NT - 06.12.1984, Side 23

NT - 06.12.1984, Side 23
 n i Fimfótudagur 6. desember 1984 23 lu Útlönd Bardaga- listamenn berja á æskulýð á Madagaskar Antananarivo-Reuter: ■ Um þrjátíu manns lctu lífið og fjölmargir særðust í átök- um milli atvinnulauss æskufólks og iðkenda bardagalistarinnar .kung-fu í höfuðborg Madag- !askar, Antananarivo. Að sögn sjónarvotta var harð- 'ast barist í kringum æskulýðs- höll í miðborginni þar sem ríkið reynir að hjálpa atvinnulausum unglingum úr alþýðustétt. Að jsögn útvarpsins kveiktu bar- dagalistamennirnir í æskulýðs- höllinni og mun reykjarmökk- urinn hafa sést víða að. Opinber skýring hefur ekki verið gefin á átökunum, en í .september síðastliðnum ver iðk- un kung-fu bönnuð á Madag- askar af þeirri ástæðu að það leiddi til aukinna glæpa. Þá kom .einnig til uppþota í höfuðborg- inni. Hótaði að eitra Nestlé- súkkulaðið I.ausanne-Reuter ■ Svissneska lögreglan hefur :nú til meðferðar mál Svía, sem í fyrra mánuði var handtekinn . fyrir að hafa í hótunum við hinn risavaxna Nestlé-auðhring. Hót- aði maðurinn því að eitra : súkkulaðið frá Nestlé ef honum fyrði ekki greitt stórfé, eða 700 þúsund svissneskir frankar. Samkvæmt svissneskum blöð- um gekk Svíinn í gildru lögregl- unnar í Genf. Honum var sagt að honum yrði greitt féð á ■ ákveðnum stað að næturlagi, en þar beið lögreglan hans. Svissnesk yfirvöld hafa ekki viljað tjá sig um málið, líklega til að valda Nestlé ekki óþæg- indum. 7000 drepnir segir Ortega Managua-Reuter ■ Daniel Ortega, ný- kjörinn forseti Nicaragua, hélt fyrr í vikunni ræðu yfir hjúkrunarkonum frá ýmsum Suður-Ameríku- löndum og upplýsti þá að 7000 manns hefðu látið lífið í stríðinu milli Sand- inistastjórnarinnar og uppreisnarmanna, sem- njóta suðnings Bandaríkj- anna. Átökin hafa geisað í fjögur ár. Barricada, málgagn stjórnarinnar í Managua, hafði það eftir Ortega að 6300 börn hefðu misst for- eldri eða foreldra í stríð- inu, 20 skólar hefðu verið gjöreyðilagðir og 800 skól- um hefði orðið að loka á stríðssvæðum. Hann sagði ennfremur að 346 börn hefðu látið lífið í átökunum. 170 kennarar, 47 starfsmenn hjálparstofnana, 5 hjúkr- unarkonur og nokkrir læknar. Þar á meðal einn franskur læknir og einn þýskur. Forsætisráðherra eyríkis ■ Nýi Þjóðarflokkurinn undir forystu Herberts Blaize rann afgerandi sigur í kosningunum á Grenada um helgina, en ósigur stuðningsmanna Maurice Bishops, hins myrta forsætisraðherra, var að sama skapi stór. Blaize, sem sést hér á myndinni ásamt konu sinni, vinnur nú að þvi að mynda ríkisstjórn sem víst er að mun njóta mikils og eindregins stuðnings frá Bandaríkjunum. Blaize hefur farið þess á leit að herlið frá Bandaríkjunum og nokkrum Karabíahafseyjum verði áfram á Grenada um sinn. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að Sovétmenn hafa fordæmt kosningarnar og kallað þær hið mesta sjónarspil - sögðu ekki Bandaríkjamenn eitthvað svipað um kosningarnar í Nicaragua? símamynd-POLFOTO Chernenko biður um róttækar lausnir á vígbúnaðarvandanum Moskva-Rcuter ■ Konstantín Chernenko, leiðtogi Sovétríkjanna, sagði í gær að Sovétríkin væru tilbúin að fallast á róttækar lausnir til að stöðva vígbúnaðarkapp- hlaupið, en fyrst og fremst væri þó aðkallandi að banna vígvæð- ingu himingeimsins. I orðsendingu til alþjóðasam- taka eðlisfræðinga sem berjast gegn kjarnorkuvopnum sagði Chernenko að ef vígbúnaðar- kapphlaupið í geimnum yrði ekki stöðvað myndi það spilla öllu sem hingað til hefur náðst á sviði vígbúnaðartakmarkana. Chernenko minntist ekkert á hugsanlegan fund núlli sín og Reagans forseta, en í fyrradag átti hann fund með Ármand Hammer, bandarískum iðju- höld, og sagði að sér væri slík- ur • fundur ekki á móti skapi. Það er viðtekin skoðun vest- rænna hernaðarsérfræðinga að Sovétríkin óttist að þurfa að