NT - 10.12.1984, Page 5

NT - 10.12.1984, Page 5
Mánudagur 10. desember 1984 5 Samsköttun hjóna spor aftur á bak - segir ályktun stjórnar Kvenréttindafélags íslands ■ Stjórn Kvenréttindafélags Islands telur að tilraunir til að koma á samsköttun í tekjuskatti hjóna sé spor aftur á bak frá þeim markverða áfanga sein náðist með núgildandi skatta- lögum þar sem sérsköttun af séraflafé varð meginregla, sam- kvæmt nýlega samþykktri álykt- un. Stjórn Kvenréttindafélags- ins er því algerlega á móti því stjórnarfrumvarpi sem nú er til umfjöllunar á Alþingi um að hærra launaður inaki geti notið góðs af því ef hinn nýtir ekki lægsta tekjuskattsþrep sitt að fullu. En þetta frumvarp mun m.a. til komið vegna ályktana og þrýstings frá Bandalagi kvenna, nefnd heimavinnandi húsmæðra á vegum Kvenfélaga- sambands íslands og fleiri hópa. - Pessi ályktun okkar var samþýkkt áður en frumvarpið kom fram og er því eingöngu til komin sem andsvar gegn öllum hinum ályktunum. Við eigum eftir að hittast vegna frumvarps- ins -en að sjálfsögðu á þetta við um frumvarpið líka", sagði Arndís Steinþórsdóttir, vara- formaður Kvenréttindafélags- ins. Arndís sagði stjórn félagsins algerlega á móti því að skatt- leggja fólk eftir hjúskaparstöðu, og svo tíáfi lcngi verið. „Mér finnst að fólk ætti að velta því betur fyrir sér hvað réttlæíl fremur skattaívilnun hjóna um- fram annað fólk senr af einhverj- um ástæðum kýs að búa saman án þess að vera í hjónabandi - t.d. mæðgur, feðgin eða systkin. Okkur finnst engin ástæða til að verðlauna sumt fólk fyrir það eitt að vera heima ogvinnaað hcimilisstörfum, sem allir vinna hvort eö er, hvort sem þeir vinna utan heimilis eða ekki", sagöi Arndís. Ef hins vegar umönnun - t.d. barna - á sér stað á heimil- inu telur hún eðlilegt að þar komi til auknar barnabætur t.d. „Okkur finnst miklu nær aö nota þessar milljónir sem þarna er um að ræða til hækkunar á barnabótum - þannig að fólk geti þá valið um hvort það vill sjálft vera heima eða nota þessa peninga til þess að greiöa öðrum fyrir barnagæsluna", sagði Arndís. I umræðum fólks um þetta sagði hún svo viröast sem fólk gerði sér ekki alltaf grein fyrir að það kosti líka sitt að afla tekna. - Þó ekki sé reiknað mcð nema bara strætókostnaði, auknuni fatakostnaði, lífeyris- sjóðum og félagsgjöldum sem tveir verða þá að greiöa tvöfalt í. Þaö eru ekki sömu tekjurnar sem tveir vinna fyrir og þegar einn vinnur fyrir þeim, og því ekki sanngjarnt að tala um þetta sem slíkt", sagði Arndís Stein- þórsdóttir. Nýtt útvarps- lagafrumvarp - er tryggir einkarétt ríkisins en eykur fjölbreytni ■ Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, kvennalista, hefur lagt fram nvtt frum- varp til útvarpslaga. Frumvarpið gerir ráð fyrir að einkaréttur til út- varps- og sjónvarpsrekst- urs verði áfram í höndum Ríkisútvarps, en að rásum verði fjölgað í þrjár landsrásir og einnig verði heimilt að starfrækja stað- bundnar stöðvar þar sem ástæða þyki til. 1 greinargerö með frum- varpinu segir að það frelsi sem nú sé ,rætt um í sam- bandi við útvarpsrekstur. sé frelsi án ábyrgðar. og samræmist vart raunveru- legu lýðræði. „Lýðræði fjármagnsins er ekki það lýðræði sem stjórnarskrá- in kveður á um og stuölar ekki að tjáningarfrelsi allra einstaklinga." Þá segir í greinargerð- inni að með þessu móti, þ.e. fjölgun rása, sé komiö tii móts við óskir fólks um ■fjölbreyttara útvarpsefni. Gert er ráð fyrir að stofnun þriðju rásarinnar yrði að hluta til fjármögn- uð rne.