NT - 17.12.1984, Page 24

NT - 17.12.1984, Page 24
■ Það var skellt og laumað á báða bóga í leik HK og Víkings í 1. deild karla í blaki á laugardaginn. Svo fór að HK vann. NT-mynd: Sverrir Heimsbikarkeppnin á skíðum: Norðmenn í sérflokki í skíðagöngu karla Gamlar hetjur standa sig illa - finnskar konur ganga vel Mánudagur 17. desember 1984 24 íþróttir Blak: Hörkw einvígi tveggj aliða hjá koi nunum - Breiðablik og ÍS kljást ■ Þessa dagana stendur sem ' hæst mót í heimsbikarkeppn- inni á skíðum. Þannig mun verða allan veturinn, mikið um mót og erfitt að fylgjast með öllum keppnunum. Mikið var keppt þessa helgi sem og aðrar og eru hér helstu úrslit og það sem markverðast gerðist. Á laugardaginn var keppt í stórsvigi kvenna í þorpinu Maradonna Di Campiglio á Ítalíu. Úrslitin í þeirri keppni komu nokkuð á óvart en þar sigraði v-þýska stúlkan Mari- ana Kiehl. Eftir fyrri umferðina hafði svissneska stúlkan Maria Walliser forystu og það nokkuð góða en Kiehl náði að sýna mikið öryggi og hraða í seinni umferðinni og sigra. Þetta var aðeins annar sigur Kiehl í heimsbikarkeppni og var stúlk- an að vonum ánægð. Svissneskar og v-þýskar stúlkur voru í fimm af átta efstu sætunum en bandarísku stúlk- urnar Debbie Armstrong og Tamara McKinney urðu í fimmta og sjöunda sæti. Það vakti töluverða athygli að Erika Hess, núverandi heimsmeistari varð aðeins í 14. sæti. Hér er röð efstu stúlknanna: Marina Kiehl V-þýsk......2:49,65 Maria Walliser Sviss.....2:50,57 Zoe Haas Sviss...........2:50,67 E. Kirchler Austurr......2:51,12 D. Armstrong USA.........2:51,37 Norrænar Greinar: Finnar og Norðmenn hafa haft mjög mikla yfirburði í norrænum greinum í heimsbik- arkeppninni. Finnar hafa kom- ið best út í kvennagreinunum en Norðmenn í karlagreinum. í keppni í 3x5 km göngu kvenna í Trento á Ítalíu sigruðu finnsku stúlkurnar nokkuð örugglega. Þær voru um 15 sekúnum á undan sovésku kon- unum. Finnska liðið er borið upp af Liisa Hammaelainen, sem vann til þrennra gullverð- launa á ÓL í Sarajevo síðastlið- inn vetur. I þriðja sæti í þessari keppni urðu svo b-lið Sovét- ríkjanna og norska sveitin varð í fjórða sæti. Eftir þessa keppni hafa Finnar forystu í stiga- keppninni með 26 stig en Sovét- konurnar eru í öðru sæti með 20 stig og Norðmenn í þriðja með 16. Þá var keppt um helgina í Davos í Sviss. Þar var keppt í 4x10 km göngu karla og var keppnin hörð. Þó fór svo að Norðmenn sigruðu og í öðru sæti urðu Svisslendingar. Svíar komu svo í þriðja sæti og svissneska b-liðið í fjórða sæt- inu. Finnar voru ekki í essinu sínu í þessari keppni og höfn- uðu í fimmta sæti. Þegar lögð eru saman stig karla og kvenna í skíðagöngu (sveitakeppni) eru Norðmenn efstir og Finnar koma alveg á hæla þeim. Norð- menn eru með 42 stig en Finnar 40 Sovétmenn eru svo þriðju með 32 stig. í Davos var einnig keppt um helgina í 30 km göngu karl^þar voru Norðmenn í algjörum sér- flokki, urðu í fjórum efstu sætunum og af fyrstu 10 sætun- um unnu þeir sjö. Ove Aunli