NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 10.12.1984, Qupperneq 6

NT - 10.12.1984, Qupperneq 6
Vettvangur Mánudagur 10. desember 1984 6 Guðmundur P. Valgeirsson: Ódrengskapur eða óvand- aður fréttaflutningur? ■ Mikið fjaðrafok hcfur orð- ið um síðustu gengisfellingu og margt um hana skrifað og skrafað. Þurfti þó engum að koma sú ráðstöfun á óvart þar sem kauphækkanir. sem um var samið í síðustu kjarasamn- ingum voru aðeins ávísun á innistæðulausan reikning. Fjármálabrall og hóflausar cr- lendar lántökur til byggingar vcrslunarhalla braskara og annarra frjálshyggjumanna í Reykjavík mynduðu engan grundvöll undir almennar kauphækkanir í stórum sti'l. Slíkt skapaði cngar þjóðar- tckjur cins og rcynt var aö telja almcnningi trú um í áróðri BSRB og annarra i nýafstaðinni kjaradeilu og verkfálli. Þær aðgcrðir juku aðeins á þann þjóðfélags- vanda. scm fyrir var. Að slíkt skyldi vera látið viðgangast af rikisstjórninni vcrður áð færast sem sök á hendur núverandi ríkisstjórnar og cr alvarlegasta dæmið um mistök hennar. Það var í raun víti til varnaöar cn ckki grundvöllur til viðmiðun- ar í kröfum um bætt kjör. Eins og að líkum lætur reyndu einstaklingar og fyrir- tæki að bjarga sínu. eftir því sem unnt var. áður cn gcngis- fellingin yrði að vcruleika. í frcttum var mikið sagt frá þeim „hamagangi í öskjunni". Pcningar hefðu verið rifnir útúr bönkum í stórum stíl til að gcta kcypt og leyst úr tolli allskonar varning áður en gcngið yrði opinberlega fellt. Mun það kaupæði hafa verið helsta ástæðan til þcss að svo fljótt var gripið til þcssarar ráðstöfunar ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fvrir að fjármálin snöruðust um hrygg á „gömlu Skjónu". Margt var sagt um ástæður fyrir ofangreindum viðbrögð- um almennings og fyrirtækja. M.a. var frá því sagt í frcttum Ríkisútvarpsins, að það sem ckki síst hcfði aukið á þcssa spennu væri, að Steingrímur Hcrmannsson, forsætisráð- herra, hcfði flutt ræðu „úti á landi". (cins og það var orðað), þ;ir scm hann hefði sagt berum orðum að gengis- felling væri á næsta lciti. - Þctta hefði fært mönnum heim sanninn um hvað til stæði og orðið til þcss að niagna kaup- æðið. Að vonum þótti mönnum þetta alvarleg tíðindi. Hcrværi nánast um trúnaðarbrot að ræða hjá forsætisráðherra, og var það fordæmt manna á meðal. Engum datt í hug ann- að cn að hér væri rétt mcð farið hjá opinberum, hlutlaus- um fréttaaðila. - Eflaust hefur þetta oröið til að rýra álit forsætisráðhcrra í margra aug- um. Engum datt í hug að veriö væri að bæta á þau álitsspjöll. sem rcynt er að vinna honum úr öllum áttum af tætingsliöi stjórnarandstöðunnar. En svo bar það til í hálfgerð- um hulduþætti Ríkisútvarps- ins, kl. 3-4, laugardaginn 24. þ.m., aðfréttamcnn útvarpsins tóku Steingrím „á bcinið", ef svo mætti segja, þar sem þcir vildu setja ofaní við hann fyrir tvöfeldni í frásögn og ummæl- um um efnahagsmál og gengis- fellinguna. - Sú umvöndun þeirra tókst óhönduglega svo þcir riðu ekki feitum hesti frá þeint leik. - í því samtali kom það upp, að það sem sagt hafði verið (að mér skildist af þess- um sömu mönnum) í útvarps- fréttum um hlutdeild Stein- gríms í því gjaldeyris- og kaupahamstri, sem átti sérstað áður en gengið var fcllt, átti sér enga stoð í veruleikanum. - Sú ræða, sem Steingrímur flutti, og vitnað var til í fréttum og átti að hafa öðru frernur ýtt undir þcssi óeðlilegu viöskipti, var flutt á laugardagskvöldi cftir að búið var að loka fyrir öll gjaldeyrisviðskipti. Hún gat því á engan hátt haft áhrif í þessu sambandi. Þar með var kippt fótum undan