NT - 17.12.1984, Page 11
1lí
Mánudagur 17. desember 1984 11
«cflur haf;
„Þú skalt ekki stela“
■ Refsivert er talið að brjóta
þetta boðorð, sé ekki um lög-
verndaðan þjófnað að ræða.
En lögverndaður þjófnaður
færist stöðugt í aukana, og oft
í skjóli hins margþvælda hug-
taks frelsi. Sú var tíðin, að hér
á landi var sparnaður talinn til
dyggða. Sparað var til elliára.
Seinna kom önnur tíð. f>á voru
uppfundin ráð, til þess að stela
því, sem sparað hafði verið,
hvort sem það var geymt í
banka eða lífeyrissjóði. Enn
kom tíð og undir þennan leka
var sett.
Nú er ný tíð og alltaf hækka
raddir um frelsi til að snið-
ganga gamla boðroðið: „Þú
skalt ekki stela“.
Nokkur hluti þjóðarinnar
aflar verðmæta með vinnu
sinni. Einu sinni var frá þeim
stolið, en þeim tókst með sam-
takamætti að rétta sinn hlut,
og sækja sitt í greipar svo-
nefndra atvinnurekenda.
Þeirra bitrasta vopn nefndist
verkfall.
Enn er þessu bitra vopni
beitt. Ekki til að rétta hlut
þeirra, sem verðmætanna afla,
fremur til að skerða hann. Nú
er ófreskja, sem nefnd er
Verðbólga dyggasta hjú þjóf-
anna, og láglaunaóvitunum er
ráðlagt að leita á náðir annarr-
ar ófreskju, sem vísitala
nefnist. En vita mega þeir að
verði sú fyrrnefnda kveðin
niður, lýsir svo af degi, að hin
síðarnefnda verður að steini
og engum að meini. Sjálfsagt
er talið að þeir, sem verðmæt-
anna afla, séu lægst launaðir
þjóðfélagsþegnanna, eða því
sem næst. En þeir, sem mestu
hefur verið eytt í af andvirði
sömu verðmæta, hæst launað-
ir. Sagt er að starfsævi þeirra
sé styttri en hinna, vegna
námsárafrádráttar. Nokkuð er
hæft í þessu. En spurningin er.
Hve mikill á launamismunurinn
að vera? Ætti þetta ekki að
vera matsatriði? Einu sinni var
því haldið fram í ræðu og riti,
að upp fyrir helmings mun ætti
ekki að fara. Er það ekki nóg?
Hvaða áhrif hefði það á laun
þeirra lægst launuðu, ef slíkt
launamat yrði lögtest? Spor í
rétta átt væri að banna með
lögum allar yfirborganir þeirra
launataxta, sem ákveðnir eru í
kjarasamningum. Sá sem yfir-
borgar ætti frekar að lækka
verð vöru eða þjónustu. En ef
til vill er hann á spena hjá
verðbólgunni, og honum því
umhugað um að sú þjófnaðar-
lind sé dropasæl. Löglegar
þjófnaðarlindir eru margar og
margvíslegar. Þaðan er stór-
feldasti þjófnaðurinn teigaður,
en fyrir smáþjófnað er refsað.
Er ekki efnahagsástand
þjóðfélagsins slíkt, að tími sé
til kominn að vinna gegn lög-
vernduðum þjófnaði og endur-
auka gildi boðorðsins „Þú skalt
ekki stela.“
Magnús Guðmundsson
Skrifið til:
NT
Lesendasíðan
Síðumúia 15
108 Reykjavík
... eða hringið í
síma 686300
milli kl. 13 og 14
frumsýnir stórmyndína
í blíðu og stríðu
Bssta kvikmynd ársins (1984)
Besti leikstjóri - James L Brooks
Besta leikkonan - Shirley
MacLaine
Auk þess leikur i myndinni ein 1
skærasta stjaman i dag: Debra
Winger
Myndsem allir þurfa að sjá
Sýndkl. 5,7.30 og 10
Hækkaö verð
Lélegar
texta-
þýðingar
- „Lunch“ =
kvöldverður?
Fjalar hringdi
■ Mig langar að koma á framfæri
spurningu um þýðingar bíómynda.
Mér virðast þær oft unnar af ekki
meiri þekkingu en svo að grunnskóla-
krakkar hefðu getað verið þar að
verki.
Ég fór að sjá Terms of Endearment
um daginn og textinn með myndinni
var morandi í þýðingarvillum. Til
dæmis var orðið „lunch“ þýtt sem
kvöldverður.
Þar sem þetta er nú Óskarsverð-
launamynd, langar mig til að spyrja
hvort textaþýðing við slíkar myndir
sé sett í hendurnar á hverjum sem er.
-Svar um hæl
■ Friðbert Pálsson, framkvæmda-
stjóri Háskólabíós, sagði að reynt
væri að velja hæfa þýðendur til að
texta kvikmyndir. Tiltölulega fáir
þýðendur þýddu myndir fyrir öll kvik-
myndahúsin og væru flestir þeirra
háskólamenntaðir og sumir hverjir
löggiltir skjalaþýðendur.
Friðbert sagði ennfremur að sál
þýðandi sem hér væri um að ræða,
hefði orð á sér fyrir góðar þýðingar
og hefði honum verið falið verkið á
þeim forsendum.
Friðbert sagðist hins vegar ekki
hafa séð myndina með texta og gæti
því ekki sjálfur lagt neinn dóm á
gæði þýðingarinnar. Hann vildi þó
taka fram að ekki hefðu borist neinar
kvartanir til kvikmyndahússins vegna
þessarar myndar.
AUSTURSTRÆTI lO