sigraði en landi hans Per Mikk- elsplass varð annar og munaði tæpri mínútu á þeim félögum. Thor-Hákon Holte varð svo í þriðja sæti. Þegar litið er á stiga stöðu karla í göngukeppninni þá kemur í Ijós að þessir þrír Norðmenn raða sér í efstu sætin. Mikkelsplass er efstur með 48 stig en Aunli er annar með 41 stig og Holte er þriðji með 35 stig. Norðmenn í al- gjörum sérflokki í skíðagöngu karla. Skíðastökk: Austurríkismaðurinn Andre as Felder sigraði í stökki af 90 m palli í Lake Placid á laugar- daginn. Hann hlaut 225 stig og stökk lengst 115,5m. í öðru sæti varð Tékkinn Jiri Parma sem hlaut 217 stig og stökk lengst 117 m. Annar Austurrík- ismaður varð í þriðja sæti með 214,1 stig og átti hann líka lensta stökkið í keppninni, ásamt Jiri meða 117m. Sá heitir Ernst Vettori. Finnar hafa löngum verið snjallir í stökki og þeir áttu menn í 4,5 og 6. sæti í Lake Placid. Felder braut á sér löpp fyrir tveimur árum og héldu menn að hann ætti ekki afturkvæmt á stökkpallinn, en hann sýndi hörku og hefur nú sigrað í þremur mótum það sem af er vetri. Svigkeppni: I gær var keppt í svigi karla í Madonna Di Campiglio á Ítalíu og þar sigraði Júgóslav- inn Bojan Krizaj. Hann hafði forystu eftir fyrri umferðina og hélt henni þrátt fyrir að Andre- as Wenzel veitti honum harða kcppni.We4i2el hafnaði svo í öðru sæti og þriðji varð Peter Popangelov frá Búlgaríu. Sænski skíðagarpurinn, sem hér áður fyrr var nánast ósigr- andi, Ingemar Stenmark.varð í fjórða sæti í sviginu í gær og virðist vera að ná sér á strik. Aðalkeppinautarnir í heims- bikarkeppninni þeir Pirmin Zurbriggen frá Sviss og Marc Girardelli frá Austurríki féllu báðir úr leik í fyrri umferð. í heimsbikarkeppninni eru nú efstir hjá körlunum þeir Zurbriggen með 84 stig og Girardelli með 70. Þriðji er Robert Erlacher með 58 stig og fjórði Max Julen með 45. Hjá konunum eru Marína Kiehl og Walliser efstar með 40 stig hvor og í 3 sæti er Traudl Hácher með 30 stig. Sigurveg- arinn frá í fyrra Erika Hess er í ll.sæti með 8 stig. ■ Nú stefnir í hörkueinvígi tveggja liða um íslandsmeist- aratitilinn í blaki kvenna. Toppliðin í deildinni, Breiða- blik og ÍS, mættust á laugardag og nú sigruðu stúdínur, þannig að bæði lið hafa nú tapað einum leik, hvort fyrir öðru. Enn eiga liðin eftir að takast tvisvar á og munu þær viður- eignir ráða úrslitum, þar eð þessi lið eru áberandi sterkust í deildinni. Fjórir leikir voru í 1. deildum karla og kvenna um helgina. Breiðablik byrjaði betur í leik toppliðanna tveggja í Digranesi, vann fyrstu hrinu 15-11. ÍS svaraði með tveimur sigurhrinum, 15-4 og 15-10. Þá tóku Blikastúlkurnar sig saman og unnu 15-12, jafnt 2-2, en stúdínur voru sterkari á enda- sprettinum og sigruðu 15-9 í oddahrinunni. Víkingsstúlkurnar höfðu sig- ur gegn Þrótti, og unnu þar með annan sigur sinn í vetur. Víkingur vann fyrstu hrinuna, Þróttur tvær næstu, en síðustu tvær hrinurnar voru Víkings, 3-2 HK fékk Víking í heimsókn í fyrstu deild karla. HK hefur sjaldan leikið