NT


NT - 17.12.1984, Síða 6

NT - 17.12.1984, Síða 6
 IH' Mánudagur 17. desember 1984 6 LlL Bifn eidaíþróttir LlL Núeru liðin lOárfrá því rallkeppni var fyrst haldin hér á landi. Fyrstu árin voru rallkeppnir og annað bíla- íþróttastarf í höndum Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda. Bifreiða- íþróttaklúbbur Reykjavíkur var svo stofnaður árið 1977 sem íþróttadeild innan FÍB og var rekinn af myndar- skap í nokkur ár. Hin síðari ár hefur deyfð færst yfir starfsemi klúbbsins. Klúbburinn hefur að vísu verið fram- kvæmdaaðili stærsta rall landsins, Ljómarallsins, fram á þennan dag, en ísakstur og rallíkross hafa til að mynda nær alveg dottið upp fyrir. Áhugamönnum hefur runnið þetta til rifja, og nú hafa margir þekktir rallmenn og aðrir áhugamenn um bílaíþróttir lagst á eitt. Blaðamaður NT hitti þá Jón og Steingrím yfir kaffibolla í vikunni og spurði þá spjörunum úr. - Nú þegar bílaíþróttir hafa heldur verið í öldudal hér á landi er spurning- in sú hvort bílaíþróttir eru yfir hófuð nokkuð fyrir íslendinga, ineð tilliti til þess að hér eru bflar óhcmju dýrir, svo og varahlutir og olíur, að ekki sé talað um þegar fara þarf að sérútbúa bfla? „Það er vitað mál að bílaíþróttir eru dýrt sport, en því sterkari sem samtök bílaíþróttamanna eru, því auðveldara er fyrir menn að byrja og fá hjálp hver hjá öðrum, t.d. í sambandi við að byggja upp bíla. Að auki sé ég ekki að menn geti ekki leyft sér þetta, þegar upp spretta lúxusklúbbar og alls konar hlutir í þjóðfélaginu," segir Jón. Steingrím- ur: „Við megum ekki gleyma því að íslendingar eru mesta bílaþjóð heims þótt þetta sé allt svona dýrt hér. Með öflugra starfi getum við fengið fleiri með Nóg fyrir hinn almenna ökumann Og nú eru þeir komnir í gang félagarnir. „Sko, við erum að setja í gang víðtæka starfsemi. og hún bein- ist til að byrja með eingöngu að hinum almenna ökumanni. Við ætl- um að koma af stað keppnum í ísakstri á næstunni fyrir venjulega bíla. Hin fyrsta verður haldin 30. desember, og hana köllum við firma- keppni á ís. Menn geta komið á sínum eigin bílum, hestaflatalan skiptir ekki máli, heldur lagnin við að keyra. Menn hafa samband við fyrir- tækið sitt, fá að keppa fyrir það og fá það til að greiða 2 þúsund krónur í þátttökugjald. Við munum halda fleiri slíkar keppnir og svo jafnvel ískross síðar í vetur fyrir sérútbúna bíla. Það er eins og rallíkross, fjórir ■ Steingrímur Ingason fram- kvxmdastjóri BÍKR til hægri og Jón Ragnarsson stjórnarmaður klúbbsins til vinstri. „Alþjóðleg röll gætu orðið mikill ávinningur fyrir Islendinga.“ NT-mynd Róbcrt bílar á brautinni í einu. En það er rétt að leggja áherslu á að í hinum almenna ísakstri er engin hætta á að skemma bílinn sinn, bílarnir þurfa bara að fullnægja þeim kröfum og lögum sem gerð eru til bíla yfirleitt, þar er bara einn í brautinni í einu og keyrir á tíma.“ - Engin flokkaskipting? „Jú, flokkur venjulegra fólksbíla með drif á einum öxli og svo flokkur fjórhjóladrifsbíla". Rallíkross í fullan gang - Hvað með rallíkross, er það alveg dottið upp fyrir? „Það er von þú spyrjir, það var bara ein keppni til íslandsmeistara í sumar, en jafnan hafa þetta verið margar keppnir sem gefa stig til íslandsmeistaratitils. Þannig verður það í sumar. Við höfum þegar lagt ■ Halldór Úlfarsson og Hjörleifur Hilmarsson á fullri ferð í JóJó-rallinu í haust. Halldór og Hjörleifur voru íslandsmeistarar árið 1983 í ralli. NT-mynd Árni Bjama ■ Rallíkross á vegum Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur árið 1980. Þá var keppt á Kjalarnesi, en nú mun BIKR leggja nýja rallíkrossbraut í nágrenni Straumsvíkur. NT mvnd Róbert drög að því að byggja nýja rallí- krossbraut í nágrenni kvartmílu- brautarinnar rétt hjá Straumsvík. Þar verður fyrsta keppnin í maí og síðan verður keppt þar reglulega í sumar.“ - Verður Ljómarall? „Ljómarallið verður á sínum stað, enda alþjóðleg keppni sem nýtur sívaxandi vinsælda. Að auki mun Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur, BÍKR, standa að tveimur öðrum öllum, alls þremur röllum af sex sem haldin verða hér í sumar.“ - Ljómarallið er orðið alþjóðlegt rall, hafið þið hug á að skipuleggja fleiri alþjóðlegar rallkeppnir hér? “Við teljum að ísland sé staður sem gefur mikla möguleika í sam- bandi við alþjóðleg röll. Við höfum sérstöðu og sú athygli sem Ljóma- rallið hefur vakið ýtir mjög undir það.