NT - 06.12.1984, Page 26
Skip Sambandsins munu
ferma til Islands á næstunni
sem hér sagir:
Hull/Goole:
Dísarfell ...........17/12
Rotterdam:
Dísarfell .......... 18/12
Antwerpen:
Dísarfelf ...........19/12
Hamborg:
Dísarfell .......... 8/12
Dísarfell ...........21/12
Helsinki:
Hvassafell...........14/12
Lubeck:
Hvassafell.......... 17/12
Falkenberg:
Hvassafell...........18/12
Leningrad:
Patria ..............3/12
Larvik:
Jan ................ 10/12
Jan.................27/12
Gautaborg:
Jan ................ 11/12
Jan ................27/12
Kaupmannahöfn:
Jan................. 12/12
Jan.................28/12
Svendborg:
Jan................. 13/12
Jan ................29/12
Aarhus:
Jan ................ 13/12
Jan.................29/12
Gloucester, Mass.:
Skaftafell..........18/12
Halifax, Canada:
Skaftafell.......... 19/12
^SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshusmu
Pósth 180 121 Reykjavik
Simi 28200 Telex 2101
Rétt og jötn
loftþyngd eykur öryggi.
bætir aksturshæfni,
mínnkar eyöslu eldsneytis
og
nýtir hjólbaröana betur.
Ekki þarf fleiri orð um þetta
-NEMA -
slitnir hjólbarðar
geta orsakaö alvarlegt
umferöarslys.
yujjraOAh
„Nú get ég farið
að sparka í aðra“
26
„Nú getur maður
borgað fyrir sig“
En hvernig líkar Atla að
leika sem miðvörður? „Það er
ágætt, nú getur maður farið að
sparka í aðra, það er búið að
sparka í mig í fimm ár og nú get
ég farið að hefna mín,“ segir
Atli og hlær. Alvarlegri: „Þetta
er ágætt, maður hefur þetta allt
fyrir framan sig, en hefur ekki
mann að baki sér sparkandi í
kálfana á manni allan leikinn.“
Og Atli er bjartsýnn: „Við
látum ekki deigan síga,“ segir
hann hress eins og hann er
þekktur fyrir af öllum þeim
sem fylgst hafa með knatt-
spyrnu, ekki síst þeim sem
þekkja hann og feril hans með
íslenska landsliðinu.
„Gengur upp og niður"
„Þetta er eins og gengur,
gengur upp og niður. Liðið
hefur verið langt niðri í vetur,
við stjórnvölinn sat ódugleg
bráðabirgðastjórn og fjármálin
stóðu illa. Svo var gert átak,
annar andi kom upp og liðið
fann hvernig það á að spila,“
sagði Atli í samtali við NT í
gær.
Atli sagði að hann hefði
varla fengið frið til að finna sig
með liðinu í ákveðinni stöðu í
vetur. „Ég hef spilað fimm leiki
alls frammi, annars hef ég verið
tengiliður eða miðvörður. Samt
leik ég í peysu númer 9, og það
dugir til þess að það er heimtað
að ég skori mörk, sama þó ég
spili í vörn. Ég býst við að byrja
inni á laugardaginn sem mið-
vörður.“
„Það er ágætt að spila í vöminni"
■ íslenski atvinnuknatt-
spyrnumaðurinn Atli Eðvalds-
son hefur eins og aðrir atvinnu-
knattspyrnumenn lifað tímana
tvenna í knattspyrnunni. Nýj-
ustu fréttirnar af Atla eru þær
að hann hefur yfirgefið stöðu
sína sem miðherji liðs síns í bili
og leikur miðvörð við góðan
orðstír. Þó hefur hann verið
fluttur fram og til baka á vellin-
um að undanförnu, leikið í mið-
herjastöðu, stöðu tengiliðs og
miðvarðar, með viðkomu á
varamannabekknum. Einnig
hafa borist þær fréttir að lið
hans, Fortuna Dusseldorf í v-
þýsku Búndeslígunni, eigi við
alvarleg fjárhagsvandræði að
stríða.
