NT - 10.12.1984, Síða 9
Mánudagur 10. desember 1984 9
íslensk
orgelverk
■ Út er komin hjá íslenskri
tónverkamiðstöð hljómplata,
íslensk orgeltónlist, Ragnar
Björnsson leikur á orgel Krist-
skirkju.
Á plötunni eru verk eftir átta
íslensk tónskáld. Inngangur og
Passacaglía eftir Pál ísólfsson,
Prelúdía, Kórall og Fúga eftir
Jón Þórarinsson og Sex Sálm-
forleikir yfir íslensk sálmalög.
Sálmforleikirnir voru samdir að
tilhlutan Ragnars Björnssonar,
sem frumflutti þá í Skálholts-
kirkju sumarið 1980, þeir eru
eftir Jón Nordal, Ragnar
Björnsson, Gunnar Reyni
Sveinsson, Atla Heirni Sveins-
son, Leif Þórarinsson og Þorkel
Sigurbjörnsson.
Platan er sem fyrr segir tekin
upp í Kristskirkju í Landakoti
og fóru upptökur fram í sept-
ember 1983. Tónmeistari var
Bjarni Rúnar Bjarnason, press-
un og skurð annaðist Teldec í
Þýskalandi. Jón Reykdal gerði
mynd á plötuumslagi og sá að
öllu leyti um útlit þess. Guð-
mundur Emilsson skrifaði texta
á meðfylgjandi bæklingi.
Sveifla milli
sorgaroggleði
■ Komin er út ástarsagan „Þú
sem ég elska“ eftir Danielle
Steel. Áður hafa komið út 4
bækur eftir sama höfund, en
þær eru: Gleym mér ei - Hring-
urinn - í hamingjuleit ogLof-
orðið.
Á hlífðarkápu segir um efn-
isþráð bókarinnar. „Þú sem ég
elska".
Ung og fögur en rúin auði
snýr aðalsmærin Serena di San
Tibaldi heim til Ítalíu í lok
seinni heimsstyrjaldarinnar.
Hún fær vinnu í höllinni, sem
áður var heimili hennar. Þar
kynnist hún Bradford, banda-
rískum majór og þau giftast. En
örlögin virðast ætla að leika sér
með þessa fögru og sérstæðu
stúlku. Hún mætir andúð
tengdamóður, missir mann sinn
og aftur verður Serena di san
Tibaldi að leita sér að atvinnu,
nú með litla dóttur til að sjá
fyrir. Sem Serena prinsessa
verður hún fræg og eftirsótt
fyrirsæta og kynnist nýrri hlið á
lífinu og nýju og spennandi
fólki. En einnig þar eru bæði
dökkar hliðar og bjartar og lífið
heldur áfram að sveifla Serenu
milli gleði og sorgar, þar til
örlögunum finnst loksins komið
nóg.
JÓLAGJÖFIN HENNAR
JILSANDER
NÝTT Á ÍSLANDI: JIL SANDER
Viö kynnum fjórar glæsilegustu ilm- og baölínur sem fáanlegar eru á Islandi í dag:
WOMAN PURE, WOMAN TWO, BATH AND BEAUTY og MAN TWO, frá JIL SANDER.
Hönnuöur þeirra er meöal fremstu tískufrömuða heims, JIL SANDER. Snyrtivörur
hennar eru einstæöar og einkennast af fáguöu látleysi. Komið, sjáiö og sannfærist.
Viö mælum með JIL SANDER og bjóöum þig velkomna.
MIRRA
Hafnarstræti 17, R.
SNYRTIVÖRUBÚÐIN
Glæsibæ, Rvík
NAFNLAUSA BÚÐIN
Strandgötu, Hafn.
SARA
Bankastræti 8, R.
NANA
Fellagörðum, R.
ANNETTA, snyrtist
Hafnargötu 23, Kef.
CLARA
Laugavegi 15, R.
BYLGJAN
Hamraborg, Kóp.
SNYRTIHÚSIÐ
Eyrarvegi 20, Self