betur en í tveim- ur fyrstu hrinunum og rústaði lið Víkings, 15-7 og 15-3. Vík- ■ Nú stendur yfir mikil ís- hokký-keppni í Sovétríkjun- um. Keppi þessi er kölluð Iz- vestia-keppnin og eru öll sterk- ustu landslið í íshokký með á mótinu. Einn leikur var í gær-reyndar opnunarleikurinn- og áttust þá við Tékkar og Svíar. Bæði þessi lið eru með þeim bestu í heiminum í dag og sem dæmi þá kepptu Tékkar til úrslita við Sovétmenn á ÓL í Sarajevo síðastliðinn vetur. Það fór eins ingar náðu upp góðri baráttu í þriðju hrinu gegn hálfgerðu varaliði HK og sigruðu 15-12, en HK hafði tögl og hagldir í fjórðu hrinu og vann 15-11, og þar með 3-1. Leikurinn var mjög vel leikinn á köflum, sérstak- lega hjá HK. Bestu menn Kópa- vogsliðsins voru þeir Ástvald- ur Arthúrsson og Magnús Magnússon, en Hannes Karls- son var langsterkastur í liði Víkinga. ÍS vann Fram í 1. deild karla í allsögulegum leik í Hagaskóla á laugardag. Fram byrjaði vel í báðum fyrstu hrinunum, komst í 14-9 í fyrstu hrinu en varð að sætta sig við tap 14-16. Enn grátlegra var hjá Fram í annarri hrinu, þá komst liðið í 14-6, en ÍS vann samt 16-14. Allur vindur var úr Framörum í þriðju hrinu og unnu stúdentar hana 15-4. Úrslitin 3-0. Enginn skar sig úr í liði ÍS, þar voru menn jafn- sterkir og jafnslakir eftir því sem við átti. Kristján Már Unn- arsson var sterkastur Framara að venju. Staðan í 1. deild karla: Þróttur ... 7 6 1 20-9 12 HK........... 8 6 2 20-14 12 ÍS............ 7 5 2 18-9 10 Víkingur ... 615 7-16 2 Fram......... 7 0 7 6-21 0 og margir höfðu spáð að Tékkar sigruðu með 3 mörkum gegn 1. Leikurinn var þó nokk- uð jafn og komust Svíar yfir 1-0 með marki Thelven. Lukac jafn- aði og síðan skoraði Petr Klima tvö mörk á síðustu 3 mínútun- um. Annað markið kom i „power play“ þ.e. þegar and- stæðing er vísað af velli við brot þá eru hinir einum leikmanni fleiri og kallast það „power play“. ■ Marja-Liisa Hamalainen gengur vel fyrir finnsku stúlkurnar NBA-boltinn: Celtics vinnur - er með besta stöðu ■ Að venju var mikið keppt í NBA-körfuknattleiknum banda- ríska um helgina og birtum við hér nokkur úrslit. Boston Celtics, með Larry Bird í fararbroddi, er enn með bestu stöðuna í sinni deild og reyndar af öllum liðunum í NBA: Föstudagur: Philadelphia 76Ers-Milwaukee Bucks 115-111 New Jersey Nets-Chicaco Bulls 111-109 Boston Celtics-Utah Jazz 117-106 Detroit Pistons-Indiana Pacers 120- 96 Dallas Mauvericks-San Antonio Spurs 119-102 Kansas City Kings-Denver Nuggets 123-117 Golden State Warriors-Portland Trail Blazers 105- 92 Sunnudagur: Boston Celtics-Atlanta Hawks 101- 94 Philadelphia 76Ers-Chicago Bulls 114-102 Indina Pacers-New Jersey Nets 112-100 Cleveland Cavaliers-New York Kincks 102- 97 San Antonio Spurs-Phoenix Suns 120-111 Houston Rockets-Dallas Mavericks 117-115 Kansas City Kings-Seattle Supersonics 110-105 Los Angeles Clippers-Washington Bullets 109-103 Ishokký: Sænskir tapa fyrir Tékkum

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.