keppa við Bandaríkin um víg- væðingu himingeimsins, vegna þess að þau hafa hvorki tækni- þekkingu né fjármagn til þess. El Salvador: Skæruliðar ráðast á stjórnarhermenn - þrátt fyrir friðarviðræður San Salvador-Rcutcr: ■ Vinstrisinnaðir skæruliðar í El Salvador drápu að minnsta kosti 42 hermenn í árás á þorp 40 km fyrir suðvestan höfuð- borgina rétt fyrir síðustu helgi. Árásin var gerð þrátt fyrir frið- arviðræður skæruliða við stjórn- völd á föstudag í síðustu viku. Háttsettir menn innan hersins í El Salvador hafa viðurkennt að árásin hafi verið hin harðasta í langan tíma. Skæruliðar segj- ast sjálfir hafa fellt um 60 her- menn í henni og sært 40. Þeir hafa lýst sig fúsa til áframhald- andi friðarviðræðna þótt sanin- ingaviðræðurnar við stjórnvöld liafi ekki skilað neinum árangri enn sem komið er. Að loknum viðræðunum á föstudag, sem huldnar voru í Ayagualoborg í El Salvador var ákveðið að hittast aftur seinna og halda viðræðunum áfram. Herinn í El Salvador og hægri- sinnar eru mjög mótfallnir öll- um viðræðum við skæruliða. Einn af leiðtogum skæruliða, Hector Oqucli, sagði á blaða- mannat'undi í Mexíkó að það citt að fulltrúar stjórnvalda liefðu fallist á að ræða viö skæruliða þrátt fyrir andstöðu hægrisinna væri mikill sigur. Umsjón: Ragnar Baldursson og Egill Helgason íranskir öryggis- verðir hefta för flugræningjanna ■ Á meðal þeirra 44 kvenna og barna, sem flugræningjarnir í Teheran leyfðu að fara frá borði, var dönsk flugfreyja, Lisbeth Mathers að nafni. Hún er til hægri á myndinni, en hinar tvær stúlkurnar munu einnig hafa verið um borð. í gærkvöldi þótti j mönnum það ískyggilegt hvað flugræningjarnir voru orðnir æstir á taUgUlll. Síniamynd - POLFOTO. 197 borgarskæruliðar fyrir rétti Teheran-Reuler: ■ íranskir öryggisverðir tálm- uðu í gærkvöldi för kuwaitskrar farþegaflugvélar, sem staðið hefur á flugvellinum í Teheran í tvo daga. Henni var rænt með 155 manns um borð á leið til Pakistan af fimm mönnum sem mæltir eru á arabísku. Ræn- ingjarnir krefjast þess að menn sem eru í fangelsi í Kuwait verði látnir lausir. Samningaviðræður við flug- ræningjana hafa lítið gengið og eru þeir að sögn íranskra yfir- valda æstir á taugum. Þeir lýstu því yfir í gær að þeir hefðu komið fyrir sprengiefni í flug- vélinni og væru þess albúnir að sprengja hana upp. Nokkru síð- ar virtust þeir vera að búa sig undir flugtak, en þá gripu örygg- isverðir til sinna ráða og komu upp tálmunum á flugbrautinni. Flugræningjarnir hafa þegar myrt einn af gíslum sínum, sem talið er að hafi verið bandarísk- ur sendimaður. Þeir slepptu úr haldi öllum konum og börnum um borð og einnig 23 Pakistön- um. Talið er að þeir haldi enn eftir 98 gíslum. Róm-Reuter: ■ Salvatore Vecchione, sak- sóknari sem rannsakað hefur athæfi vinstrisinnaðra borgar- skæruliða á Ítalíu, fór þess á leit í gær að haldin yrðu réttarhöid yfir 197 meintum borgarskæru- liðum. Þeir yrðu ákærðir fyrir vopnaða uppreisn gegn ríkinu og tilraun til að koma af stað borgarastríði. Dómari hefur nú þessa mála- leitun saksóknarans til um- fjöllunar. 197-menningarnir voru flestir meðlimir í hryðjuverkasam- tökunum Rauðu herdeildunum og Öreigakjarnanum. Sumir þeirra eru í fangelsi og hafa svarað til saka í öðrum málurn, en aðrir ganga lausir. Chile: Stjórnar- andstæð- ingum refsað Sanliago-Reutcr ■ Herstjórnin í Chile hefur sent 221 mann í útlegð frá því í síðasta mánuði þegar stjórnar- andstaðan skipulagði mót- mælaaðgerðir gegn stjórn- inni. Útlagarnir eru sendir til afskekktra héraða í Norð- ur-Chile. Síðasti hópurinn sem þannig var sendur í útlegð telur 58 manns. Þeir voru dæmdir til þriggja ára útlegðar. Flest- ir þeirra eru sagðir vera nemendur sem tóku þátt í mótmælaaðgerðum í sein- ustu viku.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.