ð niðurfellingu tolla á tæki er útvarpið flytur inn til eigin nota, en sú upphæð nam rúmurn 20 milljónum króna á síðasta ári. I’ií er einnig það nýmæli í frumvarpinu, að gert er ráð fyrir aö helmingur alls dagskrárefnis verði inn- lendur. Lagaákvæöi sem þessi eru algeng þar sem menningu lands þykir stafa hætta af öflugum nágranna eins og t.d. í Kanada, þar sem ákveðið hlutfall alls sjónvarps- og útvarpsefnis þarf að vera kanadískt . I SPENNANDI - SPENNANDI - SPENNANDI Theresa Charles Treystu mér, ástin mín Alida eríir blómstrandi örYggisfyrirtœki eítir mann sinn, sem hafói stíaó henni og yngri frœnda sínum sundur, en þann mann hefði Alida getaó elskaö. Hann var samstarísmaöur hennar og sameigin- lega cetla þau aö íramfylgja skipun stofnandans og eyðileggja þessi leynilegu skjöl. En fleiri höfðu áhuga á skjölunum, og hún neyöist til aö leita til írœndans eftir hjálp. En gat hún treyst írcendanum...? Barbara Cartland Á valdi ástarinnar v 'fRcxKxl 'QmAjíí Treysíu mén ástin mín 1 Skuggsjá /2? HVRBARA ^ , ftartland Avaldi ástarinnar Erik Nerlöe Hamingjustjarnan Annetta verður ástfangin aí ungum manni, sem saklaus hefur verið dœmdur í þunga refsingu íyrir aíbrot, sem hann hefur ekki framið. I íyrstu er þaö hún ein, sem trúir fullkomlega á sakleysi hans, - allir aðrir sakíella hann. Þrátt fyrir það heldur hún ötul baráttu sinni áfram til að sanna sakleysi hans, baráttu, sem varöar lííshamingju og íramtíöarheiU þriggja manna; Hennar sjálírar, unga mannsins, sem hún elskar, og lítillar þriggja ára gamallar stúlku. f1 fStSkamvtiii ’ ErlkNerlöe HMHNGJU MM Bœkur Theresu Charles og Barböru Cartland haía um mörg undanfarin ár veriö í hópi vinsœlustu og mest seldu skemmtisagna hér á landi. Rauöu ástarsögurnar hafa þar fylgt fast á eftir, enda skrif- aöar aí höíundum eins og Else-Marie Nohr, Erik Nerlöe og Evu Steen, sem allir eru vinsœlir ástar- sagnahöíundar. Eldri bœkur þessara vinsœlu höfunda eru enn fáanlegar í flestum bókabúöum eða beint frá forlaginu. Laföi Vesta íeröast til ríkisins Katonu til aó hitta prinsinn, sem þar er við völd og hún heíur gengið aö eiga meö aóstoó staðgengils í London. Vió komuna til Katonu tékur myndarlegur greiíi á móti henni og segir henni aó hún verói aö snúa aítur til Englands. Vesta neitar því og gegn vilja sínum tekur greiíinn aö sér aó fylgja henni til prinsins. Það veröur vióburöarík hœttuíör, en á leiöinni laöast þau hvort aö öðm. En hver var hann, þessi dularíulli greiíi? (dSEkmm. — __ Else-Marie Nohr ÁBYRGÐ A GNGCJM HERÐCJM Else-Marie Nohr Ábyrgd á ungum herðum Rita berst hetjulegri og örvœntingarfullri baráttu viö aö vernda litlu systkinin sín tvö gegn manninum, sem niödimma desembemótt, — einmitt nóttina, sem móðir hennar andast - leitar skjóls í húsi þeirra á ílótta undan lögreglunni. Hann segist vera íaðir barnanna, kominn heim írá útlöndum eftir margra ára vem þar, en er í rauninni hœttulegur aíbrotamaður, sem lögreglan leitar ákaft, eftir ílótta úr fangelsi. Eva Steen Hún sá það gerast Rita er á örvœntingaríullum ílótta í gegnum myrkriö. Tveir menn, sem hún sá fremja hraeðilegt aíbrot, elta hana og œtla að hindra aó hún geti vitnað gegn þeim. Þeir vita sem er, að upp um þá kemst eí hún nœr sambandi viö lögregluna og skýrir írá vitneskju sinni, og því eru þeir ákveönir í aö þagga niður í henni í eitt skipti fyrir öU. Ógnþrungin og œsilega spennandi saga um aíbrot og ástir. CJiSWaœ_ _ Rv'a Stœn HÚNSÁ ÞAÐ GEHASTT Já, þœr exu spennandi ástarsöguinai iiá Skuggsjá

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.