Atli hóf feril sinn sem at-
vinnuknattspyrnumaður hjá
Borussia Dortmund og var
fvrsti íslendingurinn til að leika
í Búndeslígunni. Þar lék hann
sem miðherji, skoraði mikið af
mörkum, fótbrotnaði síðan í
leik, náði sér aftur og fór að
skora. Seinna var hann seldur
til Fortuna Dússeldorf og hélt
áfram að skora þar. Hann varð
annar markahæsti leikmaður
deildarinnar fyrsta heila keppn-
istímabilið sitt hjá Dússeldorf,
og hefur síðan verið talinn einn
hættulegasti framherji þýskrar
knattspyrnu. Þýskir varnar-
menn hafa síðan tekið hann
sem slíkan, og vita að ekkert
nema fyllsta harka getur stöðv-
-ð íslendinginn. Nú er svo kom-
ið að Atli fær ekki flóafrið við
vítateig andstæðingsins, sem
ásamt því að lið Dússeldorf
hefur dalað, hefur valdið því
að Atla hefur gengið illa í
sókninni í vetur.
Dússeldorf hefur líka gengið
illa. En fyrir um 10 dögum
breyttist þetta og Dússeldorf
vann HSV heima, en Atli sat á
varamannabekknum. Vikusíð-
ar vann Dússeldorf Borussia
Mönchengladbach á útivelli, þá
kom Atli inn á og stóð sig mjög
vel.
Sannkallað stigamet
■ ÍR-strákarnir í 2. ilokki unnu stóran sigur á Reyni
Sandgeröi í íslandsmótinu í körfuknattleik um
daginn. ÍR-ingar skoruöu alls 144 stig í leiknum og
þaö er ábygggilega stigamet í 2. Ilokki. Reynis-strák-
arnir skoruðu 86 stig svo munurinn varö 58 stig.
Þess má geta aö ÍR á stigametiö í 1. deild karla (sett
áður en úrvalsdeildin kom til), skoraði 148 stig gegn
Snæfelli fyrir nokkrum árum.
Fimmtudagur 6. desember 1984
Atli Edvaldsson í samtali við NT:
Að loknum fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í Lausanne:
Veigalitlar niðurstöður
Gróf nefndin gröf Ólympíuieikanna er hún setti leikana 1988 niður í Suður-Kóreu?
■ Heldur voru niðurstöður
fundar Alþjóðaólympíunefnd-
arinnar í Lausanne í Sviss
veigalitlar, og segja má að allt
standi við það sama í þeim mál-
um, sem aðallega var fjallaö
um á fundinum, sem stóð í tvo
daga.
Nefndin samþykkti að
þjóðum, sem ekki mæta til
leiks á Ólympíuleikum yrði
ekki refsað með því að banna
þeim að taka þátt yfirleitt:
„Okkur fannst að slík bönn
mundu koma niður á röngu
fólki, það er íþróttamönnun-
um,“ sagði cinn nefndarmanna.
Hins vcgar ákvað nefndin að
þjóðir sem ekki mæta til leiks
fengju ekki að leggja til dómara
á Olympíuleika. Spurningin er
hins vegar sú hvort sú niður-
staða kemur ekki til með að
koma niður á röngu fólki einn-
ig, dómurunum.
Sami nefndarmaður og áður
var vitnað í, Kanadamaðurinn
Richard Pound, sagði einnig
eftir fundinn: „Við verðum að
sætta okkur við að við lifum í
alvöru heimi, og skilja það að
ef meiri háttar alþjóðleg vanda-
mál verða ofarlega á baugi árið
1988, þá kemur það að líkind-
um niður á leikunum í Seoul.“
Enginn talsmaður Austur-
Evrópuþjóðanna mælti gegn
staðsetningu Ólympíuleikanna
í Seoul 1988 á fundinum. Juan
Antonio Samaranch, forseti
IOC (Alþjóðaólympíunefndar-
innar), sagði í upphafsræðu
sinni að það mál væri ákveðið
og því yrði ekki breytt. Hins
vegar- höfðu fulltrúar austur-
blokkarinnar sent IOC harðort
bréf þar sem staðsetningin var
gagnrýnd, og hefur að líkindum
þótt það nóg. Og svo var bréf
Kastrós á Kúbu, þar sem hann
segir að ólympíuhugsjónin sé í
voða ef leikunum verði ekki
skipt á milli ríkja Suður- og
Norður-Kóreu.
