NT - 17.12.1984, Qupperneq 8
Cecil V. Jensen:
Nokkrar leiðbeiningar til sólbaðs-
stofueigenda og viðskiptavina
■ Mismunur á svo kölluðum
heimilislömpum og atvinnu-
lörnpum: Pað fæst alltaf meiri
árangur út atvinnulömpum
(professional) heldur en heim-
ilislömpum. Atvinnulampar
(professional) sem eru fram-
leiddir í dag eru þessar tegund-
ir: Ma professional solarium
lampar, Silver solarium
lampar, Pedan solarium
lampar, og Jk soiarium
lampar.
Ég vil benda á að það eru
fleiri solariumlampar hér á
markaðnum sem eru seldir sem
atvinnulampar, en þeir eru ein-
ungis heimilislampar. Vitna ég
í þá skýrslu sem ég læt fylgja
með.
Almenningur hefur ekki
gert sér fulla grein fyrir í hverju
mismunurinn er fólginn, því
nefni ég nokkur höfuðatriðin.
Heimilislampi er eingöngu ætl-
aður til þess að nota fyrir fjöl-
skylduna og er byggður með
það fyrir augum. Atvinnu-
lampi (professional) er byggð-
ur fyrir stanslausa notkun, því
er uppbyggingin allt önnur.
Lyftubúnaðurinn á heimil-
islömpum er ekki gerður fyrir
mikið álag, (að lokurnar séu
keyrðar stanslaust upp og
niður) eins og atvinnulampinn.
Við stanslausa notkun á heim-
ilislömpum, hitna þeir of
mikið, þeir hafa ekki þá miklu
.kælingu sem til þarf, því fer
hitastigið upp fyrir 40° á cels-
ius.
Viðskiptavini sem liggur á
slíkum lampa fer að líða illa
vegna hitans. Við 41° á celcius
fellur árangurinn í lampanum
um 10%.
Dæmi eru um að árangur í
lömpum sem eru notaðir sem
atvinnulampar falli niður um
allt að 40% vegna þess að hit-
inn er of mikill. Við þennan
hita styttist lifitími peranna all-
mikið. Solariumperurnar eru
byggðar á fosfórblöndu sem er
gædd þeim eiginleika að geta
skipt upp geislasviðunum, þola
ekki þann mikla hita sem verð-
ur í heimilislömpum.
Því þarf að skipta um perur
mun oftar. Því miður er það
ekki gert, því þeir aðilar sem
eru með slíka solariumlampa
ná ekki endum saman vegna
kostnaðarins sem fylgir því.
Því verður að nota perurnar
lengur. Þetta gerist ekki í at-
vinnulömpum.
Mikið atriði er að sólarium-
lampar séu hannaðir rétt. Lok-
ur mega ekki vera of beinar, þá
fæst ekki litur á hliðarnar. Ef
lokur eru of djúpar rennar
handleggir upp að hliðinni, því
er þannig. farið að það er um
75% af viðskiptavinum sem
dotta eða sofna, vegna þess að
velh'ðan streymir um allan lík-
amann.
Allir solariumlampar taka
ferskt loft inn í neðri lokuna
undir bekknum sem maður
liggur á, því þarf að vera filt
undir bekknum, sem legið er á,
sem tekur öll óhreinindi, ryk
og ló sem fellur á gólfið þegar
farið er úr fötunum. Neðri lok-
an er eins og ryksuga sem sígur
allt upp í sig.
Eftir stanslausa notkun á
heimilislampa er mikið af ló
komið í neðri lokuna. Það
stendur enginn í því að taka
perur úr bekk á hverju kvöldi,
og þrífa þær ásamt því að þrífa
speglana.
Þess gerist ekki þörf í at-
vinnulömpum sem er með filt í
neðri loku. En óhreinar perur
ogspeglarþýða minni árangur.
í atvinnulömpum er skipt
reglulega um filt og næst því
100% árangur í þeim.
Ávallt skal nota rétt
sótthreinsunarefni á bekkina
og það vita allir sem með-
höndla solariumbekki (eða
þeir eiga að vita það).
