NT - 10.12.1984, Side 8
■ Jens Hansson (21) saxófónleikari er orðinn fastur
meðlimur í Das Kapital en hafði áður vakið á sér athygli
fyrir leik sinn með Megasi á söngskemmtuninni í Austur-
bæjarbíói um daginn. NT hitti hann að máli á dögunum
og var hann fyrst spurður hvernig það hefði atvikast að
hann fór að spila með Bubba og félögum.
, „Það var í beinu framhaldi af leik mínum á plötunni Lili
Marlene sem ég kem í hljómsveitina. Ég og Gummi höfum
verið félagar síðan við vorum litlir, svo þannig kom ég inn
í myndina."
- Nú ert þú alveg nýtt nafn í íslenska poppinu, hefurðu
verið mikið í músík?
„Ég hef verið í tónlistarnámi í skóla FÍH í 21/2 ár þar
sem ég hef aðallega lagt stund á jazzsaxófónleik og
útsetningar. Einnig starfaði ég sem tónlistarkennari á
Ólafsvík veturinn 82-83 og fram að áramótum í fyrra. Þar
var ég í hljómsveit sem hét Klakabandið og spilaði plein
rokk á dansleikjum."
- Hvernig var að spila með Megasi?
„Það var mjög gott. Hann er mað ailt á hreinu, allt skrifað
á nótur og veit uppá hár hvernig hann vill hafa þetta.
Upphaflega átti Das Kapital að leika undir hjá honum, en
þeir höfðu ekki tíma, en hann var búinn að biðja mig um
að spila með sér.“
- Hvernig er að vera orðin „poppstjarna"?
„Ég tek þessu öllu með mestu ró, það þýðir ekki annað.
Ég er í þessu samhliða náminu þannig að þetta bitnar
auðvitað eitthvað á því, en ég hef unnið með skólanum
áður. Þegar ég kenndi á Ólafsvík var ég líka í FÍH, fór
þangað einu sinni í viku til að kenna og spilaði um helgar
þannig að núna er þetta betra að því leyti að ég er alveg
í bænurn."
- Á hvaða músíklínu ert þú?
„Mér finnst öll músík góð og hlusta á allt en auðvitað er
það misjafnlega skemmtilegt. Þó ég hafi lagt stund á
jazzsaxófónleik þá er það ekki planið að verða jazzleikari
eingöngu.“
- Hvað viltu segja um nýju plötuna ykkar, Lili Marlene?
„Við erum náttúrlega fyrst og fremst að spila gamalt og
gott rokk á henni en ég held að það sem við komum til
með að gera í framtíðinni verði allt öðru vísi. Síðan ég
kom með höfum við notað synthersizer miklu meira og
saxófóninn, þannig að lögin eru töluvert öðruvísi á
tónleikum hjá okkur núna en þau eru á plötunni."
- Svo þú ert bara hress með lífið og tilveruna?
„Já, mér líst bara vel á þetta og ætla að veðja á
músíkina í framtíðinni. Bara vonandi að maður geti lifað
af þessu!“
M Jens Hansson synt og saxófónleikari Das Kapital á tónleikunum á Borginni
á dögunum. NT-myndáþj.
„Bara vonandi að maður
geti lifað af þessu!“
- segir Jens Hansson saxófónleikarí sem nýlega gekk til
liðs við Das Kapital
10. desember 1984 8
Tvær
r m
nyjar
safn-
plötur
frá
Spor
m Safnplötur eru
orðnar fastur liður á
íslenska
plötumarkaðnum og
nýlega komu tvær
slíkará markaðinn frá
Sporhf. Nokkuð hefur
verið deilt um ágæti
slíkrar útgáfu og
mörgum finnstað þar
sé soðið saman íeina
súpu lög sem lítið
eiga sameiginlegt.
Hvað um það, þetta
getur verið handhægt
fyrir þá sem vilja eiga
helstu smellina á
einum stað og
óneitanlega hlýtur
þetta að létta störfin
hjá þeim sem gera
þætti á Rás 2. Ennþá
minna þarf að hafa
fyrir þáttagerðinni,
bara hægt að arka inn
í stúdió með einn
safngrip og láta
móðann mása.
Endurfundir licitir
önnur safnplatan frá
Spori og inniheldur
rómantískar ballöður
frá ýmsum tímum,
innlendar og erlendar.
Getur verið ágætis
afþreying í
skammdeginu og
hugsanlega lifa eitthvða
fram á Porrann.
Dínamit heitir hinn
safngripurinn og hefur
að geyma öll nýjustu
lögin sem tröllríða
útvarpsþáttunum. Hafi
menn ekki fengið nóg
eftir að hlusta á rásina
má náttúrlega bregða
þessari plötu undir
nálina og fá nýjasta
poppskammtinn beint í
J hlust.
rvy^
VT!
srnffRT
Veitum alla hársnyrtiþjónustu
• DÖMU . HERRA OG BARNAKLIPPINGAR
• DÖMU- OG HERRAPERMANENT
• LITANIR - STRÍPULITANIR - NÆRINGARKÚRAR
NÆG BÍLASTÆÐI
SMART 0%
Nýbýiavegi 22 - Kópavogi - SfiTRTfF
Sími 46422.
dálkURiNn
2 aðstoðarmenn með
Mezzoforte 16. des.
■ Hollendingurinn JeromeDeRijk
sem leikið hefur með Mezzoforte á
hljómleikum á ásláttarhljóðfæri
kemur til landsins til að leika með
þeim á hljómleikunum í Háskólabíói
16. des. Einnig mun danskur saxó-
fónleikari, Niels Macholm, koma
fram með Mezzoforte við það tæki-
færi, þannig að aðdáendur sveitar-
innar sem sakna saxans á nýju
plötunni ættu að fá þar einhverja
sárabót.