki nóg með það, námsmenn eru upp til hópa verðandi ríkis- starfsmenn og sem slíkir meðal dyggustu skattgreiðenda þjóð- arinnar. Að hafa slíkar dylgjur í frammi gagnvart námsfólki þykir mér í fullri alvöru afar kaldhæðnislegt. Ef Albert fjármálaráðherra kom á óvart sú samstaða og sú harka sem félagar í BSRB sýndu í ný- loknu verkfalli, er kannski eins gott að hann - og aðrir - gefi hugmyndafluginu lausan tauminn. Því mér segir svo hugur að ekki verði minni harka í BSRB í framtíðinni þegar núverandi árgangar námsfólks verða orðnir skatt- greiðandi starfsmenn í þjón- ustu ríkisins. Gautaborg þann 12. nóvember 1984 Þorgerður Einarsdóttir námsmaður ■ Hver er eigin- lega þessi skatt- greiðandi al- menningur sem heldur námsfólki uppi? Melrekkasléttu og Sveinn Ein- arsson veiðistjóri frá Miðdal. Allt hefur þetta fólk sitthvað að segja sem hlustandi er eftir. Frágangur bókarinnar sýnist góður. Þór held ég að slæm prentvilla á bls. 209 í frásögn Sæmundar Stefánssonar. Þar segir svo: „Áriö 1945 hætti ég að mestu þessum söluferðum, því þá voru fyrir nokkru orðin þáttaskil í viðskitpalífinu hér á landi með tilkomu hinnar ill- ræmdu Innflutnings- og gjald- eyrisnefndar." Þarna mun ártalið eiga að vera 1935 því að þá mun Inn- flutnings- og gjaldeyrisncfnd hafa orðið til. Hins vegar var hún úr sögunni 1945 og önnur nöfn á þeim stofnunum sem við tóku. Hér verður ekki rætt um skoðanir eða framsetningu þeirra sem við er rætt. Það eitt að gera grein fyrir búsetu og atvinnu setgir sitt. Þess má svo geta að Skarphéðinn Ásgeirsson var náfrændi Ólafs Tryggvason- ar og mikill hjálparmaður hans þau ár sem Ólafur hafði lækninga- fundi á Akureyri. Sjálfur er Skarphéðinn draumamaður og Sem gamlir kveða Erlingur Davíðsson skráði. Aldnir hafa orðið. Frásagnir og fróðleikur. Bókaútgáfan Skjaldborg. ■ Þetta rit á sér væntanlega fastan lensendahóp. Með þessu bindi eru viðmælendur Erlings orðnir 91. Það er harla sundur- leitur hópur og því er þetta safn orðið býsa fróðlegt um mannlíf og þjóðlíf á Islandi á tuttugustu öld. Viðmælendur okkar í þessu bindi eru Skarphéðinn Ásgeirs- son kaupmaður á Akureyri, Streinþór Eiríksson vélvirkja- meistari á Egilsstöðum, Jónína Steinþórsdóttir húsfrú á Akur- eyri, Jóhannes Jónsson bóndi á Tunguvöllum á Tjörnesi, Sæ- mundur Stefánsson storkaup- maður frá Völlum, Guðni Ingi- mundarson frá Snartarstöðum á á dagskrá miðilsfunda á segul- bandi. Erlingur Davíðsson er kunn- ur að því að hafa skrifað margt um dulræn efni bæði í þessum flokki og utan hans. Þar eru margar merkar frásagnir og engu síður merkilegar þó að ósannað þyki hvað var þar að verki. Menn munu halda áfram að glíma við þær ráðgátur, að- hyllast mismunandi kenningar og leita nýrra skýringa. Enda þótt ekki sé marg í þessari viðtalsbók sem hefur sig yfir góða blaðamennsku má óhætt treysta því að sá sem hefur lesið þetta safn veit margt um íslenska menningu á 20 öldinni. Sé blaðamennskan góð þá hefur hún líka hlutverki að gegna svo að síst ber að lasta hana. Og á þessu safni skipar 13. bindið sæti með sóma. Fimmtudagur 6. desember 1984 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Framkvæmdastj.: Siguröur Skagfjörð Sigurðsson Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Fréttastj.: Kristinn Hallgrímsson Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Dómgreindarleysi ■ Oft er til þess vitnað í gömlum sögnum að það þótti merki um hreysti og karlmennsku að starfa eða ferðast úti við í vondum veðrum