“ - Það stóð nú mikill styrr um íslands- rallið svonefnda, verið þið ekki stopp- aðir af af náttúruverndarsamtökum og slíku? „Alþjóðleg rölltil hagsbóta fyrir íslendinga“ „fslandsrallið og undirbúningur þess var misskilningur á misskilning ofan. í raun var þetta allt í lagi hjá Frakkanum Bertrand. Hins vegar er mjög eðlilegt að náttúruverndarfólk hafi orðið tortryggið vegna svona jepparalls, það þarf að fá tíma til að átta sig á því hvað þetta er eins og aðrir. Það er á hreinu að rall byggist á þvf að aka á vegum, og allir þeir sem fara út fyrir vegi tapa mjög á því, svo að það reynirenginn. Við munum hins vegar leggja áherslu á að þó svo að erlendir aðilar myndu styrkja slíka keppni hér þá yrði það ailtaf undir íslenskri stjórn. Það voru helstu mis- tök Frakkans að hafa ekki íslenska stjórn á íslandsrallinu. Alþjóðleg röll hér gætu orðið okkur mjög í hag, bæði sem landkynning og sem gjald- eyristekjur.“ - Hvað gerír Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur fyrir utan það að skipu- leggja og halda keppnir og mót? „Almennur félagsskapur áhuga- fólks um bílaíþróttir. Við höfum t.d. hafið svokallaða fimmtudagsfundi, þar sem menn koma saman, horfa á rallmyndir og annað því tengt af vídeói og ræða síðan saman um starfsemina og írþóttirnar innan klúbbsins. Þetta hefur þegar tekist mjög vel. Við höldum fundina í Smiðjukaffi í Kópavogi og þeir eru auðvitað á fimmtudögum. Þar kemst fólk að því hvað rall og bílaíþróttir eru og þetta er algerlega opið hús og enginn aðgangseyrir, allir velkomn- m „Það kæfðiað mestu starfsemi Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur á sínum tíma aðhin mikla starfsemi klúbbsins hlóðst á alltof fáar hendur. Tveir til fjórir menn gerðu allt, og slíkt hlýtur að fara um koll. Við ætlum okkur að rífa þessa starfsemi upp og tilþess eru komnir 9 áhugasamir menn í stjórn og framkvæmdastjóri í fullt starf. Hjá okkur ríkir almennur áhugi og eining um að gera heiðarlega tilraun til þessa, “ sögðu þeir Jón Ragnarsson í stjórn Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur og Steingrímur Ingason framkvæmdastjóri klúbbsins í samtali við NT í vikunni. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur á tímamótum: „Það geta all ir verið með“ „ísakstur, rallíkross og rall í fullan gang - f jölskyldubíllinn getur líka verið með“ - Forkólfar BÍKR teknir tali Mánudagur 17. desember 1984 I Fljótum: Borað eftir heitu vatni Frá Emi Þórarinssyni í Fljótum: ■ Borun eftir heitu vatni hófst í síðustu viku á Reykjarhóli í Hegra- neshreppi. Það er fiskeldisstöðin Fljótalax sem stendur fyrir boruninni og er vonast til að hægt sé að fá þarna mun meira vatn upp en nú er, sem gæfi laxeldisstöðinni stóraukna möguleika til seiðaframleiðslu og lax- eldis frá því sem stöðin hefur í dag. Fiskeldisstöðin Fljótalax var byggð sumarið 1982. Það sumar var í fyrsta skipti borað í Reykjarhólinn, en áður hafði dálítið af heitu vatni komið upp úr hólnum og verið notað til upphit- unar íbúðarhúss á bænum í áraraðir. þetta sumar voru boraðar tvær holur, 304 og 105 metra djúpar, með bor frá Orkustofnun. Ekki tókst að fá neitt sjálfrennandi vatn úr þeim. Sama sumar voru hins vegar boraðar tvær 30-40 metra holur lárétt inn í Reykj- arhólinn, með litlum bor, og gáfu þær 3 sekúntulítra af 84 stiga heitu vatni. Mælingar sem framkvæmdar hafa verið af Orkustofnun benda til að hægt sé að fá mun meira vatn. Ætlunin er að bora nú allt að 250 metra langa holu skáhallt inn í Reykj- arhólinn og reyna þannig að hitta á heitavatnsæðina sem talið er að sé í eða undir hólnum. Verkið er unnið með bor frá Orkustofnun. JÓIwXGJÖFIN 1 ÁR KENWOOD I ELDHUSIÐ Myndmenntakennarar: Björgvin formaður ■ Björgvin Björgvinsson var kosinn formaður Félags ís- lenskra myndmenntakennara á aðalfundi félagsins, sem haldinn var nýlega. Fráfarandi formað- ur, Ása Björk Snorradóttir, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Auk Björgvins eru í stjórn félagsins Ánna Þóra Karlsdótt- ir, Margrét Jóelsdóttir, Sigrún Sveinsdóttir og Ása Björk Snorradóttir. HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD IhIHEKIAHF J LAUGAVEGI 170 -172 SIMAR 11687 ■ 21240 VAREVFILL GÖÐAN DAGINN ÆTLAR ÞÚ ÚT AÐ SKEMMTA ÞÉR. TAKTU EKKIÁHÆTTU. LÁTTU OKKUR SJÁ UM AKSTURINN. VIÐ LOKUM ALDREI.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.