Það hefur verið rætt nokkuð
í blöðum um krabbamein, það
er um svo kallaðan B geisla
sem er álitinn hættulegur og
'geti valdið húðkrabba.
Mannslíkaminn hefur þrjú
húðlög, í innsta húðlaginu
liggja litarfrumurnar það þarf
svo ákaflega lítinn U-V-B
geisla til að fá litarfrumurnar í
gang eða 0,01 W/M,2 en síðan
tekur U-V-A geislinn við og
framkallar út í ysta húðlagið
þennan brúna lit. Litarfrum-
urnar starfa í 8 klukkustundir
eftir að maður hefur verið í sol-
arium eða úti í sólbaði.
Oft heyrir maður að það
borgi sig ekki að fara í bað eftir
að hafa verið í solarium, en
það er rangt, við getum ekki
stoppað litarfrumurnar. Ma
professional solarium lamp-
arnir uppfylla öll skilyrði sem
til þarf sem Holustuvernd og
Geislavörn ríkisins óska eftir,
því læt ég fylgja hér með ljósrit
af leyfisbréfi sem er gefið út af
Heilbrigðis ogTryggingamála-
ráðherra.
Það er grátlegt að vita til
þess að fólk á öllum aldri er
hætt að sækja sólbaðsstofur
vegna greinar sem slegið var
upp í blöðunum.
Vil ég benda á að það hefur
farið ört vaxandi að læknar
hafa bent sjúklingum að prófa
að fara í solarium. Það eru
mörg dæmi um að sjúklingar
hafa fengið bata. Unglingar
hafa sótt mikið í ljós ef þeir eru
með slæma húð.
Þróunin hefur orðið sú að
solariumlampar eru nú ekki
eingöngu notaðir til þess að fá
brúnan lit heldur til að slaka á
(það sama gerist erlendis). Það
er aldrei betra en nú í skamrn-
deginu að nota ljós.
Skammdegið hefur mismun-
andi áhrif á fólk. Sálarlífið fer
úr skorðum en þó mismunandi
mikið. Solarium hefur viss á-
hrif á sálina.
Það er eitt sem ég hef aldrei
getað skilið, að það skuli geta
viðgengist hér á Islandi að við-
skiptavinurinn skuli vera látinn
þrífa solariumbekkinn eftir
sjálfan sig. Maður er búin að
greiða fyrir þjónustuna. Ef
slíkt getur ekki gengið erlend-
is, þá gengur það ekki heldur
hér á íslandi. Það virðist mega
bjóða íslendingum upp á hvað
sem er.
Ég hef alltaf staðið í þeirri
meiningu og stend í þeirri
meiningu að hreinlætið sé
númer 1-2-3-4 og 5.
Ég sé mig í anda ef ég
skryppi til hárskera og léti
klippa mig og að því loknu:
Gjörið svo vel þá er þetta búið,
en gjörið svo vel hér er kústur-
inn viltu sópa hárin eftir þig.
Þetta er aðeins eitt lítið
dæmi af mörgum. Þetta er hlut-
ur sem þyrfti að endurskoða,
og það sem fyrst.
Virðingarfyllst
Cecil V. Jensen
Mánudagur 17. desember 1984 8
Skáld yrkir
inn í sig
Kristján Kristjánsson og Aðal-
steinn Svanur: Svartlist, Ijóð
og mynd. Höfundar gefa út,
1984.
■ Það er ekki hávaðanum
eða fjaðrafokinu fyrir að fara í
lítilli svartri bók sem tveir
ungir menn að norðan senda
frá sér - ljóðakveri í geðþekk-
ara lagi, þótt ekki sé hægt að
segja að það sé að sama skapi
átakamikið. Annar þeirra fé-
laga sér reyndar um skáldskap-
arhliðina, Kristján Kristjáns-
son heitir sá, en hinn, Áðal-
steinn Svanur að nafni,
myndskreytir í eyðurnar.
Svartlist heitir bókin og er
það í fullu samræmi við dökkar
og innibyrgðar tréristur Aðal-
steins og heldur gleiðsnauð og
innhverf kvæði Kristjáns.
