NT - 06.12.1984, Side 25
Fimmtudagur 6. desember 1984 25
Útlönd
Gaseitrunin á Indlandi:
Meira en tvö
þúsund látnir
Rajiv Gandhi gagnrýndur
■ Eiturgasið hafði áhrif á augu að minnsta kosti 20.000 manna og
óttast er að sumir þeirra kunni að verða blindir. Það verkaði líka á
öndunarfæri, nýru og lifur fólksins. Þessi mynd var tekin af tveim
fórnarlömbum gassins í indversku sjúkrahúsi í gær. símamynd-POLFOTO
Bhopal-Rcuter
■ Indverska fréttastofan PTI
skýrði frá því í gærkvöldi að þá
hefðu rúmlega 2000 manns látist
vegna eitrunar í Bliopal borg
þar sem mikið af eiturgasi
streymdi úrefnaverksmiðjusem
framleiddi skordýraeitur. Þá
höfðu læknar líka sinnt um
fimmtíu þúsund manns sem
sýndu merki eitrunar. Margir
eru enn taldir í lífshættu.
Forsætisráðherra Indverja,
Rajiv Gandhi, hefur sjálfur tek-
ið að sér stjórn hjálparstarfsins.
Nú er aðeins rúmlega háifur
mánuður þar til kosningar verða
haldnar á Indlandi. Gandhi
hafði skipulagt umfangsmikla
kosningaherferð með miklum
fjöldafundum víðs vegar á Ind-
landi. Slysið í Bhopal hefur
neytt hann til að aflýsa eða
fresta mörgurn af þessunt kosn-
ingafundum.
Andstæðingar Kongress-
flokksins hafa nú gert eiturslysið
að kosningamáli. Bandaríska
alþjóðafyrirtækið Union Carbi-
de á meirihluta í et'naverksmiðj-
unni þarsem slysið varð.Til þess
þurfti sérstaka undanþágu frá
Þarf Pentagon loks að spara?
Washinglon-Reuter
■ Reagan forseti virðist hafa
fallist að einhverju leyti á tillög-
efnahagssérfræðinga sinna
ur
um að draga úr aukningu út-
gjalda til hermála í því skyni að
vinna bug á hinum mikla fjár-
lagahalla. Útgjöld Bandaríkj-
anna til hermála hafa farið vax-
andi ár frá ári síðan Reagan tók
við og munu enn vaxa frá þeim
266 milljörðum dala sem þau
nema á fjárlagaárinu I985.
Larry Speakes, talsmaður
Hvíta hússins, vildi ekki tjá sig
um það hversu mikill niðurskurð-
urinn yrði, en David Stockman,
helsti efnahagsráðgjafi Reag-
ans, hvetur til þess að útgjöld til
hermála verði 58 milljörðum
dala ntinni en áætlað hefur verið
næstu þrjú árin. Á þeim tíma
gerir Bandaríkjastjórn ráð fyrir
að verja um 988 milljörðum
dala í þennan málaflokk.
Lokaákvörðun verður þó
ekki tekin fyrr en Caspar Wein-
berger varnarmálaráðherra snýr
aftur til Washington frá NATO
fundi í Brussel.
ríkjandi lögum þar sent útlend-
ingum er að öllu jöfnu ekki leyft
að eiga meirihluta í fyrirtækjum
á Indlandi. Rajiv Gandhi hefur
einmitt verið talsmaður þess að
rýmka reglur urn erlendar fjár-
festingar á Indlandi og innflutn-
ing erlendrar tækniþekkingar.
Stjórnarandstæðingar segja
að slysið hjá Union Carbide
sýni svo að ekki sé um villst að
Indverjar hafi ekkert við erlend
stórfyrirtæki að gera í landi
sínu. Hátæknin megi bíða.
Einn helsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn, Dalit Mazdoor
Kisan, lét útvarpa í gær yfirlýs-
ingu þar sem hann lofar að
leggja áherslu á lausn vanda-
mála jarðarinnar áður en hlaup-
ið er út í geimkapphlaup og
vafasöm tækniævintýri.
Yfirmaður Hamidia-sjúkra-
hússins, þar sem mörg fórnar-
lömb gaseitrunarinnar eru,
sagði í gær að eitrið hefði greini-
lega ekki aðeins áhrif á háls,
augu og öndunarfæri eins og
áður var álitið. Eitrið hefði líka
skaðað nýru og lifur margra.
Tala látinna gæti því átt eftir að
hækka enn með hverri klukku-
stundinni sem liði.
Vanstitltur
þingmaður
villbrenna
kaþólikka
Belfast-Reuter
■ Hann mætti læra að
stilla skap sitt, George
Seawright, harðlínumað-
ur sem situr á norður-írska
þinginu í Belfast. Seawr-
ight þessi er ákafur rnót-
mælandi og þingmaður
hins öfgasinnaða Dernoc-
ratic Unionist Party.