án þess að nota vettlinga og helst án höfuðfats. Þá var það talið merki um kveifar- skap að taka með sér matarbita í róður. Yfirhafnir úr gærum voru ekki boðlegar heiðvirtu fólki. Það var einkennisklæðnaður flækinga og útilegumanna. Mörg dæmi eru um að menn urðu magnþrota á heiðum uppi þegar eitthvað bar út af með veður, á dönskum skóm, með hattkúfa á höfði og matarlausir. Á sjó var sjálfsagt að klæðast hlífðarfatnaði úr skinnum, en matarskrínan var geymd í landi. Nú á dögum lítum við á þetta háttarlag sem hverja aðra fordild og heimsku, og ekki að ósekju. Þessi viðhorf eru dæmi um að mörgum íslendingum hafi ekki lærst að lifa í landi sínu, og bregðast við óblíðri náttúru þess með viðeigandi hætti. En þótt skjólgóð hlífðarföt þyki nú sjálfsögð þegar þannig viðrar og ekki er talið ófínt að hafa með sér matarbita þegar lagt er upp í slarksöm ferðalög, er eins og margir eigi bágt með að átta sig á náttúrufari fósturjarðrinnar og sýni sama skilningsskort og dóm- greindarleysi og forfeður vorir í samskiptum við breytilegar aðstæður. Benda má á mörg dæmi þessu til sönnunar, en hér skal aðeins bent á einn þáttinn, bílaumferðina. Eins og sjá má á almanaki og takmarkaðri birtu er komið fram í desembermánuð. Skammdegið er skollið á. Haustið hefur verið góðviðrasamt og sunnanlands hefur vart fest snjó. I fyrradag brá svo við að slydduél gengu yfir. Birta var í lágmarki og hálka myndaðist á vegum og götum. Eins og sjá má af blaðafregnum hafði allt tiltækt lögreglulið á höfuðborgarsvæðinu ekki undan að sinna bílaárekstrum og sjúkrabílar voru ekki nógu margir til að koma slösuðu fólki á sjúkrahús og varð að grípa til annars konar farartækja til að sinna slíkum verkefnum. Mikið eignatjón varð og margir liggja lemstraðir eftir slydduveðrið og hálkuna. Auðvitað kennum við veðurlaginu um svona uppá- komur. En nær sanni er að kenna um hvernig brugðist er við breyttum aðstæðum, eða réttara sagt, að það er ekki brugðist við þeim. Alltof margir ökumenn verða berir að fullkomnu dómgreindarleysi þegar aðstæður og skilyrði breytast til hins verra í takmörkuðu skyggni á glerhálum vegum í svartasta skammdeginu er ekið eins og á heiðríkum sumardegi. Það er ekki fyrr en í óefni er komið að ökumenn og aðrir vegfarendur átta sig á raunverulegum aðstæðum. Þessi sljóleiki gagnvart náttúruöflunum tekur stund- um á sig grátbrosiegar myndir. Það er ekki ónýtt að heyra tilkynningar til ökumanna um að stórhríð sé skollin á og allir vegir og götur séu teppt venjulegri umferð. Fyrir utan ökumenn er varla til svo skynlaus skepna að hún sé ekki fær um að sjá svonalagað sjálf. Af sama toga eru viðvaranir um ísingu á götum og aðra tilbreytingu af völdum náttúrunnar. Það verður að telja vafasamt að leyfa þeim aðilum að stjórna ökutæki, sem ekki geta gert sér grein fyrir hvernig skyggni er né akstursskilyrði yfirleitt. Á meðan ökuþórarnir þjösnast og hugsa ekki um annað en þenja bíla sína sem hraðast án tillits til aðstæðna eða hver annars, snýst umræða um umferð- ina nær eingöngu um bílabeltin. Hvort einhver hafi bjargast úr voðanum vegna þess að hann var reyrður í belti eða vegna þess að hann var lausgirtur og hvort ekki eigi að fara að sekta ökumenn fyrir að vera óbundnir. Mál er að linni og að yfirmenn umferðarmála og ökumenn almennt fari í alvöru að gera sér grein fyrir að beita þarf dómgreind og skilningarvitum til að koma í veg fyrir hörmungar umferðarslysanna.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.