Það hefur lítið farið fyrir
þessari bók, eins og reyndar
velflestum ljóðabókum sem
áhugasamir gefa út í prívatút-
gáfum, og kannski ekki alveg
laust við að manni fljúgi í hug
að höfundarnir gefi hana meira
út fyrir sjálfa sig en aðra svona
rétt til að aðgæta hvernig hug-
smíðarnar líta út þegar út í
alvöru prentmálsins er komiö.
Það verður heldur ekki ráðið
af kverinu hvaða metnaður
fylgir því, frekar eins og höf-
undur hafi látið Ijóðin á blað
sér til hughreystingar og hug-
svölunar, svo persónuleg og
lokuð eru þau oft og tíðum -
stundum þannig að mjög er til
baga.
Nú kann ég lítil deili á skáld-
inu eða hvort hann hefur feng-
ist við yrkingar í skóla, en
vissulega er afraksturinn ekki
ósvipaður því sem maður gæti
búist við að hrjóti úr pennum
skólaskálda. Samt er ekki þar
fyrir að synja að ljóðin eru
ágætlega orðuð á köflum og
sjaldnast farið með óþarfa
orðagjálfur.
Hængurinn er bara sá að
ljóðin eiga sér greinilega vel-
flest uppsprettu í mjög pers-
ónulegri reynslu skáldsins.
Kristjáni tekst ekki að um-
breyta henni þannig í ljóð að
hún verði almcnn, eitthvað
meira en prívat dagbókarslit-
ur, og nái þannig að komast
yfir um til lesandans. Það er
reyndar bara eitt kvæði í bók-
inni sem er sæmilega úthverft,
ef má nota svo hallærislegt
orð, og þótt það sé mjög
fábrotið að allri gerð getur það
kannski vísað Kristjáni veginn
til frekari skáldskapariðkana:
Það er fáránlegt
en í síðari heimsstyrjöldinni
dóu sextíuogníumilljónir
áttahundruðfimmtíuogsex
þúsund
níuhundruðogþrjár
manneskjur.
Egill Helgason.
Þorgeir Þorgeirsson:
Dálítil yfirlýsing af gefnu tilefni
■ í fréttatilkynningu frá
bókaútgáfu IVláls og menning-
ar les ég þessar setningar:
„Glataðir snillingar eftir
William Heinesen í þýðingu
Þorgeirs Þorgeirssonar. Ér
þetta síðasta þýðing Þorgeirs á
verkum Heinesens að sinni.“
í fyrsta lagi vil ég geta þess
að bókaforiagið hefur látið
þessar upplýsingar ganga frá
sér án samráðs við mig. Sætir
það nokkurri furðu. Víða í
löndum þar sem bókaútgáfa er
einokunarmál ríkisins og for-
leggjari því bara einn getur sá
forleggjari vitaskuld ákveðið
fortakslaust hvenær höfundar
eða þýðendur hætta störfum.
Þessu er nú ekki svo farið
hérlendis - að því er flestir
telja - og vildi ég því mega
segja frá því í öðru lagi, að
þessi fullyrðing er röng. Ég
vinn enn af fullum krafti að
útkomu bókar eftir William
Heinsen (Fortællinger frá
Thorshavn) og vænti þess að
hún komi fyrir augu lesenda
sinna árið 1985 eða þá í sein-
asta lagi 1986.
Mér er það hulin ráðgáta
hvað þeir fulltrúar málsins og
menningarinnar gætu haft á
móti því. Eina hugsanlega
skýringin á þessu frumhlaupi
þeirra menningarmanna er
raunar jarðarfararauglýsing
sem verið hefur í blöðum og
útvarpi um alnafna rninn frá
Hrófá, Drottinn blessi sál
hans.
En ég er semsé tórandi enn
og hætti varla að þýða William
Heinesen á meðan það ástand
tollir við mig.
Hversu litlu sem þetta kann
að skipta nú í flóði mikilla
frétta og stórra auglýsinga þá
langar mig til að biðja dagblöð-
in að koma þessari leiðréttingu
á framfæri ásamt samúðar-
kveðjum mínum til þeirra í
málinu og menningunni.
Virðingarfyllst,
Þorgeir Þorgeirsson