Fyrr í vikunni varð að
draga Seawright niður úr
ræðustól í þinginu og
varpa honunt á dyr þegar
hann hrópaði ókvæðisorð
að Douglas Hurd, hinum
nýja írlandsmálaráðherra
Breta.
„Þú ert gagnslaus, þeir
hefðu ekki átt að senda
þig hingað," hrópaði Se-
awright.
Hann var síðan dreginn
út af öryggisveröi hróp-
andi: „Éggefstekki upp!"
Seawright sem er 33 ára
gamall getur státað sig af
fleiri slíkum uppákontum.
í síðustu viku fékk hann
Í000 sterlingspunda sekt
fyrir að hafa hvatt til þess
að byggður yrði stór ofn til
að brenna í honurn alla
kaþólikka í Belfast.
Fyrir nokkru var Seawr-
ight staddur í einu hverfi
kaþólskra í Belfast og sá
þar blakta hinn þrílita fána
lýðveldissinna. Seawright
varð svo mikiö unt að
liann reif niður fánann og
otaði síðan byssu að nær-
stöddum vegfarendunt
sem líkaði ekki þetta at-
hæfi hans.
Falleg og Ijúf
jólagjöf
Hlið A
1. Trompet Voluntary {D
lag: Henry Purcell
piccalótrompet: Ásgeir Steingríms-
son
orgel: dr. Orthulf Prunner
tími: 3,20
2. Aría á G-streng.
lag: J.S. Bach
Strengjasveit undir stjórn Þorvaldar
Steingrímssonar.
tími: 3,16
3. Steppen Zauber
lag: Walter Fenske
úts.: Herbert Gabriel
kvartett: Jónas Þ. Dagbjartsson,
fiöla sr. Gunnar Björnsson, cello
loan Stupcano, kontrabassi Jónas
Þórir, píanó
tími: 5,15
4. Ljóð móður minnar.
lag: A. Dvorak
þýöing: Jón Gunnarsson
sópran: Anna Júlíana Sveinsdóttir
fiöla: Jónas Þ. Dagbjartsson
píanó: Jónas Þórir
tími: 2.53
5. Ó, undur lífs.
lag: Jakob Hallgrimsson
Ijóð: Þorsteinn Valdemarsson
söngtríó: Hildigunnur Rúnarsdóttir
Marta Guórún Halldórsdóttir
Hildigunnur Halldórsdóttir
tími: 2,42
6. Yfir hverri eykt á jörðu.
lag: Gunnar Reynir Sveinsson
Ijóö: Stefán frá Hvítadal
bassi: Halldór Vilhelmsson
óbó: Kristján Þ. Stephensen
orgel: Gústaf Jóhannesson
tími: 4,50
7. Mánaskin.
lag: Sigfús Halldórsson
Ijóö: Friörik Hansen
tenór: Friöbjörn G. Jónsson
píanó: Sigfús Halldórsson
tími: 2,50
HliðB
1. Salut de Amore.
lag: E. Elgar
tríó: Jónas Þ. Dagbjartsson, fiöla
sr. Gunnar Björnsson, celló Jónas
Þórir, píanó
tími: 3,15
2. Slá þú hjartans hörpustrengi.
lag: J.S. Bach
Blandaöur kór syngur
orgel: Gústaf Jóhannesson
tími: 2,56
3. Ave Maria.
lag: Schubert
cello: sr. Gunnar Björnsson
orgel: Jónas Þórir
tími: 2,56
4. Liebesleid.
lag: Kreisler
fiðla: Einar Grétar Sveinbjörnsson
píanó: Þorkell Sigurbjörnsson
tími: 3,17
5. Þá var ég ungur.
lag: Jónas Þórir
Ijóö: Örn Arnarsson
bassi: Halldór Vilhelmsson
píanó: Jónas Þórir
tími: 3,47
6. Heyr himna smiður.
lag: Þorkell Sigurbjörnsson
Ijóö: Kolbeinn Tumason,
kvartett syngur:
Elín Sigurvinsdóttir, sópran, Anna
Júlíana Sveinsdóttir, alt, Friðbjörn
G. Jónsson, tenór, Halldór Vil-
helmsson, bassi,
orgel: Jónas Þórir
timi: 3,25
7. Jólasálmur
lag: Páll ísólfsson
Ijóö: Freysteinn Gunnarsson
sópran: Elín Sigurvinsdóttir
orgel: Marteinn H. Friöriksson
tími: 3,09
mm
jHL
Dreifing
Sími 29901
Jroskahjá/p
fæst í hljómplötuverslunum.