þeim mála- tilbúnaði á hendur Steingrími. - En sú vitneskja mun hafa farið framhjá flestum því al- mennt er ekki hlustað á þcnn- an þátt. Hér er um svo alvarlegan hlut að ræða, að ekki er hægt að þegja um það eða láta því ómótmælt. Hér virðist vera um hreina fréttafölsun að ræða, ef rétt er það sem kom fram í laugardagsþættinum. - Þeim sem báru fréttina á fyrr- greindan hátt fyrir alla lands- menn undir hlutleysisreglum útvarpsins hlaut að vera ljóst á hvaða tíma ræða Steingríms var flutt og hún þar með áhrifa- laus í því sambandi, sent um var rætt. Annaðhvort er hér á ferð mjög óvandaður fréttaflutn- ingur fréttamanna, eða hrein Það er ekki líðandi að fréttamenn Ríkisútvarps- ins komi fram undir hlutleysisgrímu sem hreinir áróðursmenn stríðandi afla og geri vísvitandi tilraun til að spilla áliti þeirra manna, sem fara með ábyrgðarstörf í þágu alþjóðar. IVlun það kaupæði hafa verið helsta ástæðan til þess að svo fljótt var gripið til þessarar ráð- stöfunar ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir að fjármálin snöruðust um hrygg á „gömlu Skjónu.“ tilraun til að köma sök á Steingrím Hermannsson. án tilverknaðar, og þessu cr ekki hægt að láta ómótmælt. - Það er ekki líðandi að fréttamenn Ríkisútvarpsins komi frani undir hlutleysisgrímu sem hrcinir áróðursmenn stríðandi atla og geri vísvitandi tilraun til að spilla áliti þeirra manna, sem fara með ábyrgðarstörf í þágu alþjóöar. Það er lág- markskrafa hlustenda Ríkisút- varpsins, að viðkomandi fréttamenn leiðrétti þetta mis- hermi og biðjist afsökunar á því. Öðru máli gegndi um það þó þessi sanii fréttamaður léti. í þessu viðtali sínu við Stein- grím. í Ijósi sérstaka vanþókn- un sína á því athæfi SÍS að taka þátt í þessum gjaldeyrisdansi. Það sýndi aðeins að hann áleit það einungis sæma heildsölum og öðrum bröskurum og gat unnt þeim að njóta hagnaðar- ins af þcim viðskiptum. SÍS- veldið átti engan rétt á að blanda sér í þann leik við- skiptamanna sinna vegna. - En ástæðulaust var að kalla Steingrfm til ábyrgðar á þeim gerðum SÍS. Bæ, 25. nóv. 1984. Guðmundur P. Valgeirsson Guðmundur Jóelsson: Hættum þessu óráðsíutali ■ Á nú cnn að byrja á þessari cndemis endaleysu að fella gengið? Varogerekki hægt að spara hjá ríkinu cins og flcstir þegnar þjóðfélagsins verða að gera í dag? Það er eins gott að ráða- rnenn viti, að flcst fólk vinnur myrkranna á milli og sér engan árangur. Það. að fclla gengiö um 12% er ámælisvert og mað- ur hugsar ósjálfrátt til orða fjármálaráðherra, - að fella gengið kæmi ekki til greina af sinni hálfu. Hvers vegna gefa menn út yfirlýsingarsem menn geta ekki staðið við? Eiga þeir menn skiliö traust frá kjósend- um, sem lofa öllu fögru en þcgar á reynir verður annað uppi á teningnum? Hverjir eiga að taka ábyrgð á því að gengið var fellt um 12%? Ég tel að sú ábyrgð sé bæði hjá stjórnarherrunum, sem brugöust of seint við rneð að koma með tilboð um við- ræðu um leiðir til kjarabóta án gengissigs, og svo aftur BSRB og verkalýðsfélögum fyrir þvergirðingshátt og þá kröfu um 30% launahækkun, sem vitað var fyrir fram að engir peningar voru til fyrir. Heldur vil ég hafa launin aðeins lægri og stöðugt gengi og hjaðnandi verðbólgu, heldur en fleiri aura sem brenna í verðbólgu- báli. Óskalisti Til hvers er forsætisráðherra að flytja stefnuræðu þegareng- in fastmótuð stefna er til staðar? Ég myndi kalla þetta óskalista. Að vera að eyða heilu kvöldi, bæði í útvarpi og sjónvarpi um ekki ncitt er ckki sparnaður. Það á ekki að eyða tímanum í innantómt raus. ráðast á menn fyrir það, sem þeir töldu réttast að gera fyrir