Vafalaust á IOC eftir að
fjalla meira um þetta mál. Vafa-
laust eiga Sovétmenn eftir að
gera hávaða útaf staðarvalinu,
því það fer fyrir brjóstið á þeim
að leikarnir skulu vera haldnir
í landi sem ekkert Austur-Evr-
ópuríki hefur stjórnmálasam-
band við. Og hætt er við að
Ólympíuleikarnir í Seoul verði
bara gerfiólympíuleikar eins og
Ólympíuleikarnir í Los Ange-
les og Ólympíuleikarnir í
Moskvu, gerfiólympíuleikar
þar sem aðeins hluti af besta
íþróttafólki heims mætir, og
viðureignir á milli margra
helstu afreksmanna heimsins
verða ekki að veruleika vegna
stjórnmálaslysa. Því austur-
blokkin mætir að líkindum ekki
í Seoul.
Hver á sökina?
Nú þegar líklegt er að enn
fari Ólympíuleikarnir í vaskinn
er ekki úr vegi að spyrja hver á
sökina, enda alltaf vinsælt að
höggva eftir á. Alþjóðaólym-
píunefndinni verður varla
kennt um mistökin í Moskvu
og Los Angeles. Jimmy Carter
Bandaríkjaforseti á sennilega
stærsta sök, hann bannaði sínu
fólki að mæta í Moskvu og var
það ekki í fyrsta sinn sem
stjórnmálamaður kúðrar
íþróttamálum með óþarfaaf-
skiptum. Það var eins gott að
Islendingar eltu ekki Sám
frænda í það sinn. Afleiðingin
var augljós strax árið 1980.
Auðvitað mættu ekki ívan og
félagar í Los Angeles 1984.
Þarna má því um kenna stjórn-
málajöfrum í vestri og austri.
En þá komum við að sök
Alþjóðaólympíunefndarinnar.
Stjórnmálamönnum er oft
kennt um að skilja það ekki að
íþróttir og stjórnmál eiga að
vera alls óskyld málefni. En
margir íþróttafrömuðir eru
með svípuðu marki brenndir.
Þeir virðast ekki geta svo mikið
sem lagt saman tvo og tya
varðandi stjórnmál. Þegar
nokkuð ljóst var öllum, sem
ekki þjáðust af óhóflegri bjart-
sýni, árið 1980 að Bandaríkin
og fylgifiskar þeirra myndu
ekki mæta í Moskvu var þeim
hinum sömu Ijóst að austur-
blokkin myndi ekki mæta í Los
Angeles. Og þá tóku þessir
snillingar þá ákvörðun að setja
leikana 1988 niður í Suður-
Kóreu sem er áratugagamalt
þrætuepli í alþjóðastjórnmál-
um.
Líklegt er að þá hafi Alþjóða-
ólympíunefndin sett punktinn
yfir i-ið og grafið endanlega
gröf Ólympíuleikanna.
En er þá nokkuð til ráða?
Eina lausnin sem er sýnileg í
augnablikinu er sú að fara að
Samúel Örn
Erlingsson, blaða-
maður, skrifar:
ráðum Kastrós, Kúbuforstjóra.
Það er ljóst að leikarnir verða í
Kóreu, því verður ekki breytt
úr þessu. En hugsanlegt er að
með því að láta Norður- og
Suður-Kóreu hjálpast að með
leikana sé hægt að láta stórveld-
in mæta bæði með öllum sínurn
fylgifiskum.
Þó að það sé ekki endilega
alltaf til gæfu að einræðisherrar
með Havanavindil tjái sig um
íþróttamál í þágu alheimsins,
þá hefur Kastró kallinn örugg-
lega lög að mæla í þetta skipti.
Samúel Örn Erlingsson.