NT


NT - 17.12.1984, Síða 25

NT - 17.12.1984, Síða 25
■ Liam Brady gerði eitt og lagði upp annað. Mánudagur 17. desember 1984 25 Italska knattspyrnan: Verona gefur ekkert eftir ■ Verona heldur enn forystu sinni á Ítalíu eftir sigur á Lazio í Róm. Það voru 60 þúsund áhorfendur sem sáu þann leik og vonuðust eftir sigri sinna manna. Verona lék án Danans Preben Elkjær og V-Pjóðverjans Brigel. Það kom þó ekki að sök þar sem Galder- isi skoraði mark í síðari hálfleik sem dugði til sigurs. Inter Mílanó varð líka að sjá á eftir leikmanni og það engum aula heldur sjálfum Rummen- igge. Hann var að spila með Pjóðverjum á Möltu eins og Brigel. Þetta stöðvaði þó ekki Inter í að sigra eitt af neðstu liðunum, Cremonse, 1-2. Liam Brady gerði fyrra markið fyrir Inter beint úr aukaspyrnu af löngu færi en hann lagði líka upp hið síðara með fallegri sendingu á Franco Causio sem skaut, markvörðurinn hálf- varði og Mandorlini skoraði af stuttu færi. Torino er bara tveimur stig- um á eftir Verona og unnu þeir Tórínó-menn sanngjarnan sig- ur á Como. Zaccarelli og vænt- anlegir landsliðsmenn, Serena og Dossena, skoruðu mörk Tórínó. Mark Hateley var nú með Inter Mílanó aftur og lagði upp annað markið sem Virdis gerði. Atalanta jafnaði 2-2 með mörk- um frá Svíanum Glen Ström- berg og Gentile. Dómarinn í leik Napólí og Róma varð að yfirgefa völlinn í lögreglufylgd eftir að hafa dæmt mark af sem Napóli skor- aði í fyrri hálfleik. Róma náði svo forystu stuttu seinna með marki Falcao. Rétt fyrir leikhlé þá jafnaði Bertoni metin en Sebastian Nela skoraði sigur- markið með mjög óvæntu skoti utan af velli sem sigldi framhjá öllum og markverðinum líka. Vialli skoraði sigurmark Sampdoria rétt fyrir leikslok. Úrslit á Ítalíu í gær urðu þessi: Cremonese-Inter 1-2 Fiorentina-Juventus 0-0 Lazio-Verona 0-1 Milanó-Atalanta 2-2 Napóli-Roma 1-2 Sampdoria-Avellino 1-0 Tórínó-Como 3-1 Udinese-Ascoli 1-1 Hór er staðan: Verona 12 8 4 0 16 4 20 Torino 12 8 2 2 21 10 18 Inter Milanó 12 6 5 1 17 9 17 Sampdoria 12 6 5 1 14 7 17 Roma 12 3 8 1 10 8 14 AC Mílanó 12 3 7 2 11 11 13 Fiorentina 12 3 6 3 12 9 12 Juventus 12 3 6 3 16 14 12 Atlanta 12 3 6 3 10 18 12 Undankeppni Heimsmeistarakeppninnar: Þjóðverjar voru heppnir á Möltu - unnu nauman sigur 3-2 ■ V-Þjóðverjar sluppu naumlega frá Möltu með tvö stig í ferðatöskunni eftir sigur á heimamönnum í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 3-2. Með þessum sigri þá halda Þjóðverjar áfram að vera efstir í riðlinum ásamt Svíum, Svíar hafa leikið fjóra leiki en Þjóðverjar bara tvo. Möltubúar byrjuðu vel og komu Þjóðverjunum íopna skjöldu straxá 11. mínútu með því að taka forystu. Það var Carmel sem skoraði eftir að hafa fengið fyrirgjöf inní teiginn, snúið sér á staðnum og rennt boltanum framhjá Schumacher í þýska markinu. Þetta mark setti Þýskarana út af laginu og þeim tókst ekki að jafna fyrr en á lokamínútum fyrri hálfleiks er Brehme gaf á Karl-Heinz Förster sem skoraði með góðu skoti sem markvörður Möltubúa hálfvarði en missti inn. í síðari hálfleik komu Þjóðverjar hressir til leiks og komust í 3-1 með mörkum Mattháus og Rahn. Rummenigge var maðurinn á bak við bæði þessi mörk og hann var fremstur í flokki Þjóðverja í leiknum. Möltubúar gáfust ekki upp og með 30 þúsund öskrandi áhangendur að baki sér á Ta’Qali-leikvanginum þá tókst þeim að bæta við marki á lokamínútu leiksins. Xuereb skoraði með fallegu skoti frá vítateig. Staðan í öðrum riðli er nú þessi: Svíþjóð...................................... 4 2 0 2 7 4 4 V-Þýskaland.................................. 2 2 ® ® 5 2 4 Portúgal ..................................... 2 2 2 4 4 4 4 Tékkó 2 1 0 1 5 2 2 Malta ....................................... 3 0 0 3 2 11 0 ■ Kalli Rummenigge er mjög góður um þessar mundir og lagði upp tvö mörk Þjóðverja gegn Möltu. Portúgal: Porto með mörk nálægt tugnum ■ Bikarmeistararnir í Portúgal, Portó, voru heldur betur á skotskónum er þeir mættu nýliðum í deildinni Vizela. Þeir gerðu alls níu mörk í leiknum sem er það mesta sem nokkurt lið í Portúgal hefur gert á þessu keppnistímabili. Porto heldur einnig forystu í deildinni, rétt á undan Benfica og Sporting. Sá sem skoraði mest var Gomes, hann gerði fimm stykki. Sporting, sem hefur Tjallann John Toshack sem þjálfara varð að sætta sig við jafntefli gegn Boavista. Það var Silva sem skoraði sigurmark Benfica. Úrslit: Boavista-Sporting 0-0 Benfica-Penafiel 2-1 Porto-Viezela 9-1 Setubal-Varzim 0-0 Portimonense-Braga 2-1 Guimaraes-Salgueiros 4-3 Academica-Farense 2-0 Rio Ave-Belenenses 1-0 Staða efstu liða: Porto 13 11 1 1 35 4 23 Sporting 13 9 3 1 35 11 21 Benfica 12 9 1 2 27 12 19 Boavista 13 6 6 1 17 7 18 Portinonense 13 8 2 3 27 17 18 LYSTUGT 0G GOTT FOÐUR ÍSMAT h/f, BREKKUSTÍG 40 - NJARÐVÍK

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.