mörgum árum. Heldur hvað við getum lært af því sem var gert, sem ekki var rétt, hugsa um nútíðina til þess að fram- tíöin verði bctri cn hún er í dag. Stjórnarherrar og alþingis- mcnn þurfa að fara að taka sig saman í andlitinu, koma með lausnir, sem hægt er að byggja á og treysta. Ekki spilaborgir sem Itrynja við minnstu vind- hviðu, en lausnir fyrir framtíð- ina. Enginn er óskeikull að sjálfsögðu, - en orðagjálfur, upphrópanir og loforð, sem ekki má treysta, eru ckki til fyrirmyndar. Stjórnarherrar og alþingis- menn, látið ekki starfsfólk í ráðuneytum og þrýstihópa hafa áhrifáykkar störf. nóg cr komið af því. Traust skortir Ein leið til sparnaðar er að draga menn til ábyrgðar. ef þeir standa sig ekki í starfi. þ.e.a.s. þá menn, sem stjórna t.d. vegagerð, rafmagnsveit- um, Pósti og síma o.fl. og hiklaust víkja þeim úr sæti ef þeim hafa orðið á mistök eða dæmalausar fjárfestingar. Með því móti fara níenn að leita að hagkvæmni í rekstri. betri stjórnun og afkasta við vega- gerð og annað í þeim dúr. Þetta hlýtur að leiða til virðing- ar og trausts á ríkisfyrirtækjum sem ég held að haft skort. I landbúnaðarmálum þarf að taka til hendinni. Gera þarf kröfur til þeirra sem byrja búskap, þ.e. starfsréttindi. Leggja áherslu á fiskirækt, 130 milljónir duga þar skammt. Loðdýrarækt er á góðri leið. en huga verður að fóðurstöðv- um, að þær séu reknar á sem hagkvæmastan máta. Gera at- hugun á ylrækt til útflutnings. Við höfum mikið af heitu vatni og ættum því að gcta verið samkeppnisfær við önnur lönd. Bændur semji við ríkið um sín kjör, sexmannanefnd er orðin úrelt. Gera þarf athug- un á betri nýtingu á innlendu fóðri, t.d. hvetja menn til að fara út í kornrækt. rækta bygg á þeim svæðum þar sem það er hægt og gera ráðstafanir til að taka á móti þeirri uppskeru. Nýta betur úrgang frá slátur- húsum sem annars er hent. Stórkostlegir möguleikar Gera þarf átak til að auglýsa landið sem ferðamannaland, gefa út bæklinga sem auðvelda ferðamönnum að fara um land- ið og þar komi fram hvar má fara oghvarekki. Égeránægð- ur með að fariö er að byggja nýja flugstöð í Keflavík, þó að slæntir tímar séu nú. Gamla flugstöðin er ekki góð aðkoma fyrir erlenda ferðamenn. Urn sjávarútveg þarf ekki að hafa stór orð. Þar þarf að fækka skipum. hafa betri nýt- ingu og meðfcrð á afla. Áð hráefnin verði fullunnin hér heima, að minnsta kosti dýrari tegundirnar á sem hagkvæm- astan hátt. Gera þarf stórátak til að koma á framfæri þeim mönn- um sem eru með nýjungar. Að þeir hafi aðstöðu og aðgang að lánastofnunum til að koma nýjum hugmyndum á fram- færi. Það er af mörgu að taka og íslendingar eiga stórkostlega möguleika til að lifa í vellyst- ingum. Nú er tíminn til að leita nýrra leiða og nota þær leiðir sem reynast vera arðbærar og leiða til bctri lífskjara í land- inu. Það er spurning hvað stjórn- málamenn eru viljugir og ein- beitnir til þeirra verka sem þarf að vinna. Hugrekki er það sem virðist skorta hjá þessum mönnum, en er tímar líða mun það aðeins hafa ein áhrif; betri lífskjör og ógleymanlegt nafn þess manns. sem hafði hug- rekki á erfiðum tímum. Guðmundur Jóelsson Skammbeinsstöðum, Holtahreppi. Eiga þeir menn skiliö traust frá kjósendum, sem lofa öllu fögru en þegar á reynir veröur ar.nað uppi á teningnum? Nú er tíminn til að leita nvrra leiða og nota þær leiðir sem reynast vera arðbærar og leiða til betri lífskjara í landinu. Stjórnarherrar og alþingismenn, látið ekki starfsfólk í ráðuneytum og þrýstihópa hafa áhrif á ykkar störf, nóg er komið af því.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.